Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1986
29
Ófeigur Egill
Helgason - Minning
Hinn 13. dag júlímánaðar sl.
lést á heimili sínu Reykjaborg í
Skagafirði, Ófeigur Egill Helga-
son.
Fæddur var hann á Ánastöðum
í Lýtingsstaðahreppi Skagafirði
26. okt. 1903. Foreldrar hans voru
Margrét Sigurðardóttir og Helgi
Björnsson, sem þar bjuggu. Ófeig-
ur ólst upp á Ánastöðum til 10 ára
aldurs í stórum systkinahópi. Þá
flutti fjölskyldan að Mælifellsá,
síðan að Kolgröf og loks að Reykj-
um í Tungusveit og var þá Ófeigur
á fermingaraldri. Snemma þurfti
Ófeigur að vinna við búskapinn,
svo sem títt var, enda fóru eldri
bræður hans snemma að heiman.
Kom þá í hlut Ófeigs að sinna
fjárgæslu og heyöflun ásamt föður
sínum, enn ungur að árum. Brátt
fór Ófeigur að taka þátt í félags-
störfum, svo sem í ungmennafé-
lagi, þar sem hann var kjörinn
formaður um skeið. Vann hann þá
ötullega að ýmsum framfaramál-
um í sveitinni á vegum ungmenna-
félagsins, þ. á m. byggingu sam-
. komuhúss og sundlaugar og að
ræktun garðávaxta. Sundmaður
var Ófeigur góður og kenndi hann
unglingum sund um árabil, en að
visu voru þá eingöngu haldin
sundnámskeið á vorin.
Þar eð búið á Reykjum var ekki
stórt gat Ófeigur stundað vinnu
utan heimilis og lá leiðin þá suður.
Vann hann t.d. við byggingu
Landspítalans og útvarpsstöðvar-
innar. Verkmaður var Ófeigur
ágætur og varð hann því strax eft-
irsóttur af vinnuveitendum.
Eftir 1930 fór hann að leita til
verstöðva á Suðurnesjum og vann
hann þá aðallega í landi við að
gera að aflanum.
Fór sem fyrr að hann varð eftir-
sóttur til þessara starfa. Auk þess
gerðist hann oft mannasættir, ef
svo bar undir og leituðu útgerð-
armenn og/eða verkstjórar til
hans, ef árekstrar urðu milli yfir-
og undirmanna. Gaf Ófeigur oft
góð ráð, sem dugðu til sátta og
minnast menn þess oft þar syðra.
Þar eð Helgi Björnsson var
leiguliði á Reykjum leist Ófeigi
vænlegt að finna foreldrum sínum
samastað, þar sem þau gætu dval-
ið seinustu ár ævinnar í kyrrð og
ró. Keypti hann þá landspildu
vestan Svartár, þar sem mikið
heitt vatn var í jörðu og reisti þar
nýbýlið Reykjaborg og flutti þang-
að ásamt foreldrum sínum.
Mun Ófeigur hafa verið fyrstur
manna í Lýtingsstaðahreppi til að
nýta jarðhita til upphitunar húsa.
En hann lét ekki þar við sitja. Auk
þess að rækta garðávexti í hlýrri
jörðinni, reisti hann brátt gróð-
urhús, ræktaði þar tómata og ým-
islegt fleira.
Árið 1949 kvæntist Ófeigur
þýskri konu, Lieselotte Heucke frá
Lúbeck, hinni ágætustu konu. Þau
eignuðust 2 börn, Hólmfríði sem
nú býr á Búastöðum í Vopnafirði
og björn sem býr á Reykjaborg.
Lieselotte var mikilhæf kona og
dugleg og kom það i hennar hlut
að annast tengdamóður sína sein-
ustu æviárin, en Helgi og Margrét
dóu bæði á Reykjaborg í hárri elli.
En Lieselotte varð ekki langra
lífdaga auðið. Hún andaðist rúm-
lega fimmtug í byrjun árs 1972
eftir langvarandi vanheilsu.
