Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 58
!c-ZA____________________________________
„\Jilku sklpta. cl ísnum cpt\/eim
eplo.bitum ?*
Áster...
... að hjéUpast að við
sultugerðina,
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
®1985 Los Angeles Times Syndicate
hen m
Sjónvarpslaus get ég ekki verið, Viggi litli — Viggi litli. — Hvað
það er á hreinu. ertu að gera drengur?
HÖGNI HREKKVlSI
~ LAGLHóT Hööö! ''
Fríkirkjan í Reykjavík.
Hvað fær safnaðarstjórn-
ina til slíkra gjörða?
lielga M. Björnsdóttir skrifar:
Ég sit hér með Morgunblaðið
fyrir framan mig og les hinar
ýmsu greinar sem það ágæta blað
hefur upp á að bjóða á þessum
morgni.
Grein á annarri síðu blaðsins er
þess valdandi að ég sting niður
penna. Sem þrumu lostin les ég
yfirskriftina: „Safnaðarstjórn Frí-
kirkjunnar í Reykjavík segir
prestinum upp störfum".
Og ég spyr sjálfa mig hvað fái
þessa menn, sem safnaðarstjórn-
ina skipa, til slíkra gjörða.
Væntanlega finnst þeim ekki
það hvað kirkjusóknin er góð í
Fríkirkjunni neikvætt fyrir prest-
inn.
Væntanlega finnst þeim ekki
öflugt og lifandi barnastarf í Frí-
kirkjunni neikvætt fyrir prestinn.
Væntanlega finnst þeim ekki
jákvæður, mannlegur og skemmti-
legur prestur, frábær ræðumaður
og mikill músíkant neikvætt fyrir
kirkjuna okkar.
Okkar segi ég, því ég er frí-
kirkjukona og fagna því í fyrsta
sinn á ævinni að njóta þess og
langa að sækja mína kirkju.
Því vil ég ekki að fámenn safn-
aðarstjórn spilli þessu fyrir mér
og þeim fjölmörgu sem sækja Frí-
kirkjuna í Reykjavík.
Bréf til borgarstjóra
Dagný Haraldsdóttir skrifar:
Hr. borgarstjóri.
Hvaða lit eigum við að hafa á
strætisvögnum Reykjavíkur?
Þessi spurning hefur verið á vör-
um ykkar háttsettu borgarfulltrúa
um nokkurn tíma. Það virðist vera
ykkar áhugamál hvort liturinn á
vögnunum eigi að vera gulur eða
grænn.
En þið hafið engar áhyggjur af
því hvort það fari vel um ykkar
viðskiptavini. Nei það er aukaat-
riði, þótt fólk sé að kremjast í
vögnum borgarinnar. Klukkan
08.00 að morgni eiga margir að
vera mættir í skólann eða til
vinnu, og mjög margir fara í
strætó. Hvernig fer um fólkið, jú í
nokkrum af vögnunum, t.d. í nr. 1,
7, 8, 9, 15 og 17 fer vel um fólk að
mér sýnist, en svo eru það leiðir
no. 2, 3, 4, 11, 12, 13 og 14 sem eru
svo „stút fullir" að ég efast um að
fólkið nái að stíga i fæturna, það
hangir í lausu lofti vegna þrýst-
ings frá hinum.
Eg var í strætisvagni nr. 11
núna um daginn, það bættist allt-
af fleira fólk i vagninn á hverri
stoppistöð, en það fóru fáir út, allt
i einu gall í stjóranum: ég legg
ekki af stað fyrr en þið komið ykk-
ur aftar, viljið þið troða ykkur aft-
ar (viðskiptavinirnir skyggðu á út-
sýnið). Þá kallar viðskiptavinur
einn sem var aftast i vagninum:
viltu loka afturhurðinni, annars
dettum við út, og var það stað-
reynd, vagninn var svo fullur að
þeir sem höfðu komið inn síðast
stóðu i inngöngutröppunum.
Þetta er ekki bara ólöglegt,
heldur stórhættulegt. Ég er alveg
hissa á „vörðum laganna" að gera
ekkert i þessu máli, en kannski
eru bifreiðir borgarinnar á sér
3amningi. En eitt er víst, að ef ég
væri á bíl sem tæki 4 farþega en
ég væri með 5, þá væri það engin
spurning, ég yrði tekin og sektuð
fyrir lögbrot.
Að lokum langar mig að spyrja
borgarstjórann, hvað sé gert ráð
fyrir mörgum farþegum í stræt-
Slæm tíðindi
Björnssyni sé
Guðrún Jacobsen skrifar:
Ég er að lesa það í Morgunblað-
inu í dag, 24. september, að safn-
aðarstjórn Fríkirkjunnar sé að
víkja séra Gunnari Björnssyni úr
starfi. Þetta eru slæm tíðindi.
Fyrir nokkrum árum vék önnur
safnaðarstjórn þáverandi dómorg-
anista úr kirkjunni.
Þetta eru ljótu sáttanefndirnar!
Hér með vil ég færa séra Gunnari
Björnssyni innilegustu þakkir
fyrir skemmtilegustu stólræðu,
sem flutt hefur verið í Ríkisút-
varpinu fyrr og siðar, sunnudag-
inn 15. september síðastliðinn,
nema ef einhver minnist séra
Bjarna Jónssonar.
Það er hrein upplifun að heyra
prest tala og hugsa af sjálfum sér
og þyrfti það að ske sem oftast svo
Bubbi Morthens fái einhverja
samkeppni.
Persónulega er ég oft alveg
gáttuð á smaðrinu fyrir lýðnum,
þegar hver presturinn og leikmað-
urinn af öðrum fullyrðir í morg-
un- og kvöldbænum útvarpsins,
sjónvarp og messur fylja með, að
Guð elski alla menn hversu sví-
virðilega sem þeir breyta við
hvern annan. Þótt líkamspynt-
ingar tíðkist ekki hér á landi þá
eru ærumeiðingar landfastar.
isvögnum okkar.
Og ef slys yrði og þvílíkur fjöldi
farþega í vagninum og fyrr grein-
ir, hvað segja tryggingarnar þá?
Eða má telja það öruggt, að það
komi aldrei neitt fyrir okkur sem
ferðumst með strætisvögnum?
ið sr. Gunnari
vikið úr starfi
Sr. Gunnar Björnsson
Þá vil ég einnig þakka frú Ág-
ústu Ágústsdóttur, þeirri fjölhæfu
konu, fyrir hennar hlut í barna-
guðsþjónustunni, þótt ég hafi að-
eins sótt eina, en það var nóg.
Ekkert er svo illt að ekki boði
nokkuð gott. Nú er líkast til útséð
með það að Gunnar Björnsson
verði nokkru sinni íslandsbiskup,
enda lítill slægur í biskupi sem
ekki þorir að rífa eigin barðfisk úr
roði.