Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. OKTÖBER1985
Borgarspítalinn:
Lengingartækin
koma um áramót
BÚIÐ er aö panta tæki þau til lenginga-
raðgerða og aðgerða vegna beinbrota
sem Lionsklúbbar í Reykjavík hafa
ákveðið að gefa Borgarspítalanum.
Tækin verða keypt frá Medcsport í
Moskvu og kosta 192.400 kr. komin til
Reykjavíkur.
Innkaupastofnun Reykjavíkur-
borgar annast kaup tækjanna og
verða þau sett upp á slysadeild Borg-
arspítalans. Jóhannes Pálmason
framkvæmdastjóri Borgarspítalans,
bjóst við að tækin kæmu til landsins
um næstu áramót og gætu þau þess
vegna komist í gagnið fljótlega upp
úrþví.
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins:
Dr. Björn
segir starfi
sínu lausu
DR. Bjorn Sigurbjörnsson hefur sagt
lausu starfi sínu sem forstjóri Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins. Björn
hefur verið í þriggja ára leyfi og starfar
sem forstjóri iandbúnaðardeildar kjarn-
orkumálastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna í Vínarborg.
Gunnar ólafsson, sem settur var
forstjóri RALA í leyfi dr. Björns lést
í febrúar sl. og var þá Þorsteinn Tóm-
asson plöntuerfðafræðingur settur í
starfið. Landbúnaðarráðuneytið hef-
ur nú auglýst stöðu forstjóra RALA
lausa til umsóknar með umsóknar-
fresti til 31. október nk. I auglýsingu
ráðuneytisins segir að umsækjendur
skuli hafa lokið háskólaprófi i raun-
vísindum og vera sérmenntaðir í
einhverri grein búvísinda.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Afmælisbarnið, Guðmundur Daníelsson rithöfundur, og kona hans, Sigríður Arinbjarnardóttir, í hópi gesta, sem hylltu hann á afmælisdaginn.
Selfoss:
Fjölmargir hylltu Guðmund Daníelsson 75 ára
SelfocHÍ, 4. október.
GUÐMUNDUR Daníelsson, rit-
höfundur, varð 75 ára í dag, föstu-
daginn 4. október. Af því tilefni
var opnuð sýning í bæjar- og hér-
aðsbókasafninu á Selfossi, þar
sem sýndar eru allar bækur, sem
út hafa komið eftir Guðmund,
ásamt þýðingum utan ein bók í
þýskri þýðingu.
Guðmundur hefur auk rit-
starfa sinna komið víða við i
menningarlífi héraðsins, var
meðal annars ritstjóri héraðs-
blaðsins Suðurlands i 20 ár og
hefur ort mörg ljóð við lög, sem
kórar hafa haft á sinni verkefna-
skrá. Kór Fjölbrautarskóla Suð-
urlands sýndi þakklæti sitt í
verki í dag og heiðraði Guðmund
með söng fyrir utan heimili hans
að Þórsmörk 2 undir stjórn Jóns
Inga Sigurmundssonar. Kórinn
söng þrjú lög, Skógargöngu eftir
Ingibjörgu Sigurðardóttur, við
ljóð Guðmundar, sem er úr
fyrstu ljóðabók hans, tvö erindi
úr hátíðarkantötu Sigurðar Ág-
ústssonar og Guðmundar, en þau
erindi sem sungin voru, höfðu
aldrei verið sungin áður. Loks
söng kórinn „Hverjum söngur
minn sunginn", lag við ljóð, sem
Guðmundur þýddi. Eftir sönginn
ávarpaði Þór Vigfússon, skóla-
meistari, afmælisbarnið og sagði
meðal annars, að engu skipti
hversu skáld væru gömul, orð
þeirra væru síung og mikilvæg
þeim, sem þeirra nytu.
Það var gestkvæmt hjá Guð-
mundi í dag og margir gestanna
fluttu ávörp honum til heiðurs.
Heimili hans var blómum skrýtt
og handtak skáldsins þétt og ein-
arðlegt, eins og öll hans afstaða í
skáldverkum og dagsins önn.
Sig. Jóns.
