Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ1913
224. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Mexíkóborg:
Heyrðu kall
í rústunum
Mexíkóborg, 4. október. AP.
BJÖRGUNARMENN kváðust hafa heyrt “já“ í rústum fjölbýlishúss í
Mexíkóborg er þeir kölluðu inn í rústirnar bvort þar væri dreng að
finna. Leitað hefur verið ákaft að 9 ára dreng, sem talinn er á lífi í
rústum hússins, tveimur vikum eftir að mjög öflugur jarðskjálfti jafnaði
húsið við jörðu.
Það var 1 morgunsárið að
björgunarmenn náðu “talsam-
bandi" við piltinn, en nokkrum
stundum áður greindu þeir bank
í rústunum. Leitin er mjög áköf
og keppast björgunarmennirnir
upp á líf og dauða að ná til
drengsins áður en það verður um
seinan. Talið var að hann væri
of veikburða til að geta talað, en
svarið í morgun gaf mönnum
auknar vonir um að hann bjarg-
ist. Hins vegar eru menn vantrú-
aðir á að afi piltsins, sem einnig
er grafinn í rústirnar, sé á lífi.
AP/Símamynd
Leitað var ákaft i rústum fjölbýlishúss í Mexíkóborg í gær að 9 ára pilti
sem talinn er enn á lífi í rústunum, tveimur vikum eftir að skjálftinn
reið yfir. í gær heyrðu björgunarmenn til piltsins. Myndin var tekin á
vettvangi í gær.
AP/Símamynd
Mikhail S. Gorbachev, formaður sovézka kommúnistaflokksins, og Francois Mitterrand, Frakklandsforscti, á
blaðamannafundi í París í gær. Mitterrand hafnaði þar boði Rússa um beinar viðræður ríkjanna um fækkun
kjarnavopna en virtist styðja tillögur þeirra um bann við geimvopnum.
Frakkar hafna við-
ræðum við Rússa
París, 4. október. AP.
FRANCOIS Mitterrand, Frakklandsforseti, hafnaði gagnkvæmum samninga-
viðræðum við Sovétmenn um fækkun kjarnavopna á blaðamannafundi, sem
hann hélt með Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, í dag.
Frakkar segjast ekki hafa neitt
svigrúm til að semja um fækkun
kjarnavopna, þar sem þeirra vopn
séu ekki nema um sjöundi hluti
af vopnabúri Sovétmanna. Gorba-
chev kveðst einnig hafa óskað eftir
viðræðum við Breta um gagn-
kvæma fækkun, en Sir Geoffrey
Howe, utanríkisráðherra Breta,
sagði í dag að stórveldin yrðu að
semja um fækkun í vopnabúrum
sínum áður en kjarnavopnum
Breta og Frakka yrði blandað í
afvopnunarviðræður. Er þetta tal-
ið til marks um að Bretar muni
neita bón Gorbachevs.
Háttsettir valdamenn í Wash-
ington segja tillögur Rússa um
fækkun kjarnavopna miða að því
að tryggja Rússum einkarétt á
Fátt vitað um
örlög Buckley
Washington, Beirút, 4. október. AP.
BANDARÍKJASTJÓRN kvaðst ekki
hafa fengið staðfestingu á því í
kvöld, hvort William Buckley hafí
verið lífíátinn í Beirút. Hann hefur
verið í haldi öfgasinnaðra shíta, sem
kalla samtök sín Heilagt stríð. Sögð-
ust samtökin í morgun hafa líflátið
Sovétmenn vilja bæta
sambúð við ísraela
Tel Aviv, 4. október. AP.
BORIÐ hefur á viðleitni austantjaldslandanna til að vingast við ísraela
utanríkisráðuneyti Israels og ísrael-
undanfarnar vikur, að því er sagt var
skum blöðum í dag.
Yitzak Shamir, utanríkisráð-
herra ísraels, ræddi á þingi Sam-
einuðu þjóðanna í þessari viku um
eflingu samskipta á sviði menning-
ar og viðskipta við Pólverja, Ung-
verja og Búlgara. En öll ríki Var-
sjárbandalagsins, nema Rúmenía,
slitu stjórnmálasambandi við
ísraela eftir sex daga stríðið 1967.
Haft er eftir heimildarmanni í
ísraelska utanríkisráðuneytinu að
litið sé á þessa þróun sem spor í
átt að stjórnmálasambandi, þótt
enn sé löng leið á ákvörðunarstað.