Ófeigur hélt áfram að búa á
Reykjaborg eftir lát konu sinnar
og þar til Björn sonur hans tók
við. Hann naut þess þá að vera í
skjóli sonar og tengdadóttur og
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
fylgjast með þroska afabarnanna
og kom nú í ljós hve barngóður
hann var.
Á unglingsárunum hafði Ófeig-
ur stundað nám hjá prestinum á
Mælifelli, sr. Tryggva Kvaran sem
þá kenndi oft ungmennum úr hér-
aðinu undir menntaskóla. Ekki
hafði Ófeigur tök á slíkri skóla-
göngu, en vel hefur honum nýst
þessi tími. Fylgdist hann ætíð vel
með heimsmálum öllum og hafði
brennandi áhuga á tæknilegum
framförum í sinni heimabyggð.
Má til sanns vegar færa að Ofeig-
ur hafi verið langt á undan sinni
samtíð og ef hann hefði fæðst
20—30 árum seinna á öldinni hefði
staða hans orðið önnur í samtím-
anum. Á hjúskaparárum sínum
komst hann í kynni við fræði-
greinar, sem hann hafði áhuga á
og naut þar skilnings og dugnaðar
konu sinnar. Enda voru þau sam-
hent í sinni þekkingarleit. Nú þeg-
ar Ófeigur er allur er skarð fyrir
skildi í Lýtingsstaðahreppi en
minningin lifir um mætan mann.
KP og HH
Kristjánsína Elimund-
ardóttir — Minning
Kristjánsína Elimundardóttir
frá Fagurhóli á Hellissandi lézt í
sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík
um hádegisbilið þann 23. septem-
ber sl., 76 ára að aldri. í dag verður
hún jarðsungin frá sóknarkirkju
sinni á hinum forna kirkjustað
Ingjaldshóli.
Kristjánsína fæddist þann 13.
júlí 1909 í Dvergasteini á Hellis-
sandi. Foreldrar hennar voru hjón-
in Sigurlaug Cýrusdóttir frá Önd-
verðarnesi og Elimundur Ög-
mundsson frá Einarslóni. Þeim
hjonum varð ellefu barna auðið
og eru nú sjö þeirra á lífi. Krist-
jánsína ólst því upp í fjölmennri
fjölskyldu og í andrúmslofti, þar
sem ríkti glaðværð og góðvild í
allra garð. Þessa eiginleika erfði
hún í ríkum mæli og þroskaði með
Minning:
Guðni Eyjólfsson
Fsddur30. maí 1914
Dáinn 28. september 1985
Með þessum fáu línum langar
okkur að kveðja góðan vin, Guðna
Eyjólfsson, sem í dag verður til
moldar borinn frá Garðakirkju.
Guðni var fæddur að Hlöðvers-
nesi á Vatnsleysuströnd.
Foreldrar hans voru þau Sigríð-
ur Teitsdóttir og Eyjólfur Gíslason
skipasmiður.
Átta ára gamall fluttist hann
með móður sinni til Hafnarfjarðar
og bjó þar síðan allan sinn aldur.
1940 kvæntist hann eftirlifandi
konu sinni ósk Sveinbjarnardótt-
ur ættaðri úr Stykkishólmi.
Þau eignuðust þrjár dætur:
Ólöfú, hennar maður er Gunnar
Þór Gunnarsson sjómaður. Þau
eru búsett á ísafirði og eiga þrjú
börn. Þrúði Sigríði sem gift er
Svavari Jónssyni framkv.stjóra og
eiga þau eina dóttur barna. Þau
búa í Garðabæ, og þá Dagnýju sem
er yngst þeirra systra og gift
Halldóri Ellertssyni húsgagna-
smið og eiga þau þrjú börn. Þau
búa í Reykjavík.
Fyrstu átta ár ævinnar ólst
Guðni upp hjá ömmu sinni og afa
að Hlöðversnesi. Eftir að hann
fluttist til Hafnarfjarðar ólst hann
upp hjá móður sinni Sigríði.
