Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985
Nýjar skólabyggingar:
Könnun á við-
horfum foreldra
NEFND, sera starfar á vegum
Fræðsluráðs Reykjavíkur að undir-
búningi að hönnun nýrra skóla hefur
sent spurningalista til foreldra og
forráðamanna barna og unglinga í
hverfum, þar sem fyrirhugað er að
reisa nýja skóla. Er það gert til að
kanna viðhorf foreldra til ýmissa
þátta grunnskólastarfs, sem kynnu
að hafa áhrif á gerð skólahúsanna.
Þau hverfi, sem um er að ræða,
eru gamli Vesturbærinn, vestan
Lækjargötu og norðan Hring-
brautar, en hönnun nýs Vestur-
bæjarskóla stendur nú yfir. Enn-
fremur verður könnunin gerð í
nýja Grandahverfinu og í Selási,
en í báðum þessum hverfum er
þörf skólabygginga.
sé um skóla, til dæmis við 12 ára
aldur. Spurt er um viðhorf til
kennsluhátta, það er hefðbundins
bekkjarfyrirkomulags eða frá-
hvarfs frá því, en þessir þættir
geta allir haft áhrif á hönnun
skólahúsanna.
í fréttatilkynningu frá Skóla-
skrifstofu Reykjavíkur segir að
undirbúningsnefndin vonist til að
foreldrar meti þessa viðleitni og
svari svo fljótt sem kostur er. Allar
frekari upplýsingar og skýringar
á einstökum atriðum könnunar-
innar eru veittar í Skólaskrifstofu
borgarinnar.
Frá undirritun samninganna í fundarsal Vinnuveitendasambandsins í gærmorgun. MorgunblaíiS/Bjarni
Með þessari könnun er meðal
annars leitað álits foreldra á
kennslu fyrir 5 ára börn og leng-
ingu skóladvalar umfram dagleg-
an kennslutíma fyrir yngstu ald-
ursflokkana. Þá er leitað álits á
því, hvort æskilegra sé að allir
aldursflokkar grunnskólans séu í
einum og sama skólanum eða skipt
15 stiga
hiti um
miðnætti á
Reyðarfirði
FRÁ Reyðarfirði fengust þær
fréttir að þar hefði verið um
20 stiga hiti á mánudaginn og
um miðnætti aðfaranótt
þriðjudags var hitinn 15 stig. A
mánudag skein sólin en daginn
eftir var skýjað, stilla og hiti.
„Þetta er langbesta veður sem
við höfum fengið í sumar,"
sagði Gréta Friðriksdóttir
fréttaritari blaðsins. „Fólk var
léttklætt við vinnu og öllum
leið vel. Veðrið létti mönnum
sannarlega lundina. Við erum
bara að vona að þetta haldi
eitthvað áfram."
A Raufarhöfn hafa menn
notið besta veðurs, sem komið
hefur þar í sumar að sögn
fréttaritara blaðsins á staðn-
um. Sumarið hefur verið sér-
lega slæmt og miðað við það
hefði ríkt sumarblíða með
sólskini og 10 til 11 stiga hita
undanfarna daga.
3 % hækkun til
blaðamanna
og prentara
3% LAUNAHÆKKUNIN, sem at-
vinnurekendur sömdu um við verka-
lýöshreyfinguna í gærmorgun í fram-
haldi af samningi BSRB og fjármála-
ráðherra, gengur einnig til félaga
utan við ASI.
Þannig gerðu prentsmiðjueig-
endur og bókagerðarmenn með sér
samkomulag í gær um 3% hækkun
á launum bókagerðarmanna frá
og með gærdeginum og sömuleiðis
gerðu blaðaútgcfendur og blaða-
menn með sér slíkt samkomulag.
