Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 6

Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 Græna birtan r Osköp verð ég nú alltaf leiður þegar leiklistardeildin birtir hér í blaðinu smáklausur um fimmtudagsleikrit sem eru svo alls ekki á dagskrá. Þannig var undirritaður sestur í leikritastof- una siðastliðið fimmtudagskveld með blað og blýant, kaffibollann, sykurmolana, og ýmsa fróðleiks- mola er safnað hafði verið um leikritaskáldið Tom Stoppard, leikstjórann Gísla Rúnar Jónsson og Steinunni Sigurðardóttur, þýð- anda verksins. Sægræn ljósrákin hefir lifnað í glugga gamla Philips-lampatækisins og andinn er að sönnu reiðubúinn, gægist þá ekki góðkunnur leikhússmaður á gluggann, sjálfur Sveinn Einars- son, fyrrum leikhússtjóri. Nú ber vel í veiði hugsar útvarpsgagnrýn- andinn, Jón Viðar leiklistardeild- arstjóri hefir auðvitað fengið, Svein þennan víðfróða leikhús- mann til að fjalla um Stoppard. Á máski að gera Svéin Einarsson að sérstökum ráðunaut um val á út- varpsleiktritum eða jafnvel fá hann til að leikstýra og Semja, mikið væri það nú gaman? En satt að segja kólnaði kaffið í bollanum mínum því Sveinn sigldi í sæ- grænni töfrabirtu gamla Pilips- , lampatækisins, ekki inní heim leikskáldsins Tom Stoppard held- ur inn í hellana á Kaprí, nefnist þátturinn í smáleturstilkynningu rásar I Frá Kaprí. Sveinn Ein- arsson segir frá. Síðari hluti. Samperhjónin Töfrabirtan hvarf sum sé úr út- varpsglugganum, kaffið í vaskinn og undirritaður hélt heldur hnugginn með skrifblokkina og alla minnispunktana, þann texta er hér birtist ef ekki hefði verið tilhlökkunin að bragða daginn eft- ir á 600 manna afmælistertunni upp í Fjölbraut í Breiðholti, því var kaffibollinn fylltur á ný og ferskir sykurmolar gripnir úr syk- urkarinu og symfónían á rás I kvödd en þess í stað stillt yfir á rás II og nú mátti gamla lampa- tækið eiga frí, slík voru vonbrigðin með hámenningarfólkið. En viti menn, út úr rafeindastýrða stereó- tækinu barst álíka siðfáguð rödd og skömmu áður úr sægrænni töfrabirtu Kaprí. Hjónin Krist- jana og Baltasar Samper voru mætt til leiks hjá Ragnheiði Davíðsdóttur í þættinum Gesta- gangi. Nú bar vel í veiði því undir- ritaður hefir orðið svo frægur að rita myndlistarrýni um eina af sýningum Baltasar í Dagblaðið Vísi. (Já, þau eru mörg bernsku- brekin.) Hvað um það, þá fannst mér einhvern veginn að þáttur Ragnheiðar snerist ekki um verk hins þekkta myndlistarmanns Baltasar heldur fremur um konu hans, Kristjönu Samper, og hversu erfitt hefði reynst fyrir þá ágætu konu að „skapa sér nafn“ eins og það er kallað. En Krist- jana gat þess að í dagskrár- kynningu hefði hún einungis verið nefnd ... frú Baltasar og gjarnan væri hún ekki kölluð Kristjana Samper manna á meðal heldur ... konan hans Baltasars. Mér fannst þessi ummæli Kristjönu myndlist- arkonu íhugunarverð því þau sýna hversu erfitt konur eiga uppdrátt- ar í listaheiminum. Á sama tíma og eiginmaðurinn Baltasar gat einbeitt sér að því að ... skapa sér nafn, þá heigaði eiginkonan sig uppeldi barnanna. En nú hefir Kristjana Samper myndlistarkona lokið sínu myndlistarnámi og horfið frá bleijuþvottinum til samfunda við listagyðjuna. Megi hún njóta verka sinna eins og hennar snjalli bóndi. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP „Maðurinn frá Río“ — frönsk bíómynd ■ „Maðurinn frá jg Ríó“ er heiti — franskrar bíó- myndar sem er á dagskrá sjónvarps kl. 22.15 í kvöld. Hún er frá árinu 1964. Leikstjóri er Philippe de Broca og í aðalhlutverkum eru Jean-Paul Belmondo, Francoise Dorléac og Jean Servais. Söguþráðurinn er á þá leið að ungur hermaður og unnusta hans verða fyrir barðinu á harðsvír- uðum myndastyttuþjóf- um. Leikurinn berst alla leið til Ríó de Janeiro og þaðan út í frumskóga Brasilíu og verða þar ýmis Ijón á vegi hjónaleysanna. Þýðandi er Ólöf Péturs- dóttir. „Bundinn í báða skó“ — næstsíðasti þáttur ■ Breski gaman- 35 myndaflokkur- — inn „Bundinn í báða skó“ (Ever Decreas- ing Circle) er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld eftir fréttirnar og er þátturinn í kvöld sá fjórði í röðinni en alls verða fimm þættir sýndir að sinni. Þættirnir eru um skin og skúrir í lífi félagsmála- frömuðar nokkurs, sem er utan við sig í hinu daglega lífi og skiptir sér lítið af konu sinni að henni finnst. í aðalhlutverki er Ric- hard Briers. Þýðandi þátt- anna er Ólafur Bjarnason. Steinn Marco Polos ■■ Annar þáttur 1 q 25 ítalska fram- J. «/ — haldsmynda- flokksins „Steinn Marco Polos" er á dagskrá sjón- varpsins í kvöld kl. 19.25. Þættir þessir eru ætlaðir börnum og unglingum og gerast þeir í Feneyjum þar sem nokkrir átta til tólf ára krakkar lenda í ýms- um ævintýrum. Þýðandi er Þúríður Magnúsdóttir. — annar þáttur Krakkarnir í ítalska framhaldsmyndaflokknum „Steinn Marco Polos“. Tónlistarár æskunnar ■i Verðlauna- 00 samkeppni ““ Ríkisútvarpsins um tónverk eftir íslensk tónskáld 30 ára og yngri er á dagskrá rásar 1 kl. 17.00 í dag og nefnist dagskrárliðurinn Tónlist- arár æskunnar. Útvarpað verður beint úr útvarps- sal. Tilkynnt verður um úrslit keppninnar, verð- Iaun afhent og verðlauna- verkin leikin. Hljóðfæraleikarar eru: Martial Nardeau, Krist- ján Þ. Stephensen, Sig- urður I. Snorrason, Björn Árnason, Þorkell Jóels- son, Helga Þórarinsdóttir, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Arn- þór Jónsson. Dagskráin stendur fram að veðurfregnum kl. 18.45. ÚTVARP LAUGARDAGUR 5. