Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985
Gáski frá Gullberastöðum stóð efstur af stóðhestunum sem dæmdir voru og hlaut hann í einkunn 8,25. Knapi er
Johannes Hoyos.
Frá kynbótasýningu Evrópumótsins:
Kynbótahrossin slök með
góðum undantekningum
Hestar
Valdimar Kristinsson
Evrópumót fslandshestaeigenda
eru hápunktur samskipta þeirra
þjóða sem aðild eiga að FEIF. Um
mikilvægi þessara móta þarf ekki
að deila, þau eru vettvangur persónu-
legra kynna einstaklinga í þessum
löndum og þarna kynnast menn þró-
un reiðmennskunnar og nýjungum í
keppnisreglum. Að loknu hverju móti
velta menn vöngum yfir breytingum
og þróun og þá hvert stefni.
Það sem hæst bar af nýjungum
á nýafstöðnu móti er án efa kyn-
bótasýning og dómar á þeim hross-
um sem þar komu fram. Upphaf-
lega átti fyrirkomulag þessa að
vera þannig að hver þjóð fengi að
senda tvö hross sem fædd væru í
viðkomandi landi. Ekki reyndist
unnt að fylgja þessu eftir og urðu
sumar þjóðir að tefla fram hross-
um sem fædd voru á íslandi og
það meira að segja Þjóðverjar sem
lengst eru komnir í ræktun ís-
lenskra hrossa á erlendri grund.
Varðandi þessa sýningu telst
það athyglisvert að Þorkell
Bjarnason hrossaræktarráðunaut-
ur féllst á að mæta til leiks sem
yfirdómari. En sem kunnugt mun
vera er margyfirlýst skoðun hans
að íslendingar eigi að sjá um
ræktun íslenska hrossastofnsins
og að við eigum að sjá útlendingum
fyrir reiðhrossum. Um þetta eru
skiptar skoðanir.
Kynbótadómnefndin var skipuð
sjö mönnum og konum frá jafn-
mörgum löndum. Reyndar var
Þorvaldur Árnason í nefndinni en
hann var fulltrúi Svíþjóðar þar.
Aðrir dómarar voru Ewald Isen-
búgel Sviss, Marit Jónsson Dan-
mörku, Heidi Schwörer Þýska-
landi.
Atkvæði greidd
um ágreiningsmál
Að sögn Þorkels gengu störf
dómnefndarinnar hægt en þó vel I
fyrir sig og ekki mikið um ágrein-
ing sem ekki var hægt að leysa án
þess að til atkvæðagreiðslu kæmi.
Á undanförnum árum hefur verið
unnið að samræmingu kynbóta-
dómara innan FEIF en skortur á
reyndum dómurum hefur sagt
nokkuð til sín í ræktunarstarfinu
á meginlandinu. Taldi Þorkell þá
dómara sem þarna dæmdu vera
frekar reynslulitla miðað við dóm-
ara heima. Einnig sagði hann að
dómstörfin hefðu gengið nokkuð
hægt fyrir sig af því menn voru
ekki alveg klárir á þessu. Hann
sagðist heldur ekki hafa beitt sér
þannig að hann hefði verið dómin-
erandi heldur reynt að fá alla til
að taka þátt í þessu þannig að
ákvörðun um hverja einkunn væri
sameiginleg.
„Ég man eftir tveimur árekstr-
um innan dómnefndarinnar, það
var með skapgerð á stóðhesti og
hófa á öðru hrossi. I þessum tveim-
ur tilvikum bar ansi mikið í milli,
sérstaklega með hófana. Fannst
mér dálítið klaufalegt að þau
skyldu ekki taka tillit til minna
skoðana varðandi skapgerð þessa
hests. Þeir gera sjálfum sér ekkert
gott með því að vera að hossa hesti
sem er með gallaða skapgerð og
þá verður sá metnaður að víkja
hver er efstur. Aðalatriðið er, ef
þeir vilja hafa eitthvert gagn af
því að fá dómara til að dæma
með, að þeir hafi vit á því að nota
sér þær ieiðbeiningar sem koma
fram í dómstörfum og svona
vandasamt atriði eins og skap-
gerðina þarf að meðhöndla af fullri
einurð. Ég var borinn ofurliði í
þessum tveimur tilvikum og það
kom reyndar vel í ljós daginn eftir
þegar þessi hestur stökk út úr
hringnum, að hann er með skap-
gerð sem þarf að varast í ræktun,"
sagði Þorkell aðspurður um störf
dómnefndarinnar.
