Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 35
MORétrNÉLAÖÍÖ,FIMMTUDAGUR26. SEPTÉltlkfiRl985 35 Þá er að geta tveggja nýrra bóka í flokknum Málfræðirit Máls og menningar og er önnur bókin Stíl- fræði eftir Baldur Ragnarsson og hin tilraunaútgáfa Almennrar málfræði eftir Þórunni Blöndal. Tvær hinna nýju bóka tengjast sögukennslu í framhaldsskólum og er önnur þeirra fjölrituð tilrauna- útgáfa Hugmyndasögu eftir Olaf Jens Pétursson og hin er Mann- kynssaga eftir 1850, eftir Norð- mennina Sveen og Astad, þýdd af Sigurði Ragnarssyni kennara og sagnfræðingi. Bókin fjallar um mannkynssögu tímabilsins frá 1850 til 1985 með ítarlegri um- fjöllun um aðra heimshluta en Evrópu og lögð áhersla á kvenna- sögu, efnahags- og félagsmálaþró- un. I tveimur nýjum kennslubókum í dönsku sem komnar eru út, gætir nýrra viðhorfa til textanotkunar og verkefna. Önnur bókin er fjöl- rituð útgáfa verksins Dansk... uden problemer, eftir Hafdísi Ingvarsdóttur og Kirsten Friðriks- dóttur og er bókin ætluð fram- haldsskólum. Hin bókin er Tag fat, eftir þær Brynhildi Ragnars- dóttur, Jónu Björk Sætran og Þór- hildi Oddsdóttur og er sú bók ætluð 9. bekk grunnskóla. Höfundar þessara tveggja bóka eru starfandi dönskukennarar og fylgja bókun- um hljómbönd með hlustunaræf- ingum. Höfundur bókarinnar Töl- fræði, sem er ein af nýju kennslu- bókunum, er Jón Þorvarðarson kennari. Hann segir í inngangi að bókin sé skrifuð fyrir þá sem hafa misjafna undirstöðuþekkingu í Að gefnu tilefni um kynþáttaað- skilnað og — Eftir Ólaf Ólafsson Skýrsla frá „International Con- ference on Apartheid and Health“ sem haldin var í Brazzaville í Afríku í nóvember 1981 á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hefur nýlega komið út. Stofnunin hefur óskað eftir að eintaki skýrsl- unnar verði dreift til almennings. Hér er því birtur útdráttur úr skýrslunni. Vegna fregna um slæmt heil- brigðisástand meðal þeldökkra kynflokka í Suður-Afríku var haf- in rannsókn á vegum stofnunar- innar árið 1975. „Eins og flestum mun kunnugt um er aðalinntak kynþáttastefnu Suður-Afríkustjórnar varðveisla hvíta kynstofnsins og menningararfleifðar hans.“ Suður— Afríka er eitt auðugasta landið í heimi en efnahagur þeldökkra er víða mjög bágborinn. Ungbarnadauði meðal þel- dökkra barna er því allt að sexfalt hærri en meðal hvítra. Ævilíkur hvítra barna eru nú 20 árum lengri en þeirra svörtu. Milli 30-75% af börnum af þel- dökkum kynstofni þjást af næring- arskorti en um 20% eru mjög illa haldin og dánartíðni þeirra einna hæst í heimi. Ástand í þessum málum hefur versnað frá 1968. Aðeins um 6% mæðra af svörtum kynstofni fá sæmilega mæðra- verndarþjónustu en mæðraþjón- usta og ungbarnadauði meðal hvítra er svipuð og gerist meðal margra þróaðra þjóða. Um 75-80% af þeldökkum námuverkamönnum hafa orðið fyrir slysi eða fengið heilsufar atvinnusjúkdóma, en prósentan er mun lægri meðal hvítra námu- manna. Fjöldi örorkutilfella meðal þeldökkra námumanna hefur tí- faldast á árunum 1971-1979. Tíðni geð- og áfengissjúkdóma og sjálfs- morða meðal þeldökkra námu- manna er lang hæst í allri Afríku enda er atvinnuleysi mikið. Tíðni farsótta er mun hærri meðal þel- dökkra íbúa, sérstaklega ung- barna, en þeirra hvítu. í mörgum öðrum löndum Afríku er heilsu- farsástand þeldökkra mun betra þó að efnahagur landanna sé mun lakari. Fjöldi lækna í Suður-Afríku er: 1 læknir á 350 hvíta íbúa. 1 læknir á 45.000 þeldökka íbúa. Fjöldi sjúkrahúsrúma er: 1 fyrir hverja 96 hvíta íbúa. 1 fyrir hverja 186 þeldökka íbúa. Hvítu íbúarnir fá fertugfalt meira fjármagn í sinn hlut til heilbrigðismála en þeldökku íbú- arnir og eru heilbrigðisstofnanir þeirra mun betur búnar en þeirra þeldökku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur áherslu á, að lélegt heil- brigðisástand þeldökka kynstofns- ins sé bein afleiðing af kynþátta- stefnu yfirvalda. