Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 22

Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Kosningar í Portúgal á morgun: Ólíklegt að nokkur flokkur fái meirihluta og óráðin gáta hvað Eanistaflokkurinn fær af atkvæðum EINS og sakir standa nú bendir fátt til þess að miklar breytingar verði á fylgi stjórnmálaflokkanna í Portúgal í þingkosningunum sem fara þar fram á morgun, sunnudag. I*að eina sem stjórnmálaskýrendur álíta að kunni að breyta stöðunni er ef slangur af atkvaeðum, sem ella hefðu farið til kommúnistaflokksins, renna inn í nýstofnaðan flokk Lýðræðis- lega endurnýjunarflokkinn (PRD), sem styður Eanes forseta til þátt- töku í stjórnmálum eftir að kjörtímabili hans lýkur sem forseta. Verður vikið að því máli nánar hér á eftir. Méginbaráttan stendur milli Sósialistaflokksins (PS) og Sósialdemókrataflokksins (PSD). í kosningabaráttunni hefur verið lögð meiri áherzla á það af hálfu stóru flokkanna tveggja, að ná meirihluta sem í bili er þó ekki fyrirsjáanlegt að takist en að kynna stefnumál. Kjósendum finnst mörgum, sem frambjóð- endur hafi tekið heldur yfir- borðslega á vanda Portúgals og leitt hjá sér að taka afstöðu til aðsteðjandi vandamála. Þetta eru fimmtu þingkosning- arnar á tiu árum, og þrjú þúsund frambjóðendur keppa um 250 sæti á portúgalska þinginu. Sam- kvæmt lögum má ekki gera skoð- anakannanir fyrir kosningar í Portúgal. En báðir síóru flokk- arnir, Sósialistar og Sósialdemó- kratar, staðhæfa að þeir standi hinum feti framar. í síðustu kosn- ingum, sem voru i apríl 1983, fengu Sósiaiistar 101 sæti og Sósi- aldemókratar 75 sæti. Kommún- istaflokkurinn fékk þá 44 þing- sæti og Miðdemókratar þrjátíu. Sósialistaflokkurinn er í ein- kennilegri aðstöðu og kosninga- baráttan hefur dregið dám af því. Mario Soares, forsætisráðherra, ætlar að bjóða sig fram til forseta og hann hefur látið lítið fara fyrir sér í kosningabaráttunni og að- eins komið fram á örfáum fund- um. Hann hefur hins vegar látið arftaka sinn sem hann valdi náttúrlega sjálfur, Antonio de Al- meida Santos, bera hita og þunga af skipulagningunni og menn eru ekki á einu máli um hvernig Al- meida Santos hefur staðið sig. En það mun væntanlega koma í ljós nú um helgina. Fari svo að Sósial- istaflokkurinn haldi nokkurn veg- inn sínu má gera að því skóna að Almeida Santos taki við forsætis- ráðherraembættinu. Sósialdemókratar vonast hins vegar til að þeirra nýi leiðtogi, Anibal Cavoco Silva, sé Santos leiknari og það hefur að minnsta kosti gustað meira um Cavaco Silva en hinn nýja forystumann Sósialista nú síðustu vikur. Cavaco Silva tók við forystu flokksins á sl. vori er Mota Pinto, þáverandi varaforsætisráðherra og formaður Sósialdemókrata- flokksins, lézt skyndilega. Ástæð- an fyrir því að efnt er til kosninga tveimur árum fyrr en til stóð var einnig sú, eins og hér hefur verið skrifað um í grein, að Cavaco Silva ákvað að rjúfa stjórnarsam- starfið. Væntanlega hefði Mota Pinto látið ágreininginn milli flokkanna liggja í láginni um sinn. Það kemur svo í ljós hvort pólitískur snöfurleiki Cavaco Silva skilar flokknum þeim árangri sem hann væntir. Þó svo að þessir flokkar tveir hafi verið fyrirferðarmestir hefur það valdið portúgölskum kjósend- um vonbrigðum, að þeir virðast ekki hafa raunhæfar lausnir á ýmsum vandamálum, eins og minnst var á. Það er mikil skortur á húsnæði, rýrnandi kjör og kaup- máttur er staðreynd, tíu prósent atvinnuleysi, versnandi hagur