Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. OKTÓBER1985
7
Þorsteinn Guðnason, hjá Fjárfestingafélagi Islands:
„Fullyrti við fjármálaráðherra að
tilboð Flugleiða væri hagstæðara“
„ÞAÐ ER ekki eftir mér haft í Al-
þýóublaðinu að tilboð Birkis hafí
verid hagkvæmara en tilboð Flug-
leiða í hlutabréf ríkisins í Flugleið-
um,“ sagði Þorsteinn Guðnason hjá
Fjárfestingafélagi íslands, er blaða-
maður Morgunblaðsins spurði hann
í gær út í þau orð sem sögð eru vera
hans í Alþýðublaðinu í gær, en þar
er hann sagður segja að tilboð Birkis
hafi verið hagkvæmara en Flugleiða
og látinn rökstyðja það með skatta-
afslætti þeim sem einstaklingar fá,
fjárfesti þeir í fyrirtækjum. „Þvert á
móti fullyrti ég við fjármálaráðherra
að tilboð Flugleiða var hagkvæmara
og betra,“ sagði Þorsteinn.
Þorsteinn sagði að sú fullyrðing
sín tæki einnig til þessa mögulega
skattaafsláttar, því Birkir, Flug-
leiðir, eða hverjir sem væru ættu
einnig möguleika á skattaafslætt-
inum.
„Tilboð Flugleiða var betra, á
því leikur enginn vafi,“ sagði Al-
bert Guðmundsson fjármálaráð-
herra, í samtali við Morgunblaðið
í gær. „Það var bæði hærra í heild
sinni, með hærri útborgun og auk
þess var það með bankaábyrgð
fyrir allri upphæðinni, en tilboð
Birkis aðeins með bankaábyrgð
fyrir hluta af upphæðinni."
Skipatækni hf.
Borgartúni 20, Reykjavík
Nýtt símanúmer:
621630
^ Ljósm. óskar H. Gunnarsson.
Hhiti íslenska sýningarborðsins á sýningunni í Herning.
Mjólkurvönisýningm í Heming:
íslenskir ostar
fengu góða dóma
ÍSLENSKIR ostar og fleiri mjólk-
urafurðir fengu yfirleitt góða dóma á
mjólkurvörusýningu sem nýlega var
haldin í Herning í Danmörku. 60
íslenskar tegundir voru á sýningunni
og voru þær allar teknar þar til mats.
Mysingur fékk besta dóma af
íslensku vörunum, 12,8 og 45%
mariboostur og smurostar fengu
12,5 í einkunn. Óskar H. Gunnars-
son forstjóri Osta- og smjörsölunn-
ar sagði að meðaltal íslensku núm-
eranna hefði verið rúmlega 11 og
sýndi það að íslendingar væru engir
eftirbátar Dana í framleiðslu
mjólkurvara. Sagði hann að menn
gætu verið ánægir með það, því
Danir væru þekktir fyrir góða
framleiðslu.
óskar sagði að íslensku vörunum
hefði verið still upp á stóru borði
fyrir miðjum sýningarsalnum og
hefðu vörurnar vakið mikla athygli
sýningargesta. Öll mjólkurbú Dan-
merkur tóku þátt í sýningunni og
voru allar vörurnar metnar. Margir
íslendingar fóru á sýninguna, m.a.
ostameistarar flestra mjólkur-
búanna, mjólkursamlagsstjórar og
fleiri. Auk Danmerkurferðarinnar
fór hópurinn í skoðunarferð til
Svíþjóðar.
Athugasemd frá Arnarflugi
VEGNA fréttar og einkum fyrir-
sagnar í Morgunblaðinu í gær 4.
október 1985, um hugsanlegt sam-
starf Arnarflugs og Flugleiða þykir
Arnarflugi nauðsynlegt að leiðrétta
þann misskiling sem fram kemur,
að Flugleiðir muni hugsanlega sjá
um áætlunarflug Arnarflugs. Slíkt
hefur að sjálfsögðu aldrei komið til
tals. Hið rétta er, að viðræður hafa
farið fram milli félaganna um hugs-
anlega samnýtingu á flugvélaflota
yfir vetrartímann þegar flugið
dregst saman.
Þá þykir Arnarflugi nauðsynlegt
að eftirfarandi komi fram:
1) Á fundum í stjórn Arnarflugs,
en þar sitja tveir fulltrúar Flug-
leiða, hefur nokkrum sinnum verið
rætt um samstarf félaganna tveggja
yfir vetrartímann í ljósi þess, að þá
gætu 3 flugvélar annað flugi til og
frá landinu, en flugvélafloti félag-
anna tveggja er 4—5 flugvélar.
2) Forsenda samstarfs um sam-
nýtingu er því, að annað hvort félag-
anna geti komið einni flugvél í
verkefni erlendis yfir vetrartímann.
3) í þeim viðræðum, sem átt hafa
sér stað hefur komið fram, að báðir
aðilar teldu sér þetta fyrirkomulag
og þess virði að athuga til hlítar.
4) Athuganir og umræður eru
alls ekki komnar á það stig, að unnt
sé að gefa í skyn, samanber fyrir-
sögn Morgunblaðsins. að Flunleiðir
annist áætlunarflug Arnarflugs. Ef
samningar næðust milli Arnarflugs
og Flugleiða yrðu þeir á þann veg,
að Arnarflug myndi taka eina flug-
vél Flugleiða á leigu og flugliðar
Arnarflugs myndu fljúga henni.
5) Arnarflug og Flugleiðir hafa
um nokkurt skeið haft með sér
samvinnu um flugvélaleigur, ef
annað hvort félaganna hefur þurft
á slíku að halda. Má í því sambandi
nefna, að Arnarflug hefur flogið
talsvert flug fyrir Flugleiðir í sumar
og gerði sl. vetur. Flugvél Arnar-
flugs hefur undanfarna daga verið
í reglulegri skoðun erlendis og hafa
Flugleiðir þess vegna flogið nokkur
flugfyrirfélagið.
Reykjavík, 4. október 1985.
Athugas. ritstj.:
Hér er augljóslega um að ræða
misskilning einhverra. Morgunblað-
ið taldi eftir samtöl við forstjóra
beggja félaganna að ætlunin væri
að Flugleiðir önnuðust áætlunar-
flug fyrir Arnarflug í vetur. Nú
segir Árnarflug að rætt sé um leigur
á Flugleiðavél til Arnarflugs.
Áhöfnin yrði þá væntanlega frá
Arnarflugi. Forstjóri Flugleiða
sagði hins vegar í viðtali við Morg-
unblaðið að Flugleiðir hefðu bæði
vélar og mannskap til þessa flugs.
Í60ar
hafd hjólin snúisf
og gera þad enn.
Sérverslun /■■ Reiöhjólaverslunin,—
» ORNINNl
Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888
Viö höldum afmælisveislu í dag og
næstu daga og bjóöum
stórkostlegan afmælisafslátt.
30% afsláttur af nokkrum vinsælustu
hjólunum okkar.
20% afsláttur af öllum
öörum hjólum.
1925-1985
i
I
i
i
i