Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 móti en að vera fastspenntir. Þetta á meira að segja við þótt hraði sé ekki mikill og er byggt á reynslu og ítarlegum rannsóknum. Því miður verða hér á landi mörg banaslys hvert einasta ár þar sem fólk hefur kastast út úr bíl sem kemur tiltölulega lítið skemmdur úr slysinu. M.ö.o. yfirleitt er mun betra að fara með bílnum — jafn- vel tugi metra og margar veltur sé maður tryggilega fastur inni í honum. Bílbeltin eru eina leiðin til þess. Farþegarými nútímabíla er einmitt styrkt til þess að þola slíkt, að vísu ekki í öllum tegund- um bifreiða en þeim fjölgar stöð- ugt. Staðarskriður Um slys sem þar varð 18. mars 1982 vil ég ekki fjölyrða þar sem um banaslys var að ræða. Þó vil ég segja að allar líkur benda til þess að ökumaðurinn hafi ekki verið í bílbelti og slysið með þeim hætti að bílbeltanotkun hefði hvorki verið til skaða né bóta. Ár hvert verða slík slys og eiga því miður eftir að henda. Slys sona þinna Frásögn þín af umferðarslysi sem synir þínir lentu í 8. maí 1982 er dálítið „stílfærð", en þar segir þú m.a.: „Þegar ég kom á slysstað var ófagurt á að líta. Bíllinn gjör- samlega saman rúllaður og ónýtur og mér varð fyrst fyrir að spyrja, hvernig það hafi mátt ske að pilt- arnir séu svo til ómeiddir. Skýr- ingin var sú að hvorugur var í belti. Annar kastaðist út áður en bíllinn lagðist saman, en hinn hnoðaðist niður á milli mæla- borðsins og sætisins og slapp þar með að fá toppinn ofan á sig.“ Síð- an segir þú að allir sem sáu þetta hafi undrast að piltanir skyldu sleppa frá þessu, en endar á að hafa eftir lögregluþjóni sem þarna kom á staðinn að hann vilji ekkert tjá sig um málið þar sem hann eigi kannski eftir að sekta menn í svona tilvikum. Ársæll. Ég er með lögregluskýrslu um þennan atburð fyrir framan mig og þar stendur að annar sona þinna hafi fengið marga skurði á höfuð, handlegg og fótlegg og djúpt mar um líkamann en hinn hafi hlotið innvortis eymsli á síðu og mar. Ég verð að segja að mér finnst þetta talsverð- ir áverkar, þótt efasemdarmanni um bílbeltanotkun finnist það ekki — væntanlega með í huga að í svona tilviki sé það nánast dauðadómur að vera með beltin spennt. En ég hef hér jafnframt mynd af bílnum, og þótt hún sé ekki mjög skýr læt ég hana fylgja greinarkorni þessu í þeim tilgangi að sýna fram á að bíllinn skemmdist ekki það mikið að allar líkur eru á að synir þínir hefðu komist úr þessu slysi mun minna meiddir en raun ber vitni hefðu þeir notað bílbelti. f bréfi sem mér barst frá lögregluþjóni þeim er þarna kom á vettvang segir orð- rétt: „Eftir útliti bifreiðarinnar að dæma eftir óhappið, tel ég miklar líkur á að drengirnir hefðu sloppið ósárir ef þeir hefðu verið í bflbeltum og verið kyrrir í sætunum." Lögreglumaðurinn minnist þess ekki að hafa látið nein orð falla um það á slysstað að hann ætti e.t.v. eftir að sekta menn fyrir bíl- beltaleysi en lætur sér detta í hug að um einhvern ferðamann hafi verið að ræða sem er í lögreglunni annars staðar. Mér finnst leiðinlegt að tíunda liðna atburði á þann hátt sem ég hef hér gert, en skrif þín knúöu mig til þess. Skilningur mun aukast Ég held að með aukinni þekk- ingu og reynslu á bílbeltanotkun eigir þú og nokkrir skoðanabræð- ur þínir eftir að breyta um álit á þessum þýðingarmiklu öryggis- tækjum sem bílbelti vissulega eru. Ég get vel tekið að hluta á mig þá sök að hafa ekki sem skyldi frætt fólk um gagnsemi bílbelta. Kannski á ég eftir að gera eitt- hvað meira í þeim málum. Ég er sammála þér að fjöldann allan af bílslysum má rekja til neyslu áfengra drykkja og of mikils öku- hraða, og að aukin bjórneysla verði þessu málefni ekki til góðs. Ég get aftur á móti ekki tekið und- ir þá skoðun þína að við eigum að láta dómgreind fólks ráða því hvort það notar bílbelti eða ekki vegna þess að ákveðinn hluti fólks lætur ekki skynsemina ráða í þessu efni sem öðrum í umferð- inni. Þess vegna verða slysin. Við getum t.a.m. ekki treyst því að ökumenn nemi staðar á ákveðnum gatnamótum nema hafa þar skil- yrðislausa stöðvunarskyldu. Er það ekki vanmat á dómgreind vegfarenda? Nei Ársæll. Þú færð mig ekki til þess að hvika í neinu frá einarðri skoðun minni um bíl- belti og þá miklu vernd sem þau veita. Til þess að gera þessa grein ekki lengri en orðið er ætla ég að geyma ýmis atriði sem ég vildi gjarnan tiltaka hér og nú, en mun koma á framfæri fljótlega. Ég vil þó ekki láta hjá líða að minna þig og aðra á að í reglugerð sem Dóms- og kirkjumálaráðuneytið