Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 35 Minning: Sigríöur Hansdóttir Fædd 12. júlí 1902 Dáin 27. september 1985 í dag verður jarðsett frá Ólafs- víkurkirkju ein af eftirminnileg- ustu konum í ólafsvík, sem með sérstæðum hæfileikum, dugnaði, fórnfýsi og hjálpsemi hefur greitt götu fleiri samferðamanna en flestum gæti til hugar komið að nefna, hennar mikla þjónustustarf hefur í marga áratugi aukið hróður Ólafsvíkur og aflað henni aðdáun- ar og virðingar fjölmargra víðs- vegar um landið. — Þessi kona er Sigríður Hansdóttir í ólafsvík. — Hún lést á sjúkrahúsi Akraness þann 27. september sl. eftir skamma legu. Sigríður Hansdóttir fæddist í Ólafsvík 12. júlí 1902, foreldrar hennar voru Hans Hansson sjó- maður og Metta Kristjánsdóttir í Ólafsvík. Föður sinn missti Sigríð- ur er hún var aðeins 4 ára gömul. Metta Kristjánsdóttir var þjóð- kunn sæmdarkona, sem var ein af brautryðjendum í merku og fjöl- breyttu félagsstarfi í ólafsvík á sinni tíð, hún lést 15. nóvember 1960. Sigríður Hansdóttir var um margt lík móður sinni, ávallt til- búin að hjálpa og greiða götu annarra, hvort sem í hlut áttu kunnugir eða ókunnugir. Sigríður var strax í æsku létt í spori og létt í lund, hamhleypa til starfa við hvað sem var, sem ung stúlka var hún sívinnandi, fór hún meðal annars í fiskvinnu til Reykjavíkur á sumrin um tíu ára skeið og vann hjá Alliance-fyrir- tækinu, sem starfrækti mikla fisk- verkunarstöð í Reykjavík. — Á þeim árum þegar saltfiskur var vaskaður og þurrkaður út var dugmikið fólk eins og Sigríður Hansdóttir eftirsótt til slíkra starfa. Saltfiskverkun á þessum árum var hin erfiðasta vinna t.d. vöskun í köldu vatni, en hraustar og glaðværar stúlkur, eins og Sig- ríður Hansdóttir stóðust þessa þrekraun. Sigríður giftist Jóni Skúlasyni í ólafsvík þann 31. október 1925. — Jón Skúlason var eftirminnilegur maður, traustur og góður verk- maður, hann var félagslyndur og hafði auk góðs skopskyns listræna hæfileika, hann spilaði mörg ár fyrir dansi á samkomum í Ólafs- vík, var auk þess sjálfur mikill dansmaður, en Sigríður og hann höfðu mikla ánægju af danssam- komum. Sigríður var létt og fim í dansi og hafði sérstaka ánægju af að stíga dans fram á elliár. Jón Skúlason hafði mikinn áhuga á leiklist, var um áratugi drifkraftur í Leikfélagi ólafsvíkur og var gerður að heiðursfélaga þess. — Voru þau mörg eftirminni- leg hlutverkin sem Jon lék hjá leikfélaginu um dagana. Hjóna- band þeirra Jóns og Sigríðar var farsælt. Þau bjuggu fyrstu árin í Stígshúsi, keyptu íbúðarhúsið „Hlíð“ nú Ólafsbraut 46. Síðar byggðu þau ásamt tengdasyni sín- um íbúðarhús að ólafsbraut 44 þar sem þau áttu heimili til dauðadags. Jón og Sigríður eignuðust tvö börn, sonin Jens, sem lést í frum- bernsku og dótturina Mettu, sem býr í Geirakoti í Fróðárhreppi ásamt eiginmanni sínum Bjarna ólafssyni frá sama stað. Hafa þau Metta og Bjarni ásamt börnum sínum gert Geirakot að myndar býli svo eftirtekt vekur, glæsilegar byggingar og búrekstur. Náið og kært samband hefur ávallt verið milli heimilanna í ólafsvík og Geirakoti, enda annað heimili barnabarnanna að ólafsbraut 44. Jón Skúlason lést 12. febrúar 1979. — Heimili Sigríðar og Jóns var með sérstökum myndarbrag, alltaf opið öllum, sem beina hafa þurft og fyrirgreiðslu, enda má segja að ævi Sigríðar Hansdóttur, hafi mótast af fórnfýsi og þjónustu fyrir aðra kunnuga og ókunnuga, veitta af sérstakri