Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. OKTÓBER1985
Fundur á Gauk á Stöng:
„Frjálsir vegfarendur“, samtök um
öryggi vegfarenda, í burðarliðnum
HÓPUR manna, sem unnið hefur
undanfarið að öiyggismálum veg-
farenda, boðar til almenns fundar
um umferðarmál á morgun, sunnu-
dag, í veitingahúsinu Gauk á Stöng
og verða þá jafnframt lögð fram drög
að lögum fyrir samtökin Frjálsa
vegfarendur, sem hafa verið í undir-
búningi um nokkurt skeið. Víða er-
lendis hafa slík samtök verið stofnuð
og í Bretlandi hafa þau náð góðu
samstarfi við umferðaryfirvöld við
að tryggja öryggi þeirra sem ekki
vilja eða geta ekki nýtt sér einkabif-
reiðar.
Fundurinn hefst kl. 14.00. Sig-
urður A. Magnússon, rithöfundur,
flytur ávarp, féiagar úr “Hálft í
hvoru" skemmta og flutt verða
stutt erindi um samgöngu- og
skipulagsmál í þéttbýli.
Hópur þessi hefur undanfarnar
vikur rætt á hvern hátt megi auka
öryggi gangandi og hjólandi veg-
farenda í þéttbýlisstöðum og auð-
velda þeim að komast ferða sinna
á skjótan hátt. M.a. hefur í því
sambandi verið bent á nauðsyn
þess að tengja strætisvagnaleiðir
þjónustumiðstöðvum og haga
skipulagi íbúðarhverfa þannig að
ekki stafi hætta af umferð bifreiða
um þau.
í undirbúningshópnum að stofn-
un samtakanna eru: Ari Tryggva-
son, Arnþór Helgason, Elías Dav-
íðsson, Hólmfríður Árnadóttir,
Jóhannes Ágústsson, Magnús
Skarphéðinsson, Oddur Benedikts-
son, Sigurður A. Magnússon, Þor-
valdur Örn Árnason og Örn ólafs-
son.
Sögustund í
Borgarbókasafn gengst fyrir sogu-
stund í Gerðubergi á morgun, sunnu-
dag, kl. 14.30. Lesið verður úr barna-
bókum eftir íslenskar konur og
ennfremur sýndar litskyggnur.
í Gerðubergi stendur nú yfir
" sýning á myndskreytingum og
myndskreyttum bókum eftir ís-
lenskar konur og er hún einn þátt-
ur í Listahátíð kvenna og þótti því
„Flakasala“
— ekki „fisksala“
FYRIRSÖGN fréttar Morgunblaðs-
ins um sölu Coldwater Seafood
Corporation í gær, föstudag, reynd-
ist ekki eins og upphaflega var ætl-
að. Eins og hún birtist í blaðinu er
hún bæði villandi og þversagnar-
kennd. Þar stendur: Aukin fisksala
- samdráttur í unninni vöru. Cold-
water selur aðeins fisk, flök og unna
> fiskrétti að mestu leyti. Fyrirsögnin
átti að vera: Aukin flakasala -
samdráttur í unninni vöru. Morgun-
biaðið biðst velvirðingar á þessum
mistökum, en hinu rétta er hér með
komið til skila.
Gerðubergi
mjög við hæfi að sögustundin færi
nú fram þar sem margar bókanna
eru einmitt barnabækur.
Hluti sýningarinnar stendur í
húsnæði Borgarbókasafns í Gerðu-
bergi, en stefnt er að því að þar
verði opnað nýtt útibú frá safninu
í byrjun næsta árs. Allir eru vel-
komnir á sögustundina og ef vel
tekst til verður hún væntanlega
endurtekin sunnudaginn 13. októ-
ber.
Leiðrétting
í MORGUNBLAÐINU á fimmtudag
urðu þau mistök, að rangt var farið
með föðurnafn Símonar Steingríms-
sonar, forstjóra Ríkisspítalanna.
"Morgunblaðið biðst velvirðingar á
þessum mistökum.
Leiðrétting
RANGT var farið með föðurnafn
Erlu Gísladóttur, áfangastjóra Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti, í blaðinu
í gær (stóð þar Ólafsdóttir). Er hún
beðin velviröingar á þeim mistökum.
