Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLADIÐ, LAUG ARDAGUR 5. OKTÓBER1985
43
—j ^ y
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11.30
FRA MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
iL
Hafa bankastjórar ekki
efni á að aka eigin bílum
Ein sammála skrifar:
Mikið er ég sammála bálreiðum
þjóðfélagsþegn í grein sem hann
skrifar í Velvakanda þann 28.
september síðastliðinn, um ellilíf-
eyrisþega. Efalítið hlakka ráða-
menn þjóðarinnar mikið til ellinn-
ar, því þeir þurfa ekki að fá
skammtað úr hnefa, þegar þar að
kemur. Svo vel er búið að ganga
frá þeirra málum.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þ»ttinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —•
eða hringja milli kl. 14 og 15,
mánudaga til (ostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
IVleðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fvrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvsðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
Við skulum nefna bankastjóra.
Þeir eru með tekjuhæstu mönnum
eins og kom fram í sjónvarpinu
ekki alls fyrir löngu. Þó þurfa þeir
öll þessi fríðindi. Þeir virðast ekki
hafa efni á að koma sér í vinnuna
á eigin bíl heldur er bílastyrkur
nauðsynlegur. Sem elnstaklingur
og almennur borgari myndi ég
skammast mín fyrir að geta ekki
komið mér í vinnu á eigin bíl fyrir
kaupið sem þeir hafa. Fyrir utan
Guðrún Jóhannesdóttir hringdi
og Iýsti eftir þríhjóli sem litill
þriggja ára drengur tapaði nýlega
í Goðheimunum. Það er rautt að
lit, með skúffu og breiðum svört-
um dekkjum. Hjólið hafði verið
tekið í tvennt vegna'flutnings.
Ágæti Velvakandi.
Ég var að velta fyrir mér þeirri
spurningu hvort Framsóknar-
flokknum tækist að hertaka
Reykjavík fyrir næstu áramót.
Nú er búið að skipa í lögreglu-
stjóraembættið mann sem á ekki
þar heima, meinlausar vínblöndur
að þeir þurfa nú ekki að berjast
fyrir kaupinu! Það er bara rétt
upp í hendurnar á þeim.
Það er svolítið skrýtinn hugsun-
arháttur hjá þessum ráðamönnum
að þeir hæstlaunuðu hafi mestu
fríðindin, ekki aðeins í formi bíla-
styrkja, heldur og flestu öðru. Því
miður er svo margt í þessu þjóð-
félagi sem mætti breyta á betri
veg.
Fyrr í sumar tapaði drengurinn
einnig ljósgráum drengjaleður-
jakka á sömu slóðum.
Ef einhverjir geta gefið upplýs-
ingar um hjólið eða leðurjakkann
er hægt að hafa samband í sím'um
33047 eða 36761.
eru bannaðar en áfengisdrykkja
er frjáls enn um allt landið.
Hvað ætla menn innan Sjálf-
stæðisflokksins að sætta sig lengi
enn við Jón Helgason sem dóms-
málaráðherra og gerðir hans í
þeim ráðherrastól?
Þorgeir Kr. Magnússon
Þríhjólið er týnt
Er Framsókn að
hertaka Reykjavík?
Þá er eitt sem hlutlaust og
óhlutdrægt útvarp verður að
leggja niður þegar þar að keipur
og það er sá dómur, sem þeir er
kynningu annast á efni kveða upp.
Þeir telja verk einstakra manna
góð, afburðagóð, hugljúf, fögur,
vinsæl o.s.frv. Þetta á einkum við
um kynningu á grammafónplötum
og flytjendum þess efnis..
Það er ánægjulegt að eiga þess
kost að geta vaknað á hverjum
sunnudagsmorgni við falleg orð,
sem prestur er að flytja í útvarpið.
Þetta varir þó ekki lengi, því að
strax á eftir er farið að þylja
fréttir en þær eru að verulegu
leyti skýrslur utan úr heimi um
það hve margir hafi verið drepnir
á þessum staðnum eða hinum og
þá einnig helst með hvaða hætti.
Þá er sagt greinilega frá hvers-
konar tjónum á eignum og mönn-
um af völdum skriðufalla, flóða,
eldsvoða, jarðskjálfta og ýmiss
konar náttúruhamfara. Sorafrétt-
ir eru dregnar fram og er raunar
furðulegt að snyrtilegar konur,
a.m.k. eftir rödd þeirra að dæma,
skuli láta hafa sig í að fara með
slíka ritningu og það að morgni
hvíldardagsins. Það er þó ekki nóg
að lesa þennan óþverra einu sinni.
