Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 17 hressir í gangnalok. Morgunblaðiö/Sigrún Borgarfjörður eystra: Gæsa- og sauð- fjárslátrun hafin — lítið fellt af hreindýrum Borgarfirði eystra, 3. október. GRUNNSKÓII Borgarfjarðar var settur 20. september síðastliðinn og voru 30 nemendur skráðir í skólann. Skólastjóri er sá sami og undanfarna vetur, Ólafur Arngrímsson, maður þingeysks uppruna og vil ég endur- taka það enn sem áður hve jákvætt það er fyrir nemendur að njóta stjórnar sama manns án sífellldra skipta á kennifeðrum. Með honum starfa tveir fastakennarar og þrír stundakennarar. Undanfarna vetur hafa talsverð- ar lagfæringar farið fram á skóla- húsnæði og allri aðbúð og hef ég orð skólastjóra fyrir því, að þær fjárveitingar til skólans hafi verið fúslega og ríflegá veittar eftir því sem fátækt hreppsfélag hefur verið megnugt. Hins vegar telur hann það allt að neyðarúrræði að verða að hafa skóla og félags- heimili undir sama þaki. En þegar verið er að búa einn hóp undir lífið er verið að búa annan undir dauðann. Slátrun hófst hér í sláturhúsi kaupfélags- ins 25. september síðastliðnn og húizt er við að lógað muni verða um 4.000 dilkum miðað við undan- AÐALFUNDUR Öldrunarráðs Is- lands verður haldinn í Ráðstefnusal ríkisins að Borgartúni 6 föstudaginn U.október nk. Ráðið hefur frá stofnun þess, í október 1981, jafnan boðið til námsstefnuhalds í framhaldi aðal- fundanna. Að þessu sinni hefur ráðið boðið hingað gestum frá Danmörku, hjónunum Kirsten og Jörgen Theisler sem góðkunn eru vegna starfa aö öldrunarmálum. farin ár. Sláturhússtjóri er Andrés Hjaltason. Alifuglasláturhúsið Borgargæs hóf slátrun 24. sept- ember síðastliðinn. Þar starfa 12 manns og munu viðskiptavinir þess verða eins og að undanförnu, víðs vegar af Austurlandi. Felld munu hafa verið 6 hreindýr og miklu færri en heimilað var. Nú eru flestir litlu bátarnir komnir í naust, því að gæftir fyrir þá eru stopular eftir þennan tíma og það fyrst og fremst sökum hafnleysis. Lítið mun hafa fiskazt í sumar: Hér hefði sumar mátt verða miklu betra til sjávar og sveitar. Jörgen er formaður öldrunarsam- taka í Danmörku og ráðgjafi í byggingamálum aldraðra. Hjónin munu flytja fyrirlestra á náms- stefnunni. Fimmtudaginn 10. október mun Jörgen flytja erindi um bygginga- mál aldraðra í Ráðstefnusal ríkis- ins og hefst það kl. 14.00. Theisler mun að erindinu loknu svara fyrirspurnum um bygginga- mál aldraðra. Aðgangur er ókeypis ogöllum heimill. Sverrir Aðalfundur Qldrunarráðs íslands: Danskir gestir flytja fyrirlestra KASKÓ tryggir þér lyklávöl að eigin sparífé! VÍRZWNflRBfiNKINN -uúuuci «neð fi&i!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.