Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR17. OKTÖBER1985 Hann er kominn, penninn sem nú fer sigurför um heirninn. Þýsk meistarasmíö meö glæsilegt útlit. ELÝSEÉ pennarnir fást hjá: Fymundsson, Rcykjavík Bókavcrzluninni Vedu. Kópavogi Bókaverzluninni Grímu, Garðah.r Bókahúó Böövars. Hafnarfiröi Bókdbúð Olivers Sleins. flafnarfiiöi Bókbac, Hafnarfiröi Bókaverzl. Andrósar INi«*lssonar. Akranesi Kaupfclagi Borgfiröiiuja. Borgarncsi Bókabuö Jónasar, Akurcyri Þú stillir vatnshitann með einu handtaki á hitastýrða baðblöndunartækinu frá Danfoss, og nýtur síðan steypibaðsins vel og lengi. = héðinn = SEUAVEGI 2.SIMI 24260 DÆLA DÆLA DÆLA DÆLA DÆLA Bjóðum dælurtil flestra verka. Frá hinum þekktu framleiðendum Tæknilegar upplysingar og ráðgjöf í ^söludeild okkar.^ = HEÐINN = VÉtAVE R/LUN RIMI 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-DJONUSTA Klarup- stúlknakórinn Tónlist Egill Friðleifsson Norræna húsið, 12. okt. ’85 Háteigskirkja 13.11.85 Flytjendur: Klarup-stúlknakórinn Stjórnandi: Jan Ole Mortensen Efnisskrá: Lög úrýmsum áttum. Varla voru voldugir hljómarnii úr sálumessu Verdis þagnaðir Háskólabíói sl. laugardag er upi hófst í Norræna húsinu hógvæi söngur Klarup-stúlknakórsins frá Danmörku. Klarup mun vera þorp skammt frá Álaborg. Það er at- hyglisvert að jafn góður kór kemur frá jafn litlum stað, og ber vott um dugnað, hæfni og metnað stjórnandans, Jan Ole Mortensen, sem unnið hefur frábært starf með þessum fallega hóp. Kórinn skipa liðlega 20 stúlkur á aldrin- um 14—20 ára. Efnisskráin var fjölbreytt og sýndi að kórnum lætur vel að syngja í ýmsum stíl- tegundum, eða allt frá pólyfóníu til dagsins í dag. Kórinn hóf tón- leikana með því að syngja nokkur dönsk lög. I fyrstu var eins og greina mætti nokkur þreytumerki á stúlkunum. Hljómurinn var heldur mattur og daufur en þær sungu sig upp og gerðu seinni hluta efnisskrárinnar betri skil en þeim fyrri. Það var áhugavert að heyra meðferð kórsins á „Mountain Nights nr. 1“ eftir Kodály. Verk þetta er vókalísa, þ.e. sungið án texta, sú fyrsta af fimm slíkum, mjög vel samin tón- smíð og eftir því vandmeðfarin, og verður ekki annað sagt en kór- inn hafi komist allvel frá þeirri raun, þó fylgja hefði mátt betur eftir nákvæmri forskrift höfund- ar varðandi styrkleikabreytingar. Negrasálmarnir voru frísklega fluttir og sömuleiðis „Och flickan" sænskt þjóðlag í nýstárlegum búningi P. Schönnemanns. Við heyrðum einnig ungan pilt, Palle Mortensen, leika dugnaðarlega á fiðlu sónötuþátt eftir Hándel, og ein kórdaman, Hanne Kristensen, lék af nærfærni á píanóið nætur- ljóðeftirChopin. Þar sem ég hafði ómælda ánægju af þessum tónleikum ákvað ég að fara einnig daginn eftir í Háteigskirkju. Þar gekk kórnum enn betur, enda hljóm- Danski stúlknakórinn frá Klarup. burðurinn mjög góður og aðstæð- ur allar. Kórinn söng fyrst tvö lög eftir Palestrina, ákaflega skýrt og fallega. Án þess að ætla að telja upp allt, sem á efnisskránni var, langar mig að minnast á kvöldsönginn „Esti dal“ eftir Kodály. Þetta er viðkvæmasta lag sem ég hef kynnst. Að mínu mati söng kórinn lagið of hratt. Sú upphafna andakt, sem í þessu dásamlega lagi býr, nýtur sín betur ef laglínunni er gefin betri tími. En það sem verra var, að hljóðfallinu hafði verið breytt á stöku stað til að fella það betur að danska textanum. Þó slíkt hafi verið gert með vitund og sam- þykki höfundar á sínum tíma finnst mér það lýta lagið stórlega. í sautjánda takti t.d. er hljóð- fallinu