Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 6
s MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Dr. Eysenck Fyrir skömmu var hér á landi sálfræðingurinn H. J. Eys- enck í fyrirlestraferð á vegum HÍ. Dr. Eysenck fæddist í Berlín 1916 en yfirgaf föðurlandið er Hitler komst til valda. Hann lagði síðan stund á sálfræðinám við Univers- ity College í London og þar varði hann sína doktorsritgerð. Er dr. Eysenck kunnastur fyrir hinar sérstæðu skoðanir sinar og rannsóknir á greindarvísitölu og hina áköfu andstöðu við sálgrein- ingarkenningar Fraudskólans. Þannig heldur Dr. Eysenck því fram að greindarvísitala ráðist næstum alfarið af erfðavísum við- komandi einstaklinga og hefir mér skilist að hann telji hina „greind- ari erfðavísa" hafa vinninginn þegar til dæmis afargreindur ein- staklingur eignast barn með lítt greindum einstakling. Virðist mér persónulega þetta viðhorf Dr. Eysenck minna óþægilega á aría- kenningar Hitlers sáluga. Gæti ég trúað að hinn frægi Nobelssæðis- banki byggi á kenningum Dr. Eysencks um arfgengi greindar. Þannig segir meistarinn í bókinni: Intelligence: The Battle for the Mind en þessi bók sem kom út hjá The Macmillan Press i London ’81 greindi ekki aðeins frá kenn- ingum Dr. Eysencks heldur og mótbárum Leons Kamin sálfræði- prófessors við Princeton Univers- ity, en gefum Dr. Eysenck orðið: Sú staðreynd að fólk af svipaðri greind velst saman í hjónaband skiptir óskaplega miklu fyrir samfélagið því þar með eignumst við þessa fágætu einstaklinga er búa yfir afburðagreind og sem leggja fram ómetanlegan skerf á sviði raunvísinda, lista, stjórn- mála, viðskiptalífs og iðnaðar. Þeir jafnaðarmenn er vilja koma á auknu þjóðfélagslegu jafnræði þurfa þá aðeins að giftast heim- skum konum (ef þeir eru greindir) eða greindum konum (ef þeir eru heimskir) og telja aðra á að gera slíkt hið sama (bls. 65). Áhrif umhverfísins Að mínu mati veikja fyrrgreind ummæli Dr. Eysencks sjálfa grunnkenningu hans um afgerandi áhrif erfða á greindarvísitölu ein- staklinga. í fyrsta lagi skín út úr ummælum doktorsins hversu hrif- inn hann er af gáfumannaelítum því hann fer niðrandi orðum um jafnaðarmenn er skuiu giftast heimskum eða greindum konum vilji þeir jafna út greindarvísi- töluna. I öðru lagi kemur fram kvenfyrirlitning í þessum ummæl- um eða því skyldi Dr. Eysenck telja að jafnaðarmenn þyrftu endilega að velja sér konur til að hefja skipu- legt undaneldi? Nei, góðir hálsar, Dr. Eysenck er jafn undirorpinn fordómum og fyrirframskoðunum og við hin. Niðurstöður rannsókna hans á greindarvísitölu hljóta því að hvfla á veikum grunni fordóma og fyrir- framskoðana hans sjálfs. Það er endalaust hægt að leggja fram tölfræðilega marktækar skýrslur, er greina frá rannsóknum á sálar- legum eigindum manneskjunnar, en þegar kemur að því að leggja mat á þessar skýrslur verður vitn- isburðurinn oft harla ljós um áhrif umhverflsins á persónuleika við- komandi matsmanns. Ögmundur Jónasson fréttamaður spjallaði nú á þriðjudagskveldið við HJ. Eys- enck um mat hans á greindarvísi- tölu. ögmundur spurði greindar- lega og Dr. Eysenck svaraði áreynslulaust en ég hefði nú frekar kosið að efnt hefði verið til hring- borðsumræðna í sjónvarpssal um skoðanir Dr. Eysencks líkt og gert var þegar Friedman drap hér niður fæti. Finnst mér sjálfsagt að þjóð- in fái að kynnast skoðunum slíkra andans manna frá ýmsum hliðum og seint mun ég fyrirgefa sjón- varpinu að hafa ekki leitt skáldin í Norræna húsinu tii symposium. Ólafur