Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 47

Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. OKTÓBER1985 47 Evrópukeppni bikarhafa: Leikum heima gegn Rapid Vin 6. nóvember — segir Halldór B. Jónsson • Valur sigraði Kolbotn, 20—18, í fyrri leik þessara liöa í Evrópukeppni fólagsliða í Osló í gærkvöldi. Valdimar með 9 mörk Valur sigraði Kolbotn 20:18 í Osló í gærkvöldi I GÆR var dregiö í aöra umferö Evrópukeppni bikarhafa í knatt- spyrnu. Eins og mönnum er kunn- ugt þó er Fram þar meóal þótttak- enda og þeir lentu á móti Rapid Wien. Fyrri leikinn eiga þeir aó leika í Vín, miðvikudaginn 23. október og seinni leikinn hór heima miövikudaginn 6. nóvem- ber. „Þaö tókst ekki aö semja um aö víxla leikdögum. Austria Wien eiga að leika viö Bayern Munchen í Vin 6. nóvember og þessi tvö stórliö knattspyrnunnar í Vin, komu sór ekki saman um aö breyta leiktímun- um eöa leika á sama tíma þannig aö viö veröum aö leika seinni leik- inn heima,“ sagöi Halldór B. Jóns- son, formaöur knattspyrnudeildar Fram, í viötali viö Morgunblaöiö í gær, en hann var þá nýkominn til London frá Zúrich þar sem dregiö var. „Þaö er fullur vilji borgaryfirvalda í Reykjavík aö reyna allt sem þau geta til aö leikurinn geti veriö á Laugardalsvelli, en þaö verður ailt rætt nánar eftir helgina. Þaö er veriö aö vinna í því núna aö reyna aö gera þaö sem hægt er en nánari fréttir af því veröa aö býöa þar til eftir helgina. Þaö er Ijóst aö viö veröum aö leika leikinn heima snemma dags vegna þess hve skuggsýnt er orðiö á þessum tíma. Ætli leikurinn myndi ekki hefjast klukkan 15 eöa 16 á miðvikudeginum. Þaö veröur aö segjast eins og er aö þaö er rosa- lega gaman aö því aö vera komnir í aöra umferð og strákarnir sem höfðu gert ráö fyrir því aö fara í eitthvert frí, eru hættir viö þaö í bili og koma heim strax eftir helgina og hef ja þá æfingar," sagöi Halldór. Hann sagöi ennfremur aö gár- ungarnir væru farnir aö tala um aö hafa æfingu í High Park í London á sunnudagsmorgunin áöur en fyrsti hluti iiösins héldi heim á leið „en þaö eru auövitaö bara gárnungarn- ir sem þessu halda fram." „Fulltrúi Rapid Wien var mjög hissa á því aö ekki væri hægt aö fá aö sjá okkur leika í neinum alvöru- leik áöur en þeir mættu okkur, „er- uö þiö í alvöru búnir aö leika alla leiki ykkar, spilið þiö bara í Evrópu- keppninni?, ég trúi þessu ekki,“ sagöi hann og var greinilega aö hann trúöi því naumast. Viö nefnd- um viö forráöamann þeirra aö hafa gervigrasvöllinn sem varavöll í heimaleikum, ef á þyrfti aö halda og hann neitaöi því ekki alfariö en tók ekkert of vel í þaö heldur. Viö munum sækja um þaö til UEFA aö fá hann samþykktan sem varavöll," sagöi Halldór. Halldór sagöi aö völlurinn hjá Vínarliöinu tæki um 20.000 manns og alla í sæti. Þeir reikna meö aö völlurinn veröi þéttsetin þrátt fyrir aö Fram sé ekki frægt lið. „Þaö er annars allt gott af okkur aö frétta. Þaö komust allir heilir úr seinni leiknum viö Glentoran og því ættu allir aö geta verið meö þegar viö leikum gegn Rapid Wien,“ sagöi Halldóraölokum. Frá Bjarna Jóhannaayni, fréttamanni Morg- unblaósins í Noragi. VALUR sígraöi norska liöió Kol- botn í frekar slökum leik, 20:18 í Evrópukeppni fólagsliöa í hand- knattleik í Osló í gærkvöldi. Staö- an í hálfleik var 10—9 fyrir