Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 29

Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 29 - ingunni áSelfosaÍ. Morgunblaftið/Sií-Jóna. íinn að if pappír“ ' Daníelssonar er að skilja sjálfan sig.“ Guðmundur var spurður að því hvort bækurnar hans ættu sér ein- hvern samnefnara hvað snertir innihald og boðskap. „Ég er aldrei að boða neitt í mínum skáldskap heldur að skil- greina og skoða innan í. Ég hef ekki neinn sannleika í mínum fórum sem ég vil troða upp á aðra,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst núna vera að skrifa skáldsögu. „Þetta er sálfræðileg skáldsaga um trúna, samviskuna og náttúruna og hún gerist við Þing- vallavatn." SigJóns. fslenska hljómsveitin á æfíngu. fslenska hljómsveitin: Fimm tónleikar á sex dögum FJÓRÐA starfsár íslensku hljóm- sveitarinnar hefst með tónlcikum í Bíóhöllinni á Akranesi laugardag- inn 19. október kl. 15:00. Tónleikarnir verða síðan end- urteknir sem hér segir: í Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði: Sunnu- daginn 20. október kl. 16:00. í Selfosskirkju: Þriðjudaginn 22. október kl. 20:30. I Keflavíkur- kirkju: Miðvikudaginn 23. októ- ber kl. 20:30. í Langholtskirkju í Reykjavík: Fimmtudaginn 24. október kl. 20:30. í ár verða haldnir tíu áskrift- artónleikar á hverjum áður- nefndra staða, alls fimmtíu tón- leikar, og eru þessir tónleikar þeirra fyrstir. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Mun bandaríski hljómsveitarstjórinn Marc Tardue stjórna hljómsveit- inni auk þess sem söngkonan Sigríður Ella Magnúsdóttir mun koma fram á tónleikunum. Á efnisskránni eru þrjú tónverk og eru tvö þeirra verk ítalskra höfunda. I verkinu Trittico Botticelliano leitast höfundur- inn, Ottorino Respighi, við að draga upp tónmyndir af þremur frægum málverkum Botticellis, Frederick Fox, tónskáld. eins meistara endurreisnartíma- bilsins. Yfirskriftir hinna þriggja þátta tónverksins vísa til málverkanna La Primavera (Vorið), L’Adorazione Del Magi (Vitringarnir frammi fyrir Jesú- barninu), og La Nascita Di Venere (Fæðing Venusar). Hafa margar helstu kammerhljóm- sveitir heims þetta verk Respig- his á verkefnaskrá sinni. Sigríður Ella Magnúsdóttir, söngkona. Tónverkið Þjóðlög, eftir Luc- iano Berio, sem flutt hefur verið víða um lönd, samanstendur af lögum frá ýmsum löndum, sem sungin eru á frummálinu og út- sett fyrir fámenna kammersveit. Tileinkar Berio verkið konu sinni, söngkonunni Berberiau. Auk ítölsku verkanna mun hljómsveitin frumflytja tón- verkið Now and Then, eftir Marc Tardue, hljómsveitarstjóri. bandaríska tónskáldið Frederick Fox og er verk þetta tileinkað íslensku hljómsveitinni og aðal- stjórnanda hennar. Hafa verk Fredericks Fox verið víða flutt og m.a. hljóðrituð af hljómsveit- inni Louisville Orchestra. Fox er nú yfirmaður tónsmíðadeildar tónlistarháskólans í Blooming- ton. (Úr fréttatilkynningu.) Morgunblaðið/Theódór Eitt síðasta embættisverk Sverris Hermannssonar sem iðnaðarráðherra „að sinni“ var að opna orkusparnaðarsýning- una í Borgarnesi. Myndin var tekin þegar Sverrir skoðaði sýninguna eftir opnun hennar. ná meiri árangri við að lækka hitunarkostnað heimilanna í landinu. Væri sýning eins og þessi, sem hér væri verið að opna, liður í því að lækka hitunarkostnað og hefði strax náðst mikill árangur. Benti Sverrir á Akureyri í því sambandi, en þar væri búið að halda samskonar orkusparnaðar- sýningu. Að lokum hvatti Sverrir gestina til þess að kynna sér vel þau vísindi er fram kæmu á þessari sýningu. Þá tók til máls Jóhann Ein- varðsson, en hann á sæti í verk- efnnisstjórn orkusparnaðarnefnd- ar. Rakti Jóhann störf verkefnis- stjórnarinnar frá því að hún var sett á laggirnar í byrjun árs 1984. Sagði Jóhann að sýning sem þessi miðlaði upplýsingum um tæki og efni til orkusparnaðar. Kvaðst Jó- hann vona að menn hefðu gagn af þessari sýningu. Orkusparnaðarátak — Ráögjöf { auglýsingabæklingi er dreift var fyrir þessa orkusparnaðarsýn- ingu, er m.a. bent sérstaklega á þá ráðgjöf á vegum verkefnis- stjornarinnar sem veitt verði á sýningunni. Og að jafnframt sem ráðgjafinn veiti almennar upplýs- ingar um möguleika á orkusparn- aði og fjármögnun, geti eigendur Gísli Kjartansson oddviti Borgarnes- hrepps tók til máls við opnun sýning- arinnar og lýsti ánægju sinni með að hún skyldi vera haldin. húsa með lélega orkunýtingu sótt um skoðun húsa sinna. Geri skoð- unarmaðurinn áætlun um orku- sparandi framkvæmdir og reikni út kostnað við þær. Sú áætlun sé síðan lögð til grundvallar hugsan- legri lánafyrirgreiðslu frá Hús- næðisstofnun ríkisins. Og að áður- nefnd skoðun s_é greidd úr ríkis- sjóði. Eftirtalin fyrirtæki og stofnanir í Borgarnesi tóku þátt í sýning- Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, fíytur ávarp sitt unni: Borgarplast hf. sýndi fram- leiðsluvörur sínar, m.a. einangrun- arplast, pípueinangrun og drein- plast. Vírnet hf. sýndi útveggja- klæðningu úr kaldvölsuðu stáli með innbrenndri lakkhúð. Loft- orka sf. sýndi steinsteypt eininga- hús frá verksmiðju sinni í Borg- arnesi. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar kynnti starfsemi sína. — TKÞ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.