Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 13 Bellmansmyndir Peters Dahl Myndlist Valtýr Pétursson í anddyrinu í Norræna húsinu stendur nú yfir sýning af skemmtilegra taginu. Það er norskur listamaður, sem þar sýn- ir myndir. Hann hefur verið bú- settur í Svíþjóð um langan aldur og má nánast teljast heyra til því landi. Dahl hefur gert sér lítið fyrir og myndskreytt Pistla Fredmans eftir hinn ástsæla Bellman og fært skemmtilegheit skáldsins og trúbadorsins yfir í Árni Gallerí Salurinn er á sínum stað og ég kemst víst ekki upp með að nefna hann oftar Flotta Galleríið eins og í upphafi. Það er með öðrum orðum kominn virðulegri blær yfir þennan sýn- ingarstað og um leið miklu al- gengari og litlausari nafngift. Hvað um það, áfram streyma sýningarnar þar í sveit, og nú er þar Árni Páll með málverkasýn- ingu, en hann hefur hingað til aðallega verið á ferð með skúlpt- úr og þá á stundum í félagi við Magnús Kjartansson. Nú er hann hins vegar einn á báti og sýnir á sér nýja hlið. Þarna sýnir Árni Páll nokkurs konar mínimalisma, þótt það sé ef til vill nokkuð langsótt að kenna þessi verk hans við þá stefnu, en það er ekki mikið og margt, sem felst í þessum verk- um, hvorki í formi né lit. Allt er gert á sem einfaldastan hátt og Árni notar oft letur til að koma litógrafíur. Þær eru 87 talsins og geisla af fyndni, um leið og þær deila á þekkta borgara í Stokkhólms stað hér á árum áð- ur. Ekki verður innihald þessara mynda nánar skýrt hér að þessu sinni, en hver og einn á að geta skemmt sér við að horfa á þann gleðskap, sem þarna er á ferð- inni. Ástin og Bakkus koma við sögu, og ber margt á góma. Litó- grafíurnar eru gerðar af mikilli kunnáttu og tækni. Það er snjöll teikning í þessum verkum, sem í fáum orðum sagt eru hið ágæt- asta pródúkt. Peter Dahl er þessara verka minna svolítið á bílnúmer og eru vart fyrirferð- armeiri en slík, en hafa allt ann- an tilgang — fyrst og fremst er það formið á letrinu, sem virðist aðalatriði. Liturinn er einnig í fáum tónum og fylgir yfirleitt formspilinu. Það er fátt nýmeti á þessari sýningu og það er eins og kunnuglegur blær yfir því, sem þarna er á veggjum. auðsjáanlega mjög fær myndlist- armaður, sem fer nokkuð troðnar slóðir og leggur ekki allt upp úr því að vera sem frumlegastur. Hann er ekki langt frá sumum þekktum listamönnum í þessum myndum, og kemur það einna greinilegast fram í því, hvernig hann fjallar um dansleiki og slík- ar skemmtanir. En heildarsvipur þessarar sýningar er honum og Bellman til mikils heiðurs. Þessi sýning hefur víða farið og undrar það engan, sem kynn- ist við hana. Þarna kemst maður í gott skap, og ekki veitir nú af á seinustu og verstu tímum. i siuuu mau er petta snotur sýning, en kemur á engan hátt á óvart. Það hefur löngum verið notað letur í nútímamálverki, en nóg um það að sinni. Það er viss svipur á þessari sýningu, sem er ef til vill ekki alveg nægilega persónulegur, en hefur samt ým- islegt til ágætis sér, ef vel er að gætt. Það eru 16 verk á þessari sýningu, bæði stór og smá. Til hamingju. Pappírsverk í Gallerí Borg Nú stendur yfir í Gallerí Borg mjög eftirtektarverð sýning á samklippum úr pappír, og eru þær eftir Hólmfríði Arnadóttur, en hún hefur um nokkurn tíma fengist við myndlist í ýmsu formi. Hún er því enginn byrj- andi á þessi sviði, og ber sýning hennar þess glöggt vitni. öll eru þessi verk unnin í pappír, og hefur listakonan 'í sumum tilfellum gert pappírinn sjálf, en ekki kann ég nánar að greina frá þeim aðferðum, nema hvað vatnslitir eru notaðir við að fá hinn rétta tón í pappírinn. Þetta eru allt abstrakt verk og nokkuð geómetrísk í eðli sínu og koma mjög vel til skila. Þau eru yfirleitt gerð í heilum og sterkum formum með takmörkun í lita- meðferð, sem er sjaldséð hér í sýningarsölum hjá okkur. Þarna er á ferð mjög hógvær listakona, sem kemur sínum málum ágæt- lega á framfæri, og óvenjulega vel tekst henni að sannfæra áhorfanda um, að hún stundi listgrein sína af mikilli stillingu og innlifun. Ég fékk ekki betur séð en að þarna hafi Hólmfríði tekist alveg prýðilega, og sýning hennar er til mikils sóma. