Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 ÆttéiMmk, ípcrSll ■ Norður-írar nýttu helming tækifæranna! NORÐUR írar sigruðu Rúmena 1:0 í 3. riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í g»r. Leikurinn fór fram ( Búkarest í Rúmeníu. Það var Jimmy Quinn sem skoraöi eina mark leiksins - eftir skyndi- sókn á 29. mínútu. Heimamenn sóttu nær látlaust allan tímann en néðu ekki að skora. Eftir sigur- inn eiga Noröur-írar góða mögu- leika á aö komast í úrslitakeppn- ina í Mexíkó næsta sumar. Sókn Rúmena var gífurlega hörð í fyrri hálfleiknum. Leikurinn fór að mestu f ram á vallarhelmingi Norður íranna. Þeir náöu aöeins tveimur skyndisóknum allan hálfleikinn - í fyrra skiptið skaut Jimmy Nicholl naumlega framhjá og í þaö síðara skoraöi Quinn. Skaut á milli fóta markvarðarins, Silviu Lung. Vörn trska liðsins var geysilega sterk undir stjórn markvaröarins gamalkunna Pat Jennings. Rúmen- ar fengu um 20 hornspyrnur í leikn- um en írar enga. Það sýnir kannski betur en nokkuö annaö gang leiks- ins. Til aö heröa enn sóknina í síöari hálfleik skipti rúmenski þjálfarinn, Mircea Lucescu, varnarmanninum Marin Negrila út af í staö framherj- ans lon Geolgau. Geolgau þessi skoraði nýlega tvö mörk fyrir Uni- versitatea Craiova gegn AS Monaco í Evrópukeppninni. Hann var tvisvar nálægt því aö skora í gær - skallaði hárfínt framhjá á 54. mín. og á 67. mín. sleikti þrumuskot hansþverslána. Rúmenar eiga eftir aö leika gegn Tyrkjum 14. nóvember og Noröur írar eiga eftir aö mæta Englending- um á Wembley daginn áöur. Þaö ræöst því ekki fyrr en þá hvort liðið kemst til Mexíkó ásamt Englend- ingum. Liöin voru þannig skipuö í gær. Rúmenía: Silviu Lung, Marin Negrila, Gino lorgulescu, Paul lovan, lon Ungureanu, Mihai Rednic, Sorin Mateut, Ladislau Bol- oni, Michael Klein, Marcel Coras og Ghe- orghe Hagi. Norður frland: Pat Jennings, Jimmy Nic- holl, Mal Donaghy, John O’Neill, Aian Mac- Donald, David McCreery, Steve Penney, Sammy Mcllroy, lan Stewart, Jimmy Quinn, Norman Whiteside. NM í karate í Höll- inni á laugardag •Karl Frímannsson Karl þjálfar í Bandaríkjunum KARL Frímannsson, skíðamaður frá Akureyri, mun starfa sem skíðaþjálfari hjá Eldoro skíöafé- laginu í Boulder, Colorado, í Bandaríkjunum í vetur. Karl held- ur utan eftir viku og æfingar hefj- ast síðan viku af nóvember. “Þaö er ekki búiö aö ganga frá atvinnuleyfi og tilskildum leyfum, en þaö á ekki aö vera míkið mál varöandi svona sérhæft starf,“ sagöi Karl t samtali viö Morgun- blaöiö í gær. “Þaö veröur gengiö endanlega frá þessu öllu saman á morgun (í dag, sem sagt).“ Karl var staddur í Boulder fyrr í haust og sótti þá um skíöaþjálfara- stööu hjá háskólanum í Boulder. Þaö var hins vegar búiö aö ráöa i allar stööurnar - en forráðamenn Eldoro fregnuöu af áhuga Karls á aö þjálfa ytra og höföu samband viö hann. „Þetta er spennandi verkefni og vel þess viröi aö slá til,“ sagöi Karl í gær. Hann sagöist frekar reikna meö því aö þjálfa unglingaflokka en fulloröna - þó þaö væri ekki endan- lega ákveöiö. Þess má geta aö hann hefur verið einn af þjálfurum Skíða- ráös Akureyrar undanfariö. Karl er menntaöur íþróttakennari. Hann er sonur þess kunna íþróttafólks Frí- manns Gunnlaugssonar og Kar- olínu Guömundsdóttur, fyrrum skíöadrottingar. Þess má geta aö Ása Þrastar- dóttir frá Akureyri, sem dvaldi í Boulder í fyrravetur og gekk vel á skíðamótum, dvelur aftur ytra í vetur - og æfir einmitt meö Eldoro félaginu. NORÐURLANDAMÓT í karate fer fram í Laugardalshöll á laugar- daginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Norðurlandamót í karate fer fram hér á landi en ísland tók fyrst þátt í slíku móti áriö 1982. Mótiö hefst klukkan 10 á laugardagsmorgun- inn og því lýkur síöan um klukkan 19 um kvöldiö. Þátttakendur á þessu móti verða frá Finniandi, Noregi og Svíþjóö auk íslands og alls keppa 50 karatemenn á þessu móti. íslensku keppendurnir hafa und- irbúiö sig vel fyrir þetta mót og aö sögn þeirra gera þeir sér góöar vonir um aö geta staöiö sig vel. Karatesamband íslands fékk hing- aö til lands mjög færan karate- mann, Garry Flemming, frá Bret- landi til aö aöstoöa viö þjálfun og undirbúning þessa móts. Flemming þessi er heimsmeistari í sveita- keppni