Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 43 Afmæliskveðja: Dr. Karl Kortsson Sjötugur er í dag Dr. Karl Kortsson, héraðsdýralæknir og fyrrverandi ræðismaður Sam- bandslýðveldisins Vestur-Þýzka- lands. Hann er fæddur í Crimm- itschau í Saxlandi, þar sem faðir hans var borgardýralæknir. Það fyrsta sem ég heyrði minnst á Dr. Karl var, að Jón Pálsson héraðsdýralæknir á Selfossi, sem þá gegndi svæðinu frá Hellisheiði austur að Lómagnúp, sendi þýzkan dýralækni upp í Ytri- Hrepp, þar sem hann framkvæmdi aðgerð á hesti, sem þótti takast snilldarlega. Dr. Karl, sem þá hét Helmut Bruckner, hafði vegna mannfæðar í stéttinni verið fenginn til að gegna umdæminu fyrir austan Þjórsá, enda óhugsandi að Jón gæti annað því öllu og til þess að setja sig sem bezt inn í íslenskar aðstæður dvaldi Karl fyrstu þrjá mánuði veru sinnar hér, á heimili þeirra hjóna Áslaugar og Jóns á Selfossi og tók þátt í störfunum með Jóni. Þetta var árið 1950, en áður en hann kom hingað hafði hann gegnt herþjónustu í stríðinu, en þar var hann yfirdýralæknir við handlækningadeild í riddara- liðinu. Alla tíð síðan hefur hesta- mennskan loðað við hann og hann hefur átt margan gæðinginn. Eftir stríðið var hann bæði embættis og starfandi dýralæknir í Schleswig-Holstein. Karl hefur Björgunarhnífurinn spænski og fylgihlutir. Innflutningur haf- inn á björgunarhníf HAFINN er innflutningur á hinu heirasfrega björgunartæki „Survival“ frá Toledo á Spáni. Hér er um að ræða hníf, sem hefur 20 aukatæki sem miða að því að menn geti komist af með þessi tæki á sér við erfiðustu aðstæður. Hnífurinn í hylki er 600 grömm. Hjálpartækin eru auk hnífsblaðs- ins: Hægt er að mynda víraklippur með því að beita hnífnum og hylk- inu saman. Á hylkinu er skrúfjárn og morsspegill. Á bakka hnífsins eru bæði járn- og trésög. Á blaðinu er skali til að taka sólarhæðina ef menn eru villtir. Þá er einnig skali til að mæla vegalengdir á korti. Al- þjóðleg hjálparmerki eru einnig grópuð á hnífsblaðið. Á hnífsbakk- anum er mið til að mæla hæðir fjallstinda. Á enda handfangsins er hamar. Inní hnífskeptinu er kompás. Þá er þar einnig hylki og utan á því er stafrófið ásamt morsstafrófinu. Inní hylkinu er fiskilína, sem hægt er að festa við hnífinn og breyta honum þar með í veiðistöng. I hylk- inu eru einnig önglar, flotholt og sökkur. Þrjár neyðarblyseldspýtur, brennisteinn, málmstöng til að kveikja með elda ef eldspýtur blotna. Saumnál, dauðhreinsuð læknasaumnál, dauðhreinsaður læknahnífur, þrjár töflur til að hreinsa ódrykkjarhæft vatn og dugar hver fyrir sig til að hreinsa 10 lítra. Þetta tæki var 5 ár í hönnun og prófun áður en farið var að fram- leiða það, en mesta viðurkenningu fékk tækið þegar öllum v-þýskum hermönnum var gert að bera svona hníf og keyptu v-þýsk hernaðaryf- irvöld alla ársframleiðslu verk- smiðjunnar í Toledo 1984. Allar lík- ur eru á að japanski herinn muni einnig taka þetta tæki upp hjá sér. Það er Marto-umboðið sem selur þennan hníf hér á landi og er hægt að fá hnífinn í póstkröfu. Upplýs- ingar um hnífinn eru gefnar í síma 671190 eftir kl. 19 á kvöldin og allar helgar. (Fréttatilkynning) Ágústa Ágústsdóttir, sópransöng- kona. Söngskemmtun í SÖNGSKEMMTUN verður haldin í Austurbæjarbíói laugardaginn 19. október næstkomandi og hefst hún klukkan 14.30. Þar munu þau Ágústa Ágústs- dóttir, sópransöngkona og David Knowles, píanóleikari flytja verk eftir Árna Björnsson, Skúla Hall- dórsson, Hallgrím Helgason og Ragnar H. Ragnar, óperuaríur eftir David Knowles, píanóleikari. Austurbæjarbíói Giuseppe Verdi og W.A. Mozart og ljóðasöngva eftir Jean Síbelíus og Jóhannes Brahms. Forsala aðgöngumiða