Eftir skólagöngu lauk fór Guðni
að stunda allskonar störf er til
féllu hverju sinni. Á þeim tíma var
kreppan í algleymingi og hefur
hún eflaust haft sín áhrif á skap-
gerð fólks og kröfugerð þess til
lífsins.
Á fyrsta starfsári Raftækja-
verksmiðjunnar í Hafnarfirði
„Rafha" gerðist Guðni starfsmað-
ur. Starfaði hann þar samfellt í
26 ár og síðustu árin sem yfirmað-
ur „Kælideildar" verksmiðjunnar.
Næstu árin eftir að hann hætti
hjá verksmiðjunni stundaði Guðni
allskonar störf, sem lík voru þeim
•törfum, þegar hann vann hjá
*Rafha“.
Hugur Guðna stefndi að því að
«erast einhvern tíma sjómaður.
Hugurinn leitaði oft að störfum
sjómanna.
Það var ekki fyrr en 1970 að
hann réði sig í skiprúm og þá á
b.v. Júní frá Hafnarfirði. Þar var
hann næstu sjö árin, en þá fór
hann að kenna sér lasleika, sem
varð þess valdandi að hann varð
að hætta til sjós.
Veikindi hans ágerðust hægt og
hægt þrátt fyrir mikla umhyggju
ágætra lækna og ekki síst eigin-
konunnar og barnanna. Tók hann
' veikindum sínum með æðruleysi.
Síðustu dagana dvaldi hann á
sjúkrahúsi og þar lést hann 28.
september s.l.
Guðni var sérstaklega ljúfur og
glaður maður. Aldrei sást hann
skipta skapi. Hann var mikill
heimilisfaðir og naut þess þegar
einhverjir úr fjölskyldunni komu
í heimsókn. Barnabörnin og barna-
barnabörnin voru sólargeislar
þeirra afa og ömmu þegar þau
komu í heimsókn.
Guðni hafði mikið yndi á góðri
tónlist, sérstaklega söng. Um tíma
var hann félagi í karlakórnum
„Þresti" í Hafnarfirði.
Nú þegar Guðni er allur er okkur
ljúft að rifja upp í huganum,
margar og ljúfar endurminningar
frá liðnum árum. Þær verða ekki
rifjaðar upp hér en munu geymast
í hugum okkar til minningar um
góðan dreng. Við leiðarlok fyllir
sár söknuður hugann. Síðasta
kvöldið kom alltof fljótt. Lífið
heldur áfram sinn vanagang þrátt
fyrir allt
Við kveðjum þig kæri vinur með
þessum orðum.
„Far þú í friði, friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.)
Elsku Ogga og fjölskylda, við
biðjum góðan Guð að styrkja
ykkur í sorg ykkar og vonum að
fögur minning um ástkæran eigin-
mann, föður, tengdaföður, afa og
langafa verði ykkur til mikillar
huggunar.
Rakel, Bjarni, Bíbí, Anna, Eiríkur
og Gunnar.
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
sér allá tíð. Allt frá unga aldri var
henni það kærkomið, að geta rétt
nauðstöddum hjálparhönd. Það
var henni sérstakt gleðiefni, er hún
sá árangur þeirrar hjálpar. Um
nokkurt skeið var hún á vegum
sveitarfélagsins og veitti sjúkum
giftusamlega aðstoð og jók það
starf á vinsældir hennar.
Þann 21. maí 1934 giftist Krist-
jánsína Gísla Guðbjörnssyni frá
Fögrubrekku. Þau bjuggu alla tíð
á Hellissandi og lengst af í húsi
sínu, er þau nefndu Fagurhól. Á
heimili þeirra ríkti ávallt sérstæð
gestrisni og greiðvikni. Þau voru
samtaka í því að veita öllum, sem
að garði bar, af gnægð góðvildar-
innar. Það er ekki ofmælt, að
margur lagði þangað leið sína til
þess, að njóta þeirra, einstöku
hjartahlýju, sem þar réð ríkjum.