Hlaðbær rífur hitaveitu-
geymana í Öskjuhlíð
Átti næst iægsta tilboðið, 67 % af kostnaðaráætlun
Ferðaskrifstofan Útsýn:
Tíu milljón króna
skuldabr é faútboð
„Nýjung í viðskiptum hér á landi,“ segir Ingólfur Guðbrandsson
STJÓRN Innkaupa-stofnunar Reykja-
víkurborgar hefur samþykkt og borgar-
ráó staófest að taka tilboði Hlaðbæjar
hf. í niðurrif geyma Hitaveitu Reykja-
víkur á Öskjuhlíð.
Verkið var boðið út og buðu 12
verktakar í það. Aðalbraut hf. átti
lægsta tilboðið 3.817 þúsund kr. sem
er 63% af kostnaðaráætlun, en hún
var 6.001 þúsund kr. Hlaðbær átti
næstlægsta tilboðið, 4.058 þúsund
kr., sem er 67% af áætlun, og var
því tilboði tekið. Hæsta tilboðið var
12.911 þúsund krónur, eða 215%
miðað við kostnaðaráætlun. Sævar
Fr. Sveinsson hjá Innkaupastofnun-
inni sagði að Hitaveita Reykjavíkur
hefði lagt til að tilboði Hlaðbæjar
yrði tekið vegna þess að lægstbjóð-
andi hefði ekki getað sýnt fram á
að hann hefði yfir að ráða þeim bún-
aði og tækjakosti sem þyrfti til að
skila verkinu á tilskyldum tíma.
Fyrirhugað er að byrja á verkinu í
þessum mánuði og ljúka því um
miðjan janúar.
Ferðaskrifstofan IJtsýn hefur
ákveðið að bjóða til sölu skulda-
bréf, samtals aö upphæð 10 millj-
ónir króna, og verða þau innleys-
anleg í viðskiptum við fyrirtækið.
„Þetta er alger nýjung í viðskipt-
um hér á landi,“ sagði Ingólfur
Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar,
er hann greindi frá þessum áform-
um fyrirtækisins á fundi með
blaðamönnum í gær. Kvaðst hann
hafa rætt þessa hugmynd við
marga hagfræðinga, þ.á m. við sér-
fræðinga Fjárfestingarfélagsins,
og hefði þeim öllum þótt hún at-
hyglisverð.
Handhafar þessara skuldabréfa
munu geta innleyst þau á næstu
3-5 árum í viðskiptum við fyrir-
tækið og fá þá hærri ávöxtunar-
hlutfall en völ er á í viðskiptum
með skuldabréf af öðru tagi. Ing-
ólfur Guðbrandsson sagði skulda-
bréfaútboð þetta, sem er fast-
eigna- og bankatryggt, yrði kynnt
innan skamms. Eftir væri að
ganga frá nokkrum atriðum máls-
ins og vildi hann því að svo stöddu
ekki skýra frá því hvaða aðili mun
annast útgáfu og sölu bréfanna eða
hvert nafnverð þeirra verður.
Ingólfur sagði að skuldabréfa-
útboðið væri gert í því skyni að
bæta greiðslustöðu fyrirtækisins
og tryggja framtíðarsamninga við
erlenda gististaði. Hann sagði, að
starfsemi ferðaskrifstofunnar
hefði verið með ágætum í sumar.
Farin hefðu verið 36 leiguflug til
Portúgals, Spánar og Italíu og
heildarnýting verið 92%, sem er
nokkru lægra en áður. Heildar-
velta Útsýnar fyrstu átta mánuði
þessa árs var um 230 milljónir, sem
er 14% aukning frá fyrra ári.
Hagnaður á sama tímabili var um
3 milljónir króna. Vanskil við-
skiptamanna hefðu valdið fyrir-
tækinu nokkrum vanda og yrði því
dregið úr lánastarfsemi.
