Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 AP/Sfmamynd Brunnir bílar í Brixton Bninnir bílar lágu víða í hrönnum eftir óeirdirnar, sem urðu í Brixton- hverfi í Lundúnum um síðustu helgi. Hófust þær eftir að lögreglan hafði fyrir slysni skotið á og sært svarta konu þegar verið var að leita að syni hennar. Tutu studdur í opnu Jóhannesarborg, 4. oklóber AH. Fimmtán baráttumenn fyrir al- mennum mannréttindum víðs vegar að úr heiminum lýstu í dag yfir stuðn- ingi við Desmond Tutu, biskup í Suður-Afríku, og baráttu hans við kúgunina, grimmdina og ofbeldið, sem stjórnvöld í landinu beittu svarta menn. í opnu bréfi til Tutus skorar þjóðlagasöngkonan Joan Baez á minnihlutastjórn hvítra manna í Suður-Afríku að „slíðra sverðin og stöðva blóðbaðið" en meðal ann- arra, sem rituðu undir áskorunina, voru Lech Walesa, Mairead Corr- igan Maguire, einn af stofnendum friðarhreyfingarinnar á Norður- írlandi, séra Jesse Jackson, Co- retta Scott King, ekkja Martin Luther Kings, og Kim Dae Jung, sem barist hefur fyrir auknum mannréttindum í Suður-Kóreu. Áskorunin birtist í dag í blaðinu „Johannesburg Star“ og kemur í öðrum blöðum á morgun, laugar- dag. Frumsýnir bandaríska gamanmyndí úrvalsflokki: VAFASÖM VIÐSKIPTI Bönnuöinnan 14ára ITIföow aiwaTl Sýndkl.5,7,9og 11. Árangurslaus fundur olíuráðherra OPEC Ekvador íhugar úrsögn úr samtökunum Vín, 4. október. AP. FUNDUR olíuráðherra OPEC-ríkj- anna, sem lauk í Vín í dag, varð árangurslaus með öllu. Fulltrúi Ekvador mætti ekki á lokafundina og ráðherrar hinna aöildarríkjanna tólf náðu engu samkomulagi sín á milli. Ahmed Zaki Yamani, olíuráð- herra Saudi-Arabíu, sagði frétta- mönnum að fundinum loknum að beðið væri með að taka ákvarðanir um mikilvægustu úrlausnarefni þar til í desember, en þá koma ráðherrarnir saman til reglulegs fundar. Yamani lagði áherslu á, að enda þótt ekkert samkomulag hefði tekist væri búist við því að aðildar- ríkin mundu halda áfram að tak- marka olíusölu sína. Hann sagði jafnframt, að engin breyting yrði á opinberu olíuverði samtakanna. Subroto, oliuráðherra Indónesíu, sem er forseti OPEC, sagði, að á næstunni færu fram óformlegar viðræður um olíuverð og olíufram- leiðslu í höfuðborgum OPEC-ríkj- anna. Kvað hann þær viðræður vera til undirbúnings desember- fundinum. Sex aðildarríkja OPEC, þ.á m. Ekvador, hafa óskað eftir því að fá stærri skerf af olíukvóta sam- takanna. Við þessum tilmælum var ekki orðið og var það ástæða þess að olíuráðherra Ekvador yfirgaf fundinn áður en honum lauk og lýsti því yfir að ríkisstjórn sín íhugaði úrsögn úr OPEC. Yamani áréttaði á fundi með blaðamönnum að Saudi-Arabar byðu nú olíu ódýrar en áður. Kvað hann það marka tímamót í sögu OPEC. „Síðasta aðildarríkið, sem fylgdi hinu opinbera verði OPEC, hefur nú breytt um stefnu og fer að dæmi hinna aðildarríkjanna," sagði Yamani. Með því gaf hann í skyn, að önnur aðildarríki hefðu ekki fylgt verðlagsreglum samtak- anna. Yamani kvaðst hins vegar ekki eiga von á því að stefnubreyting Saudi-Araba mundi strax leiða til breytinga á olíumarkaðnum. „Ég held að hún hafi engin áhrif fyrst um sinn,“ sagði hann. Gorbachev ekki sáttur við Thatcher París, 4. október. AP. Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefur ekki fyrirgefið Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, að hafa rekið úr landi 31 Sovétmann, sem sakaður var um njósnir. Gorbachev, sem nú er í opin- berri heimsókn í Frakklandi, sagði f dag, að Thatcher hefði „grafið undan alþjóðlegri slökun“ með brottrekstr- inum. Á fréttamannafundi í dag var Gorbachev spurður hvort hann hefði fyrirgefið Thatcher brott- reksturinn og svaraði hann þá og sagði, að „njósnararnir“ hefðu að- eins verið „sérfræðingar, sem reynt hefðu að fylgjast með því, sem fram fór í þjóðfélaginu", þ.e.a.s. Bret- landi, en allt í einu hefði Thatcher rekið þá burt fyrir njósnir. Sakaði hann síðan Thatcher um að vilja spilla fyrir alþjóðlegri slökun. AP/Símamynd Dátar feguröarinnar Það hýrnaði líklega yfir sjóliðum herskipa ef jafnléttklæddir dátar fegurðarinnar og stúlkurnar tvær eru stigu á skipsfjöl. Stúlkurnar eru fyrirsætur og eru frá Kaliforníu. Þær eru staddar í London í tilefni útkomu svokallaðs Lamb dagatals fyrir árið 1986. Haldinn var blaða- mannafundur um borð í herskipinu HMS Discovery í tilefni útkomunn- ar og varð meöfyIgjandi mynd tekin við það tækifæri. Hlaut 5 ára fangelsi fyrir upploginn glæp — þrátt fyrir fjarvistarsönnun London, 3. október. AP. ENSK KONA, sem nú er búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hefur játað að hafa spunnið upp glæp, sem maður nokkur hefur setið í fang- elsi fyrir í Bretlandi í tvö ár, að því er fram kom í breska sjónvarpinu í g«er. I þætti, sem nefndist “Harka- leg réttvísi", játaði konan, Anne Fitzpatrick, að hún hefði búið til söguna um innbrotið, sem mað- urinn, Anthony Mycock, fékk fimm ára fangelsisdóm fyrir. Mycock var dæmdur fyrir tveimur árum og situr nú í Durham-fangelsi í Norður- Englandi. Talsmaður innanríkis- ráðuneytisins, sem fer með dómsmál, kvað ráðuneytið ný- búið að fregna af málinu og yrði það kannað „tafarlaust". Þátturinn var sýndur blaða- mönnum í fyrradag, og við það tækifæri sagði dagskrárgerðar- maðurinn, Peter Hill: „Við vitum ekki um neitt annað dæmi í sögu bresks refsiréttar, þar sem sann- ast hefur, að glæpurinn hafi ekki verið framinn. Fitzpatrick, sem er 31 árs gömul, sagði lögreglunni á sínum tíma, að tveir menn hefðu brotist inn í íbúð hennar í Manchester í Norður-Englandi, sparkað hvolpinum hennar inn í svefn- herbergi, barið hana sjálfa og bundiö, þaggað niður í henni með púða og horfið á braut með muni, sem hún átti. I sjónvarpsþættinum sagði hún: „Eg var í miklu tilfinninga- legu uppnámi, þegar þetta gerð- ist. Núna vil ég að það komi skýrt fram, að það var ekkert innbrot framið, það var tilbúningur wiinn. Mér þykir þetta afskapiega deitt vegna Anthony Mycock, og ég er ákaflega döpur út af þessu. Eg vona, að honum verði sleppt úr fangelsinu hið bráðasta," sagði hún. Fitzpatrick benti á Mycock við sakbendingu hjá lögreglunni, og hann var dæmdur, enda þótt hann hefði fjarvistarsönnun og passaði engan veginn við þá lýs- ingu, sem hún hafði upphaflega gefið af innbrotsmönnunum. Hún fluttist til Bandaríkjanna tveimur vikum eftir að réttar- höldunum lauk og hefur starfað þar sem barnfóstra. Sir Edward Gardner, lögfræð- ingur, formaður dómnefndar neðri málstofu breska þingsins, hefur farið fram á að Mycock verði þegar sýknaður. Gardner kvað Fitzpatrick hafa logið alla málsaðila fulla á „dæmalaust ósvífinn hátt. Meðal (þeirra sem hún dró á asnaeyrun- <um voru lögreglan, saksóknar- inn, verjandinn, dómarinn og kviðdómurinn," sagði Gardner.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.