Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 HEILSA OG HEILBRIGÐI Nú þegar vetur fer að ganga í garð og sólin vermir okkur ekki lengur er nauðsynlegt að huga að heilsunni og neyta hollrar og vítamín- ríkrar fæðu. í dag skulum við taka fyrir B-vítamín: B-vítamín B-vítamín er meðal annars að finna í geri, fiskmeti, korni, hnetum, grænmeti, innmat, eggjum og osti. Fái líkaminn ekki nóg af þessu fjörefni, lýsir það sér í taugaóstyrk, lystarleysi og niðurgangi. Læknar halda því fram að með venjulegu mataræði fáum við nægilega mikið af B-vítamínum. En nýjustu rannsóknir benda til þess að margir gætu losnað við ýmsa smákvilla með því að taka inn aukaskammta. Sérstaklega ættu þeir sem reykja, neyta áfengis að einhverju ráði eða borða mikið af tilbúnum mat að taka inn B-vítamín. Alls eru þekkt 14 afbrigði af B-vítamínum og þau eru hvert öðru háð, þau hafa áhrif á efnaskiptin í frumunum og á vinnslu ýmissa þeirra steinefna sem líkaminn þarf á að halda. Þegar litið er á listann yfir B-vítamín má sjá að þau eru númeruð, og að það vantar númer inn í röðina. Ástæðan er sú að sum efni sem áður voru talin til B-vítamína og tóku sæti á listanum, reyndust síðar ekki eiga þar heima. Hér fer á eftir listi yfir þau B-vítamín sem þekkt eru og áhrif þeirra: B, (þíamín) er nauðsynlegt fyrir vöxtinn og verndar vöðva líkamans, meðal annars hjartað. B2 (riboflavin) er gott fyrir hörund, hár og neglur. B3 húðina og þarmana. Bs (pantótensýra) er oft notað til að bæta hárvöxtinn og styrkja neglurnar. Margir telja það einnig draga úr streitu. Bg (pýridoxín) hefur áhrif á efnaskipti frumanna og er nauðsynlegt fyrir upptöku steinefna eins og sinks, selens o.fl. Reykingar, getnaðar- varnarpillur og áfengi geta eytt þessu vítamíni í líkamanum. B,2 (cýnaókóbalamín) er nauðsynlegt fyrir fjölgun rauðu blóðkornanna og fyrir taugakerfið. B13, B1S ogBw vítamfn stuðla öll að heilbrigðum frumuvexti. Því er stundum haldio fram að B]7 styrki varnir likamans gegn krabbameini, og sumir telja ekki B17 til vftamína. Auk þess eru svo nokkur B-vítamín, sem ekki eru númeruð, þeirra á meðal fólínsýra, sem er mjög þýðingarmikil á meðgöngutímanum. Skortur á henni getur leitt til fósturskaða. Paba (paraamínóbensósýra) hefur áhrif á húðina eins og fleiri B-vita- mín, kólín, fólínsýra og pantótensýra. Paba verndar gegn sársauka vegna sólbruna, og skortur getur valdið exemi og skorti litarefna í húðinni. Kamelían mildar og læknar Kamelía er fallegt blóm sem getur miidað og læknað margan kvillann. Hefur jurt- in verið notuð í þessu skyni i meira en eina öld án þess að vitað sé um neinar hliðar- verkanir. Góðu áhrifin eru hinsvegar vel kunn. Kamelíute hefur verið not- að sem kvefmeðal og til að lina magaverki. Það dregur úr krampa og bólgum, það hefur verið notað sem hægða- lyf, og til að lækna maga- bólgu, magasár og ristilbólgu. Kamelía hefur áhrif á slím- húðina og á hörunduð, og te sem búið er til úr blóminu hefur lengi verið notað til