verður í Versluninni Brynju, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og ístóni, Freyjugötu. Aðgöngumiðar verða einnig seldir við innganginn. (Frétlatilkynning.) sjálfur sagt frá því í blaðaviðtöl- um hvernig það bar til, að hann freistaði gæfunnar hér á landi. Eftir dvöl sína á Selfossi var Karl settur til að gegna Rangár- vallaumdæmi með aðsetri á Hellu, og sex árum síðar, þegar hann hafði öðlast íslenzkan ríkisborg- ararétt, skipaður í það embætti. Þegar Karl kom hingað til lands voru ekki mörg ár frá því að fúkkalyfin höfðu verið uppgötvuð og tekin í notkun hér á landi. En alla tíð síðan hefur Karl verið óþreytandi að prófa ný lyf og nýj- ar aðferðir og verið óspar á að miðla okkur starfsbræðrunum af reynslu sinni af þessu eða hinu. Þegar Karl settist að á Hellu var mjólkurframleiðsla ört vax- andi og mikill uppgangur á bænd- um yfirleitt og ekki sízt í Rangár- þingi og menn fjölguðu kúm þótt aðstaða til mjólkurframleiðslu væri ekki alltaf sem skyldi eða nákvæmlega samkvæmt reglu- gerðum. Karl lagði sig fram um að leiðbeina og leggja á ráðin um bætta aðstöðu og mætti segja mér að Rangæingar byggju enn að því. Öll sín embættisverk, hvort sem það hefur verið þjónusta við bændur eða eftirlit með viðkvæm- um matvælum, svo sem mjólkur- framleiðslu sem fyrr er getið eða kjötskoðun í sláturhúsum, hefur hann rækt af stakri samviskusemi og hvergi mátt vamm sitt vita. Um svipað leyti og Karl settist hér að, kom hingað all margt af þýzku fólki, sem yfirgefið hafði ættland sitt flakandi í sárum eftir striðið enda ríkti þá rnikil óvissa í Þýzkalandi. Eins og oft vill vera, þegar fólk sezt að í framandi landi gengur því misvel að festa rætur og sætta sig við nýjar aðstæður, þá þarfnast það stuðnings og upp- örvunar. Veit ég fyrir víst að oft á tíðum var leitað til Karls og greiddi hann fyrir öllum eftir mætti. Kom það eins og af sjálfu sér að hann var skipaður ræðis- maður hér sunnanlands. Gegndi hann því embætti þar til í haust að hann lét af þvi fyrir aldurs sak- ir. Eins og öðrum embættum, sem Karli hefur verið trúað fyrir, gegndi hann þessu af sömu alúð og reglusemi og hefur alltaf kapp- kostað að veita alla þá fyrir- greiðslu sem möguleg var. Fyrir allmörgum árum gekkst Karl fyrir stofnun þýzk-íslenzks vinafélags á Suðurlandi. Þetta fé- lag hefur alla tíð starfað af mikl- um þrótti, haldið árlegar samkom- ur þar sem komið hefur saman fólk af þýzku bergi brotið ásamt vinum og vandamönnum. Þar hef- ur verið þýzkur matur og drykkur á borðum og Karl verið hrókur alls fagnaðar enda ætíð glaður á góðri stund. Á síðari árum hefur félgið undir forystu Karls gengist fyrir þýzku- kennslu fyrir börn og fullorðna bæði í Árnes- og Rangárvallasýsl- um. Þegar Karl kom hingað var hann kvæntur konu sinni, Carm- en, fyrir fjórum árum. Hún er frönsk að uppruna, glæsileg kona, og hefur hún verið hans styrka stoð í erilsömum embættisrekstri. þegar þau fluttust til landsins voru þeim fæddir tveir synir og eftir komuna hingað bættust tvö börn í hópinn. Synirnir hafa sótt menntun sína til Þýzkalands, fest ráð sitt og eru þar allir í góðum stöðum. Einkadóttirin er húsmóð- ir í Ölfusinu, gift Magnúsi lækni Sigurðssyni nýskipuðum ræð- ismanni V-Þýskalands. Karli og fjölskyldu bið ég allrar blessunar og að hann megi enn um langa hríð njóta sinnar góðu heilsu og sinna sínum margvíslegu áhugamálaum. Gunnl. Skúlason. Verö frá kr. 12.980 stgr. Getur það verið? Já, í Bláskógum er gott úrval boröstofuhús- gagna í ýmsum viöar- tegundum á óumflýjan- lega hagstæöu veröi. Bláskógar Ármúla 8 - S: 686080 - 686244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.