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá, hve hún veldur því vel að ná fram sterkum áhrifum í þessi verk með jafn fáum litatónum og raun ber vitni. Það er óhætt að segja við Hólmfríði, að hún hafi fundið þann rétta tón, ef svo mætti til orða taka. Það var skemmtilegt og fróð- legt að kynnast þessum verkum Hólmfríðar, og ég hafði óskerta ánægju af að líta inn i Gallerí Borg að þessu sinni. Stórmerk bók um ísland Erlendar bækur Baldur Ingólfsson Werner Schutzbahc: ISLANI), Feuerinsel am 1‘olarkreis (ísland — eldeyjan við heimskautsbaug), 3. út- gáfa, aukin og endurbætt, Diimmler Verlag, Bonn 1985. Önnur útgáfa þessarar bókar, sem fyrir löngu hafði áunnið sér titilinn „Biblía leiðsögumanna", hafði alllengi verið ófáanleg og var hennar mikið saknað af þeim sem þekktu til hennar. Hin nýja útgáfa er á allan hátt meiri í snið- um en eldri útgáfurnar. Hún er 272 blaðsíður í 21x28 sm broti og textinn er prentaður í tveim dálk- um. Bókina prýða 130 teikningar og kort og að auki 138 ljósmyndir, margar í litum. Prent.un er frá- bærlega góð, t.d. eru mörg jarð- fræðikortanna hreint augnayndi. Auk formála og stutts inngangs er bókin 15 kaflar: sögulegt yfirlit, Reykjavík, úr jarðsögu Islands, virka eldgosabeltið, eldvirkni eftir ísöld, hverir og laugar, loftslag, jöklar og eldfjöll, ár og vötn, auðn- ir hálendisins, suðurströnd ís- lands, firðirnir, dýr og jurtir, þjóðin, atvinnuvegir. í bókarlok er að finna viðbæti um framburð og merkingu nafna, langa heimilda- skrá og ýtarlega nafnaskrá. Hér er sem sé komin rækileg landafræði fslands, sem verulegur fengur er fyrir alla, sem vilja afla sér staðgóðrar þekkingar um land- ið, hvort sem það eru vísinda- menn, blaðamenn, stjórnmála- menn eða ferðamenn, erlendir eða innlendir. Höfundurinn er Sviss- lendingur, fæddur 1934, búsettur í Wilen skammt frá Sankt. Gallen í Werner Schutzbach Austur-Sviss. Um það, hvað kom Werner SChutzbach til að ráðast í það mikla verkefni að setja saman þessa merku bók segir hann í formála: „Ágústmorgun einn 1956 steig ég í fyrsta sinn fæti á ís- lenska grund. Ég ætlaði að dvelj- ast eitt ár á íslandi, en það urðu tvö og hálft ár. Ég lærði íslensku, og því betur sem ég skildi bans WKRNKRSCHt l'/BACH Feuerinsci am l’olarkreís skildi ég líka siði og hætti þjóðar- innar og hreifst af landinu og þjóðinni og sögu hennar. Ég ferð- aðist í bíl og líka gangandi og ríð- andi um byggðir og óbyggðir og fékk þannig tækifæri til að auka við þekkingu mína á jarðfræði og landafræði. Um 1970 og aftur 1980 dvaldist ég um tíma á íslandi og stuttan tíma 1983. Ég hef því haft tækifæri til að fylgjast með þróuninni á flestum sviðum í þessu hrífandi landi og getað aflað mér þeirrar þekkingar, sem þurfti til að semja og seinna til að endur- bæta íslandsbók mína.“ Það er auðséð, hvar sem er grip- ið niðri í bókinni, að Werner Schutzbach er þaulkunnugur ís- lenskum málefnum, enda hefur hann þá sérstöðu meðal útlendra manna, sem rita um landið, að hann er mæltur á íslensku og get- ur því notfært sér allar íslenskar heimildir auk annarra heimilda á' helstu málum Evrópu. Hann hefur líka starfað hér og þannig kynnst landinu innan frá, ef svo má að orði komast. Mér er ekki kunnugt um, að nú sé á boðstólum önnur ítarlegri tslandsbók útlend, og hefur höfundur því unnið geysi- þarft verk í þágu okkar íslend- inga. Bókin er rituð á ínjög látlausu og skýru máli, sem gerir hana að- gengilega öllum, sem á annað borð eru sæmilega læsir á þýsku. Það er athyglisvert, að teikningar, Ijósmyndir og öll hönnun bókar- innar eru líka verk höfundar. Það færi vel á því að sérfróðir menn gerðu þessari nýju útgáfu bptri skil en ég er fær um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.