að bera á sár og lækna húðsjúk- dóma. Bolli af kameliutei fyrir háttinn hefur róandi og svæfandi áhrif, en ekki er gott að drekka meira en tvo bolla fyrir svefninn, því of mikið kamelíute getur valdið vanlíðan, og það er nú ekki ætlunin. Og svo eitt gott ráð í lokin: Aö borða rétt + Konan hér á myndinni sýnir hvernig við eigum ekki að haga okkur við matborðið. Við eigum nefnilega alls ekki að háma i okkur matinn í einum hvelli. Það hefur jafn mikið að segja hvernig þú borðar og hvað þú borðar. + Borðaðu í rólegu og þægilegu umhverfi. Reyndu að forðast flýti við hádegis- eða kvöldverðinn, því með flýtinum veldur þú maganum auknu álagi í formi streitu og lélegrar næringar. + Tyggðu matinn hægt og vandlega. + Farðu varlega með áfengi, sígarettur, kaffi og sterk krydd. Þau hafa áhrif á magann og alla meltinguna. + Neyttu meiri trefjafæðu, til dæmis í grófu brauði, rótar- ávöxtum og grænmeti. Trefjarík fæða dregur úr hættunni á hægðateppu og kemur einnig í veg fyrir ýmsa sjúkdóma. Hannes H. Stefánsson drengjameistari íslands Skák Karl Þorsteins Löngum þótti sjálfgefið hjá skákáhugafólki að halda páskadag- ana hátíðlegan með Skákþingi Is- lands. Enda vafalaust hentugasta tímasetningin fyrir vinnulúna kappa, sem þá gafst tími frá vinnu- streði til að berja á andstæðingum sínum á skákborðinu. Góð og gild rök í gamla daga, en aðstæðurnar hafa bara breyst. Nú skipa nær einvörðungu skólapiltar efstu flokkana og gafst oft lítill tími til skákiðkunar hjá þeim á vorin sökura prófa. Því var ákveðið í fyrra að færa keppni í landsliðs- flokki fram á haust með þeim árangri að allir sterkustu skák- menn landsins mættu til keppni. Ekki amaleg útkoma það og von- andi er að þessi ráðstöfum haldist- meðan skólar landsins klekja a námsmönnum. Keppni í drengja- og telpna- flokki hafa ekki lotið sömu tíma- skorðum og í hinum flokkunum á Skákþingi íslands. Keppnin í ár var haldin í Félagsheimili TR á Grensásvegi dagana 15.—17. september sl. og var ágætis mæting eða 41 keppandi. Helgin var vel notuð og tefldu keppend- ur 9 umferðir eftir Monrad-kerfi með 40 mín. umhugsunartíma á skák. Keppnin var hin skemmti- legasta og voru þeir félagar Hannes H. Stefánsson og Þröstur Árnason fremstir í flokki og skildu jafnir þegar upp var staðið með 8 vinninga hvor. Einvígi þurfti til að útkljá sigurvegar- ann, og það var Hannes sem bar sigur úr býtum í báðum einvígis- skákunum. Hann er því Drengja- meistari íslands 1985. Hannes í 6. FLOKKI 1985—1986 Vinningur til íbúðarkaupa, kr. 500.000 21002 Vinningar til biiakaupa, kr. 100.000 5764 31134 48679 60471 17506 46723 52292 63523 Utanlandsferðir eftir vali, kr. 40.000 466 15132 29545 39465 64998 2559 16372 32051 40919 67520 7728 16626 32182 41369 68404 8691 17415 34214 42530 68949 10193 19894 34745 44399 69283 11231 20699 35005 46851 71481 11307 21659 35589 51448 76289 12010 21837 35969 53224 76553 12392 24418 36062 55840 76994 12966 27227 38311 56168 77236 13840 27734 38486 58275 