Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 3 Icy Vodka selst vel NÝJA íslenska vodka-tegundin, Icy Vodka, sem kom á markaðinn á fímmtudaginn, „rokseldist“ í gær, eins og einn af afgreiðslumönnun- um hjá Áfengis- og tóbaksverslun rfkisins orðaði það. Hundrað kassar af Icy Vodka voru settir á markað til að byrja með og í gærdag var það að verða uppselt í birgðageymslum Áfeng- isverslunarinnar. Mest af því fór í útsölurnar í Reykjavík. í útsölum Áfengisverslunarinn- ar fengust þær upplýsingar að Icy Vodka hefði selst vel. Séra Gunnar endurráðinn Á FUNDI safnaðarstjórnar Fríkirkj- unnar og séra tiunnars Björnssonar í gærdag var ákveðið að séra Gunn- ar skyldi endurráðinn sem prestur Fríkirkjunnar frá og með gærdegin- um, en sem kunnugt er var séra tiunnari vikið úr starfí í síðustu viku „vegna samstarfsörðugleika". Ragnar Bernburg formaður stjórnar Fríkirkjusafnaðarins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að safnaðarstjórn hefði einróma samþykkt að draga upp- sögnina til baka og endurráða séra Gunnar. Ragnar sagðist fagna þessum málalokum og sagði að stjórnin byði nú séra Gunnar velkominn til starfa að nýju. Jafnframt vildi hann þakka þann samhug sem fram hefði komið hjá safnaðarfólki meðan unnið væri að lausn þessa máls. Álafoss-dagar 1985: Landbúnaðarráðherra fítjaði upp á „heimsins lengsta trefíi í gærmorgun fítjaði Jón Helgason upp á trefli, við opnunÁlafoss-daga sem standa fram til næsta laugardags. Ætl- unin er að koma trefli þessum í heimsmeta- bókina hvað lengd varð- ar. Innfellda myndin var tekin í gærkvöld, eftir fyrsta dag Álafoss-daga. í gærmorgun hófust hinir árlegu Álafoss-dagar, haustkynning á fyr- irtækinu og framleiðsluvörum þess þar sem ætlunin er að fitja upp á ýmsu til skemmtunar og fróðleiks. Verslunin að Vesturgötu 2 hefur verið færð í nýjan búning. Þar fer nú fram sýning fimm listamanna og eru þar sýnd verk úr ull. Svokölluðu hugmynda- horni hefur verið komið upp í versluninni þar sem ætlunin er að aðstoða viðskiptavini við út- færslur á eigin hugmyndum úr ullargarni og efnum. Við opnun Álafoss-daga í gær fitjaði landbúnaðarráðherrann, Jón Helgason, upp á trefli úr Álafoss-garni. Ætlunin er að prjóna trefil þennan það langan að hægt verði að koma metinu í heimsmetabókina, að sögn Ein- ars Egilssonar, verslunarstjóra Álafoss-búðarinnar, og geta allir þeir sem leið eiga um verslunina gripið í prjónana og lagt hönd á plóginn við gerð trefilsins. Jafn- framt fer fram keppni milli Reykvíkinga og Akureyringa i treflaprjóni og ber sá sigur úr býtum sem prjónað hefur lengst, er Álafoss-dögum lýkur. Jón Sól- nes fitjaði upp á Akureyri í gærmorgun í verslun Sigurðar Guðmundssonar, en verslunin selur Álafoss-vörur á Akureyri. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, tekur landbúnaðarráð- herrann okkar sig vel út við prjónaskpinn. Innfelda myndin var tekin í gærkvöld og er ekki annað að sjá en afköstin hafi verið með besta móti á þessum fyrsta degi Álafoss-daga. Fullar verslanir af góðum tækifærum!!! Lambakjöt Lamba T N-%re>^ . af nýslátruðu Londonlamb WdOkarniðju^gaðir XiS ’fJJL 199’°? i , ? pr kg. 1^00 pru* Lamba QO.wi lifur Pr ks- diHíár"' 188 pr.kg. Beikon porulaust 298í“kg. Opið til kl. 16 í dag í Mjóddinni en til kl. 12 í Stamnýri r og Austurstræti Kjúldingar Heildsöluverð kr. 260.00 pr.kg. VÍÐIS VERÐ: ,00 pr.kg. Nyreyktur lamba hamboVgarahryggur 348ft* i1010 V 229

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.