Morgunblaðið - 17.10.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.10.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 19 Morgunblaðið/ól.K.M. Nokkrir meðlima í undirbúningsnefnd riðstefnunnar kynntu EXPLO ’85 fyrir blaðamönnum. Frá vinstri eru: Ólafur Jóhannsson, Friðrik Schram, Kristjana Diðriksdóttir, Rainer Harnisch og Eirný Ásgeirsdóttir. EXPLO ’85 hald- in hér á landi — alþjóðleg ráðstefna um kristna trú og boðun Fundur norrænna hjúkrunarfræðinga: Menntun og starfssvið rædd FULLTRÚAR Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfræðinga héldu fund f Reykjavík í september sl. Aðalumræðuefni hans var menntun hjúkrunarfræðinga, starfssvið þeirra og ábyrgð, séð í ijósi þróunar heil- brigðismála á Norðurlöndum. Heiðursgestir við setningu fund- arins voru forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðisráðuneytisins, og Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur. Fundinn sátu 77 þátttakendur frá öllum aðildarfélögum. Félagið Samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga (SSN) var stofnað árið 1920. Fé- lagsmenn eru um 200.000 hjúkr- unarfræðingar. Stjórn samtak- anna skipa formenn hlutaðeigandi hjúkrunarfélaga, en formaður Hjúkrunarfélags íslands er Sig- þrúður Ingimundardóttir. í fréttabréfi frá Hjúkrunarfé- lagi íslands segir að stefna Heil- brigðisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (WHO) sé að menntun hjúkr- unarfræðinga, hvar sem er í heim- inum, skapi þeim breiðan og traustan grunn til að byggja starf sitt á. Hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum styðja þessa stefnu heilshugar. Hjúkrunarfræðingar skulu eiga kost á framhaldsmennt- un á starfssviði sínu. Ennfremur segir í fréttabréfinu að hjúkrunar- fræðingar séu heilbrigðisstétt og beri að nýta krafta þeirra til hagsbóta fyrir heilsugæslu og þró- un hennar í ríkara mæli en gert hefur verið fram til þessa. Frá setningu fundarins. 1 ræðustól er Sigþrúóur Ingimundardóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands. EXPLO ’85, alþjóðleg ráðstefna um kristna trú og boðun, verður haldin hér á landi, auk í yfir 100 öðrum löndum, dagana 28.-31. desember — k. Hún ber yfirskriftina „Vertu með! Byggjum betri heim“. Allir ráð- stefnustaðirnir verða tengdir saman með hjálp gervihnatta. f tvær stundir á degi hverjum, kl. 15.00 til 17.00, munu þátttakendur á ísiandi vera í beinu sambandi við ráðstefnugesti annarra landa. Ráðstefnan hér á landi verður haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð í Reykjavík. Þar verða sett upp tæki er tengja ráðstefnu- gesti við aðrar EXPLO ’85- ráðstefnur. Hvern ráðstefnudag mun birtast dagskrá frá einni heimsálfu, fréttir af kirkju og kristni víðsvegar um heim. Kristn- ir tónlistarhópar munu flytja verk sín og þekktir predikarar munu tala dag hvern. Meðal annarra munu koma fram þeir Billy Gra- ham og Bill Bright frá Bandaríkj- unum, Joon Gon Kom frá Asíu, Luis Palau frá Suður-Ameríku og Kassoum Keita frá Afríku. Að sögn ólafs Jóhannssonar, í undirbúningsnefnd, mun uppsetn- ing tækjabúnaðarins hér á landi kosta um 40.000 dala. Alþjóðleg undirbúningsnefnd ráðstefnunnar mun hinsvegar standa straum af þeim kostnaði. Rainer Harnisch, einn skipuleggjenda EXPLO ’85, sagði á blaðamannafundi er hald- inn var til kynningar ráðstefnunni, að kostnaður við uppsetningu tæknibúnaðarins alls næmi 3,6 milljónum dollara. Hann sagði að þetta væri fjármagnað með fram- lögum frá kristnum samtökum um víða veröld. Megintilgangur ráðstefnunnar er að þjálfa kristið fólk til þjón- ustu í kirkjulegu starfi. Þátttak- endur ráðstefunnar munu hlýða á bibliulega kennslu um kristilegt líf og hvernig breiða megi trúna út. Einnig gefst tóm til bæna og samfélags. Þetta er i fyrsta skipti sem allir kristnir söfnuðir landsins samein- ast í svo stóru verkefni. Þátttöku- gjald er 1.000 krónur. í verðinu er innifalinn aðgangur að öllum kennslustundum, sjónvarpsdag- skrá og kvöldsamverum. í athugun er að gera samninga við gistiheim- ili um ódýra gistingu fyrir ráð- stefnugesti utan af landi. Af- greiðsla og upplýsingar um ráð- stefnuna fást í Stakkholti 3, 2. hæð, 101 Reykjavík, í síma 27460. Meimingarmálanefnd Norðurlandaráðs: Ráðstefna í Noregi RÁÐSTEFNA verður haldin á vegum menningarmálanefndar Norðurland- aráðs í Álasundi í Noregi dagana 21.-23. október næstkomandi. Á ráð- stefnunni verður fjallað um aukin nemenda- og kennaraskipti milli skóla á Norðurlöndum. Unnið hefur verið að því á und- anförnum árum að styrkja menn- ingartengsl norrænu þjóðanna með nemenda- og kennaraskipt- Tónleikar Bubba á Norðurlandi BUBBI Morthens mun halda tón- leika á Norðurlandi á næstunni. Dagskráin er sem hér segir: Sjallanum, Akureyri: Fimmtu- daginn 17. október kl. 22.00. Hrís- ey: Föstudaginn 18. október kl. 21.00. Dalvíkurbíó: Laugardaginn 19. október kl. 21.00. Dynheimum, Akureyri: Sunnudaginn 20. októ- ber kl. 21.30. Með Bubba í för þessari verður Björgúlfur Egilsson, bassaleikari, en hann hefur undanfarin ár leikið með hljómsveitinni „Kamarorg- hestarnir" í Kaupmannahöfn. (Úr fréttatilkynninfíu) um. Ekki hefur þessi starfsemi þó náð þeirri útbreiðslu sem æskileg væri. Menningarmálanefnd hefur á undanförnum árum lagt áherslu á stuðning við þessa starfsemi og boðar til þessarar ráðstefnu i því skyni að leita raunhæfra leiða til að auka nemenda- og kennara- skipti milli norrænna skóla. Eiður Guðnason, sem er formað- ur menningarmálanefnndar, stýr- ir ráðstefnunni, en á henni verða 70 fulltrúar frá samtökum kenn- ara, nemenda og foreldra og frá þjóðþingum Norðurlanda. Þorskalysi eða ufsalysi fra Lysi hf. ...heilsunnar vegna ARGUS«€> Þetta kosta góð ogfalleg sófasett með tauáklœði Við bjóðum stórkostlegt úrval af sófasettum og sófahornum með tauáklœði og auðvitað leðri. HVS6A6NABÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.