78551 14675 28835 39263 61041 79989 Húsbúnaöur eftir vali , kr. 10.000 1384 16353 27834 44181 65008 1695 16424 27890 44474 65284 2021 16655 28451 44886 65364 2207 16857 32357 45290 65567 3521 17677 33538 47100 65749 3770 17718 34019 50104 66024 3882 17768 34504 50273 66079 5494 18570 35817 51869 67542 6052 19395 36304 52154 68216 7899 20534 36375 52398 68332 8135 20613 36718 52491 69120 8457 20799 36738 52504 69353 9066 21115 36853 54738 70179 9091 21838 37712 54825 70751 10037 22477 39398 55182 70840 10656 23310 39633 55404 71885 12000 23511 40141 57192 72566 12054 25395 40939 60270 73065 12079 25684 42719 61140 73-384 14028 25866 43463 61166 75994 14737 27510 43575 61565 76164 15580 27536 43886 63867 77955 Húsbúnaður eftir vali, kr. 3.000 153 8388 16862 26250 36799 43220 50857 59480 65843 73170 236 8458 16925 26351 36888 43260 51647 59547 65949 73228 400 9219 16957 26591 37222 43508 51850 59600 66177 73381 982 9566 17031 26664 37228 43738 52709 59844 66371 73437 1002 9858 17133 26836 37233 43777 52859 59939 66512 73544 1126 9991 17165 26955 37370 43960 52991 60020 66615 73583 1393 10287 17487 27161 37461 44125 53617 60384 66964 74218 2286 10334 17498 27427 37546 44137 53713 60513 67185 74362 2561 10612 17623 27745 37803 44174 53740 60703 67407 74433 2743 10740 17758 28280 37848 44390 54112 60912 67591 74583 2946 10799 18060 29236 38026 44778 54186 61072 67601 74884 3203 10971 18199 29517 38045 44798 54188 61078 67727 75200 3214 11081 18327 29674 38069 44949 54334 61082 67798 75242 3616 11399 18862 29818 38493 45045 54352 61241 67943 75302 3685 11678 19239 30125 38608 45131 54588 61621 67956 75699 3840 11783 19437 30223 38708 45162 54921 61826 68036 75756 3858 11921 19586 30519 38759 45537 55649 62108 68318 76061 3896 12171 20284 30775 38781 45651 55738 62276 68407 76143 3983 12666 20359 31277 39138 45870 55795 62405 68481 76583 4230 12723 20481 31289 39374 45928 55908 62850 68588 76766 4380 12725 21042 31387 39384 46011 56019 63010 69523 76992 4404 12933 21188 31586 39419 46016 56040 63227 69635 77294 4823 12953 21552 31863 39455 46491 56157 63529 69677 77870 4957 13192 21750 31888 39698 46608 56160 63586 70018 78173 5020 13422 22088 31989 40079 46623 56167 6*3734 70095 78533 5062 13913 22543 32059 40407 46644 56244 63747 70172 78634 5140 14114 22604 32576 40724 46705 56552 63756 70326 78815 5767 14605 22609 33085 40737 46799 56592 63856 70830 78844 6015 14660 23352 33291 40739 46840 56647 63885 71149 79239 6085 14816 23420 33436 41048 47466 56723 64212 71333 79273 6131 14838 24120 33550 41065 47852 56904 64373 71377 79513 6428 14934 24397 33650 41251 48179 57041 64427 71532 79718 6509 14999 24637 33768 41901 48434 57446 64724 71597 79723 6553 15087 24915 33942 41939 49043 57775 64820 71644 79965 6641 15405 25465 34288 42205 49277 58339 64904 71657 7029 15467 25753 34360 42209 49306 58398 65056 71732 7581 15579 25830 34513 42388 49323 58447 65212 71816 7863 15645 25835 34653 42390 