Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 BJALLAN KVÖDD Þessi mynd er tekin úr fyrsta auglýsingabæklingnum yfir Volkswagen, gefnum út 1938. Á henni kemur skýrt í Ijós hve litlum breytingum bfllinn hefur tekið á þeim 47 árum sem síðan eru liðin. Bflar Guðbrandur Gíslason Nú eru dagar bjöllunnar tald- ir. Á sýningarsvæði Volks- wagen AG á bflasýningunni í Frankfurt, innan um sextán ventla tæknigrínin og aldrifs- undrin stóð fólksvagn eins og við öll þekkjum hann, gamli góði VW voffinn, tæknilega úreltur en failegur eins og þeir hlutir sem maður getur treyst og hafa verið hluti af þroskasögu manns. Þessi bfll hefur verið framleidd- ur í fimmtíu ár, næstum óbreytt- ur. Tuttugu milljónir manns keyptu hann. Síðustu árin hefur hann ein- ungis verið framleiddur í Bras- ilíu og Mexíkó, og fluttur þaðan inn til Evrópulanda. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta innflutningi hans. Kaupendur eru orðnir of fáir til þess að salan borgi sig og þar að auki finnst þýska bif- reiðaeftirlitinu hann of hávær. Bjallan verður þó framleidd enn í ár eða svo handa fólki í þriðja heiminum, sem hefur áhuga á því að komast leiðar sinnar og er sama þótt hestöflin séu ekki nema 34, vélin eins og hurða- skellir og vindstuðullinn er - hvers staðar í skýjunum. Þótt okkur sem ólumst meira og minna upp í og kring um bjölluna þyki hún falleg nú þeg- ar hún er að hverfa af sjónar- sviðinu var það ekki alltaf svo. Finnbogi Eyjólfsson blaða- fulltrúi Heklu hf. sem þekkir manna best sögu bjöllunnar á ís- landi sagði mér að hún hefði þótt svo ljót hér áður fyrr að enginn treysti sér til að selja Islending- um hana fyrr en Hekla tók að sér umboðið 1952. í þá daga vildu menn hafa skott á bílum og mik- ið „húdd“. Þeim mun stærra sem „húddið" (vélarhlífin) var því glæsilegri var bíllinn. Það blés því ekki byrlega fyrir bjölluna hér á landi. En Hekla var heppin með fyrstu kaupend- ur, sagði mér Finnbogi. Þekktir og áberandi menn í þjóðfélaginu fengu sér bjöllu, kaupmenn, verkfræðingar, skipstjórnar- menn og flugmenn. Þeir fóru vel með bíla sína og brátt varð lýð- um ljóst hvers lags tryggðatröll bjallan var. Hún fór alltaf í gang, bilaði lítið og seldist vel aftur. Hekla hf. seldi 14 þúsund bjöllur á árunum 1952 til 1974—6, en þá voru nýjar gerðir VW komnar fram á sjónarsviðið og eftirspurnin datt niður. Hefur engin ein gerð bifreiða selst jafnvel á íslandi. Síðasta bjallan sem Hekla hf. seldi var fram- leidd í Mexíkó og fór til kaup- anda á Norðfirði 1980. Ég efast ekki um að sá maður fer með hana eins og hún á skilið. Mín fyrstu kynni af bjöllunni voru þau að ég keyrði eina splunkunýja bláa í eigu föður vinkonu minnar aftan á risastór- an Bjúkka á Lækjargötunni í þann mund sem verið var að hleypa út úr ellefubíó í Nýja bíói. Ég grét af skömm þá, en var fljótur að ná mér aftur og fékk lánaða bjöllu frænda míns til að útrétta á daginn fyrir mína fyrstu för til Bandaríkjanna 1963. Ég klessti hana á gatna- mótun Grófarinnar og Tryggva- götu fimm mínútum eftir að ég settist undir stýri. Þá fannst mér nóg komið og hef síðan ekki verið valdur af umferðarslysi. Síðan hef ég átt margar bjöll- ur og allar reyndust þær mér vel. Ég fór á bjöllu um Dauðadalinn í Kaliforníu í 45 stiga hita og óskaði henni til helvítis fyrir að komast ekki hraðar, en hún skil- aði mér samt upp í svala San Bernandinó-fjallanna fyrir kvöldið. Ég missti sveindóminn í aftursætinu í bjöllu endur fyrir löngu og undraðist þá sem