Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 1
64SIÐUR B STOFNAÐ1913 234. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Almenn mannréttindi afnumin í Nicaragua Ortega forseti nemur úr gildi prentfrelsi, fundafrelsi og friðhelgi heimilisins uppreisnarmanna, sem nytu stuðnings Bandaríkjamanna, ynnu nú af alefli að því „spilla fyrir hervörnum föðurlands- ins.“ Orteg* Managua. 16. október. AP. STJÓRNVÖLD í Nicaragua af- námu í gær almenn mannréttindi í landinu. Lýsti Daniel Ortega, forseti landsins því yfir, að það væri forsenda fyrir því, að mann- réttindi yrðu innleidd aftur, að allri gagnrýni á stjórn hans yrði hætt. Las Ortega upp tilskipun í hljóðvarpi og sjónvarpi um að tjáningarfrelsi, fundafrelsi og prentfrelsi væri afnumið og að tekið yrði upp eftirlit með bréfum fólks. Jafnframt væri friðhelgi heimilisins afnumin. Sams konar tilskipun var gefin út samkvæmt sérstökum neyðarástandslögum 1982, en mannréttindi áttu að vera inn- leidd á ný fyrir forsetakosning- arnar í nóvember í fyrra. Or- tega sagði, að tilskipunin nú væri nauðsynleg vegna þess, að stjórnmálaflokkar, fréttastofn- anir og kirkjuleiðtogar auk Verdens Gang/Simamynd Danir unnu 5—1 í Osló Margir leikir fóru fram í gærkvöldi í undankeppni HM í knattspyrnu. Meðal leikja var viðureign Dana og Norðmanna í Osló. Danir sigruðu 5-1, eftir að hafa verið undir 0-1 í hálfleik. Á myndinni kljást norsku lands- liðsmennirnir við Sivebæk bakvörð í danska liðinu. Sjá íþróttasíður. “Það er grundvallarforsenda fyrir því, að fallið verði frá þessum ráðstöfunum, að árásar- aðgerðum heimsvaldasinna gegn Nicaragua verði hætt,“ sagði Ortega. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga gagnrýndi í dag harðlega afnám mannrétt- inda í Nicaragua. Sagði tals- maður sambandsins, John Vanderveken, að ætlun stjórn- valda þar væri sú að koma í veg fyrir starfsemi verkalýðsfélaga í landinu. í síðustu viku kom til verkfalls byggingarverka- manna í Nicaragua, sem kröfð- ust hærri launa. Wanderveken benti á, að á undanförnum vikum hefðu stjórnvöld í Nicaragua hindrað starfsemi ýmissa verkalýðs- félaga í landinu og handtekið marga forystumenn þeirra. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU) hefur aðalstöðvar sínar í Brússel og hefur innan sinna vébanda um 83 millj. meðlimi í 99 löndum. Talsmaður franska utanrík- isráðuneytisins harmaði í dag afnám mannréttinda í Nic- aragua og sagði, að slíkt væri algerlega andstætt „grund- vallareglum lýðræðisins." Friðvæn- legt í Líbanon DamaskuH, Sýrlandi, 16. október. AP. RAÐAMENN í Sýrlandi sögðu í dag, að þeir væru trúaðir á, að vopnahléið, sem tekist hefur að koma á milli þriggja stærstu herja í Líbanon, myndi binda endi á tíu ára borgarastríð, er kostað hefur meira en 100 þús- und mannslíf. Haft var eftir Abdul-Halim Khaddam, varaforseta Sýr- lands, að hann væri „mjög bjartsýnn og ánægður með ár- angurinn". Tilkynning um að samkomulag hefði náðst milli drúsa, shíta og kristinna manna í Líbanon, kom frá sýr- lenskum ráðamönnum sl. þriðjudag. Lögreglulið og skriðdreka- sveit slógu í dag skjaldborg um sendiráð Sovétmanna og Itala, sem eru í borgarhluta múham- eðstrúarmanna í Beirút, er simahótanir höfðu borist um að samtök rótækra múhameðs- trúarmanna og palestínu- manna ætluðu að sprengja þau í loft upp. Fellur ítalska stjómin?: Spadolini segir sig úr stjórninni Sprengjumenn handteknir á flugvelli í Rómaborg Kóm, 16. oklóber. AP. TVEIR menn, sem höfðu vegabréf frá Marokkó, voru í dag handteknir á Leonardo da Vinci flugvelli í Róm, eftir aö upp komst, að í farangri þeirra var mikið magn af sprengjuefni. Komu mennirnir með flugvél frá Bagdad, höfuöborg íraks. Voru þeir þegar settir í gæzluvarðhald grunaðir um að vera hryðjuverkamenn. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, neitaði í dag að verða við kröfum, sem fram höfðu komið, um að Egyptar slitu stjórnmálasambandi við Banda- ríkjamenn og Israel. Var þetta aðalkrafan á útifundi, sem um 1000 stúdentar héldu í Kairó til þess að mótmæla töku egypzku flugvélarinnar, sem flytja átti sjóræningjana fjóra af Achillo Lauro til Túnis. 1 dag var lík Bandaríkjamanns- ins Leons Klinghoffers, sem myrtur var af sjóræningjunum um borð í Achillo Lauro í siðustu viku, flutt til Rómaborgar. Voru bandarískir og ítalskir embættis- menn til staðar á flugvellinum, en líkið var síðan flutt til krufn- ingar í réttarlæknisstofnun borg- arinnar, þar sem gengið skyldi endanlega úr skugga um dánaror- sök Klinghoffers. Mennirnir fjórir, sem rændu Achillo Lauro og talið er víst, að hafi myrt Leon Klinghoffer, eru í gæzluvarðhaldi á Ítalíu og bíða þess að verða leiddir fyrir dóm ákærðir um morð, mannrán, sjó- rán og fyrir að hafa haft í fórum sínum vopn og sprengiefni, er nota skyldi til hryðjuverka. Róm, 16. október AP. LÝÐVELDISFLOKKUR Giovannis Spadolinis, varnarmálaráð- herra Ítalíu, sagðist í kvöld vera hættur þátttöku í stjórn lands- ins. Ástæðan væri sú, að ítalska stjórnin hefði látið lausan foringja PLO, sem Bandaríkjamenn vildu fá framseldan vegna ránsins á Achillo Lauro, þar sem bandarískur maður var myrt- ur. Var haft eftir Spadolini í kvöld, að meö þessu væri ítalska stjórnin fallin. Bettino Craxi forsætisráðherra lýsti því strax yfir, að hann hygðist ekki segja af sér, heldur óska eftir traustsyfirlýsingu þjóðþingsins. „Ég mun ekki snúa mér til forsetahallarinnar með afsagnarbeiðni, heldur til þings- ins, “ sagði Craxi. Lýðveldisflokkurinn er smá- flokkur, sem þó hefur haft á sinni hendi þrjú mikilvæg ráðherra- embætti í ítölsku stjórninni, þar á meðal embætti varnarmálaráð- herra og fjármálaráðherra. Þrjá- tíu ráðherrar eiga sæti í ítölsku stjórninni, sem var mynduð í ágúst 1983 og hefur því verið lengur við völd en flestar aðrar stjórnir landsins. En þó að Lýðveldisflokkurinn hætti stuðningi við stjórnina, þá hefur hún meiri hluta í báðum deildum þingsins. Þar að auki hafa kommúnistar lýst yfir stuðningi sínum við það, með hvaða hætti stjórnin hefur tekið á ráni Achillo Lauro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.