Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 Ummælum Husseins um PLO-samtökin var fagnað í Israel Tel Aviv, Inrael, 16. október. AP. I DAG var ummælum, sem Hussein Jórdaníukonungur viðhafði um PLO, Frelsissamtök Palestínuaraba, í Breska sjónvarpinu í gær, fagnaó á æðstu stöðum í Israel. Þóttu orð hans bera vott um breytta afstöðu, sem gæti orðið til að flýta fyrir friðar- gerð í Miðausturlöndum. I viðtalinu skellti Hussein skuld- inni á PLO fyrir að Bretar skyldu hætta við fund með tveimur full- trúum samtakanna. Embættismaður á stjórnarskrif- stofunum í Tel Aviv sagði, að ísra- elsku ráðherrarnir hefðu verið ánægðir með tilsvör Husseins og talið þau „mjög sannfærandi". Fyrir nokkru hvatti Shimon Peres, forsætisráðherra Israels, Hussein til að taka þátt í beinum viðræðum við Israel án aðildar PLO, en Jórdaníukonungur vfsaði þeim tilmælum á þug og kvaðst hafa undirritað samkomulag við Arafat í febrúarmánuði síðastliðn- um um samvinnu þeirra að friðar- málum. I gær fór Peres til Vínar og var það fyrsti viðkomustaður forsætis- ráðherrans í 12 daga ferð hans til Austurríkis, Bandaríkjanna og Frakklands. Gorbachev boð- ar mikla fram- leiðsluaukningu — gagnrýnir Khrushchev fyrir draumórakennda bjartsýni Moskvu. 16. október. AP. MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, kynnti nýja efnahagsáætlun um mikla framleiðsluaukningu og vöxt í iðnaði sl. þriðjudag og bætti jafn- framt nýjum manni, Nikolai V. Talyzin, í hagfræðideild Kremlstjórnarinnar. Miðstjórn kommúnistaflokksins hefur lagt blessun sína yfir efna- hagsáætlunina, sem er fyrir árin 1986—90 og til ársins 2000. Hefur miðstjórnin einnig samþykkt upp- kast sem felur í sér lauslega áætl- un um markmið og hugmynda- fræði og samþykkja skal á flokks- þinginu 25. febrúar nk. í ræðu Gorbachevs, er hann kynnti nýju áætlunina, kom fram gagnrýni á Khrushchev fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, er hann sagði að slíkar áætlanir ættu að „vera nákvæm umgjörð um raun- verulegan gang mála, lausar við óþarfa smámunasemi og draumórakennda bjartsýni byggða á sýndarrökum". I áætlun Khrushchevs var upp- talinn sá efnahagsárangur sem nást skyldi 1980, eftir að kommún- isku skipulagi hefði að fullu verið komið á. Hann lofaði að þá myndi iðnaður og efnahagur í Sovétríkj- unum taka langt fram því sem gerðist í Bandaríkjunum, að hús- næði, almenningsfarartæki o.fl. yrði ókeypis og erfið líkamleg vinna úr sögunni. í stjórnartíð Leonid I. Brezhnevs viðurkenndi flokkurinn að kommúnísku stjórn- skipulagi hefði ekki verið náð, en deilt var um hvort Sovétríkin hefðu náð „raunverulegum sósfal- isma“ eða ástand „þróunar sósíal- isma“ varaði enn. í ræðu sinni sagði Gorbachev að áætlunin gerði ráð fyrir meiri aukningu iðnðar- framleiðslu næstu 15 árin en náðst hefði síðan kommúnisma var kom- ið á árið 1917. Nóbelsverðlaunaharinn f eðlisfræði, prófessor Klaus von Klitzing, á rann- sóknarstofu sinni hjá Max Planck-stofnuninni. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði: Björgunarmenn vinna við að bjarga fólki úr rústunum eftir að þakið hrundi. AP/Símamynd Bangladesh: 71 lést þegar þak hrundi vegna rigningar I)haka, Bangla Deah, 16. október. AP. AÐ MINNSTA kosti 71 stúdent lést þegar þak á svefnálmu heima- vistar hrundi vegna mikilla rign- inga. Óttast er um afdrif margra annarra og segja aðrar fregnir að fleiri en 100 hafi látist. Rigning- inn stafðai frá fellibyl sem geysaði á Bengal flóa og voru þúsundir íbúa í Bangla Desh fluttir í sér- stök stormskýli vegna hans. Ríkisstjórnin hefur fyrirskip- að þriggja daga þjóðarsorg vegna þessa atburðar og verða skólar og aðrar menntastofnan- ir lokaðar á meðan. 1 maí í ár létust 11 þúsund manns og þús- undir urðu heimilislausar er fellibylur sem fylgdi flóðbylgja skall á ströndum Bangla Desh. Fellibylurinn nú er í rénum. Báðu um hæli í Svíþjóð eftir 3ja vikna göngu frá Murmansk Sundsvall, Svfþjóó. 