Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17.QKTÓBER 1985
53
Sovétmenn sigruðu
íra í Moskvu 2—0
SOVÉTMENN sigruðu íra með
tveimur mörkum gegn engu í
gærkvöldi í Moskvu að viðstödd-
um eitt hundrað þúsund áhorf-
endum. Með sigri sínum í gær-
kvöldi eiga Sovétmenn nú góöa
möguleika á því að komast í úr-
slitakeppnina í Mexíkó á næsta
ári.
Sovétmenn hafa ekki tapað
neinum heimaleik í undankeppn-
inni og var sigur peirra í gærkvöldi
nokkuö sannfærandi. Staöan í
hálfleik var aö vísu 0:0, en Sovét-
menn höföu mjög góö tök á leikn-
um og léku vel og áttu írar í vök aö
verjast. Á 61. mínútu leiksins skor-
uöu Sovétmenn sitt fyrra mark.
Cernekov skoraöi af stuttu færi
eftir góöa sendingu frá Protasov.
Sá siðarnefndi skoraöi svo annaö
markiö á 90. mínútu leiksins.
Marktækifæri voru sárafá í fyrri
hálfleiknum en í þeim síöari sóttu
Sovétmenn stíft og áttu mörg góð
tækifæri en markvöröur ira,
McDonagh, varöi mjög vel í leikn-
um.
l<andslid þjóðanna voru þannig skipuð i
Kærkvðldi i Moskvu:
Irland: Jim McDonagh, Chris Hughton, Jim
BeRlin (Kevin O’Callaghan, 79), Mick
Mccarthy, David O'Leary, Liam Brady, Gary
Waddock, Mark Lawrenson, Tony Cascarino,
Knattspyrna l
Frank Stapleton, Tony Grealish (Ronnie
Whelan, 71.).
Sovétríkin: Rinat Dasaev, Gennady Mord-
zov, Alexander Chivadze, Anatoly Demyan-
Bjarni Markússon fróttaritari Morgun-
blaösins í Brussel:
Belgíumenn sigruðu Hollend-
inga með einu marki gegn engu
í Brussel í gærkvöldi í undan-
keppni HM í knattspyrnu. Þetta
var aukaleikur þar sem bæði liðin
voru jöfn í öðru sæti í sínum riðli.
Síðari leikurinn veröur svo í Hol-
landi 23. nóvember.
Leikur liðannna var mjög góður
sér í lagi í fyrri hálfleik. Leikmenn
beggja liöa voru þó nokkuð
taugaóstyrkir og strax á 3. mínútu
fékk Kiest í hollenska liðinu rauða
spjaldiö fyrir brot á Werkauteren
en hann gaf honum einn á hann.
Eftir þetta léku Hollendingar ein-
um færri.
Belgíumenn voru betri í fyrri
hálfleik og sóttu þá án afláts.
Belgíumenn skoruðu eina mark
leiksins á 20. mínútu fyrri hálf-
leiks. Vercauteren skoraði með
föstu skoti rétt utan vítateigsins
neöst í vinstra horn marksins.
Síðari hálfleikur var daufari.
I enko, Alexander Bubnov, Alexander Zavarov,
(Valdimar Bessonov, 83.), SerRei Gotsmanov,
Fyddor Cherenkov, Sergei Aleinikov, Ole«
| Protasov, Oleg Blokhin (Georgy Kondratiev.
hart var barist og mikið var dæmt
af aukaspyrnum. i leiknum voru
gefin þrjú gul spjöld.
3. deild:
Þór og
ÍA efst
MIKIÐ var skoraö í 3. deildinni í
handknattleik karla um helgina.
Þór Akureyri og ÍA eru nú efst í
3. deild með fimm stig eftir þrjá
leiki.
Urslit leikja í deildinni uröu sem
hérsegir:
Skallagrímur—Ögri 26—12
Hverageröi—Selfoss 30—30
UNFN—Týr, Vestm.eyjum 20—25
Fylkir—ÍBK 20—21
ReynirS.-ÍA 23—23
ÍA—Týr, Vestm.eyjum 25—24
Belgía vann
Holland 1—0
GETUR I
UNGT FÓLK
EIGNAST ÍBÚÐ
ÍDAG?
Ertu ungur/ung og nýfarinCn)
að búa?