M. Jóhannesson Benidikt Árnason, leikstjóri Hjalti Kristgeirsson, þýð- andi Karl Guðmundsson, þýð- andi Kisuleikur í kvöld ■■■■ Ungverski rit- aa oq höfundurinn éd\J — Istvan örkeny er höfundur fimmtudags- leikritsins að þessu sinni, en það ber titilinn Kisu- leikur. Karl Guðmundsson þýddi með aðstoð Hjalta Kristgeirssonar. Leik- stjóri er Benedikt Árna- son. Efni leikritsins er í stuttu máli þetta: Frú Orban er ekkja sem býr ein í Búdapest, en hefur náið samband við Gizu systur sína sem býr í V-Þýskslandi. Þó að frú Orban sé komin yfir sex- tugt er hún enn ástfangin af Viktori, gömlum kær- asta, sem hún dekrar við í mat og drykk. Hún fyllist því heilagri reiði og ör- væntingu þegar hún kemst að því að trúnaðar- vinkona hennar, Paula, hefur lokkað Viktor til sín með lævísi og klækjum. Höfundur, Istvan ör- keny, fæddist í Búdapest árið 1912. Hann var einn fremsti rithöfundur Ung- verja og skrifaði jöfnum höndum skáldsögur og leikrit. Kisuleikur er eitt þekktasta leikrit hans og hefur það verið leikið í leikhúsum víða um heim, m.a. í Þjóðleikhúsinu hér á landi. Orkeny lést árið 1979. Leikendur eru: Herdis Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Þor- steinn Hannesson, Brynd- ís Pétursdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Sigríður Haglaín, Jón Gunnarsson og Andri Klausen. Tæknimenn eru Vigfús Ingvarsson og Áslaug Sturlaugsdóttir. Nú er best að draga fram jazzskóna. Þrjár mestu Jazz- söngkonurnar kynntar í kvöld Rætt við Pétur Pétursson um störf hans og áhugamál 21«« Á rás tvö í kvöld 00 verður gesta- gangur hjá Ragnheiði Davíðsdóttur. Pétur Pétursson þulur kemur í upptökusal til Ragnheiðar og spjallar við hana um eitt og annað sem á daga hans hefur drífið. Það er ekki líklegt að margir viti að Pétur hefur verið starfandi sem þulur við rikisútvarpið því sem Pétur Pétursson, þulur. næst óslitið frá árinu 1941, og hefur því eflaust frá mörgu að segja af þeim vígstöðvum. Pétur hefur auk þess fengist við ýmislegt ann- að, til dæmis verið um- boðsmaður skemmti- krafta og m.a. stóð hann fyrir fyrstu dægurlagsam- keppninni sem fór fram hérlendis. Keppnin var haldin árið 1939 og það lag sem bar sigur úr býtum var „Við eigum samleið" sem Sigfús Halldórsson samdi en textinn var eftir Tómas Guðmundsson. í þættinum verður rætt við Pétur um störf hans og áhugamál, en hann er fróður mjög um marga hluti og er meiningin að rekja garnirnar úr honum varðandi bæjarlífið í Reykjavík á stríðsárunum. 16 Jazzþáttur 00 Vernharðar ___— Linnet verður á sínum stað á dagskrá rás- ar tvö í dag. Vernharður sagðist að þessu sinni ætla að fjalla um söngkonurnar Ellu Fitzgerald, Billy Holliday og Söru Vaug- han, en það eru þrjú stærstu kvenmannsnöfnin innan jazztónlistarinnar fram að þessu. Vernharður sagði að reynt yrði að kynna þær sem best á einni klukku- stund og reynt að fjalla um feril þeirra þriggja í einu samhengi. UTVARP 23.00 Kvöldstund I dúr og moS. Umsjón: Knútur R. Magnús- son. 24.00 Fréttir. Dagskrérlok. FIMMTUDAGUR 26. september 730 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpiö. 7.20 Leik- timi. Tilkynningar. 735 Mðlræktarpéttur. Endur- tekinn þáttur Sigrúnar Helgadóttur trð kvöldinu áö- ur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö — Ragnar Snær Karlsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Sætukoppur" eftir Judith Blume. Bryndls Vlglunds- dóttir byrjar lestur þýöingar sinnar. 930 Leikfimi. 9.30 Tilkynning- ar. Tónlelkar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugreinar dagbl. (útdr.). Tónleikar. 