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tel- ur það vera skyldu heilbrigðis- starfsfólks að berjast gegn hvers konar mismun kynþátta því að í kjölfar slíkrar stefnu fylgi undan- tekningarlaust efnahags-, félags- og heilsufarslegt misrétti. Höfundur er landlæknir. Þeir sem reynt hafa, þekkja þá sérstöku til- finningu að vakna á ensku úrvalshóteli og skipuleggja daginn við girnilegt morg- unverðarborðið. Óhætt er að mæla með verslunarferð um morgun- inn með viðkomu í Oxford Street eða á Portobello Road og Haymarket. Þeir yngri ættu hik- laust að kíkja í tísku- verslanirnar á Kings Road. Sjálfsagt er síðan fyrir alla að líta inn í stóru versi- anahúsin. A útsölunum er oft hægt að gera frábær kaup. ___ - T/r) - 0 000 FRA KR. 13.822 URVALSFRl í HEIMSBORGINNI FYRIR VERÐ Og andrúmsloftið engu líkt. Eftir hádegið er tilvalið að skoða sig um og heimsækja eitthvert af 400 söfnum borgarinnar eða lista- miðstöðina Barbican. Þótt knattspyrna sé ekki eitt af áhugamálun- um ættirðu endilega að fara á heimaleik Arsenal eða Tottenham - þú athugar bara að sýna rétt- an lit! Kvöldinu er vel varið á ein- hverjum góðum veitinga- stað. Þú notar bara næsta kvöld til að sjá leikritið, ballettinn, fara á tónleika eða söngleik - þú getur valið á milli Starlight Express, Chess, Mutiny og ótal fleiri. Starfsfólk Úrvals annéist miðapantanir. Þegar dimma tekur opnar Pétur í Stringfellow dyrnar á næturklúbbi sínum - þar eru íslendingar velkomnir. Kvöldinu má ljúka í spilavíti - þú ert nú einu sinni í London. jóðun Hótelin sem við bjóðum uppá eru m.a. White House, Cranley Gardens, London Metropole og Selfridge - allt ósvikin úrvalshótel. Dæmi um verð: Helgarferð (3 dagar) kr. 13.822 pr. mann Vikuferð (7 dagar) kr. 18.919 pr. mann FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL HJÁ BÓKAÚTGÁFU Máls og menningar eru komnar út 14 nýjar bækur, sem er töluverd aukning á haustútgáfu forlagsins. Aukningin er í samræmi við þá stefnu forlagsins að dreifa bókaútgáfunni yfír allt árið. Af þessum 14 bókum eru 10 kennslubækur, tvö fræðslurit og tvær uglur, en svo nefn- ast kiijuútgáfur Máis og menningar. Af kennslubókum eru þrjár ætlaðar til kennslu í íslensku og eru tvær þeirra smásagnasöfn. Önnur ber nafnið Kóngaliljur, smásögur 1960-1985, sem þeir Ei- ríkur Brynjólfsson og Baldur Hafstað ritstýrðu. Þar er að finna tólf íslenskar smásögur eftir höf- unda, sem eiga það sameiginlegt að hafa gefið út sína fyrstu bók 1960 eða síðar. Hitt safnið nefnist Gúmmískór með gati, og er síðara bindið af sögum sem valdar voru úr fjölda smásagna er bárust í samkeppni Samtaka móðurmáls- kennara um sögur fyrir börn og unglinga, sem fram fór 1983. Heimir Pálsson hefur ritstýrt þessu síðara bindi. Þá er komin út bókin Bókmenntafræði handa framhaldsskólum, eftir prófessor Véstein Olason og vonast forlagið til að þar með sé bætt úr brýnni þörf fyrir alhliða kennslubók í bókmenntafræðum á þessu skóla- stigi. stærðfræði en vilja skilja undir- stöðuatriði tölfræðinnar. Fræðsluritin tvö sem komu út eru Kína - frá keisaraveldi til kommúnisma, eftir Ragnar Bald- ursson og er þar rakin saga fjöl- mennasta ríkis veraldar með höf- uðáherslu á tímabilið frá miðri 19. öld og fram til okkar daga. Síðara ritið er handbókin Þú og ég, sem fjallar um kynþroska og kynlíf og Ferðaskrifstofan Úrval v/Austuvöll. Sími 26900. er einkum ætluð ungu fólki. Bókin er áströlsk að uppruna en þýdd og staðfærð af Elísabetu Gunnars- dóttur. Loks má geta kiljuútgáfu Máls og menningar og er önnur þeirra skáldsagan Þar sem Djöflaeyjan rís, eftir Einar Kárason, en hún kom fyrst út fyrir tveimur árum. Hin bókin er ný sígild ugla, Völs- unga saga og Ragnars saga loð- brókar í handhægri lestrarútgáfu með nútímastafsetningu. Örnólfur Thorsson íslenskufræðingur ann- aðist þessa útgáfu og ritar eftir- mála. Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri tímarits Máls og menningar, Árni Einarsson, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar og Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri. Fjórtán nýjar bækur komnar út hjá Máli og menningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.