16. október. AP. TVEIR ungir Sovétmenn, 21 árs og 23 ára, báðu ura pólitískt hæli í Sundsvall í Norður-Svíþjóð í dag, eftir þriggja vikna göngu um óbyggðir heimskautahéraða Sov- étríkjanna, Finnlands og Svíþjóð- ar. Því er haldið fram að þeir séu liðhlaupar úr sovézka hernum. Að sögn lögreglu héldu á daginn og héldu síðan göngunni áfram í skjóli náttmyrkurs. Enn sem komið er neitar lögreglan að nafngreina mennina tvo, fyrra starf þeirra og brottfarar- stað í Sovétríkjunum. Eina sem látið er uppi er að þeir séu Rúss- ar en komi ekki frá Eystrasalts- ríkjunum, sem innlimuð voru í Sovétríkin á sínum tíma. Sænska fréttastofan Tidning- arnas Telegrambyrá segir hins vegar að mennirnir séu her- menn, sem strokið hafi frá aðalbækistöð sovézka flotans í Murmansk á Kolaskaga. Flota- stöðin er í 500 km fjarlægð frá sænsku landamærunum. Mennirnir tveir gengu yfir nyrstu héruð Finnlands og komu til Svíþjóðar við landa- mæraborgina Haparanda. Það- an ferðuðust þeir á puttanum til Sundsvall og gáfu sig fram við lögreglu þar. Sovézkir flóttamenn gefa sig sjaldan fram við finnsk yfirvöld þar sem Finnar senda þá venjulega aftur til Sovétríkjanna. GENGI GJALDMIÐLA Uppgötvun sem flýtir fyrir framförum í hálfleiðaraiðnaði Stokkhólmi, 16. október. AP Prófessor Klaus Von Klitzing frá Vestur—Þýskalandi hlaut Nóbelsveró- launin í eðlisfræði 1985 fyrir uppgötvun sem talið er að flýti fyrir framfönim f hálfleiðaraiðnaði. Von Klitzing, sem er 42 ára gamall, vakti fyrst athygli fyrir uppgötvun varðandi rafmagns- leiðni 1980, er varð til þess að mælingar á leiðni undir segul- áhrifum voru teknar til endurskoð- unar. „Uppgötvanir hans eru mjög -þýðingarmiklar fyrir næstu kyn- slóð eininga í‘rafeindatæki,“ sagði prófessor Stig Lundkvist, forseti nefndarinnar er veitir Nóbelsverð- launin í eðlisfræði. Hálfleiðarar gegna lykilhlutverki í rafeinda- tækjum nútímans, s.s. tölvum og fjarskiptabúnaði. Uppgötvun Von Klitzing gerir það að verkum að hægt ér að gera itákvæmari mæl- ingar á vlðnámi og eru sagðar öpna nýtt og þýðingarmikið rannsókna- svið. Von Klitzing nam við háskólann í Brunswick í Vestur-Þýskalandi en hóf síðan störf við Max— Plank-stofnunina í Stuttgart þar sem hann er nú forstjóri. „Það er erfitt að trúa þessu — ég trúi þessu naumast," sagði Von Klitzing er honum var tilkynnt um verðlaun- in. “Eg er mjög fagnandi að hafa hlotið slíkan heiður“. I>ondon, 16. oklóber. AP. BANDARÍKJADOLLAR hækkaði í dag gagnvart öllum helstu gjald- miðlum heims utan Kanadadollara, sakir þess að framleiðsla í banda- rískum iðnaði í september dróst minna saman, en búist hafði verið við. Verð á gulii féll. Dollarinn hækkaði þrátt fyrir aðgerðir seðlabanka til að halda verði hans niðri, eins og um var samið til þess að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn gripu til aðgerða til að vernda eigin framleiðslu. í Tókýó kostaði dollarinn 216,20 jen þegar gjaldeyrismörkuðum var lokað (215,75). í London kostaði sterlingspundið síðdegis í dag 1,4108 dollara (1,4135). Gengi annarra helstu gjaldmiðla var þannig að dollarinn kostaði 2,6835 vestur-þýsk mörk (2,6615), 2,2013 svissneska franka (2,1820), 8,1762 franska franka (8,1125), 3,0230 hollensk gyllini (3,0005), 1.807,87 ítalskar lírur (1.796,50) og 1,3700 kanadíska dollara (1,3705). Leiðtogi hindúa veginn í Punjab AmriLsar, 16. október. AP. RAM Lubyaya, háttsettur embættis- maður innan indverska Kongress- flokksins, var skotinn til bana í dag á mjólkurbúi sínu í borginni Taran í Punjab héraði. Tveir menn brunuðu að Lubyaya á skellinöðru og hófu á hann skothríð. Mennirnir eru grun- aðir um að vera skæruliðar síkha. Fimm skot hæfðu Lubyaya. Hann var fimmtugur að aldri og stjórnaði kosningaherferð þing- mannsefnis flokksins i kosningun- um í síðasta mánuði. Hann átti einnig sæti í bæjarstjórn Taran. Tilræðismennirnir hurfu fót- gangandi á braut þar sem þeir gátu ekki gangsett skellinöðru sína á nýjan leik. Lubyaya er þriðja fórn- arlamb meintr^ hryðjuverka- -manna síkha frá því að kosið var í Punjab 25. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.