Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985
Til styrktar
tónlistarhúsi
Frá opnun sýningarinnar í Gallerí Borg sl. fimmtudag
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Um síðustu helgi, eða frá
fimmtudegi til mánudagskvölds,
gekkst Gallerí Borg fyrir at-
hyglisverðri nýjung í húsakynn-
um sínum. Voru þar til sýnis
verk eftir um 40 myndlistarmenn
og gafst fólki kostur á að bjóða
í þau og fengu þeir er hæst buðu.
Ágóðinn rennur svo til styrktar
byggingu nýja tónlistarhússins.
Það var Einar Hákonarson list-
málari sem átti hugmyndina og
var framkvæmd hennar með líku
sniði og sýning myndlistar-
manna til styrktar fórnarlömb-
um Vestmannaeyjagossins á sín-
um tíma. Má gjarnan minna á
það hér að sú sýning gekk mjög
vel og væntanlega hefur sýningin
I Gallerí Borg einnig skilað af
sér drjúgum ágóða.
Það er alveg rétt, að við hæfi
er að listamenn sýni hver öðrum
samstöðu á mikilvægum tíma-
mótum.
Á sýningunni var margt um
eiguleg verk og var verst hve
stutt hún stóð og gafst okkur
listrýnendum því ekki svigrúm
til að lyfta undir framtakið af
fullum krafti. Undirbúningurinn
hefði og þurft að vera meiri og
val verkanna vandaðra. Það er
alveg klárt, að mesti vandi slíkra
sýninga er að forðast einhæft
uppsóp mynda á stuttum um-
þóttunartíma og hafði það tekist
allvel að þessu sinni. En að sjálf-
sögðu er sá möguleiki fyrir hendi,
að endurtaka framtakið í ljósi
fenginnar reynslu.
Jazzteikningar
f Djúpinu eru þessa dagana til
sýnis allnokkrar teikningar af
nafntoguðum jazzleikurum eftir
Tryggva ólafsson, sem settar
voru upp í tilefni jazzhátíðar.
Þetta eru hressilegar myndir
þar sem línan er virkjuð í öllum
sínum fjölbreytileika og sverja
sig mjög í ætt við svipaðar
myndir sem áður hafa sést frá
hendi Tryggva. Þó er í þeim ívið
magnaðri leikur og sterkara
samspil skugga og ljóss. Hrifning
listamannsins á þessum jazzleik-
urum er auðsæ í útfærslu mynd-
anna, sem eru bornar uppi af
tónrænum stígandi í línuspili.
Ljósmyndir Erlu
Olafsdóttur
Þá vil ég vekja athygli á mjög
snoturri ljósmyndasýningu er
stendur yfir í Mokka-kaffi.
Erla Ölafsdóttir er sýnir þar
allnokkrar myndir í lit hefur
áður haldið tvær ljósmyndasýn-
ingar er nokkra athygli hafa
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Listasafni íslands eru um
þessar mundir til sýnis 33 mynd-
verk hins víðkunna ameríska
myndlistarmanns John-Franklin
Koenig. Skiptast myndirnar í
steinprent, einþrykk (mónótýp-
ur) ásamt einþrykk og klipp.
Koenig er frá vesturströnd
Bandaríkjanna, nánar tiltekið
Seattle í Washingtonfylki, þar
sem hann fæddist árið 1924.
Hann lagði stund á rómönsk mál
við háskólann í Seattle og lauk
þar BA-prófi árið 1948 og hóf
sama ár nám við Sorbonne—
háskólann í París. Ekki veit ég
hvernig myndlistarnámi hans
hefur verið háttað en þegar árið
1952 heldur hann sína fyrstu sýn-
ingu í Galerie Arnaud í París og
hefur haldið þar samtals 14 sýn-
ingar síðan, þá síðustu árið 1975.
Þessi sýningarsalur er íslenzk-
um myndlistarmönnum að góðu
kunnur fyrir ágætar sýningar og
munu einhverjir þeirra er I París
dvöldu á árum áður hafa sýnt
þar ef ég man rétt.
Koenig var þannig í París á
þeim árum, sem fjöldi íslenzkra
listaspíra á myndlistarvettvangi
var hvað mestur og hittust nær
daglega á Select, American Bar
á Montparnasse, þar sem m.a.
Hemingway var fastagestur í
eina tíð. Á sömu slóðum skemmti
hin fræga Kiki á yngri árum en
gekk um betlandi er svo var
komið með eldspýtur undir
vakið. Sýningin í Mokka er vafa-
lftið þeirra langbest og þá eink-
um fyrir einfaldar formhreinar
myndir af grjóti er skera sig úr.