N
'M mt
Norska varðskipið, Senja, við bryggju í Reykjavík. Á innfelldu myndinni eru J.H. Gulliksrud, skipstjóri,
Magnús Anders, yfirmaður Landhelgisgæslu Noregs, og Per Chr. Blichfeldt, aðstoðaryfirmaður gæslunnar.
Norskt varðskip í
heimsókn á íslandi
— verður almenningi til sýnis í dag
SENJA, eitt af varðskipum norsku Landhelgisgæslunnar, lagðist að bryggju
í Reykjavík í gærmorgun og ætlar að hafa hér viðkomu til þriðjudags.
Skipstjórinn, J.H. Gulliksrud, sagði á blaðamannafundi er haldinn var um
borð í gær að tilgangur ferðarinnar til íslands væri m.a. að auka sam-
skipti þjóðanna varðandi landhelgismál. „Við eigum við svipuð vandamál
að stríða varðandi stjórnun fiskveiða og gætum við efiaust orðið reynslunni
ríkari með því að læra hvorir af öðrum.
Einnig var tilgangur fararinnar
til íslands að hvíla áhöfnina og
líður okkur prýðilega hér á landi
í návist frænda okkar, fslendinga."
Skipið verður almenningi til sýnis
í dag, laugardag, milli kl. 14.00 og
16.00 við Ægisgarð.
Yfirmaður norsku Landhelgis-
gæslunnar, Magnus Anders, sagði
að starfsemi gæslunnar væri
margþætt. Fyrst og fremst væri
það eftirlit með 200 mílna lögsögu
Noregs þ.m.t. lögsögu Jan Mayen
og Svalbarða. „Við fylgjumst
grannt með fiskiskipum og förum
m.a. um borð í 1.700-1.800 skip á
ári til að kanna hvort löglega sé
staðið að veiðunum og hvort kvóta-
kerfinu sé fylgt eftir. Við athugum
veiðarfæri skipanna og hvort rétt
sé farið með aflatölur."
Áhöfn Senju er 51 maður, en
hjá norsku Landhelgisgæslunni í
heild starfa um 800 manns. Árið
1977 urðu gæsluskipin hluti af sjó-
her Noregs og starfa nú sem slík.
Þá var 1,4 milljarði norskra króna
eytt til að byggja gæsluna upp og
hefur hún nú yfir að ráða sex
varðskipum, þrjú þeirra á stærð
við Senju og þrjú heldur minni.
Leigð eru sjö skip og tuttugu önnur
gæsluskip, í eigu norsku gæslunn-
ar, eru í notkun. Sex þyrlur og tvö
flugvélamóðurskip eru einnig í
eigu gæslunnar.
„Landhelgisgæslan er mikilvæg
fyrir sjómenn á hafi og einnig fyrir
borpallana. Um borð í varðskipun-
um eru læknar, kafarar, rafvirkjar
auk annarra iðnaðarmanna, sem
hjálpa þeim áhöfnum er lenda í
vanda svo skipin þurfi ekki að eyða
dýrmætum tíma sínum í að sigla
til hafnar vegna óhappa sem upp
koma. Við höfum gott samráð við
ráðuneytin í Noregi, aðallega
dómsmála-, sjávarútvegs- og utan-
ríkismálaráðuneytin," sagði
Magnus.
Gæslan sér um að fiskiskip frá
öðrum löndum er fiska í norskri
lögsögu hafi sérstakt leyfi frá
norska sjávarútvegsráðuneytinu.
Þau þurfa að tilkynna afla sinn
vikulega auk komu- og brottfarar-
tíma úr lögsögunni. Gefin hafa
verið út 1.600 leyfi til erlendra
fiskiskipa og eru u.þ.b. 600 erlend
skip á veiðum í norskri lögsögu á
hverri vertíð, að sögn Magnusar.
Skipverjar á Senju ætla að
leggja blómsveig á leiði norskra
hermanna, er féllu í seinni heims-
styrjöldinni, í Fossvogskirkjugarði
kl. 11.00 ídag.
hittMig
m:
Páll Jónsson í bókasafni sínu.
Borgames:
Héraðsbókasafnið
tekur við bókasafni
Páls Jónssonar
Stofnuð sérstök deild tengd nafni hans
Borgarnetti, 4. oklóber.