Val. Hornamennirnir, Valdimar og Jakob stóöu sig mjög vel og skoruðu 14 mörk samtals. Þaö voru aöeins tvö mörk sem voru gerö fyrir utan. Jafnræöi var á meö liöunum fyrstu mínúturnar, en um miöjan fyrri hálfleik náöi Kolbotn tveggja marka forskoti, 6—4. Síöan tókst Valsmönnum aö saxa á forskotiö og náöi að komast einu marki yfir fyrir leikhlé. í byrjun seinni hálfleiks byrjuöu Valsmenn vel og náðu þá aö kom- ast í 16—12 eftir 12 min. Þeir tóku þá besta leikmann Norömannanna Lars Christjan Haneborg úr umferð en hann haföi gert fimm mörk i fyrri hálfleik og stjórnaöi öltu spUi þeirra. Valsmenn áttu síöan slæman kafla um og eftir miöjan seinni hálf- leik og tókst þá Kolbotn aö skora fimm mörk á móti einu Valsmanna og jöfnuöu, 17—17 og voru þá aðeins 5 mín. til leiksloka. Valsmenn náöu svo góöum endaspretti og skoruðu næstu þrjú mörk í röö og Kolbotn geröi síöan síöasta markið og endaöi leikurinn því meö tveggja marka sigri Vals, 20—18. Valsmenn voru trektir í byrjun leiksins og voru sóknir þeirra þá oft stuttar. En þessi góöa byrjun í seinni hálfleik bjargaöi miklu. Þaö eina sem gladdi augaö í þessum leik var stórgóöur leikur horna- mannanna, Valdimars og Jakobs. Einnig stóö Ellert sig vel í markinu og varöi 14 skot alls. Þetta var heimaleikur Vals, en þeir leika báöa leiki sína ytra og fer seinni leikurinn fram ídag, laugardag. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 9/4, Jakob Sigurðsson 5, Júlíus Jónsson 3 og þeir Jón Pétur, Geir Sveinsson og Þorbjörn Jónsson geröu eitt mark hver. Markahæstur í liöi Kolbotn var Haneborg meö sjö mörk. Pétur Guömundsson, liösstjóri: „Liöiö getur ekki leikiö verr en þeir geröu í kvöld," sagði Pétur Guömundsson, liösstjóri Vals eftir leikinnígær. „Leikmenn voru greinilega mjög þreyttir og er furöulegt til þess aö vita aö viö fengum ekki frestun á leik Vals gegn KA á miövikudags- kvöld. Viö lékum þar á miöviku- dagskvöld og þurftum síöan aö mæta í flug kl. 06.00 í gærmorgun og síöan aö leika i kvöld. En viö munum sýna þeim í tvo heimana á morgun og veröum þá búnir aö hrista af okkur feröasleniö," sagöi Pétur. Haneborg: „Leikurinn var frekar rólegur. Viö vissum ekkert um Valsliöiö annað en aö okkur var sagt að í því væru tveir landsliðsmenn. Ég er ánægö- ur meö þessi úrslit, viö eigum heimaleikinn eftir á morgun og munum þá leggja áherslu á aö klippa hornamennina út,“ sagir Lars Christjan Haneborg, fyrirliöi Kolbotn eftir ieikinn i gær. Eitt af stórliöunum f Evrópu — segir Guðmundur Torfason leikmaður Fram Skíðalandsliðið til Austurríkis „ÉG HEF nú ekkert hitl hina strák- ana í liðinu frá því í morgun og veit lítiö um hvernig þessi dráttur leggst í menn,“ sagöi Guömundur Torfason, leikmaður meö Fram, þegar við slóum á þráöinn til hans þar sem hann dvelur í London ásamt flestum leikmönnum Fram. „Þeir hjá Rapid Wien eru meö mjög gott liö þó svo þeir séu lítt þekktir heima. Þeir léku til úrslita í keppninni í fyrra gegn Everton og töpuöu þá. Þetta er eitt af stórliöun- um í knattspyrnunni í Evrópu og er búiö aö vera það undanfarin ár. Mér líst alveg þokkalega á þetta en óg hef ekki hugmynd um hvar viö leik- um okkar heimaleiki.