49340 58520 65485 72057 7941 15842 25951 34922 42475 50291 59029 65562 72258 7955 15908 25982 35384 42567 50371 59105 65645 72666 8010 16164 26010 35513 42687 50467 59148 65719 72753 8146 16232 26075 35638 42696 50621 59265 65744 72982 8207 16679 26207 36204 42907 50838 59379 65837 73085 Afgrelðsla húsbúnaðarvlnnlnga hefst 15. hvars mánaðar og stendur tll mánaðamóta. tefldi skemmtilegar skákir í mót- inu, gerði tvö jafntefli en vann aðrar skákir. Það er nú ómaksins vert að athuga afrekaskrá þeirra félaga, sem er glæsileg. Þeir hafa borið sigur úr býtum í hverju einasta móti í sínum árgangi í a.m.k. tvö ár auk þess að sigra á Norðurlandamótum í skólaskák. Þar að auki mun Hannes tefla einvígi um sæti í landsliðsflokki í nóvember nk. Þröstur lýtur auðvitað sömu lögmálum og Hannes, en nú varð hann bara að sætta sig við annað sætið. Sigurður Daði Sigfússon hlaut þriðja sætið með 7 vinninga. Hann var sá eini af öðrum kepp- endum sem blandaði sér í barátt- una um efsta sætið. Birgir Örn Birgisson, kunnug- legt nafn úr unglingaskákinni, hreppti fjórða sætið með 6'Á vinning. Annars var röð efstu manna þannig: Hannes H. Stefánsson TR 8 v. Þröstur Árnason TR 8 v. Sigurður D. Sigfússon TR 7 Birgir Örn Birgisson TR 6' j v. S«berg Sigurdsson TR 6 v. (40,0 st) Kristján Kristjánsson UMFB 6 v. (38,5 st.) Tómas Hermannsson SA 5'/* v. Bogi Pálsson SA 5 '/* v. Stefán Andrésson UMFB 5'/2 v. Skafti Ingimarsson SA 5'/2V. Magnús P. Örnólfsson UMFB 5'/> v. Aðrir voru neðar. Skákstjórn var í öruggum höndum ólafs H. ólafssonar og fór keppnin að öllu leyti snuðrulaust fram. Áður en örstutt sigurskák Hannesar birtist er ekki úr vegi að íhuga landshlutaskiptingu keppenda. Það kemur í ljós að af þeim keppendum sem eru í taflfélögum koma átta undan höfuðborgarkjarnans. Þeir eru þó aðeins frá tveimur stöðum, Akureyri og Bolungarvík. Önnur taflfélög hafa ekki treyst sér að senda keppendur og er það miður enda margir efnilegir skákmenn á öðrum stöðum á landinu. Hvítt: Hannes H. Stefánsson Svart: Sæberg Sigurðsson 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rf6, 3. Bc4 (Sókndjarfari leikur en hið við- urkennda 3. Rxe5) 3. — Rxe4, 4. Rc3 — Rxc3, 5. dxc3 — Be7? (óþarfi er að gefa peðið strax. Byrjunarbækur mæla með 5. — f6 og 5. — c6.) 6. Rxe5 — 0-6, 7. Dh5 — De8?! (eftir 7. - d5 óttað- ist svartur 8. Rxf7 — Hxf7, 9. Bxd5 en eftir 9. — De8 er svarta staðan þolanleg.) 8. 0-0 — Bf6?, 9. Bf4 — g6? (Svarta staðan var hartnær töp- uð og ekki bætir þessi leikur úr skák. Eftir 9. — Bxe5, 10. Bxe5 - d6, 11. Bxg7! - Kxg7, 12. Dg5+ - Kh8, 13. Df6+ - Kg8, 14. Hael — Dd8,15. Bxf7+! vinn- ur hvítur líka svo fátt var til ráða.) 10. Rxg6! — Rc6 10. - hxg6,11. Dxg6+ — Bg7,14. Hael og Be5 gekk ekki heldur.) 11. Hfel — Dd8, 12. Rxf8 — Dxf8 Hannes finnur nú skemmtilega og stutta vinningsleið.) 13. Bxf7! — Dxf7, 14. He8+ svartur gafst upp. Hann verður annaðhvort mát eða tapar drottningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.