Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 5

Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. OKTÓBER1985 5 Morgunblaðid/Bjarni Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 10 ára Fjölbrautaskólinn í Breidholti er nú að hefja sitt tíunda starfsár og var þess minnst í skólanum í gær. Hátíðin byrjaði kl. 13.00 með ræðuhöldum og síðan var veitt hvorki meira né minna en 600 manna terta og er það fyrsti formaður skólafélagsins, Gunnar Sigurfinnsson, sem hér fær sér fyrsta bitann af kökunni. Islenskir vísindamenn til Mexíkó FJÓRIR íslenskir vísindamenn fóru í gær til Mexíkó til að kynna sér afleiðingar jarðskjálftanna þar á byggingar og mannlíf. Þeir sem fóru voru Júlíus Sólnes og Ragnar Sigur- jónsson á vegum Háskóla íslands, Ragnar Stefánson frá jarðskjálfta- deild Veðurstofu íslands og Guðjón Pedersen frá Almannavörnum ríkis- ins. Auk þess er Vífill Magnússon arkitekt í för með þeim, en hann var við nám í Mexikó. Að sögn Hafþórs Jónssonar full- trúa hjá Almannavörnum er til- gangurinn með ferðinni sá að kanna hvaða afleiðingar skjálft- arnir hafa haft á hinar ýmsu byggingargerðir svo sem íbúðar- hús, virkjanir og fleira. Hann sagði að þetta væri alhliða kynnisferð og ætla mennirnir að reyna að læra sem mest á því sem þarna gerðist, en Mexíkó hefur verið talið framarlega í byggingu og hönnun húsa. Fjórmenningarnir hafa starfað í vinnuhóp um jarðaskjálftavarnir í allmörg ár. Gert er ráð fyrir að ferðin taki 10-12 daga og fara vísindamenn- irnir bæði til Mexíkóborgar og vestur á bóginn í átt að upptaka- svæðinu. Ferskfiskverd lágt erlendis LÁGT verð er nú á fiskmörkuðunum í Bretlandi vegna mikils framboðs. Tvö fiskiskip seldu afla sinn á fostu- dag og fengu að meðaltali 33 til 36 krónur fyrir hvert kíló. Snæfugl SU seldi alls 174,8 lest- ir, mest þorsk í Grimsby á fimmtudag og föstudag. Heildar- verð var 5.769.500 krónur, meðal- verð 33,01 kr. Börkur NK seldi 163,1 lest í Grimsby á föstudag. Heildarverð var 5.966,900 krónur, meðalverð 36,58 kr. Nýr skólastjóri í Skálhoitsskóla SÉRA Rúnar Þór Egilsson, prestur á Mosfelli í Grímsnesi, hefur verið ráðinn skólastjóri við Skálholtsskóla f vetur. Hann tekur við af séra Gylfa Jónssyni, sem sagði starfl sínu lausu 1. september sl. og hefur tekið við öðrum verkefnum hjá útgáfufélaginu Skálholti. Staða skólastjóra Skálholtsskóla verður auglýst laus til umsóknar á útmánuðum. Skólinn vcrður settur á sunnudaginn og þá mun séra Gylfi gera grein fyrir ástæðum þess, að hann hvarf frá störfum við skólann. Séra Rúnar Þór hefur verið kennari við skólann undanfarin ár. Fastur kennari við Skálholtsskóla verður í vetur auk skólastjóra Sigrún Steingrímsdóttir íslensku- fræðingur, en að öðru leyti annast stundakennarar kennslu í eina íslenska lýðháskólanum. Norræna húsið: Norræna husið: Finnsku sýn- ingunni lýk- ur 7. október í ÞÆTTINUM „Hvað er að gerast um helgina" í Morgunblaðinu í gær kom fram að sýningunni í Norræna húsinu á finnskum list- iðnaði lyki 8. október. Henni lýkur hins vegar 7. október og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Tónleikar LOKATÓNLEIKAR Bergþóru Árnadóttur, Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar, Mecka Knif frá Finnlandi og Ola Nordskar frá Noregi verða í Norræna húsinu mánudaginn 7. október. Á dagskránni eru lög og ljóð úr ýmsum áttum en þó aðallega frá þeirra eigin löndum. Tónleikarnir eru þeir síðustu í landreisu þeirra félaga, en hún hefur staðið yfir frá miðjum september. Tónleik- arnir í Norræna húsinu hefjast kl. 21.00. Ajfwdis öll þurrblómabúnt núumhelgmameð15/oafslætti. Eigum einnig fyrirliggjandi al efni til þurrblómaskreytinga. síðustu helgi Vöktu þær mikla athygli- «il*» « » “"Sl'S’S* v ** Sýningin er opin nú um helgina. r/ lOCMW _ Gróiurhúsinu vii Sigtún: Simar 36770-686340 i5am PSIIÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.