Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 50

Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 Á „ Eo \jer& búínn eftír KAl-Pa mínútu,, e l^kcm." ... óviðjafnanleg gleði. TM Reg. U.S. Pat. Off.-all riflhts reserved «1985 Los Angeles Times Syndlcate Hugsaðu þér: Það er hægt að ná yfir 200 km hraða á honum núna! HÖGNI HREKKVÍSI Fossvogsdalur. Verndum Fossvogsdalinn — Gerum þar golfvöll Reykvikingur í Fossvogi skrifar: Bezta leiðin til að vernda Foss- vogsdalinn er að gera þar golfvöll, sem nýttist útivistarfólki allan ársins hring. Hraðbraut um dalinn er kostur, sem verður að forðast. Umferðarvandamálin verður að leysa á annan hátt, þó svo að það verði dýrt og ef til vill erfitt. Það yrði líka dýrt og snúið að leggja hraðbraut um Fossvogsdal. Hvað sem segja má um fyrri stefnumið bæjarstjórnar Kópavogs og sam- þykktir um að leggja hraðbraut um dalinn og þau vandamál sem sinnaskipti þeirra í Kópavogi hafa nú í för með sér fyrir Davíð og félaga þá er ábyggilegt að íbúar Reykjavíkurmegin í Fossvogi myndu harma hraðbraut um dal- inn en fagna þar golfvelli. Þuluna er að finna í riti frá 1887 Hver á Lund? Kópavogsbúi hringdi og vildi tjá sig um viðtal sem birtist í Morgun- blaðinu síðastliðinn fimmtudag við bæjarstjóra Kópavogs, Kristján Guðmundsson, um hugsanlegan 18 holu golfvöll í Fossvogsdalnum. „í viðtalinu heldur bæjarstjór- inn því fram að Kópavogsbær eigi ekki Lund. { framhaldi af þessu langar mig að spyrja hver eigi hann þá ef það eru ekki íbúar Kópavogs." Fyrir skömmu birtist þula hér í Velvakanda sem Sigrún Guð- mundsdóttir sendi og vildi hún gjarnan frétta af einhverjum sem kynni þuluna. Helga Þórarins- dóttir hringdi og sagðist eiga for- láta bók þar sem í væri m.a. þessi þula ásamt ýmsu fleiru. Ritið heit- ir „íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur" og er í tveimur bindum eftir J. Árnason og Ó. Davíðsson. Bókin er gefin út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi og er reyndar orðin nokkuð gömul eða frá 1887. Þar er hægt að fá fram- hald á þulunni og svar við henni. Til gamans birtum við alla þul- una en hana sendi Helga ísaks- dóttir. Einn er stafur í öllum sveitum, annar djúpt á fiskileitum, þriðji er á himnahæðum, fjórði er á skýjaleiðum, fimmti situr fjöllum hátt, sjötti þar sem seggir stríða, sjöundi þar sem lækir líða, áttundi hjá ítamengi, alla gleður röskva drengi. Svarið er Sigríður. Víkyerji skrifar Það má mikið vera ef frum- kvæði Helgu Bachmann um að setja upp kjallaraleikhús í kvennahúsinu nýja við Vesturgötu til sýninga á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur á ekki eftir að leiða til þess, að þarna verði leikhús til frambúðar. Þessi litla kjallarahola er vel fallin til sýn- inga af því tagi, sem þar fara nú fram kvöld eftir kvöld fyrir fullu húsi. Það er til marks um mikinn endurnýjunarkraft hjá þeim hjón- um Helgu Bachmann og Helga Skúlasyni, sem bæði eru þjóðkunn- ir leikarar og fastráðin við Þjóð- leikhúsið að standa fyrir leiksýn- ingum sem þessum við erfiðar aðstæður. Þau hafa fengið til liðs við sig framúrskarandi leikara af yngri kynslóðinni, Guðrúnu S. Gísladóttur, sem sýnir ótrúlega fjölhæfni og frábæran leik, Guð- laugu Maríu Bjarnadóttur, sem seinni árin hefur verið einn af burðarásum Leikfélags Akureyrar og Emil Gunnar, sem lék Þórberg ungan um árið. Þetta er eftir- minnileg sýning, sem ástæða er til að hvetja fólk til að sjá. Ásta Sigurðardóttir er minnsstæð þeim, sem muna hana frá götum Reykja- víkur á sjötta tug aldarinnar og frá hinu þekkta kaffihúsi, Lauga- vegi 11. Igær tók nýr fjármálaráðherra við embætti, Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Ef marka má ræður hans og málflutning verður hann ráðdeild- arsamur niðurskurðarráðherra. Það hefur aldrei þótt löstur að vera íhaldssamur á almannafé. En hvort Þorsteinn verður jafn spar- samur og einn fyrirrennara hans, Halldór E. Sigurðsson, á eftir að koma í ljós. Halldór borgaði nefni- lega úr eigin vasa kókið, sem hann bauð viðmælendum sínum upp á í ráðuneytinu. XXX Deilumál milli ráðherra er eitt af uppáhaldsskemmtiefnum þjóðarinnar eins og 'allir vita. Hljótt hefur verið um erfitt ágreiningsmál, sem kom upp á milli Alberts Guðmundssonar frá- farandi fjármálaráðherra og Jóns Helgasonar, dómsmálaráðherra, sem jafnframt er yfirmaður Land- helgisgæzlunnar. Albert vildi selja Slysavarnafélaginu varðskipið Þór á 1 krónu. Jóni þótti það of lítið og vildi selja það á 1000 krónur. Aldrei þessu vant varð Albert að lúta í lægra haldi og skipið var selt á þúsundfalt hærra verði en hann vildi. Mál manna í fjármálaheimin- um er, að mikil deyfð sé yfir viðskiptalífinu í landinu. Fyr- irtæki halda að sér höndum um framkvæmdir og leita ekki eftir lánsfé af þeim sökum til bankanna. Að margra mati er ástæðan bæði óv;ssa um gengismál og kjara- samninga, sem verða lausir um áramót. Mikil eftirspurn er enn eftir peningum frá einstaklingum, fyrst og fremst til þess að standa í skilum með aðrar greiðsluskuld- bindingar. Talið er, að einstakling- ar haldi einnig mjög að sér hönd- um með nýjar fjárfestingar. Bygg- ingameistarar margir hverjir sitja uppi með óseldar íbúðir svo tugum skiptir. Þrátt fyrir þessa deyfð eru engin merki atvinnuleysis enn sem komið er. Væntalega er það til marks um hvað neðanjarðarhag- kerfið er sterkt. Og ekki minnkar það, ef farið yrði að skattleggja sparifé. Sparnað á að verðlauna. XXX XXX Veitingastaðir spretta upp víðs vegar um borgina og er fjöl- breytni í þeim mikil og skemmti- leg. Við Hlemm er lítill veitinga- staður, sem nefnist Alex. Þar fara saman, snoturt umhverfi, góð þjónusta og góður matur. Veit- ingastaður, sem óhætt er að mæla með. XXX 41

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.