Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 19

Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 19 INVTTA innréttingar eru allar sérsmíðaðar. Hjá okkur færdu nú innréttingar i allt husid i meira en 60 mismunandi vidar- og utlitstegundum Þú færd etdhus- innréttmguna, fataskápana. baðinn- réttmguna. barnaherbergm og forstof- una allt i sama stílnum Hefurdu hugleitt ad ein besta heimilis- hjálpin er vel skipulagt Invita eldhús Komdu og skodadu. eda fáöu sendan bækling. Vegna flutninga í eigið húsnæði í nóvember n.k. seljum við á næstunni allar sýningainnréttingar okkar með afslætti. Framtakssom mella og dólgur — Rebecca de Mornay og Tom Cruise I Risky Business. Frjálst framtak Kvikmyndir Árni Þórarinsson Austurbæjarbíó: Vafasöm viðskipti — Risky Business * • V4 Bandarísk: Árgerð 1983. Handrit og leikstjórn: Paul Brickman. Aðalhlut- verk: Tom Cruise, Rebecca de Mornay, Curtis Armstrong, Joe Pantoliano. Hvað gerir tánmgur þegar pabbi og mamma eru farin í ferðalag að hitta gamla frænku sem er slæm í mjöðminni og hann er einn eftir í ríkmannlegu einbýlishúsi? Hann fær sér fyrst áttfaldan Chivas Regal í kók. Næst fær hann sér símavændiskonu og losar sig við sveindóminn. Svo stofnar hann hórukassa heima hjá sér fyrir skólafélaga sína í kompaníi við vændiskonuna og leggur út á við- skiptabrautina; framkvæmir þær kenningar um frjálst framtak sem foreldrarnir og skólakerfið vilja að hann tileinki sér. Kannski er þetta ekki alveg það sem flestir táningar myndu gera ef pabbi og mamma fara burt. En þetta gerir söguhetjan í Risky Business sem heitir því traustvekj- andi nafni Joel Goodson. Og á pappírnum kann þessi saga, klippt og skorin eins og hér að ofan, að virðast enn ein amerísk unglinga- myndin um formúleraðar mann- dómsraunir þeirrar stöðluðu kvik- myndahefðar með fráleitu stökki út í farsafen. En myndin sjálf er ekki svona klippt og skorin. Hún sigrast býsna oft með lunknum hætti á veikburða forsendum sög- unnar. Hórukassareksturinn hjá pilti og stúlku er veiki hlekkurinn og Tom Cruise í aðalhlutverkinu nær ekki að brúa bilið milli hins óörugga tánings og harðsvíraða melludólgs. En Risky Business er hins vegar mynd sem iðar í skinn- inu, full af myndorku og hnyttni og gráu gamni á kostnað banda- rísks kapítalisma. Paul Brickman, höfundur myndarinnar, er greini- lega hugkvæmur náungi, og þó mun flinkari leikstjóri en hand- ritshöfundur. Bestu atriði mynd- arinnar eru sjónræn og án sam- tala, þar sem sérstæð innrömmun tökumannsins fær að ríma við tifandi músík hljómsveitarinnar Tangerine Dream. Dæmi um slíka samvirkni er erótísk lestarferð unga mannsins og vinkonu hans, hórunnar. Einkar fallegur kafli það, og svo er um fleiri atriði myndarinnar. Þótt Risky Business sé dálítið mishæðótt rís hún upp úr meðalmennsku unglingaiðnað- arins ameríska með húmor sínum og ferskleika. SKALINN GRENSÁSVEGI12,108 REYKJAVÍK, S 91 -39520- ******* ******* ******* ******* DAGAR Nú þegar haustar hefur Álafoss margt á prjónunum. í garð ganga Álafossdagar, og þá fitjum við upp á ýmsu! Maraþontrefilinn prjónum við meðan á Álafossdögunum stendur. Frá því að búðin er opnuð þar til við lokum á kvöldin verður aldrei lykkjufall! Svo efnum við til getraunar um cndanlega lengd trefilsins. Hugmyndahornið er ætlað þeim sem eiga hugmynd til að hrinda í framkvæmd. Þar verða kunnáttumenn til skrafs og ráðagerða. Þú kemur með uppástungu og í sameiningu leggið þið drögin að draumapeys- unni, pilsinu eða kjólnum. Á Bólvirkinu verður sitt lítið af hverju. Þar gefur að líta ýmis listaverk unnin úr lopa. Við sýnum líka prjóna af öllum stærðum og gerðum. Öll búðin verður síðan uppfull af lopa í öllum regnbogans litum og prjónamynstrum í miklu úrvali. 10% afsláttur verður veittur af staðgreiddum vörum alla Álafossdagana. Svo hjálpið þið okkur að prjóna Maraþontrefilinn. Tískusýningar verða í versluninni báða laugardagana á mcðan á Álafossdögunum stendur. Álafossdögunum lýkur á laugardaginn kemur. Verið velkomin!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.