Nei ekki aldeilis. Þetta er látið
dynja á hlustendum með tiltölu-
lega skömmu millibili allan dag-
inn, allt til kvölds. Án efa skatt-
leggur þetta ríkisfyrirtæki lands-
menn það ríflega að það getur haft
menn á launum á nóttunni við að
tína saman slæmar fréttir en e.t.v.
er fjárhagurinn það slæmur að
það sé ekki hægt að greiða frétta-
mönnum laun fyrir góðar fréttir,
sem allt er þó fullt af, sem betur
fer. Fréttir sem færa mönnum
gleði og frið og eru um gleði og
frið; fegurð og frelsi eru mörgum
sinnum meira virði heldur en sá
sori, sem á okkur dynur. Þetta má
sjónvarpið einnig taka til sín og
fara eftir því.
Margir eru þeir þættir í þjóðlíf-
inu, sem hafa þokast í rétta átt og
horfa í rétta átt. Svo er þó ekki um
þá alla, því miður. Það verður
a.m.k. ekki sagt um umferðarmál-
in eða skólahaldið. Það eru um-
ferðarmálin, sem hér verður að-
eins minnst á. Aldrei hefur það
fengist á hreint hver eða hverjir
það eru, sem leyfa þennan fárán-
lega rallakstur. Það virðist vera
meira en lítið feimnismá! og má
það eðlilegt teljast. Það er erfitt
að hugsa sér hver telur sig hafa
svo mikið vald í þjóðfélaginu að
hann geti leyft svo viðamiklar
undanþágur frá lögum og reglum,
sem þarna um ræðir og það að
ástæðulausu. Sama er að segja um
aðrar þessar svokölluðu aksturs-
íþróttir. Og svo riðu Norðfirðingar
á vaðið og fóru að baða dráttarvél-
arnar sínar upp úr einhverjum
drulluskvompum. Það stendur
heldur ekki á sjónvarpinu okkar
að sýna landsmönnum óþverrann.
Gaman væri að hafa þátt í sjón-
varpinu með Óskari yfirlögreglu-
þjóni eða einhverjum slíkum ann-
arsvegar og þeim mönnum sem
leyfa rallaksturinn hinsvegar, þó
ekki væri til annars en að vita
hvort þeir telji sig ábyrga fyrir
því sem aflaga fer og því fordæmi,
sem þessi akstur skapar. Það er
sjaldan ein báran stök. Þriðjungur
eða í besta falli helmingur þessara
rallkappa kemst í áfangastað i
lokin og þá fagna þeir og þá helst
með því að trampa upp um vélar-
eða geymslulok bifreiðarinnar.
Það yrði nú meira en lítil leit að
atvinnubílstjóra, sem léti sjá slíkt
til sín, því þeir bera hlýjan hug til
bílsins síns og meðhöndla hann á
þann hátt. Það væri talinn meira
en lítill vitleysingur sá bílstjóri,
sem æki á langleiðum og gerði það
á þá vísu að hann kæmist ekki á
leiðarenda nema endrum og eins. í
annarri eða þriðju hverri ferð
velti hann bílnum eða mölvaði
hann. Ef hann svo á stundum
kæmist alla leið þá stykki hann
upp á vélarhlíf bílíins og fagnaði
sigri og fengi sér kámpavín!
----------------------------------------------------------V
Þakleka — lekavandamál
Fillkoat: Þéttiefni fyrir bárujárnsþök og þakpappa. J
Kmeperol: Á svalir, slétt þök, stein, í kverkar o.fl.
Múrfill: Þéttiefni fyrir sprungna veggi og alkali.
Noxide: Gúmmíteygjanlegt akrýl fyrir bárujárn.
Fagmenn vinna verkin. Vestur-þýsk gæðaefni.
Þétting hf.
dagsími 651710 - kvöldsími 54410
V_______________________________________________________ /
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals
í Valhöll Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—
12. Er þar tekið á móti hverskyns fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að not-
færa sér viðtalstíma þessa. ' . _ ..,
Laugardaginn 5. okto-
ber verða til viötals
Katrín Fjeldsted for-
maður heilbrigðisráös
og í stjórn umferðar-
nefndar Reykjavíkur,
og Gunnar S. Björns-
son fulltrúi ráöninga-
stofu og Iðnskólans í
Reykjavík.
*
*
*
t
i
*
Kór
Breiðholtssóknar
óskar eftir áhugasömu fólki í allar raddir, einkum þó
karlaraddir.
Upplýsingar gefa:
Daníel Jónasson organistí í síma 72684, Unnur Júlíus-
dóttir í síma 74406 og Gerður Þorsteinsdóttir í síma 77505.