Morgunblaðið - 17.10.1985, Síða 52

Morgunblaðið - 17.10.1985, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 ÆttéiMmk, ípcrSll ■ Norður-írar nýttu helming tækifæranna! NORÐUR írar sigruðu Rúmena 1:0 í 3. riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í g»r. Leikurinn fór fram ( Búkarest í Rúmeníu. Það var Jimmy Quinn sem skoraöi eina mark leiksins - eftir skyndi- sókn á 29. mínútu. Heimamenn sóttu nær látlaust allan tímann en néðu ekki að skora. Eftir sigur- inn eiga Noröur-írar góða mögu- leika á aö komast í úrslitakeppn- ina í Mexíkó næsta sumar. Sókn Rúmena var gífurlega hörð í fyrri hálfleiknum. Leikurinn fór að mestu f ram á vallarhelmingi Norður íranna. Þeir náöu aöeins tveimur skyndisóknum allan hálfleikinn - í fyrra skiptið skaut Jimmy Nicholl naumlega framhjá og í þaö síðara skoraöi Quinn. Skaut á milli fóta markvarðarins, Silviu Lung. Vörn trska liðsins var geysilega sterk undir stjórn markvaröarins gamalkunna Pat Jennings. Rúmen- ar fengu um 20 hornspyrnur í leikn- um en írar enga. Það sýnir kannski betur en nokkuö annaö gang leiks- ins. Til aö heröa enn sóknina í síöari hálfleik skipti rúmenski þjálfarinn, Mircea Lucescu, varnarmanninum Marin Negrila út af í staö framherj- ans lon Geolgau. Geolgau þessi skoraði nýlega tvö mörk fyrir Uni- versitatea Craiova gegn AS Monaco í Evrópukeppninni. Hann var tvisvar nálægt því aö skora í gær - skallaði hárfínt framhjá á 54. mín. og á 67. mín. sleikti þrumuskot hansþverslána. Rúmenar eiga eftir aö leika gegn Tyrkjum 14. nóvember og Noröur írar eiga eftir aö mæta Englending- um á Wembley daginn áöur. Þaö ræöst því ekki fyrr en þá hvort liðið kemst til Mexíkó ásamt Englend- ingum. Liöin voru þannig skipuö í gær. Rúmenía: Silviu Lung, Marin Negrila, Gino lorgulescu, Paul lovan, lon Ungureanu, Mihai Rednic, Sorin Mateut, Ladislau Bol- oni, Michael Klein, Marcel Coras og Ghe- orghe Hagi. Norður frland: Pat Jennings, Jimmy Nic- holl, Mal Donaghy, John O’Neill, Aian Mac- Donald, David McCreery, Steve Penney, Sammy Mcllroy, lan Stewart, Jimmy Quinn, Norman Whiteside. NM í karate í Höll- inni á laugardag •Karl Frímannsson Karl þjálfar í Bandaríkjunum KARL Frímannsson, skíðamaður frá Akureyri, mun starfa sem skíðaþjálfari hjá Eldoro skíöafé- laginu í Boulder, Colorado, í Bandaríkjunum í vetur. Karl held- ur utan eftir viku og æfingar hefj- ast síðan viku af nóvember. “Þaö er ekki búiö aö ganga frá atvinnuleyfi og tilskildum leyfum, en þaö á ekki aö vera míkið mál varöandi svona sérhæft starf,“ sagöi Karl t samtali viö Morgun- blaöiö í gær. “Þaö veröur gengiö endanlega frá þessu öllu saman á morgun (í dag, sem sagt).“ Karl var staddur í Boulder fyrr í haust og sótti þá um skíöaþjálfara- stööu hjá háskólanum í Boulder. Þaö var hins vegar búiö aö ráöa i allar stööurnar - en forráðamenn Eldoro fregnuöu af áhuga Karls á aö þjálfa ytra og höföu samband viö hann. „Þetta er spennandi verkefni og vel þess viröi aö slá til,“ sagöi Karl í gær. Hann sagöist frekar reikna meö því aö þjálfa unglingaflokka en fulloröna - þó þaö væri ekki endan- lega ákveöiö. Þess má geta aö hann hefur verið einn af þjálfurum Skíða- ráös Akureyrar undanfariö. Karl er menntaöur íþróttakennari. Hann er sonur þess kunna íþróttafólks Frí- manns Gunnlaugssonar og Kar- olínu Guömundsdóttur, fyrrum skíöadrottingar. Þess má geta aö Ása Þrastar- dóttir frá Akureyri, sem dvaldi í Boulder í fyrravetur og gekk vel á skíðamótum, dvelur aftur ytra í vetur - og æfir einmitt meö Eldoro félaginu. NORÐURLANDAMÓT í karate fer fram í Laugardalshöll á laugar- daginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Norðurlandamót í karate fer fram hér á landi en ísland tók fyrst þátt í slíku móti áriö 1982. Mótiö hefst klukkan 10 á laugardagsmorgun- inn og því lýkur síöan um klukkan 19 um kvöldiö. Þátttakendur á þessu móti verða frá Finniandi, Noregi og Svíþjóö auk íslands og alls keppa 50 karatemenn á þessu móti. íslensku keppendurnir hafa und- irbúiö sig vel fyrir þetta mót og aö sögn þeirra gera þeir sér góöar vonir um aö geta staöiö sig vel. Karatesamband íslands fékk hing- aö til lands mjög færan karate- mann, Garry Flemming, frá Bret- landi til aö aöstoöa viö þjálfun og undirbúning þessa móts. Flemming þessi er