1035 Málefni aldraöra. Þáttur I umsjá Þóris S. Guöbergs- sonar. 11.00 .Eg man þá tfö“ Lög frá liönum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefáns- 1130 Létt tónllst. 1230 Dagskrð. Tilkynningar. 1230 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 „A ströndinni" eftir Nevil Shute. Njöröur P. Njarövfk lesþýöingu slna(5). 1430 Miödegistónleikar a. Sónata I A-dúr fyrir fiölu og hljómsveit op. 100 eftir Johannes Brahms. Pinchas Zukerman og Daniel Baren- boimleika. b. Oktett I Es-dúr op. 103 fyrir blásturshljóöfæri eftir Ludwig van Beethoven. Hol- lenska blðsarasveitin leikur. 15.15 Utilegumenn. Endurtek- inn þáttur Erlings Sigurðar- sonar frá laugardegi. RÚV- AK. 15.15 Af Austurlandi. Umsjón Einar Georg Einarsson. 1530 Tllkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1830 A frlvaktinni. Þóra Mar- teinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 1730 Tónleikar. Tilkynningar. 1835 Veöurfregnir. Dagskrð kvöldsins. 1930 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 1935 Leikrit: „Kisuleikur" eftir Istvan örkený. Þýöandi: Karl Guömundsson. Lelkstjóri: Benedikt Arnason. Leikend- ur: Herdfs Þorvaldsdóttir,- Guöbjörg Þorbjarnardóttir, Þorsteinn Hannesson, Bryndls Pétursdóttir, Mar- grét Guömundsdóttir, Þór- unn Magnea Magnúsdóttlr, Sigrlöur Hagalln, Jón Gunn- arsson og Andri Clausen. 22.15 Veöurfregnir. Fréttlr. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 2235 Kynjaveröld. Umsjón: Anna Ölafsdottir Björnsson. FIMMTUDAGUR 26. september 1030—1230 Morgunþðttur /á SJÓNVARP 19.15 A dðfinni. 1935 Svona byggjum viö hús. (Sá gör man — Bygge). Sænsk fræöslumynd fyrlr börn. Þýöandi og þulur Bogi Arnar Rnnbogason. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö.) 1935 Kfnverskir skuggasjón- leikir. (Chinesische Schatten- spiele). 1. Meistari Dong og úlfurinn. 1930 Fréttaágrip á táknmáli. 2030 Fréttir og veður. FÖSTUDAGUR 27. september 2030 Auglýsingar og dagskrá. 2030 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.10 A óskastund. (A Dream of Change.) Astr- ölsk heimildamynd. I mynd- inni er fylgst meö fjölbreyttri leiksýningu fatlaöra og þroskaheftra I Melbourne og undirbúningi hennar. Þýöandi Kristmann Eiösson. 2230 Morö samkvæmt áætlun. (The Parallax View). Banda- rlsk blómynd frá 1974. Leik- stjóri Alan J. Pakula. Aöal- hlutverk: Warren Beatty, Paula Prentiss, William Danl- els, Hume Cronyn og Walter McGinn. Frambjóðanda til þingkosn- inga er ráöinn bani. Frétta- maöur sem fylgist meö mál- inu, uppgötvar aö vitni aö morðinu verða ekki langlff. Eftirgrennslanir hans beina honum aö stofnun sem þjálf- ar leigumoröingja. Þýðandi Öskar Ingimarsson. 2330 Fréttir I daoskrárlok. Stjómendur: Asgeir Tómas- son og Kristján Sigurjóns- son. 1430—1530 Dægurflugur Stjórnandi: Magnús Krist- jánsson. 1530—1630 Otroönar slóðir Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lðrusson 1830—1730 Jazzþáttur. Stjórnandi: Vernharður Linn- et 1730—1830 Gullöldin Lðg frá 7. áratugnum Stjórnandi: Þorgeir Astvalds- son Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15 00 16:00 og 17:00. 2030—2130 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 3130—2230 Gestagangur Gestir koma I stúdló og velja Iðg ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiöur Dav- lösdóttir. 2230—2330 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 2330—2430 Kvöldsýn Stjórnandi: Júllus Elnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.