ellilífeyrisþega. Og ekki hefur verið tekið á einu grundvallar- vandamáli þ.e. að leiða til lykta langvinnar deilur um jarðaskipt- ingu í landbúnaðarhéraöinu Ál- jentejo. Þessar deildur hafa staðið frá þvi byltingin var gerð í land- Lucas Pires, formaður Miðdcmó- krata. Cunhal, formaður kommúnista- flokksins. inu 1974, kommúnistar og herinn voru allsráðandi og jörðum í Al- jentejo var skipt upp í óþökk mik- ils fjölda íbúa þar. Þjóðnýtinga- mál sem hafa verið á reiki, hafa heldur ekki verið útkljáð og allt eru þetta leifar frá þeim tíma þegar menn óttuðust um hrfð að alræði kommúnista væri á næsta leiti sumarið 1975. Svo velta menn því einnig fyrir sér hvað Eanistaflokkurinn sem var stofnaður í sumar, eftir lang- ar fæðingarhríðir og heitir Lýð- ræðislegi endurnýjunarflokkur- inn, muni fá af atkvæðum. í for- svari hans er að nafninu til Herminio Martinho, búfræðingur frá Santarem. Hann hefur enga reynslu í stjórnmálum. í rauninni er hann þó númer tvö í flokknum, þrátt fyrir að eiga að heita for- maður hans. Manuela Eanes forsetafrú hefur verið sá fulltrúi flokksins sem hvað mést hefur látið á sér 'bera í baráttunni og eru afskaplega skiptar skoðanir um hversu farsælt það sé. Það eru augljóslega kommún- istarnir sem óttast mest um sinn hag eftir að þessi flokkur var stofnaður og upp á síökastið hafa þeir í auknum mæli beint spjótum að flokknum. Kommúnistar stað- hæfa að til Lýðræðislega «ndur- nýjunarflokksins muni slæðast óánægðir kjósendur Sósialista- flokksins enda hafi flokkurinn ekki annað á stefnuskrá sinni en að koma Eanes inn í raunverulega Anibal Cavaco Silva, formaður Sósialdemókrata. Manuela Eanes, andlit Lýðræðis- lega endurnýjunarflokksins. stjórnmálaþátttöku, eins og hann hefur lengi haft huga á. Miðdemókratar (CDS) undir forystu Lucas Pires hafa ekki síð- ur barizt en aðrir. Pires er í mun að bæta stöðu flokksins, en undir hans nýju forystu árið 1983, fékk flokkurinn aðeins 12,5 prósent at- kvæða og var það 6—7 prósenta fylgistap frá kosningunum þar á undan. Portúgalskir stjórnmálamenn keppast sem sagt um að spá sjálf- um sér og sínum sigri. Aftur á móti eru kjósendur daufari í dálk- inn, þykir nóg komið af kosning- um og finnst sem lítið hafi miðað þrátt fyrir að þeir hafi orðið að taka á sig ýmsar byrðar á liðnum áratug. Heimiidir: m.a. grein Patrick Reyna hjá AP í Lissabon. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings: Samþykkja heimild til lokunar baðhúsa — í því skyni að berjast gegn útbreiðslu alnæmis Washington, 4. október. AP. FULLTRDADEILD bandaríska þingsins samþykkti í gær lagafrum- varp, sem heimilar ríkisstjórninni að loka baðhúsum og nuddstofum, helstu samkomustöðum sumra homma, í því skyni að berjast á móti útbreiðslu alnæmis (AIDS). Frumvarpið, sem samþykkt var með 417 atkvæðum gegn 8, á eftir að hljóta samþykki í öldungadeild þingsins, svo og undirskrift forset- ank, áður en það öðlast lagagildi. Deildin samþykkti einnig fjár- veitingu að upphæð 189,7 millj. dollara til baráttunnar gegn sjúk- dómnum, en það er 70 millj. dollur- um meira en ríkisstjórnin fór fram á og 90 millj. dollara aukning frá yfirstandandi ári. Athyglin hefur beinst að bað- húsunum, af því að þau eru talin vettvangur skyndikynna lauslátra homma, sem eru helsti áhættuhóp- urinn að því er alnæmi varðar. Samkvæmt frumvarpinu kæmi það í hlut landlæknisembættisins að sjá um framkvæmd lokunar viðkomandi baðhúsa, en flutnings- menn taka ekki nákvæmlega