Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 29 - ingunni áSelfosaÍ. Morgunblaftið/Sií-Jóna. íinn að if pappír“ ' Daníelssonar er að skilja sjálfan sig.“ Guðmundur var spurður að því hvort bækurnar hans ættu sér ein- hvern samnefnara hvað snertir innihald og boðskap. „Ég er aldrei að boða neitt í mínum skáldskap heldur að skil- greina og skoða innan í. Ég hef ekki neinn sannleika í mínum fórum sem ég vil troða upp á aðra,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst núna vera að skrifa skáldsögu. „Þetta er sálfræðileg skáldsaga um trúna, samviskuna og náttúruna og hún gerist við Þing- vallavatn." SigJóns. fslenska hljómsveitin á æfíngu. fslenska hljómsveitin: Fimm tónleikar á sex dögum FJÓRÐA starfsár íslensku hljóm- sveitarinnar hefst með tónlcikum í Bíóhöllinni á Akranesi laugardag- inn 19. október kl. 15:00. Tónleikarnir verða síðan end- urteknir sem hér segir: í Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði: Sunnu- daginn 20. október kl. 16:00. í Selfosskirkju: Þriðjudaginn 22. október kl. 20:30. I Keflavíkur- kirkju: Miðvikudaginn 23. októ- ber kl. 20:30. í Langholtskirkju í Reykjavík: Fimmtudaginn 24. október kl. 20:30. í ár verða haldnir tíu áskrift- artónleikar á hverjum áður- nefndra staða, alls fimmtíu tón- leikar, og eru þessir tónleikar þeirra fyrstir. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Mun bandaríski hljómsveitarstjórinn Marc Tardue stjórna hljómsveit- inni auk þess sem söngkonan Sigríður Ella Magnúsdóttir mun koma fram á tónleikunum. Á efnisskránni eru þrjú tónverk og eru tvö þeirra verk ítalskra höfunda. I verkinu Trittico Botticelliano leitast höfundur- inn, Ottorino Respighi, við að draga upp tónmyndir af þremur frægum málverkum Botticellis, Frederick Fox, tónskáld. eins meistara endurreisnartíma- bilsins. Yfirskriftir hinna þriggja þátta tónverksins vísa til málverkanna La Primavera (Vorið), L’Adorazione Del Magi (Vitringarnir frammi fyrir Jesú- barninu), og La Nascita Di Venere (Fæðing Venusar). Hafa margar helstu kammerhljóm- sveitir heims þetta verk Respig- his á verkefnaskrá sinni. Sigríður Ella Magnúsdóttir, söngkona. Tónverkið Þjóðlög, eftir Luc- iano Berio, sem flutt hefur verið víða um lönd, samanstendur af lögum frá ýmsum löndum, sem sungin eru á frummálinu og út- sett fyrir fámenna kammersveit. Tileinkar Berio verkið konu sinni, söngkonunni Berberiau. Auk ítölsku verkanna mun hljómsveitin frumflytja tón- verkið Now and Then, eftir Marc Tardue, hljómsveitarstjóri. bandaríska tónskáldið Frederick Fox og er verk þetta tileinkað íslensku hljómsveitinni og aðal- stjórnanda hennar. Hafa verk Fredericks Fox verið víða flutt og m.a. hljóðrituð af hljómsveit- inni Louisville Orchestra. Fox er nú yfirmaður tónsmíðadeildar tónlistarháskólans í Blooming- ton. (Úr fréttatilkynningu.) Morgunblaðið/Theódór Eitt síðasta embættisverk Sverris Hermannssonar sem iðnaðarráðherra „að sinni“ var að opna orkusparnaðarsýning- una í Borgarnesi. Myndin var tekin þegar Sverrir skoðaði sýninguna eftir opnun hennar. ná meiri árangri við að lækka hitunarkostnað heimilanna í landinu. Væri sýning eins og þessi, sem hér væri verið að opna, liður í því að lækka hitunarkostnað og hefði strax náðst mikill árangur. Benti Sverrir á Akureyri í því sambandi, en þar væri búið að halda samskonar orkusparnaðar- sýningu. Að lokum hvatti Sverrir gestina til þess að kynna sér vel þau vísindi er fram kæmu á þessari sýningu. Þá tók til máls Jóhann Ein- varðsson, en hann á sæti í verk- efnnisstjórn orkusparnaðarnefnd- ar. Rakti Jóhann störf verkefnis- stjórnarinnar frá því að hún var sett á laggirnar í byrjun árs 1984. Sagði Jóhann að sýning sem þessi miðlaði upplýsingum um tæki og efni til orkusparnaðar. Kvaðst Jó- hann vona að menn hefðu gagn af þessari sýningu. Orkusparnaðarátak — Ráögjöf { auglýsingabæklingi er dreift var fyrir þessa orkusparnaðarsýn- ingu, er m.a. bent sérstaklega á þá ráðgjöf á vegum verkefnis- stjornarinnar sem veitt verði á sýningunni. Og að jafnframt sem ráðgjafinn veiti almennar upplýs- ingar um möguleika á orkusparn- aði og fjármögnun, geti eigendur Gísli Kjartansson oddviti Borgarnes- hrepps tók til máls við opnun sýning- arinnar og lýsti ánægju sinni með að hún skyldi vera haldin. húsa með lélega orkunýtingu sótt um skoðun húsa sinna. Geri skoð- unarmaðurinn áætlun um orku- sparandi framkvæmdir og reikni út kostnað við þær. Sú áætlun sé síðan lögð til grundvallar hugsan- legri lánafyrirgreiðslu frá Hús- næðisstofnun ríkisins. Og að áður- nefnd skoðun s_é greidd úr ríkis- sjóði. Eftirtalin fyrirtæki og stofnanir í Borgarnesi tóku þátt í sýning- Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, fíytur ávarp sitt unni: Borgarplast hf. sýndi fram- leiðsluvörur sínar, m.a. einangrun- arplast, pípueinangrun og drein- plast. Vírnet hf. sýndi útveggja- klæðningu úr kaldvölsuðu stáli með innbrenndri lakkhúð. Loft- orka sf. sýndi steinsteypt eininga- hús frá verksmiðju sinni í Borg- arnesi. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar kynnti starfsemi sína. — TKÞ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.