Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 19 Morgunblaðið/ól.K.M. Nokkrir meðlima í undirbúningsnefnd riðstefnunnar kynntu EXPLO ’85 fyrir blaðamönnum. Frá vinstri eru: Ólafur Jóhannsson, Friðrik Schram, Kristjana Diðriksdóttir, Rainer Harnisch og Eirný Ásgeirsdóttir. EXPLO ’85 hald- in hér á landi — alþjóðleg ráðstefna um kristna trú og boðun Fundur norrænna hjúkrunarfræðinga: Menntun og starfssvið rædd FULLTRÚAR Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfræðinga héldu fund f Reykjavík í september sl. Aðalumræðuefni hans var menntun hjúkrunarfræðinga, starfssvið þeirra og ábyrgð, séð í ijósi þróunar heil- brigðismála á Norðurlöndum. Heiðursgestir við setningu fund- arins voru forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðisráðuneytisins, og Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur. Fundinn sátu 77 þátttakendur frá öllum aðildarfélögum. Félagið Samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga (SSN) var stofnað árið 1920. Fé- lagsmenn eru um 200.000 hjúkr- unarfræðingar. Stjórn samtak- anna skipa formenn hlutaðeigandi hjúkrunarfélaga, en formaður Hjúkrunarfélags íslands er Sig- þrúður Ingimundardóttir. í fréttabréfi frá Hjúkrunarfé- lagi íslands segir að stefna Heil- brigðisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (WHO) sé að menntun hjúkr- unarfræðinga, hvar sem er í heim- inum, skapi þeim breiðan og traustan grunn til að byggja starf sitt á. Hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum styðja þessa stefnu heilshugar. Hjúkrunarfræðingar skulu eiga kost á framhaldsmennt- un á starfssviði sínu. Ennfremur segir í fréttabréfinu að hjúkrunar- fræðingar séu heilbrigðisstétt og beri að nýta krafta þeirra til hagsbóta fyrir heilsugæslu og þró- un hennar í ríkara mæli en gert hefur verið fram til þessa. Frá setningu fundarins. 1 ræðustól er Sigþrúóur Ingimundardóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands. EXPLO ’85, alþjóðleg ráðstefna um kristna trú og boðun, verður haldin hér á landi, auk í yfir 100 öðrum löndum, dagana 28.-31. desember — k. Hún ber yfirskriftina „Vertu með! Byggjum betri heim“. Allir ráð- stefnustaðirnir verða tengdir saman með hjálp gervihnatta. f tvær stundir á degi hverjum, kl. 15.00 til 17.00, munu þátttakendur á ísiandi vera í beinu sambandi við ráðstefnugesti annarra landa. Ráðstefnan hér á landi verður haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð í Reykjavík. Þar verða sett upp tæki er tengja ráðstefnu- gesti við aðrar EXPLO ’85- ráðstefnur. Hvern ráðstefnudag mun birtast dagskrá frá einni heimsálfu, fréttir af kirkju og kristni víðsvegar um heim. Kristn- ir tónlistarhópar munu flytja verk sín og þekktir predikarar munu tala dag hvern. Meðal annarra munu koma fram þeir Billy Gra- ham og Bill Bright frá Bandaríkj- unum, Joon Gon Kom frá Asíu, Luis Palau frá Suður-Ameríku og Kassoum Keita frá Afríku. Að sögn ólafs Jóhannssonar, í undirbúningsnefnd, mun uppsetn- ing tækjabúnaðarins hér á landi kosta um 40.000 dala. Alþjóðleg undirbúningsnefnd ráðstefnunnar mun hinsvegar standa straum af þeim kostnaði. Rainer Harnisch, einn skipuleggjenda EXPLO ’85, sagði á blaðamannafundi er hald- inn var til kynningar ráðstefnunni, að kostnaður við uppsetningu tæknibúnaðarins alls næmi 3,6 milljónum dollara. Hann sagði að þetta væri fjármagnað með fram- lögum frá kristnum samtökum um víða veröld. Megintilgangur ráðstefnunnar er að þjálfa kristið fólk til þjón- ustu í kirkjulegu starfi. Þátttak- endur ráðstefunnar munu hlýða á bibliulega kennslu um kristilegt líf og hvernig breiða megi trúna út. Einnig gefst tóm til bæna og samfélags. Þetta er i fyrsta skipti sem allir kristnir söfnuðir landsins samein- ast í svo stóru verkefni. Þátttöku- gjald er 1.000 krónur. í verðinu er innifalinn aðgangur að öllum kennslustundum, sjónvarpsdag- skrá og kvöldsamverum. í athugun er að gera samninga við gistiheim- ili um ódýra gistingu fyrir ráð- stefnugesti utan af landi. Af- greiðsla og upplýsingar um ráð- stefnuna fást í Stakkholti 3, 2. hæð, 101 Reykjavík, í síma 27460. Meimingarmálanefnd Norðurlandaráðs: Ráðstefna í Noregi RÁÐSTEFNA verður haldin á vegum menningarmálanefndar Norðurland- aráðs í Álasundi í Noregi dagana 21.-23. október næstkomandi. Á ráð- stefnunni verður fjallað um aukin nemenda- og kennaraskipti milli skóla á Norðurlöndum. Unnið hefur verið að því á und- anförnum árum að styrkja menn- ingartengsl norrænu þjóðanna með nemenda- og kennaraskipt- Tónleikar Bubba á Norðurlandi BUBBI Morthens mun halda tón- leika á Norðurlandi á næstunni. Dagskráin er sem hér segir: Sjallanum, Akureyri: Fimmtu- daginn 17. október kl. 22.00. Hrís- ey: Föstudaginn 18. október kl. 21.00. Dalvíkurbíó: Laugardaginn 19. október kl. 21.00. Dynheimum, Akureyri: Sunnudaginn 20. októ- ber kl. 21.30. Með Bubba í för þessari verður Björgúlfur Egilsson, bassaleikari, en hann hefur undanfarin ár leikið með hljómsveitinni „Kamarorg- hestarnir" í Kaupmannahöfn. (Úr fréttatilkynninfíu) um. Ekki hefur þessi starfsemi þó náð þeirri útbreiðslu sem æskileg væri. Menningarmálanefnd hefur á undanförnum árum lagt áherslu á stuðning við þessa starfsemi og boðar til þessarar ráðstefnu i því skyni að leita raunhæfra leiða til að auka nemenda- og kennara- skipti milli norrænna skóla. Eiður Guðnason, sem er formað- ur menningarmálanefnndar, stýr- ir ráðstefnunni, en á henni verða 70 fulltrúar frá samtökum kenn- ara, nemenda og foreldra og frá þjóðþingum Norðurlanda. Þorskalysi eða ufsalysi fra Lysi hf. ...heilsunnar vegna ARGUS«€> Þetta kosta góð ogfalleg sófasett með tauáklœði Við bjóðum stórkostlegt úrval af sófasettum og sófahornum með tauáklœði og auðvitað leðri. HVS6A6NABÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.