Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 48
> KEILUSALUWiWN OPINN 9.00-02.00 OTT KORT AliS SUOAR LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Maður í lífshættu — stunginn í kvið RLR fór í gærkvöldi fram á gæsluvarðhald yfir 25 ára konu 29 ÁRA maður var fluttur lífshættu- lega særður í slysadeild Borgarspítal- ans snemma í gærmorgun eftir að 25 ára kona lagði til hans með hnífi í íbúð að Hverfisgötu 86. Maðurinn hlaut innvortis blæðingar og gekkst undir umfangsmikla skurðaðgerð á kviði og í gær var hann talinn í lífs- hættu. I gærkvöldi sögðu læknar að líðan mannsins væri eftir atvikum. Kannsóknarlögregla ríkisins hefur krafíst gæsluvarðhalds yfir árásar- konunni til 7. nóvember næstkom- andi. Maðurinn var gestkomandi ásamt fjórum öðrum þar sem konan er húsráðandi. Bæði hafa oft komið við sögu lögreglu og samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins munu deilur um fíkniefni hafa leitt til voðaat- burðarins. Tildrög málsins eru þau, að maðurinn fór ásamt félaga sínum á veitingahús i Reykjavík. Þar hittu þeir konuna og varð úr að þeim var boðið til veislu. Þar voru utan þre- menninganna, tveir karlmenn og ung stúlka. Vitni bera, að konan og maðurinn hafi um stund farið afsíðis og rætt saman og hafi konan orðið mjög æst. Hún hafi fyrirvara- laust brugðið hnífi á loft og stungið manninn í kviðinn. Nærstaddir brugðu þegar við og reyndu að afvopna konuna og særðist félagi mannsins lítillega á hendi í átökun- um. Árásarvopnið er vasahnífur, um 10 sentimetra langur. Morgunbladid/Bjarni. Atburðurinn átti sér stað í íbúð á miðhæðinni að Hverfisgötu 86. Lögregla kom að manninum liggj- andi í götunni fyrir utan húsið. að maðurinn var með miklar inn- vortis blæðingar vegna stungusárs og gekkst þegar undir umfangsm- ikla skurðaðgerð og voru sérfræð- ingar kallaðir út. Konan og hinn særði voru bæði „undir áhrifum" eins og Arnar Guðmundsson, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins orðaði það í gær. Hann vildi ekki tjá sig nánar, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru fíkniefni höfð um hönd. Hinn særði var í fréttum í vetur og sumar; hann var hneppt- ur í fangelsi á Spáni og gekk undir nafninu „Malagafanginn". I sumar var hann handtekinn eftir að hafa ásamt fleirum brotist inn í fjöl- margar íbúðir og hús á Reykjavík- ursvæðinu um verslunarmanna- helgina. Morgunbladið/Theodór Kr. Þórarson. Borgarnes: Börnin fá endurskinsmerki Félagar í Kiwanisklúbbnum í Borgarnesi afhentu nýlega yngstu nem- endum grunnskólans og börnum í leikskólanum í Borgarnesi endur- skinsmerki. Er þetta árlegt verkefni hjá kiwanismönnum í Borgarnesi. Myndin var tekin í grunnskólanum þegar krakkarnir höfðu fengið endurskinsmerkin sín. Fiskverð hækkar um 10,5%: Jafngildir ákvörðun um gengislækkun á næstunni — segja fulltrúar fiskkaupenda í yfírnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins Mikil ringulreið ríkti í íbúðinni eftir atlöguna og forðuðu hinn særði og félagi hans sér. Þegar út á Hverfisgötu kom örmagnaðist maðurinn og féll í götuna, helsærð- ur. Skömmu síðar kom lögreglubif- reið aðvífandi og var kallað á sjú- krabifreið. Mennirnir reyndu að villa um fyrir lögreglu og skýrðu frá því að hinn særði hefði orðið fyrir slysi. Á slysadeild kom í ljós, Á FIINDI yfírnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðin I0,5%ha‘kkun að meðaltali á almennu fiskverði með atkvæðum seljenda og oddamanns. Fulltrúar kaupenda segja þessa fískverðshækkun jafngilda ák- vörðun um gengisslækkun á næstunni, en vildu ekki í samtali við Morgun- blaðið segja hve mikil hún þyrfti að vera til að vega upp á móti kostnaðar- hækkun fískvinnslunnar. Verðlagsrás- ðverð á stórum þorski, fyrsta gæða- flokki, verður samkvæmt þessu 16,13 krónur, en var áður 14,80. Endanlegt verð á þorski í þessum stærðar- og gæðaflokki verður því 27,14 krónur, sé honum landað ísuðum í kassa.- Áætla má að hækkun á fiski út úr búð hækki um sama hundraðshluta. Samkvæmt ákvöðrun yfirnefnd- arinnar hækkar verð á eftirtöldum fisktegundum sem hér segir: Á þorski um 9%, á grálúðu um 12%, ýsu og karfa um 13%, ufsa um 17% og steinbít um 11% og á öðrum botnfisktegundum um 9%. Sam- kvæmt frétt um fiskverðshækkun- ina frá Verðlagsráði er hvorki getið um verð á einstökum tegundum né hvernig verðuppbætur á einstakar fisktegundir verða. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verða áfram verðuppbætur til skipta á 1 „Brezkir hermenn“ á frumsýningu Morgunblaðið/RAX Frumsýningagesti á „Land míns föður“ rak í rogastanz í gær er þessir tveir herramenn stóðu vörð við dyr leikhússins, klæddir að brezkum hermannasið, eins og dátarnir vora í maímánuði 1940, er brezki herinn sté á land á íslandi. Leikfélag Reykjavíkur framsýndi í gærkveldi söng- leik með áðurnefndu heiti eftir Kjartan Ragnarsson. Á myndinni blikkar ein blótnarósin dátana, líkt og gerðist á götum höfuðborgarinnar fyrir 45 áram. allar algengustu botnfisktegundir nema ýsu. Þorskur verður verð- bættur um 6%, karfi um 16% ufsi um 25%, sfteinbítur um 6% og aðrar tegundir um sama. Til viðbótar þessu koma uppbætur af ýmsu tagi. Stór þorskur í fyrsta gæðaflokki mun kosta 16,13 krónur samkvæmt ákvörðun Verðlagsráðs. Sé hann ísaður í kassa er verðið 17,74 krónur. Ofan á það leggst 29% í kostnaðar- hlutdeild og 10% í stofnfjársjóð fiskiskipa, sem fiskvinnslunni er gert að greiða. Eftir það er þorskur- inn kominn í 24,66 krónur. Þá leggst ofan á það 6% verðuppbót úr verð- jöfnunardeild Aflatryggingasjóðs (1,06 krónur), sem kemur til skipta og 8% úr almennu deildinni (1,42 krónur), sem renna beint til út- gerðar. Þá er þorskurinn kominn í 27,14 krónur. Alls verður stór þorsk- ur í fyrsta gæðaflokki verðlagður á 19,51 til 20,23 krónur til skipta og mismunurinn á þeirri upphæð og 27,14 rennur beint til útgerðar. Þar sem tekna í Aflatryggingasjóð er aflað með ákveðnum hundraðshluta af útflutningstekjum er fiskvinnsl- an, sem borgar 27,14 krónur fyrir þorskinn, sem verðlagsráð verðlegg- ur á 16,13 krónur. Fulltrúar fiskkaupenda í verð- lagsráði létu við verðákvörðunina bóka eftirfarandi: „Eins og afkomu- reikningar vinnslunnar sýna er enginn grundvöllur til fiskverðs- hækkunar miðað við núverandi aðstæður. Þessi ákvörðun jafngildir því ákvörðun um gengislækkun á næstunni. Þá er rétt að benda á að mismunandi hækkun fisktegunda er ekki í samræmi við greiðslugetu, heldur byggð á óskhyggju seljenda" Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LlU og óskar Vig- fússon, formaður Sjómannasam- bands íslands, sögðust í samtali við Morgunblaðið sætta sig við þessa fiskverðshækkun í ljósi aðstæðna,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.