setti um notkun öryggisbelta þann 25. september 1981 er undanþága frá skyldunotkun: „við erfið og hættuleg skilyrði utan þéttbýlis, svo sem í mikilli ófærð eða þar sem hætta getur verið á skriðu- föllum eða snjóflóðum". Þarna er hálmstrá sem hanga má í — ekki satt? Og svo er aldrei að vita nema á slysstað leynist tré sem hægt verði að hanga í ef út af bregður. Ég sagði í upphafi greinar þess- arar frá 100 ára afmæli bílbeltis- ins, og að enn væru menn að efast um þau. Árið 1875 fann sá góði maður Bell upp talsímann og rétt- um 30 árum síðar, árið 1905, riðu sunnlenskir bændur hundruðum saman til Reykjavíkur til þess að mótmæla símanum hér á Islandi. Þær óánægjuraddir hljóðnuðu fljótt og eftir á vildu víst margir gleyma fyrri afskiptum sínum af því máli. Spá mín er sú að fljót- lega eftir að Alþingi hefur tekið endanlega ákvörðun í bílbeltamál- inu, þ.e. sett alvörulög um notkun bílbelta með ákvæðum um viður- lög ef út af er brugðið, muni marg- ir í hópi efasemdarmanna gjarnan vilja gleyma fyrri skoðunum sín- um í þessum efnum. Batnandi mönnum verður þá best að lifa. Svo hefur orðið í öðrum löndum. Mjög fljótlega eftir að raunveru- leg lög hafa verið sett um bílbelti, hefur notkun þeirra orðið mjög al- menn og árangur ekki látið á sér standa. Slösuðum og látnum hefur fækkað svo greinilega að andstaða við lagasetningu hefur algjörlega hljóðnað. Því er það mikill ábyrgð- arhluti af hálfu þeirra þingmanna sem tefja framgang þessa þjóð- ___________________________21 þrifamáls því hér er um að tefla líf eða dauða ótalinna borgara ár hvert. Þess vegna árétta ég þá skoðun að ég vona að Alþingis- menn beri gæfu til þess að koma þessu máli í höfn hið allra fyrsta ■ — láti skynsemina ráða — lands- mönnum öllum til heilla. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja til þess að svo megi verða, og læt mér í léttu rúmi liggja þótt ég eigi ein- hverja andstæðinga við málstað- inn. Þeir dagar munu koma að við verðum sammála. Ég óska þér velfarnaðar í um- ferðinni, helst með aðstoð bílbelta, og vona að þú standir undir nafni, sért og verðir „farsæll" eins og nafn þitt mun þýða. Far sæll minn kæri — spenntu beltið og lifðu heill. Höfuodur er framkræmdastjóri Umferðarráðs. Drekkum mjólk á hverjum degi ' Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk. eða undanrenna. Allt frá því að tennurnar byrja að vaxa þurfa þœr daglegan kalkskammt, fyrst til uppbyggingar og síðan til viðhalds Rannsóknir benda til að vissa tannsjúkdóma og tannmissi á efri árum megi að hluta til rekja til langvarandi kalkskorts. Með daglegri mjólkur- neyslu, a.m.k. tveimur glösum á dag, er líkamanum tryggður lágmarks kalkskammtur og þannig unnið gegn hinum alvarlegu afleiðingum kalkskorts. Tennurnar fá þannig á hverjum degi þau byggingarefni sem þœr þarfnast og verða sterkar og fallegar fram eftir öllum aldri. Gleymum þara ekki að þursta þœr reglulega. Helslu heimildir: Bæklingurinn Kak og bemþymmg etbr dr. Jón Óttar Ragnarsson og Nutrition and Ptiyscal Fitness. 11. útg., eftir Briggs og Caloway, Holt Reinhardt and Wmston, 1984 MJÓLKURDAGSNEFND Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalki í mg Samsvarandí kalk- skammturimjólkur- glðsum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammtur í mjólkurglösum (2,5 dl glös)** Bórnl-lOára 800 3 2 Unglingar 11-18 ára 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðið Ófrískar konur og 800"* 3 2 brjóstmceður 1200“** 4 3 • Hér er gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki komi úr mjólk. ** Að sjálfságðu er mögulegt að fá allt kalk sem likaminn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en slfkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœringarfrœði. Hór er miðað við neysluvenjur eins og þœr tfðkast í dag hér á landi. *** Margir sérfrœðingar telja nú að kalkþárf kvenna eftir tíðahvárf só mun meiri eða 1200-1500 mg á dag. **** Nýjustu staðlar fyrir RDS í Bandaríkjunum gera ráð fyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan hóp. Mjólk inniheldur meira kalk en ncer allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vítamín, A-vítamín, kalíum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst í líkamsvókvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir þlóðstorknun, vóðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þart hann D-vítamín, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.þ. þremur glösum af mjólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.