1 ljós kom með skýrum hætti, að
það sem húsfreyjan hafði numið
og tileinkað sér i uppvexti sínum,
varð henni sá fjársjóður kærleika
og manngildis, sem aldrei gekk til
þurrðar þótt ríflega væri af honum
veitt.
Að eðlisfari var Kristjánsína
glaðsinna og félagslynd. Á manna-
mótum var hún hrókur alls fagn-
aðar enda lífsglöð og kunni flestum
betur að skemmta sér. Um langt
árabil tók hún virkan þátt í starfi
Kvenfélags Hellissands. Ætíð var
hún boðin og búin til þess, að
leggja sitt af mörkum til úrlausnar
á ýmiskonar verkefnum. Hún var
gjarnan í hópi þeirra kvenna, sem
önnuðust þrif og skreytingu á
kirkjunni á Ingjaldshóli. Þetta var
henni mikið áhugamál og lét hún
sig ekki muna um þótt ferðirnar
upp í kirkju yrðu margar. Henni
var kirkjan hjartfólgin og hún
vildi veg hennar sem mestan um
alla framtíð. — Annað verkefni
innan Kvenfélagsins var henni
einnig hjartfólgið áhugamál, sem
hún kaus að leggja lið svo sem hún
frekast mátti, en það var jóla-
skemmtunin fyrir börn. Af því
starfi hafði hún mikla gleði.
I nokkur skipti átti Kristjánsína
þess kost að fara í orlofsferðir með
konum af Snæfellsnesi. Þessara
ferða naut hún rikulega og þær
veittu henni skemmtilega tilbreyt-
ingu. Oft vitnaði hún til eins og
annars, er átti sér stað í glöðum
hóp og gott var að minnast.
Fyrir um það bil fimm árum
fluttust þau Kristjánsína og Gísli
suður á Hrafnistu. Þau voru þá
orðin lasburða og þrótturinn far--
inn að dvína. Gísli lézt fyrir tæpu
ári eða 26. nóvember 1984. Nú eru
þau bæði komin aftur heim undir
Jökul, í faðm móður Jarðar.
Þau hjónin eignuðust fimm
börn. Eitt þeirra, drengur að nafni
Sölvi, dó í bernsku, en hin eru öll
uppkomin fyrir löngu. Þau eru:
Guðmundur, hans kona er Birna
Axelsdóttir, Sigurlaug, hennar
maður er Ingi Einarsson, Heimir,
hans kona er Erla Sigþórsdóttir,
og Pétur, hans kona er Guðrún
Bjarnadóttir. Barnabörnin eru
sextán og barnabarnabörnin átta.
Þessi hópur kveður nú móður sína,
ömmu og langömmu með söknuði
og heitri þökk.
Við þessi þáttaskil, þegar lífs-
hlaup Kristjánsínu mágkonu
minnar er á enda runnið, verður
mér og mínum efst í huga þakklæti
til hennar fyrir trausta vináttu,
einlæga góðvild og ógleymanlegar
gleðistundir. Og við sendum öllum
ástvinum hennar innilegar samúð-
arkveðjur.
Minningarnar um Kristjánsínu
varpa birtu á gengna slóð og gefa
vonir um, að hún hafi þegar hlotið
uppfyllingu drauma sinna í nýrri
veröld.
Guðjón Halldórsson
+ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUONÝJAR BJARGAR EINARSDÓTTUR
frá Eskifirði.
Erna Helgadóttir, Kjartan Ólafaaon,
Einar Helgason, Ásdís Karlsdóttir,
Nanna Helgadóttir, Kristján Fr. Guömundsson,
Guömundur Helgason, Sólrún Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þakkarávarp fyrir auðsýnda samúö viö fráfall
ÞORVALDAR MAGNÚSSONAR
frá Höföa,
sem tést 24 sept. á Dvalarheimili aldraöra. Borgarnesi.
Guö blessi ykkur öll. Kær kveöja.
Bergþór Magnúaaen, Höföa.