fram, hvaða ástæður þurfi að vera fyrir hendi á viðkomandi stað til þess að lokunar verði krafist. Bandaríkin: Mikil framleiðni- aukning Washington, 4. október. AP. FRAMLEIÐNI í bandarískum iðnaði jókst um 5,2% á árinu 1984 og er þar um að ræða mestu aukningu á níu árum að því ér segir í tilkynningu frá bandaríska vinnumálaráðuneyt- inu. Við athuganir á framleiðslunni er tekið tilljt til fjármagnskostnaðar og vinnuaflsins og segir í tilkynning- unni, að aukninguna megi rekja til þess, að bandarískir framleiðendur, sem eiga í vök að verjast fyrir útlend- um keppinautum, séu að reyna að verjast samkeppni með aukinni hagræðingu og framleiðni. Framleiðsla í iðnaði jókst um 10,5% í fyrra, sem er mesta aukn- í iðnaði ing frá 1973, og framleiðsla á fjár- magnseiningu jókst um 9,6% en það er mesta aukning í 34 ár. í fyrra urðu til 500.000 ný störf í bandarískum iðnaði eða helmingi færri en 1983. Framleiðsla á klukkustund jókst'um 3,5% árið 1984. Hluta af framleiðniaukningunni í fyrra má rekja til þess, að þá var lokað ýmsum gömlum verksmiðj- um, sem ekki stóðust lengur sam- keppnina innanlands og utan. Þrátt fyrir það er um að ræða umtalsverða framleiðniaukningu í raun en árið 1983 var hún 3,1%. í fjögur ár þar á undan hafði fram- leiðnin farið minnkandi ár frá ári. Arsþing brezka Verkamannaflokksins: Lágmarkslaun og vopnabann Bournemouth, 4. október. AP. BRESKI Verkamannaflokkurinn samþykkti í gær á ársþingi sínu, að setja á eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum erlendis og refsiskatt á Breta, sem fjárfesta erlendis. Þessi samþykkt stjórnarandstöðuflokksins er á skjön við frjálsa markaðs- stefnu íhaldsflokksins í efnahagsmálum. Verkamannaflokkurinn sam- hvenær sem hún kæmi til valda, þykkti einnig fyrsta sinni tillögu myndi banna tilraunir með og um lágmarkslaun allra Breta og 35 stunda vinnuviku. Tillagan um lágmarkslaun hlaut tvo þriðju- hluta greiddra atkvæða, sem hefur í för með sér að flokkurinn er skyldaður til að hafa hana á stefnuskrá sinni í næstu kosning- um. Flokksþingið staðfesti í gær fyrri yfirlýsingar um að fjarlægja öll kjarnorkuvopn af breskri grundu kæmist flokkurinn til valda, þar með taldar bandarískar kjarnaoddaflaugar. En kröfum vinstri vængs flokksins um að segja sig úr Atlantshafsbandalag- inu var hafnað. „Við ætlum að bjóða upp á stefnuskrá í kjarn- orkumálum, sem er hernaðarlega skynsamleg og siðferðislega rétt,“ sagði talsmaður Verkamanna- flokksins í varnarmálum, Denzil Davies. Þá var einnig samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að næsta ríkisstjórn Verkamannaflokksins, uppsetningu á geimvopnum. Ríkis- stjórn Margrétar Thatcher er ein fárra í Evrópu, sem hefur sam- þykkt að láta breska vísindamenn taka þátt í geimvopnarannsókn- um. Það kom á óvart hversu litlu fjaðrafoki ákvörðunin um að gera bresk kjarnorkuvopn skaðlaus olli. Hægfara flokksmenn hafa haldið fram að stefna flokksins í kjarn- orkuvopnamálum hafi orðið hon- um að falli í síðustu kosningum, en ekki einn einasti ræðumaður svo mikið sem lagði til að Bretar ættu að halda kjarnorkuvopnum sínum, eða nota þau til að hafa betri spil á hendi í samningum við Sovétmenn. Þinginu lauk í dag og var flokks- forustan sannfærð um að endir hefði verið bundinn á deilur innan flokksins, sem staðið hafa árum saman. Um 2.000 manns hylltu Neil Kinnock, formann flokksins, er þinginu var slitið. p 3 Askriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.