þjónustugleði sem var hennar aðalsmerki. — Fyrir þetta starf, fyrirgreiðslu við ferðafólk og matsölu, er Sigríður Hansdóttir fræg víða um land, bera allir einróma lof á hana fyrir hlýhug og góðar veitingar og aðra fyrirgreiðslu sem notið hafa um lengri eða skemmri tíma, enda áreiðanlega margir sem minnast hennar með söknuði. Sigríður byrjaði matsölu í ólafs- vík 1935, þegar nýtt frystihús tók til starfa á vegum kaupfélagsins 1956 veitti hún forstöðu matsölu í Félagsheimili Ólafsvíkur, sem hún starfrækti með myndarskap í nær 12 ár, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Sigríður var slík afkastamann- eskja við matargerð og fram- reiðslu góðgerða að undrun sætti, veisluborð hennar, hvort heldur var um að ræða matar- eða kaffi- borð, stóðust samanburð við það besta sem gerist. Hafa margir ókunnugir karlar og konur, sem komið hafa til mannfunda eða mannfagnaðar í Ólafsvík, undrast og dáðst að snilli hennar og hug- kvæmni. Sá hún um flestar opin- berar veislur og félagssamkvæmi í Ólafsvík um áratugaskeið. — Get ég fullyrt að hennar störf á þessu sviði hafa stækkað ólafsvík í augum annarra. Það var hennar verk að hægt var að stofna Rotaryklúbb Ólafs- víkur á sínum tíma, þjónaði hún klúbbnum af sérstakri alúð í mörg ár. Eftir að Jón féll frá og aldurinn færðist yfir minnkaði Sigríður umsvif á þessu sviði — en gat samt ekki sest í helgan stein, fram á síðustu stundu sá hún um matar- þjónustu við embætti sýslumanns- ins og annarra slíkra embættis- manna er þeir komu til Ólafsvíkur og bílstjórar sérleyfisferða Helga Péturssonar hafa ávallt átt inni hjá Sigríði Hansdóttur. Ég persónulega mat Sigríði Hansdóttur meira en orð fá lýst. Um 30 ára skeið sem ég starfaði að ýmsum opinberum málum í Ólafsvík, var hún ávallt reiðubúin að greiða götu mína, hvort sem um var að ræða að taka einn eða fleiri menn í fæði eða gistingu eða hóp ferðamanna eða útbúa samkvæmi. Einlæg vinátta hennar, hlýhug- ur, ákveðinn og fórnfús vilji að greiða úr aðsteðjandi vandamálum á hótellausum stað, eins og þá var, hvernig sem á stóð hjá henni sjálfri, á nóttu sem degi, átti sér áreiðanlega fáar hliðstæður, slíkt er erfitt að launa og þakka eins og verðugt væri. Sigríður naut í ríkum mæli virð- ingar og vinsælda fjölda folks, það kom skýrt í ljós á stórafmælum hennar — hún naut þess í hárri elli að vera með fólki, og tók virkan þátt í samfundum og samkomum, orlofsferðum eldra fólks — einlæg gleði hennar var augljós. Fyrir hönd Ólafsvíkurbúa leyfi ég mér að þakka Sigríði Hans- dóttur fyrir hið mikla þjónustu- starf, sem hefur gegnum árin aukið hróður ólafsvíkur og leyst margan vanda. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar þakka hlýhug og áratugalanga trausta vináttu sem hefur verið okkur svo mikils virði. Við flytjum Mettu og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þeim minningarnar. Minningin um Sigríði Hans- dóttur og Jón Skúlason, líf þeirra og starf í Ólafsvík, mun lifa. Alexander Stefánsson Minning: ^ • • Arni Orvar Daníelsson Fæddur 20.júníl922 Dáinn 28. september 1985 Kveðja frá samstarfsmönnum Árni fæddist í Reykjavík. For- eldrar hans voru Helga Árnadóttir og Daníel Þjóðbjörnsson. Hann missti ungur móður sína. Þegar Árni var 9 ára fluttist faðir hans til Akraness með fjóra ynga syni. Síðari kona Daníels var Guðlaug Helgadóttir og gekk hún þeim bræðrum í móðurstað. Okkur samstarfsmenn hans, setti hljóða þegar okkur