Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985
mmmn
© 1985 Universal Press Syndicate
„Úg nóHb) í Kancc cx stcÁ scm )callQsl
Grikklancl-"
Ast er ...
... að skilja eftir
pláss handa honum í
töskunni.
TM Reg. U.S. Pat. Off,—all rights reserved
®1S@5 Los Angeles Times Syndicate
I*ú skalt aldrei kvænast
kennslukonu!
HÖGNI HREKKVlSI
é(3 ER UMBO&SMApUtZ. /tANS."
Of margir gest-
ir á Broadway
Hættuleg í
umferðinni
Kæri Vclvakandi.
Mig langar til að skrifa um
svolítið sem ég varð fyrir
þann 26. september síðastlið-
inn.
Ég var að aka eftir
Kringlumýrarbrautinni á
vinstri akrein á leið í Hafnar-
fjörðinn. Þá kemur bíll, sem
ætlar að aka inn á brautina, í
veg fyrir mig, en hætti síðan
við á seinustu stundu. Mér
brá mjög því hún (bílstjór-
inn) var komin hálf inn á
akreinina. Þetta bjargaðist
þó einhvern veginn, sem bet-
ur fer. Ég var með 3% mán-
aðar gamlan son minn í aft-
ursætinu.
Síðan er ég að nálgast '
Nesti í Fossvoginum, þá kem-
ur sami bíllinn og svínar
beint yfir á vinstri akrein
rétt fyrir framan mig, sem er
bannað samkvæmt umferðar-
lögum. Það munaði engu að
ég færi aftan á bílinn. Þessi
bíll hafði einkennisstafinn
„Y“ og frúin sem sat undir
stýri ætti að gá aðeins betur
að sér, ef hún ætlar ekki að
valda sér eða öðrum fjörtjóni.
Kæri Velvakandi.
Ég varð meira en lítið undrandi
á skemmtistaðnum Broadway,
laugardaginn 28. september síð-
astliðinn.
Þar var svo margt um manninn
að ekki var hægt að þverfóta fyrir
fólki. Ég hef heyrt að aðeins sé
löglegur ákveðinn fjöldi fólks og
er þá miðað við stærð skemmti-
staðarins. Fjöldinn á Broadway
þetta umrædda laugardagskvöld
hefur örugglega verið langt um-
fram það sem leyfilegt er.
Er ekkert eftirlit haft með því
hvort þessum lögum sé framfylgt.
Manni verður um og ó á svona stað
og ekki er fyrirséð hvað myndi
gerast ef eldur kæmi upp. Ég er
viss um að forráðamenn staðarins
taka þann möguleika ekki með inn
í myndina.
Þetta er gjörsamlega óviðun-
andi ástand og ég vona að forráða-
menn skemmtistaöarins sjái að
sér og haldi sér við leyfilegan
fjölda gesta.
SÆ.
Um útvarp og rallakstur
J.P. skrifar:
Margt hefur verið skrifað og
skrafað um Ríkisútvarpið okkar.
Smekkur fólks er svo misjafn að
það fyrirtæki getur aldrei gert svo
öllum líki. Þó er svo margt furðu-
legt þarna á borð borið að það gef-
ur tilefni til fyrirspurna og gagn-
rýni.
Síðan um þetta leyti í fyrra hafa
orðið miklar breytingar á forystu-
liði útvarpsins og sjónvarpsins og
hafa hlustendur bundið miklar og
góðar vonir við þær og óska nýjum
starfsmönnum alls góðs. Því mið-
ur hefur komið í ljós að erfitt mun
vera að færa ýmsa hluti til betri
vegar í grónum fyrirtækjum.
Mikið er talað manna á milli um
málfar þeirra, sem í þessa fjöl-
miðla tala og víst er um það að
margir eru þeir sem óska þess að
flytjendur talaðs orðs, sem ekki
ÚtvarDshúsið við Skúlaeötu.
virðast hafa lágmarkstök á móð-
urmálinu, snúi sér að einhverju
öðru en flutningi þess á öldum
ljósvakans. Því miður er talsvert
algengt að bögubósarnir segja t.d.
eitthvað lamb eða eitthvað barn
þar sem ætti að segja eitthvert
lamb eða eitthvert barn. Einnig
mættu þeir gjarnan fjúka, sem
ekki nenna að beygja kindaheitin,
ær, lamb og hrútur. Þar virðast
þeir vera hræddastir við ána og
það svo að þeir kalla hana rollu í
staðinn því það orð kunna þeir
frekar að beygja en orðið ær. í
þætti einum í útvarpinu fyrir
nokkru, þar sem samankomnir
voru langskólagengnir menn varð
þeim háu herrum tíðrætt um að
forða slysum, að bílar ækju og
eitthvað dæmi. Þarna finnst sem
betur fer þeim sem ekki taka pen-
inga fyrir að tala í útvarp og hafa
ekki langskólagöngu að baki hefði
farið betur á að segja; forðast slys,
menn ækju bílum og að taka eitt-
hvert dæmi. E.t.v. fáum við að sjá
eða heyra svona setningu innan
tíðar: Maðurinn rak kindina og
lambið af veginum til að forða
slysi og úr því að blessaðar kind-
urnar eru á dagskrá þá hefur
heyrst að í útvarpinu hafi jarmur
í kindum verið nefndur rolluvæl.
Sennilega gott nýyrði og hvorki
komið úr ensku eða Mogganum, að
dómi málfræðjnga.
Það hefur farið í vöxt að undan-
förnu og var þó ekki á bætandi —
að þættir í útvarpinu, sem til-
kynntir eru sem talað orð, eru svo
sundurtættir af einhverri
grammafónsmúsík að hið talaða
orð og raunar músíkin líka fer
fyrir ofan garð og neðan hjá hlust-
endum og verða þeir þá að grípa
til hins góða ráðs útvarpsmanna
að slökkva á tækinu. Bæði hið tal-
aða orð og músíkin gæti þó verið
alveg boðlegt útvarpsefni ef það
væri flutí hvort í sínu lagi. Út yfir
tekur þó þegar spilað er undir þeg-
ar talað orð er flutt. Það hefur
komið fyrir á ýmsum tímum t.d. i
morgunútvarpinu. Þegar stjórn-
endurnir reyna að lesa fréttir úr
dagblöðunum þá er spilað á
grammafón á meðan og það svo
hátt að lesandinn verður að
hækka róminn og þá er tónlistin
einnig hækkuð og loks rann allt
saman í einn samfelldan hávaða.
Er þetta ekki misnotkun á fjöl-
miðli?
Góðir dagskrárgerðarmenn.
Flytjið hið talaða sér og án trufl-
ana og tónlistina í öðru lagi og án
talaðs orðs. Þessar truflanir eru
ástæðulausar meðal þessarar
þjóðar þótt þær gildi hjá öðrum.