Dagblaðið Davar greindi frá þvi
í dag að Pólverjar og ísraelar
þinguðu um þessar mundir um að
senda fulltrúa til hvors lands um
sig og hefði þessi fulltrúi aðsetur
í sendiráðum þriðja aðilja.
Sovétmenn buðu einnig sendi-
herra ísraels til móttöku til heið-
urs Gorbachevs í París á fimmtu-
dag og er það fyrsta boðið, sem
Israelar hafa fengið frá Sovét-
mönnum.
Blaðafregnir í júlí hermdu að
Sovétmenn væru til reiðu búnir
að taka upp stjórnmálasamband
við ísraela að nýju, að því tilskyldu
að síðasttaldir létu af gagnrýni á
Sovétmenn og kæmust að sam-
komulagi við Jórdana um Gólan-
hæðir.
ísraelskir embættismenn segja
að Sovétmenn gætu með viðleitni
sinni verið að ásælast þátttöku í
friðarviðræðunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Buckley í hefndarskyni við árás ísra-
ela á stöðvar PLO-skæruliða í Túnis
á þriðjudag.
Buckley, sem er 57 ára, starfaði
í bandaríska sendiráðinu í Beirút.
Honum var rænt 16. marz í fyrra.
Sögðu öfgamennirnir 1 tilkynn-
ingu, sem birt var í blöðum í Beir-
út í morgun, að enginn vafi léki á
að Bandaríkjamenn og ísraelar
hefðu gert árásina á stöðvar PLO
og skipulagt sameiginlega.
Æðsti maður sovézka sendiráðs-
ins í Beirút kvaðst eiga von á
“slæmum fréttum“ á hverri
stundu, en ræningjar sendiráðs-
mannanna fjögurra hafa ekkert
látið frá sér heyra í dag. Létu þeir
ekki verða af hótun um að sprengja
sendiráðið í loft upp fyrir hádegi
í dag. Útilokað er að þeir geti gert
sjálfsmorðsárás, nema þá úr loft,
á sendiráðið. Götum að sendiráð-
inu hefur verið kyrfilega lokað.
Hermenn drúsa á sex sovézkum
skriðdrekum gæta helztu aðkomu-
leiða og einnig er stjórnarherinn
með öfluga vörzlu við sendiráðið
og í nágrenni þess.
I morgun voru 120 Sovétmcnn,
flesitr konur og börn, fluttir úr
sendiráðinu til Damaskus í Sýrl-
andi. Þaðan halda þeir til Moskvu.
Eftir eru í sendiráðinu 50 sendi-
fulltrúar.
geimvörnum, en talið er að þeir
verði tilbúnir með geimvarnar-
kerfi fyrir aldamótin. Hans-
Dietrich Genscher, utanríkisráð-
herra V-Þýzkalands, er eini leið-
toginn í NATO-ríkjunum, sem sagt
hefur tillögurnar athyglisverðar.
Mitterrand sagði í dag að ekki
verði samið um fækkun kjarna-
flauga, meðaldrægra eða lang-
drægra, svo um muni, nema her-
væðingu himinhvolfsins verði af-
stýrt. Er það talið stuðningur við
tillögu Gorbachevs til Bandaríkja-
manna um bann við geimvopnum.
Gorbachev sagði að tími orða
og yfirlýsinga væri liðinn, komið
væri að því að stórveldin létu
verkin tala og semdu um fækkun
kjarnavopna. Kveðst hann bjart-
sýnn á árangur í viðræðum við
Bandaríkjamenn, og sagði viðræð-
ur utanríkisráðherra ríkjanna,
George Shultz og Eduard A. She-
vardnadze, í síðstu viku styrkja
þá trú sína.
Öflugur
skjálfti
skelfdi
Japana
Tókýó, 4. október. AP.
JARÐSKJÁLFTI, sem mældist
6,2 stig á Richter-kvarða, reið
yfír miðhluta Japan í kvöld og
vitað er að a.m.k. 15 manns slös-
uðust, þar af þrír alvarlega.
Þrátt fyrir styrkleika
skjálftans mun tjón ekki hafa
orðið verulegt. Svo öflugur
skjálfti hefur ekki orðið í Japan
í 56 ár.
Skjálftinn reið yfir er Japan-
ir snæddu kvöldverð sinn. Skók
hann Tókýó og önnur þéttbýl
svæði í rúma mínútu og greip
mikill ótti um sig, enda hörm-
ungarnar í Mexfkó á dögunum
mönnum í fersku minni.