HÉRAÐSBÓKASAFNIÐ í Borgar
nesi hefur tekið við bókasafni Páls
Jónssonar bókavarðar sem lést 27.
maí sl. en áður en hann lést ánafn-
aði hann Héraðsbókasafni Borgar-
fjarðar bókasafn sitt. Páll var ættað-
ur úr Mýrasýslu. Bókasafni Páls
Jónssonar verður komið fyrir í sér-
stakri deild sem tengd verður nafni
hans.
Hér á eftir fer fréttatilkynning
sem Morgunblaðinu hefur borist
frá Héraðsbókasafninu af þessu
tilefni:
Hinn 27. maí sl. lézt í Reykjavík
Páll Jónsson bókavörður. Páll var
landskunnur maður, m.a. fyrir
ljósmyndir sínar sem víða birtust,
svo og fyrir ritstjórn Árbókar
Ferðafélags íslands. Þá var Páll
ekki síður þekktur fyrir bókasöfn-
un sína, enda lét hann eftir sig eitt
af fágætustu og fergurstu einka-
bókasöfnum hér á landi á síðari
árum. Bókasafn hans er ekki ein-
ungis mikið að vöxtum, heldur ber
það af hversu margt er þar af fá-
gætum ritum og sérstæðum ein-
tökum og hve búnaður þeirra allur
er gerður af óbrigðulli smekkvísi.
Þar gætir mjög handbragðs Páls
sjálfs, en hann var listavel hagur
og meðal vandvirkustu bókbind-
ara.“
„Páll Jónsson fæddist á Lundum
í Stafholtstungum 20. júní 1909.
Hann ólst upp að Örnólfsdal í
Þverárhlíð, en fluttist á unglings-
árum til Reykjavíkur. Þar stund-
aði hann í fyrstu verzlunarstörf,
en réðst árið 1941 sem auglýs-
ingastóri að dagblaðinu Vísi. Áríð
1953 varð Páll bókavörður við
Borgarbókasafn Reykjavíkur og
gegndi því starfi í 27 ár unz hann
lét af því fyrir aldurs sakir 1980.
Páll Jónsson var einn af stofnend-
um farfuglahreyfingarinnar á ís-
landi, enda voru ferðalög og úti-
vist meðal kærustu hugðarefna
hans. Hann átti sæti í stjórn
Ferðafélags Islands í 31 ár,
1947—78, og var einn af máttar-
stólpum þess. Ritstjóri Árbókar
Ferðafélagsins var hann um 15
ára skeið, 1968—82. Árið 1980 var
hann kiörinn heiðursfélagi Ferða-
félags Islands. Á síðasta ári, þegar
Páll Jónsson varð 75 ára, færðu
vinir hans honum afmælisrit,
Land og stund, sem bókaútgáfan
Lögberg gaf út.“
Innritun í-
skátafélagið
Garðbúa
INNRITUN í skátafélagið Garðsbúa
verður í dag, laugardag, og á morg-
un, sunnudag, frá kl. 14 til 17 í skáta-
heimilinu við Háagerði (kjailara
barnaheimilisins Staðarborgar).
Sumarbúðir KFUK í Vindáshlíd.
Sumarstarfi KFUK lokið:
Kaffihlaðborð á sunnudag
SUMARSTARFI KFUK í sumar
búðunum í Vindáshlíð er lokið að
þessu sinni. Á sunnudaginn, 6. októb-
er efna sumarbúðirnar til kaffihlað-
borðs sem hefst kl. 15.00 í húsi KFUM
og K við Amtmannsstíg 2B. Allur
ágóði rennur til sumarstarfsins í
Vindáshlíð.
Sumarstarf KFUK í Reykjavík
hefur rekið sumarbúðirnar frá árinu
1949. Auk venjulegs viðhalds á staðn-
um var unnið við að skipta um glugga
og koma fyrir gluggahlerum á matar-
og svefnskálanum.
í sumar dvöldu ellefu flokkar í
sumarbúðunum, flestir þeirra voru
telpuflokkar á aldrinum 9-12 ára,
en auk þess voru unglingaflokkur,
fjölskylduflokkur og flokkur fyrir
17 ára og eldri. Hver flokkur dvaldi
að jafnaði viku í senn. Alls voru
dvalargestir 600 talsins.