Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR26. SBPTEMBER1986
25
Mosfellssveit:
Barnaheimili
tekið í notkun
NTTT BARNAHEIMILI hefur form-
lega veriö tekiö í notkun í Mosfells-
sveit og er þar rúm fyrir 72 börn,
32 á dagheimilisdeild og 40 á leik-
skóladeild. Heimiliö hefur verið tvö
ár í byggingu og er áætlaöur heildar-
kostnaður við byggingu hússins um
17 millj. kr. og greiðir ríkissjóður
helming stofnkostnaðar.
I ræðu sem sveitarstjóri Mos-
fellshrepps, Páll Guðjónsson, hélt
við opnun heimilisins, kom fram
að allt frá árinu 1966 hefur verið
starfrækt skipuleg barnagæsla á
vegum Mosfellshrepps. Fyrstu ár-
in i bráðabirgðahúsnæði i einni
skólastofu í Varmárskóla og síðan
í húsnæði sem Alafoss lét sveitar-
félaginu í té. Þegar það reyndist
of lítið var barnagæslan flutt í
heimavistarhúsið að Varmá. Næsti
viðkomustaður var hús björgunar-
sveitarinnar Kyndils á árunum
1971 til 1975 en þá reyndist nauð-
synlegt að flytja í annað og stærra
húsnæði vegna íbúafjölgunar í
hreppnum. Barnaheimilið flutti þá
að Hlaðhömrum og er það húsnæði
nýtt enn þann dag í dag undir
leikskóla en húsnæði Styrktarfé-
lags lamaðra og fatlaðra í
Reykjadal í Mosfellssveit var tekið
á leigu árið 1981 fyrir dagheimilið
yfir vetrarmánuðina. Þetta ástand
var óviðunandi og þvi var ákveðið
að hefjast handa um byggingu nýs
dagheimilis árið 1982 og hófust
framkvæmdir ári síðar.
Forstöðumaður nýja heimilisins
er Guðrún Sigursteinsdóttir fóstra
og sagði hún að á nýja heimilinu
væru tvær dagheimilisdeildir.
Yngri deild með 18 börn frá
tveggja til fjögurra ára og eldri
deild með 14 börn á aldrinum fjög-
urra til sex ára. Auk þess er ein
leikskóladeild með 20 börnum fyrir
og eftir hádegi. Starfsmenn eru 7
í heilu starfi og 7 í hálfu, þar af
ein fóstra auk forstöðumanns.
Björgunamám-
skeið SVFÍ
Slysavarnafélag íslands gengst
fyrir námskeiði ætlað sjómönnum
dagana 1.—4. október nk. Fjallað
verður um helstu þætti öryggis- og
björgunarmála svo sem lífgun úr
dauðadái, meðferð gúmmíbáta og
annarra björgunartækja, einnig að
halda IiTi við erfiðar aðstæður, flutn-
ing með þyrlum, lög og reglur um
búnað skipa, brunavarnir, slökkvi-
störf og reykköfun.
Námskeið þessi eru öllum opin
en fjöldi nema sem komast að
hverju sinni er takmarkaður.
Þátttökugjald er ekkert. Fyrri
námskeið hafa verið fullsetin og
færri komist að en vildu.
Leiðbeinendur verða frá SVFÍ,
Landssambandi slökkviliðsmanna,
Landhelgisgæslunni, Líffræði-
stofnun háskólans og Siglinga-
málstofnun ríkisins.
Þú svalar lestraijjörf dagsins
á sírhim MnpraiKi /
Einstæðir foreldrar hafa for-
gang að heimilinu að hálfu á móti
giftum foreldrum og sagði Guðrún
að einstæðir foreldrar fylltu ekki
upp í þau pláss, sem þeim væru
ætluð og er það mjög óvanalegt
miðað við ríkjandi ástand annars
staðar. Engum er sagt upp plássi
heldur hafa einstæðir foreldrar
forgang um næsta pláss sem losn-
ar.
Nýja barnaheimiliö í MosfellssveiL
Dæmi: Opel Kadett LS lækkar úr 436.700 í 379.800!
Við vorum ekki fyrr búnir að lækka verðið á Opel Corsa,
Opel Kadett og Opel Ascona er tilkynnt var tollalækkun
á bílum sem leiðir af sér kærkomna auka-verðlækkun!
begar svo við bætist tilboð okkar um auðveldari leiðir
en áður til greiðslu á nýja bílnum, getum við fullyrt að
það hafi aldrei verið hagstæðara að kaupa Opel en
einmitt núna!
• Verðlækkunin er ótrúleg:
Þannig lækkar t.d. Opel Kadett LS úr 436.700 í
379.800!■>
Allt að
• 30.000kr. staðgreiðsluafsláttur
ef bíllinn er greiddur innan 45 daga frá afhendingu.
• Gamli bíllinn tekinn upp í
Það kemur sér e.t.v. best fyrir þig að setja gamla bílinn
upp í. Lítum á dæmi:
Nýr Kadett LS (eftir lækkun) kr. 379.800
Sá gamli kostar t.d. kr. 175.000
Þá er útborgun kr. 143.500
og afganginn greiðir þú með jöfnum
afborgunum á 5 mánuðum
kr. 61.300
kr. 379.800
1) Miðað við gengi 22. sept. '85
• 60% lánað
Þú getur líka samið við okkur um lánafyrirgreiðslu.
Dæmi:
Nýr Kadett LS kr. 379.800
útborgun 40% kr. 151.920
Helming eftirstöðva lánum
við síðan í 3 mánuði kr. 113.940
og afganginn í 12 mánuði kr. 113.940
• Þfnar óskir kr 379 800
Við erum alltaf til viðræðu um aðrar leiðir en þær sem
hér hafa verið nefndar. Þú ættir að hafa samband og
kanna málið.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300