Blesgæs
í hættu
„BLESGÆSASTOFNINN er nú í
lágmarki og stofninn í verulegri
hættu að mati fuglafræðinga. Við
viljum brýna fyrir skotveiðimönn-
um að skjóta ekki blesgæs,"
Þetta sagði Sverrir Scheving
Thorsteinsson, formaður Skot-
veiðifélags Islands, í samtali við
Morgunblaðið. „Hins vegar eru
grágæsa- og heiðargæsastofn-
arnir sterkir. Gæsaveiðimönn-
um er því óhætt að veiða meir
úr þeim stofnum. Við hjá Skot-
•eiðifélaginu hvetjum veiðimenn
til að virða lög ©g siðareglur og
sýna landi og lífríki virðingu,"
sagði Sverrir Scheving.
Nauðsynlegt að hefja mótefna-
mælingar hjá áhættuhópum fyrst
LÆKNARÁÐ Landspítalans telur
ekki tímabært að befja mótefna-
mælingar alhæmisveirunnar í blóð-
bankanum fyrr en komið hefur
verið upp aðstöðu til að rannsaka
helstu áhættuhópa þjóðfélagsins og
hægt að veita þeim viðunandi þjón-
ustu. Þessi afstaða læknaráðs
byggist á hræðslu við að laða að
blóðbankanum þá einstaklinga
sem óttast að hafa smitast og vilja
gangast undir mótefnamælingu til
að vita vissu sína.
Magnús Karl Pétursson, for-
maður læknaráðs, sagði að sú
staðreynd að alllangur tími gæti
liðið frá smitun þar til mótefna-
próf yrðu jákvæð, skapaði hættu
á því að blóð kæmist í umferð
frá einstaklingum, sem kæmu til
prófunar til þess að fá úr því
skorið hvort þeir hefðu smitast
af alnæmisveirunni eða ekki. Því
teldi læknaráð nauðsynlegt að
koma fyrst á fót aðstöðu til að
hefja kerfisbundna leit að
ónæmistæringu hjá áhættuhóp-
um, áður en blóð sem bærist blóð-
bankanum yrði skimað, eins og
landlæknir hefur mælst til.
1 bréfi sem stjórnarnefnd rik-
isspítalanna ritaði heilbrigðis-
ráðherra í vikunni eru bornar
fram tillögur í fjórum liðum um
aðgerðir á næstunni til varnar
og rannsóknar á ónæmistæringu
á íslandi. í fyrsta lagi er hvatt
til þess að þegar í stað verið
hafin kerfisbundin leit að
ónæmistæringu hjá áhættuhóp-
um og skráning sjúklinga. Er
fyrirhugað í því sambandi að
auglýsa símanúmer sem fólk
getur hringt í og fengið upplýs-
ingar um hvernig það eigi að
bera sig að, auk þess sem hægt
verður að panta viðtalstíma hjá
læknum gagngert til að ræða og
láta rannska möguleikann á því
hvort viðkomandi sé með al-
næmisveiruna í blóði sínu eða
ekki. í öðru lagi er bent á nauð-
syn þess að innrétta þegar til
bráðabrigða húsnæði á Landspít-
alalóðinni fyrir rannsóknastofu
í veirufræði til að hefja skimpróf
og sérhæfð próf til mótefnamæl-
inga, meðan unnið er að varan-
legri lausn á húsnæðismálum
rannsóknastofunnar. Hefur ver-
ið ákveðið að svokölluð W-álma
Landspítalans verði innréttuð til
bráðabirgða í því skyni. í þriðja
lagi er kveðið á um það að skim-
próf á öllum sýnum blóðbankans
hefjist ekki fyrr en aðstaða til
að gera sérhæfð próf á vafasýn-
um er tilbúin, og loks í fjórða
lagi að unnið verði að áætlun um
vistun sjúklinga sem kunna að
vera haldnir ónæmistæringu eða
forstigseinskennum hennar.
Á fundi yfirlækna Landspítal-
ans og forstjóra í gær var ákveðið
að skipa fjögurra manna nefnd
til að vinna að framgangi máls-
ins. Nefndin verður skipuð sér-
fræðingi í smitsjúkdómum,
ónæmisfræðingi, geðlækni og
veirufræðingi. Ennfremur var
ákveðið að framkvæmdastjóri,
sem væri sérfræðingur í ónæmis- «
fræðum, myndi veita nefndinni (
forystu.