Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 37

Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 37 Ein- og tvíeggja dúkkur Litlar íslenskar heimasætur K*tu kannski farið að fá tvær dúkkur af þessu tagi í jólagjöf því framleiðendurnir sáu að þeir yrðu að gera eitthvað fyrir þær ungu mömmur sem vildu eignast tví- bura. Brúðurnar koma með fæð- ingarvottorði eins og aðrar kál- hausdúkkur og hægt er að fá ein- og tvíeggja. Svo er nú það. Lísa Pálsdóttir ásamt 'dóttur sinni Helgu Dís. Sonurinn Páll Úlfar var hins vegar úti að leika sér þegar myndin var tekin. LÍSA PÁLSDÓTTIR í LITLU HRYLLINGSBÚÐINNI „Ætlaði alltaf að vera söngkona miklu frekar en leikkona“ að var hringt til mín út til Danmerkur og mér boðið að vera með í Litlu hryllingsbúðinni, þannig að fjölskyldan flýtti aðeins förinni til iandsins,“ sagði Lísa Pálsdóttir sem er eitt af nýju andlitunum í Hryllingsbúðinni í haust. „Þetta hafa verið virkilega strangar æfingar, því það er margt sem maður þarf að læra á skömm- um tíma, sönginn, dansana og leik- listina sjálfa. Annars er þetta mjög hress og skemmtileg sýning og svo ríkir frábær andi meðal fólksins sem tekur þátt í uppfærslunni." Lísa hefur verið búsett í Dan- mörku sl. átta ár og þar hefur ýmislegt drifið á daga hennar og hún m.a. leikið og sungið þar ytra. „Þegar ég lauk leiklistarnáminu hérna á sínum tima ákvað ég að drífa mig út og prófa eitthvað nýtt. Rey ndar var ég líka ástfangin upp fyrir haus og var eiginlega að elta piltinn sem ég skildi þó skömmu seinna við. Auk þessa var það auðvitað draumurinn að ná langt, en ég komst nú ekki lengra en að leika með götuleikhúsum. Kraka hét leikhópurinn sem ég vann með og það er eiginlega sambland af Norðurlandabúum, t.d. hafa Árni Pétur Guðjónsson og Margrét Árnadóttir starfað með. Eftir nokkurn tíma lét ég verða af því að koma mér í hljómsveitina Kamarorghesta og á meðan ég var meðlimur í henni komum við heim og gáfum út plötuna „Blsar í bana- stuði". Annars gaf sú hljómsveit upp andann rétt áður en við yfir- gáfum Kaupmannahöfn því flestir Islendingarnir sem voru í henni voru að flytja heim. Maðurinn minn Björgúlfur Egilsson lék á bassann. En svona á heildina litið til baka,’ var mjög drífandi og skemmtilegt félagslífið meðal ís- lendinganna og stundum t.d. meira en ein íslensk hljómsveit í gangi. Einu sinni settum við t.d. upp kabarett, „ósjálfráðir fjörkippir", og ferðuðumst með hann út fyrir Danmörku. Þar sáum við sjálf um texta og tónlistarfólk um músík- ina.“ — Söngstu mikið áður en þú fórst til Danmerkur? „Frá því ég var smákrakki hef ég ætlað mér að vera söngkona, miklu frekar en leikkona og ég hef alltaf verið að hefja upp raustina öðru hvoru. Ég byrjaði að syngja með hljómsveit í gaggó og svo hef ég verið að þessu af og til með vinum og kunningjum, á leiksýn- ingum í Nemendaleikhúsinu og í Danmörku." — Hvernig er að vera komin heim? „Það er fínt, og stefnir ekki hugurinn alltaf heim um síðir? Þetta var líka orðið nauðsynlegt því við erum með börn, sem þurfa að fá að kynnast landinu sínu og þó ekki væri nema bara ömmu og afa. Annars kemur það fyrir að ég sakna þessa og hins og við erum húsnæðislaus í augnablikinu þann- ig að við erum svona rétt að komast inn í hlutina." — Búin að ákveða hvað tekur við að lokinni Hryllingsbúð? „Nei, það er allt í lausu lofti ennþá. Eg er að minnsta kosti farin að sakna þess að fá ekki að syngja rokk...“ Úrslitakvöld á Broadway sunnudaginn 6. október A SUNNUDAGINN F/EST ÚR ÞVÍ SKORIÐ HVER AF ÞATTTAKENDUNUM 8 EKUR HEIM Daihatsu Turbo árgerð 1985 Stúlkurnar veröa gestir okkar í Hollywood í kvöld. Gestir Hollywood í kvöld fá afhenta at- kvæöaseöla og þeir greiða atkvæöi sitt einni stúlku. Atkvæöaseölarnir veröa svo dómnefnd til hliösjónar viö val ástjörnu Hollywood. Agnes Ingibjörg KristinB. Margret Erlingsdóttir Siguröardottir Gunnarsdóttir Guömundsdóttir LinaRut Ragna Sigurdis Sótveia Karlsdóttir Sæmundsdóttir Reynisdóttir Gretarsdottir Heiöursgestur kvöldins er Sif Sig- fúsdóttir Ungfrú Skandinavía A dagskrá úrslitakvöldsins á Broadway er dans frá Oansstúdíó Sóleyjar. Módel 79 sýna haust- og vetrart iskuna f rá Goldie. Baldur Brjánsson sýnir nokkur stórkostleg töfra- brögö. Hljómsveitin Rikshawkemurfram. Ósóttar pantanir verða seldar í dag. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þessa stórglæsilegu hátíð. H0LUW00D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.