“ — Hvernig var leikurinn viö Glentoran? Evrópukeppni bikarhafa HÉR tara á ettir þeir leikir sem tram fara i annarri umferðinni í Evrópukeppnl bikar- hafa. Liöiö sem nefnt er á undan á aö leika heimafvrst. Dukla Prag — AIK Stokkholm Benfica Lissabon — SampdoriaGenf RapidWien —Fram Lyngby — Rauða Stjarnan. Belgrad Univers. Craiova — Dynamo Kiev Bangor City, Wales — Atletico Madrid Helsinkl — Dynamo Dresden Bayer Uerdingen — Galatasaray Istanbul „Hann var nú svona og svona. Hann var geysilega erfiöur en þetta haföist samt og viö erum auövitaö ánægöir meö þaö. Þeir pressuðu mikiö á okkur en vörnin var sterk hjá okkur og þó svo þeir hafi veriö í sókn mest allan tímann þá fengu þeir fá hættuleg marktækifæri í leiknum." — Ætliö þiö ekki aö fara aö koma ykkur heím og æfa? „MÉR lýst vel á Rapid Wien“, sagöi Guömundur Steinsson, fyr- irliöi Fram er viö ræddum viö hann í gær en hann var þá nýkom- inn inn úr dyrunum heima hjá sór. Hann varö aö fara snemma frá London hingað heim og við rótt náöum í hann er hann var aö koma heim til sín. „ÉG veit ekki enn hvar viö leikum okkar heimaleik en þaö væri óneit- anlega skemmtilegt aö leika hann hér á landi ef veöriö leyfði þaö. Völlurinn verður auk þess aö vera í „Jú, viö komum flestir á sunnu- daginn en einhverjir koma ekki fyrr en á miövikudaginn. Viö erum bara aö slappa af hérna t London og núna eru allir strákarnir úti aö versla en ætli viö hittumst ekki á eftir og ræðum um þennan drátt í Evrópukeppninni, ég reikna fast- lega meö því,“ sagöi Guömundur Torfason aö lokum. góöu ásigkomulagi til aö viö fáum leyfi til aö leika á honum en ég vona aö viö getum leikið hér heima — þaö væri miklu skemmtilegra. “ — Leikurinn viö Glentoran, var hann erfiöur? „Þetta var bara baráttuleikur — ekkert annaö. Viö vorum mest í vörn og þeir dældu inn háum kross- boltum sem annaö hvort vörnin náöi eöa Friðrik markvörður. Hann var sterkur í úthlaupunum í leiknum og stóö sig vel. Þeir léku mun hraö- ar en þeir geröu á Laugardalsvellin- ÍSLENSKA skíöalandsliöiö er nú á förum til Austurríkis í æfinga- ferö. Liðið hefur undirbúiö sig vel um og viö aö sama skapi hægar en okkur tókst þaö sem viö ætluðum okkur — aökomastíaöraumferö." — Á ekki að fara aö æfa? „Jú strákarnir koma heim á sunnudag og miövikudag og þá veröur þyrjaö á fullu aftur — ekki veitir af. Þetta nær oröiö saman hjá okkur þegar menn komast í aöra umferö í Evrópukeppnunum því æfingar byrja oröiö svo snemma líka á veturnar aö hléiö verður stutt“, sagöi fyrirliöi Fram, Guð- mundur Steinsson, aö lokum. í sumar og hafa verið þrjár æfing- ar í Kerlingafjöllum. Hafsteinn Sigurösson hefur haft veg og vanda af þessum æfingum, en hann er þjálfari landsliösins. Hann fer nú meö A-liöiö, en í því eru Daníel Hilmarsson frá Dalvík, Snæ- dís Úlriksdóttir úr Reykjavík, og þær Tinna T raustadóttir og Guörún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri. Björn Brynjar Gíslason sem nú býr í Noregi mun einnig koma til móts viö liöiö í Austurríki. Aö sögn Hafsteins er liðiö mjög vel undirbúið fyrir æfingarnar og hafa staöiö yfir æfingar í allt sumar. Liöiö mun dvelja í Austurríki í mán- faöartíma og veröur þar æft aö krafti undir stjórn Hafsteins Sig- urössonar. Liðið mun síöan fara til Noregs í desember og taka þar þátt í nokkr- ummótum. Skemmtilegt ef hægt væri að leika hér — segir Guðmundur Steinsson, fyrirliði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.