barst sú fregn, að kvöldi 28. september sl. að Árni hefði verið kallaður burt úr þessari jarðvist. Kátur og hress hafði hann farið úr vinnu kvöldið áður og vissum við ekki annað en hann hefði verið heill heilsu. En maðurinn með ljáinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Við viljum með þessum línum kveðja hann og þakka honum, hann var þeim kostum búinn að öllum leið vel í návist hans, gott skap og jafnlyndi einkenndi hann, ljúft viðmót, samviskusemi og hjálpsemi í öllum hans gerðum. Eftirlifandi konu hans, Sigríði Sigurbjörnsdóttur, börnum hans og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fari hann í friði til fegurri heima. Samstarfsmenn Olís hf. á Akranesi 0g því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. T.G. í dag verður jarðsunginn frá Akraneskirkju Árni Daníelsson, sem andaðist skyndilega af völdum hjartaáfalls laugardaginn 28. f.h. Á einum af þessum fögru dögum sem þetta sumar hefur verið svo ríkt af, fæ ég þá sviplegu fregn að Árni Danfelsson, áratuga vinur minn og fjölskyldu minnar hafi andast skyndilega þann sama dag. Heilbrigður og hress hafði hann gengið út til að stússa eitthvað í garði sínum í frítíma laugardags- ins og að vörmu spori verður þess vart að eitthvað amar að honum. Það e,r stutt leið á Sjúkrahúsið og það nemur ekki löngum togum þar til hann er kominn undir læknis- hendur, en allt kemur fyrir ekki honum verður ekki bjargað, hann er látinn. Svipleg og sorgleg frétt sem snertir fjölskyldur okkar, gerir mann annarshugar og utan við sig og ég stari út um gluggann þar sem haustið er að keppast við að fella laufin á trjánum, rauð, gul og græn falla þau til jarðar yfir fölnandi blóm sumarsins. Þannig er mannsæfin lfk og árs- tíðirnar. En það var ekki komið haust í lífi hans sem við erum nú að kveðja. Aðeins sextíu og þriggja ára að aldri, verður fjölskyldan hans að sjá honum á bak hinum góða prúða eiginmanni, föður og afa. Og það er mikill harmur kveð- inn að fjölskyldunni i Stekkjar- holti 24. Og minningarnar leita á hugann fjörutíu ár eða lengra aftur í tím- ann. Ungir og glæsilegir elskend- ur, Sigríður Sigurbjörnsdóttir og Árni Danfelsson bundust tryggða- böndum og leiddust út I lífið. Verkefnin og ábyrgðin beið þeirra. Þau settu saman bú og bjuggu fyrstu árin f húsi móður hennar á Teig og þar fæddust þrjú eldri börnin, Helga, sem búsett er í Skagafirði, Sigurbirna, búsett í Vestmannaeyjum og Danfel sem býr hér á Akranesi. Síðan byggðu þau saman systurnar tvær frá Teig ásamt mönnum sínum, húsið í Stekkjarhotli 24, þar sem þau hafa búið siðan. Og þar fæddust tvö yngri börnin, Úrsúla sem einn- ig býr hér í bæ og Friðþjófur sem enn er í foreldrahúsum. Það er Fæddur 25. júní 1922 Dáinn 27. september 1985 Einn kunningi minn Jóhann Rein- hold Axel Hjelm er nú héðan burt kallaður. Ég hitti hann síðast á miðborgarsvæðinu og átti við hann stutt samtal. Þó að hann væri líkur mér að því leyti að geta verið dálft- ið mislyndur þá gerði það aldrei neina breytingu á okkar vinskap. Hvað viðkemur dauðastundinni þá vakna upp margar spurningar. Er tilgangurinn aðeins bundinn við þessa skammvinnu stund jarð- mikið og gott verkefni að skila þjóðfélaginu fimm góðum börnum og það hefur þeim hjónum tekist með glæisbrag, enda hafa þau hjón bæði verið mikið heimilisfólk og áhugamál þeirra hafa ævinlega verið börnin og heimilið. Um leið og ég með þessum fá- tæklegu orðum kveð Árna