oftar hve litlir bílar geta orðið stórir. Bjallan var fyrirtaks kapp- akstursbifreið. Við Árni Jörg- ensen vorum eitt sinn á ferð eft- ir hraðbraut í Vestur-Þýska- landi þegar tveir piltar á aldur við okkur og á eins bjöllu buðu okkur í kapp. Fimmtíu kílómetr- um síðar fórum við útaf hrað- brautinni tveimur bjöllulengd- um á undan þeim. Það var spennandi ferð og sigurinn sæt- ur. Síðustu bjölluna sem ég átti seldi ég vini mínum og náms- manni s'em var fátækur en átti konu og tvö börn. Sá bíll var orð- inn svo hrumur að maður prísaði sig sælan þegar hann fór í gang. Þegar maður lyfti mottunni af gólfinu bílstjóramegin blasti gatan við augum. Þessi vinur minn átti bílinn þar til hann lauk námi eftir tvö ár. Hann hef- ur ekki gert betri fjárfestingu síðan. Slíkar endurminningar eða svipaðar eiga allir sem áttu því láni að fagna að alast upp með Volkswagen-bjöllunni. Þeir þekkja líka tilfinninguna sem fylgdi því að hleypa töffurum á átta gata tryllitækjum fram úr sér, hverjum á fætur öðrum með brilljantínið lekandi niður á kragann á leðurjökkunum. Þá lærðist mörgum að kemst þótt hægt fari. Við ipunum sakna þessa fullkomna ófullkomna bíls. í lokin: Bandarísk sjónvarps- auglýsing. Það rofar fyrir degi. Miðaldra maður fer á fætur, paufast fram í eldhús, tekur nesti og kaffibrúsa, fer út. Úti hefur snjóað. Hann strýkur snjóinn af rúðunum á bjöllunni sinni, sest undir stýrið, ræsir bílinn og heldur af stað í morg- unskímunni eftir snjóþungri götunni. Til hliðar eru bílar sem fennt hefur í kaf. Eftir drykk- langa stund kemur hann að öðru farartæki, leggur bjöllunni, stíg- ur út. Hann veður mjöllina upp að hnjám uns hann kemur að snjóplógnum. Þá heyrist spurt: Hefur þú nokkurn tímann hug- leitt hvernig maðurinn sem ekur snjóplógnum kemst að snjó- plógnum? Svona var bjallan. Einföld. Snjöll. Volvo kynnir tvær nýj- ar gerðir vörubifreiða Volvo-verksmiðjurnar hafa nú sent á markað tvær nýjar gerðir vöru- bifreiða sem bera tegundaheitin FL 6 og FL 7/FL 10. Eru þessar bifreiðar ein mesta nýjung sem Volvo hefur nokkru sinni kynnt í vörubifreiðaframleiðslu sinni. í bifreiðum þessum koma fram margar athyglisverðar tækninýjungar og má þar nefna nýja gerð húsa, nýjar vélar, nýja grind, loftfjöðrun og diska- hemla. Nýju vörubifreiðarnar eru þannig gerðar að þær henta vel við hinar ólíklegustu aðstæður. Koma þær jafnt að notum við fiutning á skemmri leiðum sem við þungaflutninga og er burðar- geta þeirra allt að 44 tonnum auk þess sem þær geta dregið tengivagna. Vélarnar í nýju Volvo-vörubif- reiðunum eru misjafnar að stærð og gerð og er unnt að velja milli sjö ólíkra véla sem eru frá 152 hestöflum til 299 hestafla og er burðargetan frá 11 og að 44 tonnum. Einnig eru hús bifreiðanna með nýju lagi og er hægt að velja milli tveggja gerða. Hin nýja birgðastöð Nissan í Amsterdam. Varahlutir í Nissan lækka í verði í síðasta mánuði var tekin í notkun varahlutamiðstöð Nissan í Amsterdam, og mun hún þjóna allri Evrópu. Birgðastöð þessi, sem er á tollfrjálsu svæði, er gríðarstór, 50 þúsund fermetrar að flatarmáli, og með tilkomu hennar verður þjónusta fyrirtækisins við viðskiptavini sína bæði hraðari og ódýrari. Hægt er að fá varahluti senda með hraða til fslands, og tekur sú afgreiðsla allt niður í þrjá daga. Samkvæmt upplýsingum umboðs Nissan hér á landi, Ingvars Helgasonar hf., munu vara hlutir í Nissan bifreiðir lækka í verði um 10—15% við þessar breytingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.