Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985
15
Staða fiskvinnslukonunn-
ar í íslensku þjóðfélagi
— eftir Björk
Gunnarsdóttir
Hér fer á eftir ræða, sem Björk
Gunnarsdóttir flutti á þingi Lands-
sambands Sjálfstæóiskvenna.
í lok kvennaáratugarins, er það
furðulegt að þær konur sem vinna
að fiskvinnslu skuli vart vera
matvinnungar í okkar þjóðfélagi.
Allt eru þetta húsmæður sem
vinna þjóðfélagi okkar svo mikið
gagn, að útilokað er að meta í krón-
um eða með nokkurri mælistiku.
Ekkert hefur breyst, heldur hafa
laun og kjör þessarar stéttar stór-
hrakað.
Hvað veldur?
Lítillækkandi og fordæmandi
afstaða almennings til þessarar
iðngreinar sem heldur landi okkar
í byggð? Eða hefur verkalýðsfor-
ystan í landinu brugðist gjörsam-
lega með því kerfi, sem komið
hefur verið á í gegnum árin og
atvinnurekendur eru neyddir til
að starfa eftir.
Mér er spurn?
Er það tregða verkalýðsforyst-
unnar til að útskýra og ræða málin
eða benda á mismunandi aðferðir
á skiljanlegu máli, þannig að hægt
sé að vinna af heilindum, fyrir
þessa mikilvægu stétt landsins,
bæði hvað varðar laun og kjör og
starfsöryggi þessara kvenna? Eða
er þetta allt ein pólitísk refskák?
Þetta svokallaða launahvetjandi
kerfi, heldur þvílíkri heljargreip
utan um verk þessara kvenna að
til vansæmdar er íslensku þjóð-
félagi.
Ég kannaði viðbrögð kvenna í
þessari iðngrein og komst að þvi,
að sú kona, sem hvað lengst hefur
unnið þ.e.a.s. í 45 ár hefur 92 kr.
og 45 aura á tímann. Kona sem
hefur unnið í 15 ár hefur sama
tímakaup, 92,45 kr. Þessar og fleiri
konur, treysta sér ekki til að vinna
eftir þessu launahvetjandi kerfi
þær hætta því, því sálarlega og
heilsufarslega er þetta kerfi, sem
viðhaft er í fiskvinnslu og öðrum
sambærilegum framleiðslugrein-
um óhæft.
Og þó, ef slíkt kerfi hefði ekki
V i* L
Björk Gunnarsdóttir.
„Þessar og fleiri konur,
treysta sér ekki til að
vinna eftir þessu launa-
hvetjandi kerfí, þær
hætta því, því sálarlega
og heilsufarslega er
þetta kerfí, sem viðhaft
er í fískvinnslu og öðrum
sambærilegum fram-
leiðslugreinum óhæft.“
Frá áfengisvamaráði:
Bjórdrykkja er
oftast byrjunin
í ERINDUM sem tveir bandarískir vísindamenn, dr. Jack Durell og dr.
Cheryl Perry, fluttu á þingi ICAA í Kanada kom fram að rannsóknir
í Bandaríkjunum sýna að því fyrr sem unglingar byrja að neyta áfengis
þeim mun meiri hætta er á að þeir hefji neyslu annarra vímuefna.
Rannsóknir á þúsundum ungra vímuefnaneytenda (vímla) leiða í ljós
að hin venjulega leið á vit sterkra eiturefna er þessi:
Bjór
Sterkir drykkir
Vín
Tóbak
Hass
félagi er að við séum öll samábyrg.
Samdóma álit kvennanna sem ég
ræddi við, er að þeim fínnst sem
þetta sé niðrandi starf, þeirra störf
séu ekki metin sem skyldi og
almenningsálitið sé orðið þannig á
því herrans ári 1985 að meginþorri
þjóðarinnar gerir sér ekki grein
fyrir á hverju þjóð vor lifir.
Getur það átt sér stað?
Að við séum í raun komin svona
langt frá uppruna okkar, að við
séum búin að gleyma hver sé
undirstöðuatvinnugrein okkar ís-
lendinga. Við lifum ekki einn ára-
tug enn á því að þjónusta hver
annan.
Stöldrum við:
Allar okkar atvinnugreinar
stórar og smáar hafa orðið til og
eru í raun afsprengi sjávarútvegs-
ins. Það er þeim atvinnuvegi að
þakka að við erum sjálfstæð þjóð.
Því ber að þakka því fólki, sem af
dugnaði og elju hefur leitt þessa
atvinnugrein til vegs og virðingar.
Þá komum við að útvegsbændum
sem allt hafa lagt í sölurnar til
þess að byggja upp þessa atvinnu-
grein. En í stað þess, nú undan-
farin ár hefur málflutningi þeirra
verið tekið með sinnuleysi almenn-
ings. „Þetta er orðin svo gömul
lumma, ég nenni ekki að hlusta á
þá lengur," segir hinn almenni
borgari þessa lands.