INNLEN-T
BSRB-samningur fjármálaráðherra
markaður fullkomnu ábyrgðarleysi
— segir í ályktun framkvæmdastjórnar VSÍ
„SÚ 3% launahækkun, sem samið
hefur verið um mun því miður ekki
skila raunverulegum kjarabótum,
því að fjármálaráðherra hefur ávísað
á verðmæti, sem ekki voru til. Vin-
nuveitendasamband fslands for-
dæmir því það ábyrgðarleysi, sem
fætt hefur af sér nýjan samning um
aukna verðbólgu", segir meðal ann-
ars í ályktun, sem framkvæmd-
astjórn Vinnuveitendasambandsins
hefur sent frá sér í tengslum við
gerð samkomulags ASÍ og VSÍ.
Á liðnu sumri hafði VSÍ for-
göngu um gerð kjarasamninga,
sem höfðu það tvennt að megin-
markmiði, að tryggja vinnufrið og
treysta kaupmátt launa. Vinnu-
veitendur teygðu sig í þessu efni
eins langt og spár um framvindu
efnahagsmála framast gáfu tilefni
til.
Þessar spár einkenndust af
nokkurri bjartsýni en hafa því
miður ekki ræst. Veldur þar mestu
lækkandi gengi bandaríkjadals en
verðmæti útflutningstekna ræðst
mjög af stöðu hans. Samhliða
þessu hafa þær myntir, sem mestu
ráða um innflutningsverðlag
hækkað meira en vænst var og
valdið meiri hækkun framfærslu-
vísitölu en spáð hafði verið.
Þróun gengismála hefur þannig
leitt til minni tekna útflutnings-
greinanna og hækkandi verðlags
innanlands og því jafnt verið önd-
verð hagsmunum launþega og at-
vinnurekenda. Staða fyrirtækj-
anna og þjóðarbúsins í heild er því
Iakari en vænst var við gerð sam-
ninganna 15. júní sl. og það svo
mjög, að rekstrarstöðvun blasir
við fjölda fyrirtækja í útflutnings-
greinum, verði ekkert að gert.
Við þessar aðstæður gerir fjár-
málaráðherra samning við megin-
þorra opinberra starfsmanna um
3% hækkun launa umfram það
sem gildandi samningar kveða á
um. Á sama tíma er boðuð aukin
skattheimta, m.a. til að standa
straum af auknum kostnaði við
launagreiðslur ríkisins.
Þessi samningur er þannig
markaður fullkomnu ábyrgðar-
leysi, en kostnaðinn hljóta laun-
þegar og atvinnurekendur að
þurfa að bera með hærri sköttum
fyrr en síðar.
Á liðnum árum hefur opinber
þjónusta sogað til sín sífellt stærri
hluta vinnufærra manna. Fram-
leiðslugreinarnar hafa á sama
tíma horft fram á vaxandi vinnu-
aflsskort, m.a. vegna samkeppni
frá hinu opinbera um starfsfólk.
M.a. í ljósi þessa er það mat
Vinnuveitendasambands íslands,
að samningsaðilar á almennum
vinnumarkaði standi frammi fyrir
gerðum hlut. Ekki verði undan því
vikist að láta svipaða hækkun
launa ganga yfir almenna vinnu-
markaðinn og gerst hefur í opin-
berri þjónustu.
Sú hækkun mun því miður ekki
skila raunverulegum kjarabótum,
því að fjármálaráðherra hefur
ávísað á verðmæti, sem ekki eru
til.
Vinnuveitendasamband íslands
fordæmir því það ábyrgðarleysi,
sem fætt hefur af sér nýjan samn-
ing um aukna verðbólgu."
Lítum á þetta sem verð-
bætur á kjaraskerðinguna
— segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ
„ÞAÐ liggur Ijóst fyrir, að þrátt fyrir
þessa hækkun verður kaupmáttur í
lok ársins lakari en ráð var fyrir
gert þegar samið var í sumar. Við
hljótum því að líta á þessa kaup-
hækkun sem greiðslu upp í þær
umframverðhækkanir sem orðið
„VEIGAMIKLIR þættir í íslensku
atvinnulífi hafa ekki tök á að standa
undir þessari hækkun, og hefur for-
sætisráðherra verið gerð grein fyrir
því, og jafnframt hinu að Vinnumála-
sambandið lýsi allri ábyrgð af gerð
þessa samnings á hendur ríkisvalds-
ins,“ segir meðal annars í frétiatil-
kynningu sem Vinnumálasamband
samvinnufélaganna sendi frá sér
eftir undirritun samkomulagsins við
ASÍ um 3 % hækkun kauptaxta í gær.