Fá verulega góö
kynbótahross
Af þeim 14 hrossum sem komu
til dóms myndu fæst þykja fýsileg
til kynbóta hér á íslandi. Tvö bestu
hrossin í hvorum flokki fædd á
íslandi og raunar má segja öll
bestu hrossin fædd hérlendis. Ef
mótsgestir gengju út frá því að
þessi sýning sé mælikvarði á stöðu
ræktunar íslenskra hrossa á meg-
inlandinu þá hlýtur sá sami að
álykta sem svo að hún sé á mjög
lágu plani. Nokkur hrossanna sem
þarna voru sýnd hafa komið fram
á kynbótasýningum hérlendis og
má þar nefna Gáska frá Gull-
berastöðum, Prata frá Hlöðutúni,
Skugga frá Bjarnastöðum. Og af
hryssum Hildu frá ólafsvík sem
sýnd var á nýafstöðnu fjórðungs-
móti, en hún og Hrafnsey frá
Glæsibæ báru af þeim hryssum
sem sýndar voru. Éru þær báðar
glæsilegar tölthryssur, önnur
tinnusvört, hin mjallahvít, há-
gengar og hreyfingamiklar. Af
stóðhestunum voru það Gáski og
Prati sem báru af og sennilega
þeir einu sem geta talist nothæfir
til kynbóta. Þó er Prati með vafa-
sama skapgerð og einnig er hann
3. grein
með nokkuð snúna fætur. Einnig
mætti nefna Skugga frá Bjarna-
stöðum en hann var svo til nýkom-
inn af skipi frá íslandi auk þess
sem knapinn, finnska stúlkan Tiia
Seppalá, krafði hann lítið þannig
að ætla má að hann geti mun
meira en hann sýndi þarna. Stóð-
hesturinn Léttfeti sem fæddur er
í Hollandi vakti athygli fyrir frísk-
leika en væri geltur snarlega hér
heima þar sem hann er aðeins 137
sm á hæð (bandmál) auk þess að
vera bakstuttur. Aðrir stóðhestar
voru lítt spennandi og þýddi sjálf-
sagt lítið að koma með slíka hesta
í dóm á íslandi.
Hvaða gildi hefur
kynbótasýningin
fyrir ísland?
Þetta er spurning sem sjálfsagt
margir velta fyrir sér og í fljótu
bragði virðast kynbótasýningar á
Evrópumóti þjóna litlum tilgangi
fyrir Islendinga. Helst kæmu þær
að notum ef menn vildu selja
hæfileikamikil kynbótahross er-
lendis en vantaði kynningu á þeim.
Hætt er við að þeir sem andvígir
eru útflutningi kynbótahrossa sjái
fátt jákvætt við þessar sýningar.
Fullvíst má telja að þessum dag-
skrárlið verði viðhaldið á Evrópu-
mótum framtíðarinnar hvort sem
íslendingar taka virkan þátt í
þeim eður ei. Fyrirkomulag sýn-
inganna á sjálfsagt eftir að þróast
með tímanum og er ekki óeðlilegt
að hvert landi komi með hross sem
fædd eru í viðkomandi landi eins
og upphaflega átti að vera nú.
Ættu þessar sýningar þá með tíð
og tíma að geta gefið einhverja
mynd af stöðu ræktunar í hverju
landi fyrir sig.
Hlutfall íslenskfæddra
hrossa á mótinu
Það hefur alla tíð verið keppi-
kefli íslendinga að sem flest hross
á Evrópumótum séu fædd hérlend-
is og þá sérstaklega þau sem skara
fram úr. Síðustu átin hafa komið
fram úrtökugóðir keppnishestar
fæddir í Þýskalandi á mótum og
má þar nefna hesta eins og Þór
frá Sporz, Skolla, Magnús frá
Grensland, Fifi, Blossa frá Endrup
og nú kom fram enn einn nýr þýsk-
fæddur hestur, Funi, sem Wolf-
gang Berg reið til sigurs í töltinu.
Á þessu móti voru í mótskránni
75 hross en áttu reyndar að vera
76 þar sem Hilda frá ólafsvík féll
út af einhverjum ástæðum. En af
þessum hrossafjölda eru 49 fædd
á íslandi en aðeins 27 á megin-
landinu. Ætti þetta að teljast
hagstætt hlutfall fyrir okkur i
harðnandi samkeppni. Næstir
koma Danir með 9 hross, Sviss-
lendingar með 5 hross, Hollending-
ar með 4, Þjóðverjar og Norðmenn
með 3 hross, Austurríkismenn með
2 hross og Frakkar með eitt hross
en aðeins einn keppandi kom frá
Frakklandi að þessu sinni. Ef
skoðað er hlutfall milli íslensk-
fæddra hrossa og annarra hrossa
meðal fimm efstu hrossa í hverri
keppriisgrein þá lítur það þannig
út: I tölti eru 3 íslenskfædd á móti
2, í fjórgangi eru öll fædd hérlend-
is, í fimmgangi 4 á móti 1, í gæð-
ingaskeiði öll efstu hrossin fædd
hérlendis, f 250 metra skeiði 3 á
móti 2, í víðavangshláupi 2 á móti
3, og í hlýðnikeppninni 1 á móti
4, Ekki má taka þennan talnaleik
sem einhver stórvísindi en óneit-
anlega gefur þetta vísbendingu um
þróun mála. En í gamni má halda
því fram að þeir í Evrópu standi
framar okkur í ræktun hesta fyrir
víðavangshlaup og hlýðnikeppni.
Af innbyrðis metingi
íslendinga
Annar leikur sem er mikið
stundaður að loknum Evrópumót-
Bygging Pata frá Hlöðutúni tekin út af dómneftadinni. Sem sjá má heftar hestinum verið kennt að standa grafkyrr
meðan hann var skoðaður. Annar eigenda hestsins, Walter Feldmann jr., heldur í hann.