heimsmeistari í sveita- keppni í karate -var í bresku sveit- innisemsigraði. Landsliösþjálfarinn, Ólafur Wallevik hefur valiö landsliöshóp- inn og er hann þannig skipaöur: Svanur Eyþórsson, Árni Einarsson, Halldór Svavarsson, Karl Sigur- jónsson, Grímur Pálsson, Stefán Alfreösson, Atli Erlendsson, Jó- hannes Karlsson, Ævar Þorsteins- son, Kristín Einarsdóttir, Jónína Olsen, Gísli Pálsson, Sigurjón Gunnsteinsson. Auk þessa hóps munu þeir Sig- þór Magnússon og Ólafur Wallevik Formaöur Badmintonsambands fslands, Vildís K. Guömundsson, þakkar Grétari Haraldssyni, markaösstjóra Kreditkorta sf., fjárhags- stuðninginn. Á myndinni eru einnig Sigríöur M. Jónsdóttir og Sigfús Ægir Árnason úr stjórn BSÍ. Kreditkort sf. styrkja BSÍ KREDITKORT sf. hafa ákveðið að veita Badmintonsambandi ís- lands fjárhagsstuöning á þessu starfséri og auk þess gefa Kredit- kort sf. landsliði íslands í bad- J>lot jXtinlMnth^ iiíTir.ii.ra mínton búninga, sem merktir eru fyrirtækinu. Badmintonsamband islands er eitt af stærstu sérsamböndum ÍSÍ og fer fjöldi þeirra er iöka badmin- ton vaxandi meö hverju ári. Þá er íslenskt keppnisfólk í íþróttinni í stööugum framförum, og er t.d. TBR meö eitt af átta sterkustu fé- lagsliöum í Evrópu í badminton. Verkefni sambandsins eru því ærin og fjárhagsstuöningur Kredit- korta sf. afar kærkominn. Bjarni Sigurðsson hjá Brann: Vinsælastur og mark- maöur ársins Frá Jóni Óttarri Karluyni, frétta- manni Morgunblaðsina í Noregi. BJARNI Sigurðsson landsliös- markvörður sem leikiö hefur með Brann í Noregi í sumar var kjörinn markvörður ársins hjá dagblaöinu Aftenposten. Bjarni hefur staöiö sig mjög vel í leikjum sínum meö Brann í sumar, þrátt fyrir aö liðið félli niöurí2.deild. Bjarni var ennfremur valinn vinsælasti leikmaöurinn hjá Brann af leikmönnum liösins. Tony Knapp sem veriö hefur landsliösþjálfari íslands fær verö- ugt verkefni á næsta ári hjá Brann þar sem hann mun aö öllum lík- indum þjálfa liöið og reyna aö koma því upp í 1. deild aftur. Knapp sagöi í viötali viö eitt dag- blaöanna aö hann hafi ekki viljaö vera viöstaddur síðasta leik Brann í deildinni. „Ég vildi ekki trufla leikmenn liösins meö nær- veru minni,“ sagöi Knapp. • Bjarni Sigurðsson stóö sig frábærlega vel í sumar þrátt ffyrir aðliö hans féllí í 2. deild. keppa í liöakeppninni fyrir hönd íslands ásamt þeim Arna, Karli, Stefáni, Atla og Ævari. Tékkar unnu Svía í Prag TÉKKAR sigruöu Svía með tveimur mörkum gegn einu í undankeppni HM í knattspyrnu í gærkvöldi. Fór leikur liöanna fram í Prag aö viðstöddum 8 þúsund áhorfendum. Staðan í hálfleik í leik liðanna var 1-1. Leikurinn þótti vel leikinn en var nokkuð harður. Sviar náöu forystunni snemma í leiknum meö fallegu marki sem Corneliusson skoraöi meö skalla á 6. mínútu eftlr góöa sendingu frá Nilsson. Mark Svía virtist koma Tékkum nokkuö úr jafn- vægi og voru leikmenn tékkn- eska liösins mjög taugaóstyrkir lengst af í fyrri hálfleik. í fyrri hálfleik var leikur liöanna jafn, og þaö var ekki fyrr en á 40. mínútu sem Tékkum tókst loks aö jafna metin viö gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda, Vizek reyndi þá skot úr þröngu færi og hrökk boltinn af Andreas Ravelli og í netið. I síðari hálfleik sóttu Tékkar mun meira en tókst þó ekki aö skapa sér verulega hættuleg marktækifæri. Á 69. mínútu átti Levy góöa fyrirgjöf á Micinec sem skaut föstu skoti aö markinu sænski markvöröurinn sló bolt- ann út beint á Vizek sem skoraöi meö skalia sigurmark leiksins. Liöin voru þannig skipuö í gær: Tékkar: Ludek Miklo.sko, Stanislav Levy, Jozef (’hovanec, FrantLsek Straka, Jiri Dndra, Ivan Haaek, Jan Berger, Karel Kula, Ladialav Vizek (fyrirlidi), Vladislav Lauda, Tibor Mic- ined. Svíar: Thomas Kavelli, Olen Hysen, Inge- mar Krlandsson, Sven Dahlqvist, Stig Freder- iksson, Andreas Kavelli, Robert Prytz, Jan Svensson, (>oen Strömberg, Dan (’ornelius- son, Tornbjörn Nilsson. Sigurður og félagar áfram SHEFFIELD Wednesday liö Sig- uröar Jónssonar komst áfram í 3. umferð í enska mjólkurbikarnum í knattspyrnu er þeir siguröu Brent- ford á þriðjudagskvöld, 2-0. Sheffield Wednesday vann sam- anlagt, 4-2 og mætir 4. deildar- liöinu Swindon á útivelli í næstu umferö.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.