Daníels- son vil ég þakka honum hið ljúfa og elskulega viðmót sem við heim- ilisvi holtinu áttum ævinlega að mæta hjá honum. Því það var mikil fjöl- skyldumiðstöð á heimili þeirra Siggu og Árna. Eg minnist óteljandi sunnudags eftirmiðdaga fyrr og síðar þar sem hópur innan fjölskyldunnar mætt- ist á heimili þeirra og sat lengi dags við rabb og kaffidrykkju. Börnin voru í fylgd með foreldrum sfnum og hávaðasamt gat orðið í stofunni í Stekkjarholti þegar líka unglingarnir í fjölskyldunni voru mættir. En Árni gekk um hlýr og rólegur og sagði glaðleg orð við alla. Það er erfitt að sjá á bak slíkum heimilisföður og djúp er hryggð þeirra konunnar hans, barna, tengdabarna og afabarna nú þegar leiðir skiljast og hann er hrifinn úr hópnum svo langt um aldur fram. Það fór ekki neitt mikið fyrir Árna Daníelssyni í lffinu. Vinnan lífsins? Nær tilboðið ekki lengra? Hverjar eru máttarstoðir tilveru- byggingarinnar? Geta kirkjunnar menn gefið svar við þeirri spurn- ingu? Eg hef enga trú á því vegna þess að þeirra viðmiðun er bundin við efnishyggjuna. Þeir vita ekki neitt og hafa ekkert jákvætt svar. Ráðgátum tilverunnar er ósvarað e*nn í dag. En trúin á framhald og æðri tilgang lffsins getur samt verið staðreynd. En það er ekki eingöngu bundið við sífelldan Bibl- fulestur og sálmasöng. Hlutlaus íhugun getur fært okkur nær sann- leikanum. og heimilið það voru þeir tveir sterku þættir sem hann óf saman. Ungur drengur varð hann þá eins og aðrir að fara að vinna fyrir sér og fór á sjóinn. Síðan lá leiðin ýmist við störf sjómanns, verka- manns, við síldarmat eða verk- stjórn og nú síðustu árin sem bensínafgreiðslumaður. Hvar- vetna var hann traustur og eftir- sóttur góður starfsmaður. Ég veit að fleirum en mér úr fjölskyldu okkar er tregt tungu að hræra þegar Árni er kvaddur hinstu kveðju, en við vitum samt að fjölskyldan mun enn f framtíð- inni hittast á góöum stundum f Stekkjarholti 24 uppi eða niðri og eiga saman samverustund, en hlýja brosið hans verður víðs fjarri en við munum það samt og sendum þakkir fyrir það sem við höfum notið. Samúðarkveðjur mínar vil ég senda konu hans, börnum, tengdabömum og barnabörnum, stjúpmóður og systkinum hans og fjölskyldunni allri um leið og ég veit að við öll munum sameinast í þakklæti fyrir að hafa átt samleið tryggð og vináttu hins góða vand- aða drengs. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfa eftir þér í sárum trega þá blómgvast enn og blómgvast ævin- lega hið bjarta vor í hugum vina þinna. T.G. Jóhann Hjelm var fæddur að Vogi í Færeyjum en kom hingað til íslands ásamt móður sinni og systkinum árið 1928 og fór fjöl- skyldan þá austur til Norðfjarðar en fluttu svo seinna suður til Reykjavíkur. Jóhann kom ungur maður hingað suður og það var líkt með honum og svo mörgum öðrum að hann bjargaði sér áfram í hringiðu hins daglega lífs og lét aldrei yfirbugast af svartsýni. Hann var frekar ákveðinn maður hugarfarslega séð. Yfirboðskenndaröflin móta jarðlífið á þann veg að engin eðli- leg fyrirmynd kemur þar til greina en sem betur fer eru þau hvimleiðu öfl ekki alls ráðandi en geta samt þrátt fyrir það haft sterk neikvæð ítök. Jóhann dvaldi hin síðustu ár að vistheimilinu í Víðinesi. Ég vil að endingu þakka honum allt gott sem liðið er. Þorgeir Kr. Magnússon ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Jóhann Reinhold Axel Hjelm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.