Ályktun VMSS er svohljóðandi:
„Vinnumálasamband samvinnufé-
hafa, eins konar verðbætur fyrir þá
kjaraskerðingu sem orðið hefur,“
sagði Ásmundur Stefánsson, forseti
Alþýðusambands íslands, er Morg-
unblaðið hafði samband við hann
eftir undirritun samninganna í gær.
„í rauninni má segja aö í þessari
laganna hefur undirritað samning
við Alþýðusamband íslands um
3% hækkun vinnulauna. Þessi
hækkun er bein og óhjákvæmileg
afleiðing af þeirri hækkun launa,
sem fráfarandi fjármálaráðherra
samdi um við BSRB fyrir fáum
dögum. Veigamiklir þættir í ís-
lensku atvinnulífi hafa ekki tök á
að standa undir þessari hækkun,
og hefur forsætisráðherra verið
gerð grein fyrir því, og jafnframt
hinu að Vinnumálasambandið lýsi
allri ábyrgð af gerð þessa samn-
hækkun felist viðurkenning á því að
óhjákvæmilegt sé að verðbæta laun
þegar ekki tekst að halda verðlaginu
innan þess ramma sem miðað er við
í samningum," sagði Ásmundur
ennfremur.
Ásmundur sagði að í grundvall-
aratriðum væru aðeins tvær leiðir
til að halda kaupmættinum uppi.
ings á hendur ríkisvaldsins. Þá
ábyrgð verður að skoða í ljósi
þeirrar stöðu sem sjávarútvegur-
inn er nú í, þar sem það liggur við
að fjölmörg fyrirtæki innan hans
muni stöðvast innan tíðar. Forsæt-
isráðherra hefur einnig verið gerð
grein fyrir þessum vanda sjávarút-
vegsins. Treystir Vinnumálasam-
bandið því að í framhaldi af því
verði leitað leiða til þess að ráða
bót á þeim mikla vanda sem menn
þar standa nú frammi fyrir."
Annars vegar að gerðar væru ráð-
stafanir til að hamla gegn verð-
hækkunum og hins vegar að kaup-
ið hækki í takt við verðbreytingar.
„Það má því segja að ríkisstjórnin
hafi gefist upp við að hamla gegn
verðhækkunum og ef til vill gert
sér grein fyrir því að óhjákvæmi-
legt væri að bregðast við á annan
hátt,“ sagði Ásmundur. „Það er
full ástæða til að ítreka, að þessi
samningur dugar ekki til að vega
upp þá kaupmáttarskerðingu sem
fyrirsjáanleg er á þessu ári, þannig
að það hvílir áfram og enn frekar
sú skylda á stjórnvöldum að hamla
gegn verðhækkunum það sem eftir
er ársins. Þessi samningur má því
ekki verða stjórnvöldum afsökun
fyrir því að sleppa fram af sér
beislinu hvað varðar verðhækkan-
ir“, sagði forseti ASÍ.
Ásmundur kvaðst vilja taka
fram, vegna þeirrar þjóðhagsáætl-
unar, sem ríkisstjórnin hefði lagt
fram, og Ásmundur nefndi „þjóð-
arsátt um ekki neitt," að ljóst
væri að sú niðurstaða gæti aldrei
orðið. “Þessari þróun með kaup-
máttarhrapið, sem orðið hefur,
verður að snúa við. Það er ljóst,
að þeir samningar sem gerðir
verða um áramótin, hljóta að fela
í sér að kaupmáttur verði aukinn.
Þeir samningar geta aldrei orðið
sátt um ekki neitt," sagði Ásmund-
ur Stefánsson.
VMSS um samningana:
Lýsum allri ábyrgð á
hendur ríkisvaldsins