Ljóst er að það er einmitt ein-
augnalokunum og slokknaðan
Ijóma Montparnasse gullaldar-
áranna í augunum.
Koenig mun og hafa kynnst
Islendingum, einum eða fleiri og
hann gaf Listasafni íslands þrjár
klippimyndir eftir Gerði Helga-
dóttur nýlega, sem nú eru til
sýnis.
Auk sýninganna á Galerie
Arnaud hefur John-Franklin
Koenig sýnt verk sín í virtum
galleríum og listastofnunum um
allan heim og verk eftir hann
finnast á söfnum frá Seattle allt
til Tókýó, yfir Bandaríkin, Kan-
ada og Evrópu.
Af sýningu John-Franklin
Koenig að ráða þá er hann
myndlistarmaður af hárri gráðu
á sínu sviði. Hann gjörþekkir
miðil sinn og efnivið og nær enda
miklu úr hinum sérstöku vinnu-
brögðum sínum. Kannski mun
ýmsum þykja myndverk Koenig
nokkuð einhæf og tormelt en mín
reynsla er sú, að myndirnar
vinna á við hverja nýja skoðun
og verða manni tilefni ýmissa
heilabrota hverju sinni. Þær
hreyfa við margvíslegum kennd-
um skoðandans við nánari skoð-
un og þannig er það einmitt með
alla góða list.
Elstu steinprentin á sýning-
unni eru frá 1954 en hið yngsta
hefur ártalið 1982 og má hér sjá
mikla þróun frá ljóðrænni ab-
straktsjón til byggingarfræði-
legra forma með einfaldleikann
að leiðarljósi. Einþrykkin eru
saga út af fyrir sig vegna þess
hve vel þau eru gerð tæknilega
faldleikinn sem er sterkasta hlið
Erlu og væri æskilegt að hún
legði sem mesta áherslu á að
virkja hæfileika sína á þvi sviði
i framtíðinni.
séð — þarf maður að fara mjög
nálægt þeim til að sjá nokkurn
mun á þeim og steinþrykkjunum
og sama er að segja um einþrykk-
-klipp-myndirnar. Þetta eru
vinnubrögð sem vert er að vekja
athygli á.
Þrátt fyrir að sýningin virki
nokkuð einhæf er mikill inn-
byrðis munur á myndunum og
vil ég hér, máli minu til stuðn-
ings visa til mynda eins og nr.
1, 5 og 12 (steinþrykk) svo og 22,
27, 29 og 31 (einþrykk og ein-
þrykk/klipp).
Sýning John-Franklin Koenig
er menningarlegur viðburður af
hárri gráðu, sem rétt er að vekja
sérstaka athygli á. Undrar það
mig mjög að svo er sem hún njóti
lítillar athygli og engir virðast
falast eftir myndunum. —
Minnir þetta mig óneitanlega á
sýningu á verkum HAP Gries-
haber í húsnæði Myndlista- og
handíðaskóla Islands fyrir rétt-
um tveim áratugum. Örfáir
komu og ég man hreint ekki til
þess að nokkuð hafi selst en sé
það tilfellið þá geta eigendur
myndanna ábyggilega fengið
20—30 sinnum meira fyrir þær
í dag. Þessi ágæti vinur minn dó
árið 1981 og telst einn merkasti
grafík-listamaður aldarinnar er
svo er komið.
Væntanlega tekur fólk við sér
því að það væri okkur til van-
sæmdar ef John-Franklin Koen-
ig þyrfti að fara með allar mynd-
ir sínar til baka í farteskinu.
Listasafni íslands og lista-
manninum þakka ég svo fyrir
sýninguna.
John Franklin Koening
■ þú stígurgæfusporá
neuga
Hugmyndin að HEUGA gótfteppum
í formi 50 x 50 cm flísa hefur marga kosti:
ir ENDINGIN MARGFÖLDUÐ, slitblettir óþarfir, flísarnar fluttar til innbyrðis.
★ Laghentir leggja þær sjálfir og færa húsgögnin til eftir hendinni.
★ Engar áhyggjur af blettum: flísin er tekin upp, færð til eða endurnýjuð.
ýr Auðvelt að breyta og/eða bæta. ir Fastlíming er óþörf.
T.d. þessir völdu HEUGA:
I.B.M., SKÝRR, Gjaldheimtan, Husgagnahöllin.
HEUGA hentar þér,
eins og milljónum annarra um víða veröld.
/ponix
HATUNI 6A SIMI (91)24420