breytt hjá fyrsta sópran en ekki hjá öðrum sópran eða altinum, og stingur það mjög í eyru þeirra er til þekkja. Það má hins vegar gefa kórnum góðan plús fyrir flutninginn á því erfiða verki „Cum essem parvulus" eftir Bengt Johansson og sömuleiðis „I am my brothers keeper" eftir Knut Nysted. Klarup-stúlknakórinn er góður kór. Stjórnandinn, Jan Ole Mort- ensen, leggur áherslu á hinar nettari hliðar í kórstarfinu. Út- koman varð áferðarfallegur og léttleikandi söngur, sem lét vel í eyrum þakklátra áheyrenda. Um leið og ég lýk þessum pistli vildi ég þakka Klarup-stúlkna- kórnum kærlega fyrir komuna og ánægjulega tónleika. Ný íslandssaga Bókmenntir JennaJensdóttir Sjálfstæði íslendinga 1. Höfundur: Gunnar Karlsson. Teikningar: Þóra Sigurðardóttir. Uppdrættir: Guðmundur Ingvarsson. Námsgagnastofnun. Reykjavík 1985. Sjálfstæði íslendinga 1 er íslensk stjórnmálasaga þjóðveldisaldar skrifuð handa börnum. Höfundur er prófessor í sagnfræði við Há- skóla íslands. í formála að Kennslutillögum sem fylgja sögunni getur höfundur þess að 1982—1983 hafi hann satr.ið nokkra kafla um íslands- sögu 12. og 13. aldar er hann nefndi Sturlungaöld og lok þjóðveldis. Þetta efni tók hann saman fyrir dóttur sína er þá var í 5. bekk Laugarnesskólans í Reykjavík. Blöðin voru síðan kennd þar í öll- um 5 ára deildum. Uppörvandi viðtökur kennar- anna urðu til þess að höfundur jók við efni frá 10. og 11. öld. Ennfremur bætti hann aftan við blöðin fimm köflum fram til ein- veldistöku 1662 og upphafs að embættiskerfi einveldistöku 1662 og upphafs að embættiskerfi ein- veldisins 1684. Efni þetta nefndi hann Sjálfstæði íslendinga og enda- lok þess. Heftin voru síðan kennd 1983— 1984 í 5. og 6. bekkjum Laugarnes- skóla og á Kleppjárnsreykjum. Það var nú horfið að því ráði að gefa fyrst út sögu þjóðveldisald- ar frá 10.—13. aldar og þá undir heitinn Sjálfstæði íslendinga 1. Höfundur vænti þess að Sjálf- stæði íslendinga 2 sem nær fram um 1800 yrði gefin út í bráða- birgðaútgáfu — jafnvel á undan þessu hefti. Hann gefur vonir um að hann bæti við þriðja heftinu um 19. og 20. öld. 1 formála að Kennslutillhögun segir höfundur: „Ég rek þessa sögu hér í afsökunarskyni til að sýna fram á að ég hef aldrei sett markið hærra en aö taka fram gömlu kennslubókunum í íslandssögu og bjóða eitthvað í stað þeirra meðan meðan beðið væri eftir að uppeldis • fræðingar og reyndir barnakenn- arar ynnu efni sem svaraði betur kröfum tímans." íslandssaga þessi er 104 bls. í stóru broti og skiptist í fimmtán kafla. Hefst sá fyrsti á landnáms- öld og nefnist: Áð vera sjálfstæð þjóð. Síðasti kaflinn ber heitið: Sigur konungs, samin af skilningi á því að börn laðast að lifandi frásögn á góðu máli. Myndir eru svo skemmtilegar að þær hljóta að hafa visst aðdráttarafl fyrir áhuga nemenda á sögunni. Vinnubrögð höfundar eru öll hin vönduðustu. Mörg verkefni eru í bókinni og einnig er víða vísað til lestrarefnis handa þeim sem vilja vita meira um land og þjóð en bókin hefur að geyma. Áreiðanlega verða skiptar skoð- anir á því hvort sagan i heild og verkefnin séu of þung fyrir flesta nemendur í nefndum aldurshóp- um. í kafla sinum Um notkun bókar- innar í heild, sem er i Kennslutil- lögum, skiptir höfundur verkefn- unum í þrjá flokka og gerir ítar- lega grein fyrir hugmyndum sín- um um notkun þeirra. Höfundur segir m.a.: „Til að létta róðurinn hef ég búið heftið ríkulega út með verkefnum. Um þau vil ég taka tvennt einkar skýrt fram. Annað er það að verkefnin eru aðalatriði bókarinnar og ég hef enga trú á að hún verði kennd að gagni án þess að nota þau verulega — eða önnur a.m.k. jafngóð sem kennari býr til.