Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 53
MORGtfNÖLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR26. SEPTEMBER1Í985'
53
Ungfrú
Ameríka
1985
Hér er verið að krýna
ungfrú Ameríku 1985 í
samnefndri keppni sem fram
fór þar í landi fyrir stuttu í
Atlantic City, New Jersey.
Hin nýkrýnda fegurðar-
drottning heitir Susan Akin
og er frá Mississippi. Susan
er 21 árs gömul og stundar
nám við háskólann í Miss-
issippi.
Sharlene Wells frá Utah
krýnir nýju fegurðardísina,
en Sharlene bar sigur úr být-
um í keppninni í fyrra.
Skildi börn og bú eftir hjá
manninum og dreif sig í nám
Sigríður Pétursdóttir ásamt börnunum sínum þremur og tíkinni Gælu. Börnin heita Pétur Már, 5 ára, Guðrún Erla, 6
ára, og Sigurður Bjarni, 9 ára.
Sigríöur Pétursdóttir er gift og
þriggja barna móöir á Akur-
eyri. Hún lét þaö þó ekki aftra sér
frá aö fara í Complections Inter-
national-skólann í London til aö
læra þar leikhús- og kvikmynda
föröun.
Skólinn stóö yfir í sex vikur, frá
17. júní til 26. júlí. Eiginmaðurinn,
Jón Siguröarson, hvatti konu sína
til fararinnar og tók yfir húsmóö-
urshlutverkiö á meöan.
„Ég hef alltaf haft áhuga á förö-
un en aö fara svona frá stóru
heimili er hægara sagt en gert.
Mér hefði aldrei tekist þetta nema
meö einstaklega hjálpsömum og
skilningsríkum eiginmanni, sem
tók aö sér allt húshald á meðan ég
var úti,“ sagöi Sigríöur.
„Skólanum er skipt í margar
deildir og valdi ég kvikmynda- og
leikhúsföröun. Þaö hefur lengi
blundaö í mér einhverskonar lista-
mannatilhneiging. Ég hef alltaf haft
gaman af öllu því sem tengist
handavinnu svo sem teikningu, ull-
arvinnu, leirkerasmíöi og ööru
slíku.“
Sigríöur sagðist hafa fariö á
föröunarnámskeiö í fyrravetur á
vegum Bandalags íslenskra leikfó-
laga og þar á eftir vann hún hjá
Leikfélagi Akureyrar þar sem hún
hannaöi föröun fyrir verk leikfé-
lagsins í fyrra: Edith Piaf og Kött-
urinn sem fer sínar eigin leiöir.
„Stærstu framleiöendurnir í
förðun eru alltaf aö koma meö
eitthvað nýtt svo aö maöur veröur
aö fylgjast mjög grannt meö. Þaö
þýöir ekkert aö ætla aö hætta í
nokkur ár og koma síöan inn í
starfið aftur. Ég er fastráðin hjá
Leikfélagi Akureyrar í vetur þar
sem ég mun sjá um föröun fyrir
alla þá leiki sem leikfélagiö sýnir í
ár, en einnig hef ég mikinn áhuga á
aö fara meira inn í kvikmynda-
föröun. Ég mun vinna eitthvaö fyrir
Samver, sem er tiltölulega nýtt
stúdíó hér á Akureyri og gerir si-
ttlítiö af hverju," sagöi Sigríöur aö
lokum.
COSPER
— Ég s k a 1 ná þessari flugu.
Bladburðarfólk
óskast!
Austurbær
Laugavegur 34—80
Hverfisgata 63—120
Ingólfsstræti
Vesturbær
Melhagi
Kópavogur
Birkihvammur
Kársnesbraut 2—56
Kársnesbraut 57—139
Bræðratunga
Þakiö sem þolir
nozðlœgt veöuríar
Snöggar hitabreytingar, snjór og ís í dag,
regn og þíða á morgun eða sterkt sólskin.
„PLAGAN POPULÁR“ er framleitt til að standast
erfiðustu veðurskilyrði.
„PLAGAN POPULÁR" er meöfærilegt og
traust þak- og veggklæðningaefni úr galvaniser-
uðu stáli með veðrunarþolinni GAULE ACRYL
húð.
BYKO
Skemmuvegi 2, Kópavogi.
Sími 41000.
Dalshraun 15, Hafnarfirói.
Sími 54411 — 52870.