Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985_________________________________
“ Flugvél ferst meö fallhlífarstökkvurum:
13
Daihatsu sýndi smábílinn Cuore
44 í fyrsta sinn í Evrópu. Þriggja
strokka vélin skipar 44 hestöflum
og með fimm gíra kassa eyðir hann
allt niður í fjóra lítra af bensíni á
hundraðið við bestu skilyrði.
Mitsubishi kynnti skutbilinn
Lancer og er hann fáanlegur ann-
aðhvort með 75 hestafla bensínvél
eða 58 hestafla fjögurra strokka
dísli. Lancer-skutbíllinn er búinn
sítengdu aldrifi, og eru það frávik
frá fyrri framleiðslu fyrirtækisins
sem hingað til hefur boðið aldrifs-
bíla með valtengdu aldrifi.
í lokin er ekki úr vegi að minnast
á Skoda. Ekki sýndu tékknesku
framleiðendurnir á ýkja stóru
svæði á sýningunni í Frankfurt,
en þeir hafa heiðurinn af því i
Þýskalandi jafnt sem hérlendis að
bjóða einhverja ódýrustu bíla sem
völ er á. Sýndur var Skoda Rapid,
tvennra dyra sportlegur Skodi sem
með 62 hestafla vél nær 160 km
hraða. Það er tvöfaldur leyfilegur
hámarkshraði á íslenskum vegum,
og þó var Skoda Rapid (Rapid þýð-
ir hraðskreiður) einn sá bíll á sýn-
ingunni í Frankfurt sem hvað
lægstum hámarkshraða nær. Smá-
bílar á borð við Skoda eru eflaust
hagkvæmasti fararkosturinn fyrir
flest þau ungmenni sem stóðu sem
límd fyrir framan sýningarbásana
þar sem tryllitækin með þrjú
hundruð hestafla vélarnar tylltu
tá. En eins og bifreiðaframleiðend-
ur vita manna best þá er fram-
leiðsla þeirra að miklu leyti háð
því um hvað þeim tekst að láta fólk
dreyma. Á bílasýningunni ’85 í
Frankfurt voru sýndir draumar.
Suzuki Swift hefur verið lengdur.
Mitsubishi Lancer-skutbíll. Með drifi i öllum.
Nissan MID 4. Nýjasta Uekni og vísindi.
Toyota Celica 2,0 GT 1986. Rennilegur og hraðskreiður.
Mengað eldsneyti í
tönkum vélarinnar
Jenkinsburg, Geonriu, 1. október. AP.
MENGAÐ eldsneyti var í tönkum
flugvélarinnar, sem fórst með 16
fallhlífarstökkvara innanborðs á
sunnudag. Er það talin orsök þess
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖDINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
að hreyfill flugvélarinnar drap á sér
skömmu eftir flugtak með fyrr-
greindum afleiðingum. Einnig er
talið aö flugvélin hafi verið oflilaðin.
Við skoðun á eldsneyti flugvélar-
innar á föstudag reyndist það
mengað og litur þess svartur, en á
að vera gulbrúnt. Var flugvélin þá
kyrrsett og skoðuð. Mengað elds-
neyti reyndist vera í tönkum henn-
ar á slysstað. Ekki er vitað hvernig
það hafði mengast eða hver meng-
unin er.
Flugvélin var rétt komin á loft
þegar hreyfill hennar stöðvaðist,
að sögn sjónvarotta. Skall hún til
jarðar á hvolfi. Þegar að var komið
reyndust allir vera látnir um borð.
Slysið varð í grennd við borgina
Jenkinsburg, sem er um 100 km
suður af Atlanta í Georgíuríki í
Bandaríkjunum. Var flugvélin af
gerðinni Cessna Caravan, en það
er stór eins hreyfils flugvél, sem
Cessnaverksmiðjurnar settu á
markað 1982 sem farþega- og
flutningaflugvél. Auk 16 fallhlífar-
stökkvara var einn flugmaður um
borð og fórst hann einnig.
Þá biðu sjö menn og ein kona
bana þegar flugvél af gerðinni
Beech-18 hrapaði í grennd við
borgina Schefferville í norður-
hluta Quebec í Kanada. Flugvélin
var á leið þangað frá bænum
Wedgehill í norðvesturhluta Que-
bec og beið eftir lendingarheimild.
Snjókoma var í Schefferville.
Skyndilega sást flugvélin steypast
út úr skýjum og hrapa til jarðar.
Gott tækifæri!
Ein stærsta myndbandaleiga í Reykjavík er til sölu.
Nánariuppl.ísíma 10643 frákl. 12-16.00 ídaglaugardag.
Fasteignasalan Gimli
Þórsgötu 26.
HAFNARSTRÆTI 11
E Sími29766 ^
Opiðfrá kl.1-4
Álfhólsvegur — Kóp.
Sérlega snyrtileg neöri sérhæö í þríb.húsi. Góöar innr.
Ca 150 fm. Gott útsýni. Verö 3300 þús.
Ólafur Geirsson, viösk.fr.
Um helgina selium við
^ ^ rinpna
Mahoníburkna
veröfrákr. 150.
Kóngavínviö á kr. 285.
Ffgus Panda kr. 220.
Afskorin blóm í úrvali.
Græna
Bestu § höndin
veröin
í bænum
Síminn er
82895.
V':,- Qr
Gróörarstöðin viö Hagkaup, Skeifunni.