Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985
Sterkasti maður heims æfir
nú stíft fyrir næstu keppni
Sterkasti maður heims, Jón
Páll Sigmarsson, hyggst
verja titil sin von bráðar og æfir
þessa dagana fyrir næstu keppni,
sem haldin verður í Portúgal um
miðjan nóvember.
Ljósmyndari Morgunblaðsins
rakst á Jón Pál með níu tonna
rútu í eftirdragi eftir hádegið í
gær og sparaðist olían á bílinn í
það skiptið að hans sögn. „Ég dró
rútuna um 70 metra í þetta sinn
en ég hóf æfinguna með trukka-
drætti. Eftir það fór ég inn í æf-
ingasal, þar sem ég geri stífar
þrek- og úthaldsæfingar daglangt
u.þ.b. tvisvar í viku,“ sagði Jón
Páll.
Keppendur verða átta til tíu
talsins og eru þeir sem urðu í
þremur efstu sætunum í fyrra á
meðal keppenda nú. „Keppnin
verður með svipuðu sniði og í
fyrra en ég hef ekki tök á að æfa
fyrir allar greinarnar þar sem ég
hef ekki öll tiltæk tæki. Ég er þó
mjög þakklátur Jóhannesi Er-
lendssyni hjá Vestfjarðaleið fyrir
að hafa hringt í mig og boðið mér
rútur sínar við æfingarnar. Ég
ætla að reyna við allt upp í 12
tonna rútur, en í keppninni verður
þungi trukkanna á milli átta til
tíu tonn.“
Jón Páll sagði að í fyrra hefði
verið mjög kalt i Mora í Svíþjóð
þar sem keppnin var haldin, allt
upp í 20°C en líklega myndi hitinn
í Portúgal gera sér erfitt fyrir.
Jón Páll Sigmarsson með níu tonna
rútu í eftirdragi
Einn af íþróttamönnunum okkar sem lögðu leið sína til
Sevilla á Spáni í lok september til að keppa í knattspyrnu
sagði við blaðamann að þarna hefðu þeir strákarnir komist
næst því að verða átrúnaðargoð vegna áhugans sem þar ríkti
fyrir íþróttinni.
Hann bætti svo við að þetta hefði verið „alveg meiriháttar
gaman". En kannski ofbyði manni ef þessi frægð biði manns
við hvert fótspor og hvergi væri sig hægt að hreyfa nema
aragrúi fólks fylgdist með, vildi eiginhandaráritanir, fá að
snerta mann og tilbiðja i hvívetna.
Hér er örlítð dæmi um það hve hvimleitt það getur verið að
höndla frægðina. Diana Ross ákvað að fara út með nokkrum
ungmennum og manni sem er óþekktur að skemmta sér, og
leiðin lá í Hippodrome í London.
Þegar gestir hússins uppgötvuðu að stjarnan sjálf væri þar
á ferð átti hún fótum sínum fjör að launa, því múgur og
margmenni hópuðust að, vildu gefa henni blóm, eða bara
horfa. Loksins var svo komið að hún var umkringd og fólkið
sem hún kom með horfið út í buskann. Hún tók þessu öllu þó
með jafnaðargeði og brosti sínu blíðasta til aðdáenda sinna.
Það var fljótt að breiðast út fyrir húsdyrnar að innan dyra
færi Diana Ross, svo er hún yfirgaf loksins staðinn hafði fjöldi
safnast saman fyrir utan Hippodrome og það mikill að
lögregluhjálp þurfti til að bola mannskapnum í burtu. En
auðvitað þurftu verðir laganna að fá mynd af sér með stjörn-
unni fyrst.
Diana gaf sér þó tíma til að þakka öllum samveruna, hæla
matnum á hvert reipi, staðnum og nýjum ljósaútbúnaði áður
en hún hvarf á braut ... Þolinmóð manneskja það.
Þaó frédisl skjóll aó Diana Koss va-ri innandyra og inúgur láigrecluinennirnir sem koniu lil aö bola mannskapnum í
oi> mari'menni söfnuóust fyrir ulan lil aó fa^na álninaóari'oö- burlu þurflu mi fyrsl aó fá eina mynd af sér meó sljörnunni.
Innandyra hópaóisl fólkió aó o|> vildi fá aó i'efa henni blóm.
snerla hana, o|> sjá eóa fá ei|>inhandaráritanir.
fclk í
fréttum
Það er ekki
alltaf tekið út
með sældinni
að vera frægur