“ „... Hitt sem ég vildi taka fram er það að kennarar verða að taka ábyrgð á hvernig þeir nota verk- efnin. Höfundur ritsins er sagn- fræðingur en ekki barnakennari og hann setti verkefnin inn án nokkurrar sannfæringar um að þau væri hæfilega þung ...“ Ég hefi áður lýst því yfir að ég er ekki sátt við kennslutillögur (kennsluleiðbeiningar) með bók- um. Þær eru alltaf ákveðin stýring á vinnubrögðum kennarans. Þeim fylgir því sú hætta að kennari ánetjist þeim um of á kostnað eigin hugmynda og frumleika. Við verðum að treysta því, að kennari sem tekur að sér náms- grein sé vel í stakk búinn til að vinna með hana. Auk þess þekkir hann best nemendur sína og veit Gunnar Karlsson hvað hverjum hentar. Ofnotkun á kennsluleiðbeiningum getur bein- línis leitt af sér hópsálarnemendur meðan börn eru enn í mótun. Hins vegar er eðlilegt að höfund- um sé sárt um hugverk sín og vilji því leggja sitt af mörkum til þess að þau nýtist á sem bestan hátt að þeirra mati. I Kennslutillögum þeim er hér fylgja felst mikill „sósíalrealismi“ og raunar í sumum verkefnunum lika. Nákvæm nafna- og orðaskrá er aftast í sögunni. Skandalar Myndbönd Árni Þórarinsson Ég veit það eru takmörk fyrir því sem maður á að skrifa um af drasli. En það eru líka tak- mörk fyrir því sem unnt er að bjóða fólki af drasli. Ég hef reyndar stundum áður skrifað hreinar viðvaranir til mynd- bandanotenda í þessum dálkum, og verð að halda því eitthvað áfram. Fyrir skömmu rakst ég á spólu með franskri mynd sem heitir á íslensku Fórnarlömb spill- ingarinnar eða Victims of Vice á ensku, en eins og svo margar franskar myndir hérlendis er hún dubbuð upp með því tungu- máli. Það má furðulegt heita að nokkur skuli nenna að láta setja nýja hljóðrás við þennan hroða. Enn furðulegra er að einhver skuli nenna að flytja hann inn og þýða á íslensku. Furðulegast af öllu er að þetta skuli mynd- bandafyrirtæki gera sem venju- lega hefur nokkurn metnað og sjálfsvirðingu, þ.e. ö. Á.-mynd- bönd. í sem allra stystu máli er þessi mynd gjörsamlega óskilj- anlegt samsull lögreglumyndar og leittklámsmyndar, alveg dæmalaust fúsk hvernig sem á hana er litið. „Leikstjórinn" heit- ir Jacques Scandelari og hann á ekki að ganga laus i kvikmynda- gerð. Ég býst ekki við að ég hefði minnst á þessa mynd ef ég hefði ekki um daginn slysast til að taka aðra spólu sem sýnir að Scandelari þessi gengur enn laus og menn eru enn að flytja fram- leiðslu hans hingað þótt hún sé í raun öskutunnumatur. Þessi mynd nefnist New York After Midnight og er titillinn út i hött eins og annað í þessari fram- leiðslu. Reyndar hefur filmuböð- ullinn Scandelari farið til New York með allt sitt hafurtask til að gera eitthvað sem hann heldur að sé sálfræðilegur þriller um ástir geðtruflaðrar franskrar konu þar í borg. Hann reynir meira að segja að telja okkur trú um að hann byggi á sálfræði- legum heimildum. Allt þetta skiptir engu. Myndin er álíka lömuð og enskur framburður aðalleikkonunnar, sem tekst ævinlega að leggja rangar áherslur. Þannig tekst Scandel- ari eða gera allt vitlaust. New York After Midnight er ekki kvikmynd, ekki frekar en mar- glytta er matfiskur. Þessi vara er því ekki boðleg sem mynd- band. Stjörnugjöf: Victims of Vice 0 New York After Midnight 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.