Stöldrum við:
Hvar liggur orsök þessara við-
bragða? Jú, útvegsbændur, sem
standa frammi fyrir þessu mikla
kerfi og þeirri miklu miðstýringu
sem þeirra atvinnugrein hefur
orðið fyrir, verða vanmáttugir.
Sjávarútvegurinn er rekinn með
halla.
Hvers vegna?
Stundum er maður fáorðastur um
það sem er viðkvæmt og ríkast í
huga. Afurð sína selja þeir á
ströngum mörkuðum erlendis.
Nálaraugun, sem sjávarútvegur-
inn gengur í gegnum er svo strang-
ur húsbóndi, að enginn venjulegur
leikmaður getur sett sig inn í stöðu
fiskvinnslunnar i dag, nema að
kynnast því af eigin raun.
Atvinnuvegirnir standa mjög
misjafnt að vígi í launasamning-
um, þeir sem framleiða vörur fyrir
erlendan markað, geta ekki hækk-
að verð á vöru sinni, sem kaup-
hækkun nemur. Sama máli gegnir
um framleiðslu fyrir heimamark-
að i harðri samkeppni við útlendan
varning. En í þeim greinum, sem
að litlu leyti glíma við erlenda
samkeppni gegnir öðru máli og
kostnaður af kauphækkun kann
að lenda á þriðja aðila, sem ekki
var viðstaddur samningsgerðina
og geta valdið þar ókyrrð og tor-
tryggni. Auðvitað þarf að gæta
réttlætis milli manna. En í mann-
legu samfélagi er ógerningur að
marka svo þann gullna meðalveg
að öllum þyki öllu réttlæti full-
nægt. Það er oftast unnt að finna
einhverja punkta þar sem einhver
annar hefur það betra. Réttlætis-
gyðjunni má ekki misbjóða með
því að misnota boðskap hennar til
stuðnings tillitslausum kröfum
sem ekki er unnt að verða við.
Á tækniöld sem þessari, sem við
hraðbyri siglum inn í og höfum
verið í undanfarin ár, vex ábyrgð
útvegsbænda enn meir. Allar
tækninýjungar og enn meira
gæðaeftirlit hlýtur að fylgja fisk-
vinnslunni á komandi árum. Þess
vegna fer ég þess á leit við ykkur
sjálfstæðiskonur, sem nú sitjið 15.
landsþing sjálfstæðiskvenna að við
gerum átak í stöðu kvenna, sem
vinna í þessari iðngrein og gerum
þetta að baráttumáli okkar á þessu
þingi, til vegs og virðingar íslensk-
um sjávarútvegi.
Og gerum þjóðarátak í breyttum
hugsunarhætti, til handa þessari
undirstöðuatvinnugrein.
Höfundur er formadur Sjílfstædis-
kvennafélags Vestur-ísafjarðar-
sýslu.
verið sett á, væri ekki það velferð-
arþjóðfélag sem við nú búum við.
En öll skipulagning þarf endur-
skoðunar við. Fjöldi íslenskra
kvenna sem vinna við launahvetj-
andi kerfi eru þýðingarmesti
vinnukrafturinn sem þjóðin á.
Hagvöxtur, góð vinnubrögð,og agi
fylgja þessum kerfum.
En þá spyr ég:
Væru aðrar stéttir þjóðfélagsins
tilbúnar að taka upp þetta launa-
hvetjandi kerfi og þann aga sem
því fylgir, þannig að fískvinnslan og
aðrar framleiðslugreinar sætu við
sama borð? Aðalatriðið í þessu þjóð-
Venjulega dregur úr hættunni og menn byrja ekki áfengisneyslu fyrr
en 23 ára — og ef þeir neyta ekki áfengis eru hverfandi lítil líkindi til
þeir ánetjist ólöglegum vímuefnum.
(FrétUlilkynoing)
RT-laun
NÝTT LAUNAKERFI
FYRIR IBM S/36 OGS/34
Rekstrartækni hefur nú sett á markað nýtt
launakerfi,sérhannað á IBM S/36 og S/34 tölvur,
sem nefnist RT-LAUN.
Stærsti kostur RT-LAUN hugbúnaðarins er fjöl-
breytni og sveigjanleiki
Notandinn getur byggt upp sína eigin reikni-
stofna og breytt að vild. Þannig fylgir RT-LAUN
þörfum fyrirtækisins á hverjum tíma.
Sérstök kynning á fjölhæfni
RT-LAUN hugbúnaðarins
er í hugbúnaðardeild okkar,
Síðumúla 37.
RT
\>UN
rdag
'rr0™A6
k\
Sfóv>n'
ú\a
5. oV\.
37,2
1985
haeð-
] rekstrartækni
Tækniþekking og tölvuþjónusta.
Siðumúli 37. 105 Reykjavik. simi 685311