Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. OKTÓBER1985 Hermenn úr röðum khmera með alvæpni á bardagasvædum í Kambódíu. Bardagar halda áfram í Kambódfu Rauöu kmerarnir segjast hafa fellt á annað þúsund Víetnama í september Hangkok, 4. október. AP. SKÆRULIÐAR kommúnista í Kambódíu héldu því fram í dag, að í septembermánuði hefðu þeir fellt 111 hermenn frá Víetnam í bardög- um í nágrenni Phnom Penh, höfuð- borgar landsins. Þá hefðu þeir einnig fellt mörg hundruð víetnamskra hermanna í hörðum bardögum með- fram tveimur helztu þjóðvegum landsins í sama mánuði. Tölur skæruliða - Rauðu kmer- anna svonefndu - um mannfall í liði Víetnama e'ru hins vegar tald- ar nokkuð ýktar að jafnaði. Sam- kvæmt tilkynningu skæruliða í dag hafa þeir fellt 221 víetnamskan hermann meðfram þjóðvegi nr. 5 og sært 251 til viðbótar og í bar- dögum meðfram þjóvegi nr. 6 segjast þeir einnig hafa fellt 221 víetnamskan hermann og sært 106 að auki. Þessir tveir þjóðvegir liggja um Kambódíu þvera og skerast sums staðar. Nota Víetnamar þá mikið til herflutninga sinna um landið. I tilkynningu skæruliða sagði, að þeir hefðu drepið alls 1.736 víetnamska hermenn og sært 1.752 að auki í bardögum í Kambódíu í september. P 'eí U » J*_ 20 31 a 7S M g 2» 77 21 2» MP ♦ ♦ ♦ T ” ~ — ” — — “ — — ~ — — Enn gagnlegri og dýrmætari en ádur Encyclopædia Brítannica 1985 Ný, stórendurbætt útgáfa nýkomin. Nú 32 stór bindi + árbókin 1985, sem nú inniheldur „World Data“ Verö kr. 50.160,- (gengi 2/101985). Sérstakt kynningarverð í októ - ber kr. 44.000,-, kr. 11.000,- út og kr. 3.000,- á mánuöi.(i 1 mán.) + vextir. 5% staðgreiðsluafsláttur. FYRSTA SENDING UPPSELD. ÖNNUR SENDING NÝKOMIN. ÖRFÁ SETT ÓSELD. Komiö og skoöiö þetta glæsilega alfræöisafn eöa fáiö póst- sendan myndskreyttan upplýsingabækling. Opiö í dag, laugardag, frá kl. 10.00—16.00. Bókabúð Steinars, B"7, Algjör þögn um Atlantis Kanavt ralhofáa, Flórída, 4. október. AP. EINHVERS staóar úti í himingeimn- um eru átta menn á hringsóli um jörðu í tveimur geimförum. Fimm eru Bandaríkjamenn, þrír Sovét- menn. Aldrei þessu vant er meira að frétta af Sovétmönnunum en Bandaríkjamönnunum. í Kennedy-geimferðamiðstöð- inni var komið á algjöru frétta- banni strax oggeimferjan Atlantis var komin á loft og allt, sem sagt hefur verið síðan, er að allt gangi að óskum. Fjarskipti milli geim- ferjunnar og jarðar virðast engin vera og þá ekki sjónvarpsútsend- ingar. Þegar geimferjunum er skotið á loft er venjulega mikið um að vera og spennan vex með hverri klukku- stund, hverri mínútu og hverri sekúndu, sem nær dregur geim- skotinu. Fylgst er með geimförun- um við morgunverðarborðið og allt þar til þeir stíga um borð í ferjuna og hægt er að fylgjast með sam- tölum þeirra við stjórnstöðina. Að þessu sinni ríkti þögnin ein. Níu mínútum fyrir flugtak voru menn að vísu varaðir við því, sem til stæði, enda ekki hægt að komast hjá því. Það er líklega álíka auðvelt að fela geimskot og að dulbúa Pentagon-bygginguna. Geimferjan Atlantis fór í jóm- frúrferð sína fyrir Pentagon en opinberlega er ekkert vitað hvert erindið er eða hve lengi ferðin á að standa. Raunar er talað um það bæði hátt og í hljóði, að koma eigi á braut tveimur fjarskiptahnött- um fyrir herinn en því er hvorki neitað né játað. Sýning á TOS • Rennibekkjum • Fræsivélum • Borvélum TOS verksmiðjur lin! Fulltrúarfrá umboðinu, Axel Nordahl og Leo Madsen frá Maskinhuset Leo Madsen a/s og Jaroslav Lapka frá TOS verksmiðjunum i Tékkóslóvakíu veröa á staðnum. Opiöfrákl. 13—18ídag, laugardag. Við bendum mönnum sérstaklega á að notfæra sér þetta ágæta tækifæri til aö kynna sér eiginleika Maskinhuset Leo Madsen a/s TOS véla. ]»] Brttanntca

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.