Þú færö svör viö spurningum þínum á fundi,
sem Kaupþing h.f. heldur aö Hótel
Loftleiöum, Kristalsal, í kvöld
fimmtudag kl. 20.30.
Frummælendur verða:
Martha Eiríksdóttir:
"Hvermg keypti eg ibúðina
mina?"
Ungur ibúðarkaupandi segir
frá reynslu sinni.
Baldvin Hafsteinsson,
lögfr.: “Er erfiðara fyrir ungt
fólk að eignast ibúð en
foreldra þess.
Samanburður á lána-
möguleikum og kjörum á
fasteignamarkaði fyrr og nú.
Sérstakir gestir fundarins verða:
Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ
GunnarS. Björnsson, Húsnæðismálastofnun '
og munu þeir taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum fundargesta.
Skólamótið í golfi:
Jón og
Jónas
sigruðu
UM SÍÐUSTU helgí fór fram fyrsta
skólamótið í golfi á vegum GR.
Þátttakendur voru 31 frá 12 skól-
um. Jón H. Karlsson, MS, og Jón-
as Guðmundsson, Verslunarskól-
anum, uröu sigurvegarar.
Úrslit urðu þessi:
Án forgjafar:
Jón H. Karlsson, MS 74
Sigurjón Arnarsson, MS 74
GunnarSigurösson, VI 78
Guömundur Arason, MH 78
Með forgjöf:
Jónas Guömundsson, Ví 65
JónH. Karlsson, MS 68
Sigurjón Arason, MS 69
IBK - KR
EINN leikur fer fram í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik ( kvöld.
KR-ingar fara í heimsókn til Kefla-
víkur og leika þar viö heimamenn
og hefst leikurinn kl. 20.00.
Einn leikur fer fram í 1. flokki
karla, Valur og Fram leika í íþrótta-
húsi Seljaskóla kl. 20.00.
Skólahlaup
Kópavogs
SKÓLAHLAUP Kópavogs 1985 fer
fram á morgun, föstudag, og hefst
hlaupiö viö Digranesskóla kl.
15.00.
Keppt verður í 9 flokkum
drengja og stúlkna og varða verð-
■aun veitt fyrir þrjú efstu sætin í
hverjum flokki.
• Verðlaunahafar fengu vönduð bókaverðlaun frá Bókaverslun Síg-
fúsar Eymundssonar. Aftari röð frá vinstri: Karl Ó. Karlsson mótsstjóri,
Gunnar Sigurósson VÍ og Sigurjón Arnarsson MS. Fremri röð frá
vinstri: Jónas Guómundsson VI og Jón H. Karlsson MS.
Getrauna- spá MBL. I ’ Sunday Mirror Sunday Paopla i I I ö i I f SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Ipswich 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Everton — Watford 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Leicester — Sheffield.Wed. X 2 2 X 2 X 0 3 3
Luton — Southampton 1 1 X 2 X 1 3 2 1
Man. United — Liverpool 1 X X X X X 1 5 0
Newcastle — Nott. Forest 1 1 2 2 1 X 3 1 2
QPR — Manch. City X 1 1 1 1 1 5 1 0
WBA — Birmingham 2 X 1 X 2 2 1 2 3
West Ham — Aston Villa 1 1 2 1 X 1 4 1 1
Blackburn — Oldham 1 X 1 X 1 1 4 2 0
Brighton — Charlton X 1 1 1 1 1 5 1 0
Hull — Huddersfield 1 1 2 X X X 2 3 1
Það eru hjólbarðarnir, sem ráða mestu um
aksturshæfni bílsins í íslenskri vetrarfærð.
S Goodyear Ultra Grip snjóhjólbarðarnir hafa sjálf-
hreinsandi munstur og halda því spyrnu- og
hemlunareiginleikum sínurn, hvernig sem færðin
er.
9 Með Ultra Grip snjómunstrinu hefur tekist að
hanna form, sem heldur veghljóði hjólbarðans í
algjöru lágmarki, þegar ekið er á auðum vegi.
• Á Goodyear Ultra Grip snjóhjólbörðum mætir þú
öruggur ramm-íslenskri vetrarveðráttu.
® Þetta eru kostir, sem krefjast verður af vetrarbíl
á nútíma snjóhjólbörðum.
0 Þessa kosti fær þinn bíll sjálfkrafa með Goodyear
Ultra Grip.
G O ODpYEAR
GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