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tónleikar 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8J0 Forustugreinar dagblað- anna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Guðvarðar Más Gunnlaugssonar trá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga. framhald. 11.00 A tólfta tlmanum — Vetrardagskrá útvarpsins. Umsjón Einar Kristjánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur I vikulokin. 15.10 Siðdegistónleikar. a. Sönglög eftir Claude De- bussy. Elly Ameling, Gérard Souzay, Michéle Command og Mady Mesplé syngja. Dalton Baldwin leikur á pl- anó. b. „Pieces pittoresqu- es“ (Myndrænir þættir) og „Bourée Fantasque" (Skopdans) eftir Emanuel Chabrier. Cécile Ousset leik- ur á pianó 15.50 Islenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál I umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 17.00 Tónlistarár æskunnar. Verölaunasamkeppni Rlkis- útvarpsins um tónverk eftir Islensk tónskáld 30 ára og ungri. (Bein útsending úr út- varpssal.) Tilkynnt verður um úrslit keppninnar, verðlaun afhent og verðlaunaverkin leikin. Hljóðfæraleikarar: Martial Nardeau, Kristján Þ. Stephensen, Sigurður I, Snorrason, Björn Arnason, 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.25 Steinn Marco Polo. (La Pietra di Marco Polo). Annar þáttur. Italskur fram- haldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þættirnir gerast I Feneyjum þar sem nokkrir átta til tólf ára krakkar lenda I ýmsum ævintýrum. Þýð- andi Þurlður Magnúsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. Þorkell Jóelsson, Helga Þór- arinsdóttir, Anna Guöný Guðmundsdóttir, Jón Aðal- steinn Þorgeirsson, Þóra Frlða Sæmundsdóttir og Arnþór Jónsson. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Gáð onl Grettlu. Friðrik Þór Þorleifsson flytur erindi. 20.00 Harmonlkuþáttur. Um- sjón: Sigurður Alfonsson. 20.30 Sögur tveggja kvenna. Herdls Þorvaldsdóttir les smásögurnar „Kona við stýri“ eftir Gertrud Fussen- egger og „Opinberun" eftir 20.35 Bundinn I báða skó. (Ever Decreasing Circles). Fjórði jsáttur. Breskur gam- anmyndaflokkur I timm þátt- um um skin og skúri i llfi fé- lagsmálafrömuðar. Aðalhlut- verk: Richard Briers. Þýð- andi Ólafur Bjarni Guðna- son. 21.10 Saga Bitlanna. (The Complete Beatles). Slðari hluti bandariskrar heimildamyndar um frægð- arferil Bftlanna. Þýðandi Björn Baldursson. 22.15 Maöurinn frá Rló. Katherine Mansfield. Sigur- laug Björnsdóttir þýddi og flytur inngangsorð. 21.00 Vlsnakvöld. Umsjón: Glsli Helgason. 21.40 „Orð eru villidýr." Ellsa- bet Jökulsdóttir les eigin Ijóð. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veöurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 „Gefðu mér litla sæta eyrað þitt." Dagskrá um málarann Vincent van Gogh og verk hans. Umsjón: Sig- mar B. Hauksson. Aður út- varpað 17. júll I sumar.) 23.10 Gömlu dansarnir. 24.00 Fréttir. (L’homme de Rio). Frönsk gamanmynd frá árinu 1964. Leikstjóri Philippe de Broca. Aðalhlutverk: Jean-Paul Belmondo, Francoise Dorlé- ac og Jean Servais. Ungur hermaður og unnusta hans verða fyrir barðinu á harðsviruðum myndastyttu- þjótum. Leikurinn berst alla leið til Rló de Janeiro og þaðan út i trumskóga Bras- illu og verða þar ýmis Ijón á vegi hjónaleysanna. Þýðandi Ölöf Pétursdóttir. 00.05 Dagskrárlok. 00.05 Miðnæturtónleikar. Jón Örn Marinósson kynnir. 00.55 Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Margrét Blöndal. 14.00—16.00 Viö rásmarkið Stjórnandi: Jón Ólafsson ásamt Iþróttatréttamönnun- um Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Hringborðið Hringborðsumræður um múslk. Stjórnandi: Magnús Einars- son. 20.00—21.00 Llnur Stjórnandi: Heiöbjört Jó- hannsdóttir. 21.00—22.00 Djassspjall Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 22.00—23.00 Bárujárn Stjórnandi: Sigurður Sverr- isson. 23.00—00.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 00.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP LAUGARDAGUR 5. október

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.