Morgunblaðið - 17.10.1985, Side 3

Morgunblaðið - 17.10.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÖBER1985 3 - Danadrottning til íslands Fyrirhuguð ferð forseta íslands til Kanada ÁKVEÐIÐ befur verið aö Margrét Danadrottning komi í heimsókn til íslands næsta sumar. Ennfremur er fyrirhugað að forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir, fari í heimsókn til Kanada á næsta ári. Halldór Reynisson, forsetarit- ari, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ekki væri endanlega ákveðið með dagsetningar varð- andi heimsókn Danadrottningar, en líklega yrði júlímánuður fyrir valinu. Að sögn Halldórs er hér ekki um opinbera heimsókn að ræða. Varðandi fyrirhugaða Kan- adaferð forseta íslands sagði Halldór að það mál væri enn á umræðustigi og engar ákvarðanir verið teknar þar að lútandi. Það hefði lengi staðið til að forsetinn færi í heimsókn á slóðir Vestur- íslendinga i Kanada og stæðu vonir til að úr því gæti orðið á næsta ári. f fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1986 er gert ráð fyrir 2 milljónum króna til opinberra heimsókna á vegum embættis forseta íslands og þar er sérstakiega tekið fram, að gert sé ráð fyrir heimsókn Margrétar Danadrottningar og heimsókn forseta fslands til Kan- ada. Storð hættir ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta út- gáfu á tímaritinu Storð sem Iceland Review hefur nú gefið út um 2ja ára skeið. Haraldur J. Hamar útgefandi tímaritsins segir ástæður fyrir þessari ákvörðun vera þær að auglýsingamarkaðurinn hafi verið að þrengjast og eins dökkar horfur framundan í efnahagsmálum al- mennt, svo að hann telji einfald- lega of mikla áhættu því samfara að gefa blaðið út áfram, þrátt fyrir að það hafi náð umtalsverðri út- breiðslu. Haraldur skýrir frá þessari ákv- örðun í samtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins — B8. r Morgunblaðið/Fridþjófur I ráðherrastólnum ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók við embætti fjármálaráðherra í gær. Hér óskar Frið- rik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins, honum til hamingju skömmu eftir að Þorsteinn settist í fyrsta sinn í ráðherrastólinn á Alþingi. Kostir KASKO eru augljósir! Obundinn reikningur sem býður bestu ávöxtun bankans. Hafðu KASKÓ að leiðarljósi. WRZlUNflRBflNKINN AUK hf. 43 97

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.