í karate -var í bresku sveit- innisemsigraði. Landsliösþjálfarinn, Ólafur Wallevik hefur valiö landsliöshóp- inn og er hann þannig skipaöur: Svanur Eyþórsson, Árni Einarsson, Halldór Svavarsson, Karl Sigur- jónsson, Grímur Pálsson, Stefán Alfreösson, Atli Erlendsson, Jó- hannes Karlsson, Ævar Þorsteins- son, Kristín Einarsdóttir, Jónína Olsen, Gísli Pálsson, Sigurjón Gunnsteinsson. Auk þessa hóps munu þeir Sig- þór Magnússon og Ólafur Wallevik Formaöur Badmintonsambands fslands, Vildís K. Guömundsson, þakkar Grétari Haraldssyni, markaösstjóra Kreditkorta sf., fjárhags- stuðninginn. Á myndinni eru einnig Sigríöur M. Jónsdóttir og Sigfús Ægir Árnason úr stjórn BSÍ. Kreditkort sf. styrkja BSÍ KREDITKORT sf. hafa ákveðið að veita Badmintonsambandi ís- lands fjárhagsstuöning á þessu starfséri og auk þess gefa Kredit- kort sf. landsliði íslands í bad- J>lot jXtinlMnth^ iiíTir.ii.ra mínton búninga, sem merktir eru fyrirtækinu. Badmintonsamband islands er eitt af stærstu sérsamböndum ÍSÍ og fer fjöldi þeirra er iöka badmin- ton vaxandi meö hverju ári. Þá er íslenskt keppnisfólk í íþróttinni í stööugum framförum, og er t.d. TBR meö eitt af átta sterkustu fé- lagsliöum í Evrópu í badminton. Verkefni sambandsins eru því ærin og fjárhagsstuöningur Kredit- korta sf. afar kærkominn. Bjarni Sigurðsson hjá Brann: Vinsælastur og mark- maöur ársins Frá Jóni Óttarri Karluyni, frétta- manni Morgunblaðsina í Noregi. BJARNI Sigurðsson landsliös- markvörður sem leikiö hefur með Brann í Noregi í sumar var kjörinn markvörður ársins hjá dagblaöinu Aftenposten. Bjarni hefur staöiö sig mjög vel í leikjum sínum meö Brann í sumar, þrátt fyrir aö liðið félli niöurí2.deild. Bjarni var ennfremur valinn vinsælasti leikmaöurinn hjá Brann af leikmönnum liösins. Tony Knapp sem veriö hefur landsliösþjálfari íslands fær verö- ugt verkefni á næsta ári hjá Brann þar sem hann mun aö öllum lík- indum þjálfa liöið og reyna aö koma því upp í 1. deild aftur. Knapp sagöi í viötali viö eitt dag- blaöanna aö hann hafi ekki viljaö vera viöstaddur síðasta leik Brann í deildinni. „Ég vildi ekki trufla leikmenn liösins meö nær- veru minni,“ sagöi Knapp. • Bjarni Sigurðsson stóö sig frábærlega vel í sumar þrátt ffyrir aðliö hans féllí í 2. deild. keppa í liöakeppninni fyrir hönd íslands ásamt þeim Arna, Karli, Stefáni, Atla og Ævari. Tékkar unnu Svía í Prag TÉKKAR sigruöu Svía með tveimur mörkum gegn einu í undankeppni HM í knattspyrnu í gærkvöldi. Fór leikur liöanna fram í Prag aö viðstöddum 8 þúsund áhorfendum. Staðan í hálfleik í leik liðanna var 1-1. Leikurinn þótti vel leikinn en var nokkuð harður. Sviar náöu forystunni snemma í leiknum meö fallegu marki sem Corneliusson skoraöi meö skalla á 6. mínútu eftlr góöa sendingu frá Nilsson. Mark Svía virtist koma Tékkum nokkuö úr jafn- vægi og voru leikmenn tékkn- eska liösins mjög taugaóstyrkir lengst af í fyrri hálfleik. í fyrri hálfleik var leikur liöanna jafn, og þaö var ekki fyrr en á 40. mínútu sem Tékkum tókst loks aö jafna metin viö gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda, Vizek reyndi þá skot úr þröngu færi og hrökk boltinn af Andreas Ravelli og í netið. I síðari hálfleik sóttu Tékkar mun meira en tókst þó ekki aö skapa sér verulega hættuleg marktækifæri. Á 69. mínútu átti Levy góöa fyrirgjöf á Micinec sem skaut föstu skoti aö markinu sænski markvöröurinn sló bolt- ann út beint á Vizek sem skoraöi meö skalia sigurmark leiksins. Liöin voru þannig skipuö í gær: Tékkar: Ludek Miklo.sko, Stanislav Levy, Jozef (’hovanec, FrantLsek Straka, Jiri Dndra, Ivan Haaek, Jan Berger, Karel Kula, Ladialav Vizek (fyrirlidi), Vladislav Lauda, Tibor Mic- ined. Svíar: Thomas Kavelli, Olen Hysen, Inge- mar Krlandsson, Sven Dahlqvist, Stig Freder- iksson, Andreas Kavelli, Robert Prytz, Jan Svensson, (>oen Strömberg, Dan (’ornelius- son, Tornbjörn Nilsson. Sigurður og félagar áfram SHEFFIELD Wednesday liö Sig- uröar Jónssonar komst áfram í 3. umferð í enska mjólkurbikarnum í knattspyrnu er þeir siguröu Brent- ford á þriðjudagskvöld, 2-0. Sheffield Wednesday vann sam- anlagt, 4-2 og mætir 4. deildar- liöinu Swindon á útivelli í næstu umferö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.