Morgunblaðið - 17.10.1985, Side 30

Morgunblaðið - 17.10.1985, Side 30
30 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 Kynning artækja í Grímsej, 15. október. ÞRJÁR björgunarsveitir Slysavarna- félags íslands, frá Akureyri, Hrísey og Húsavík voru hér í heimsókn dagana 11.-13. október til þess að kynna og kenna björgunarsveitinni í Grímsey medferö ýmissa björgunar- tækja, þar á meðal Zodiac-báta og flotbúninga. Það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að gera með þessum tækjum þegar þaulvanir bjartsýnismenn björgun- Grímsey armálum. Allmargir heimamenn tóku þátt í þessum æfingum, þar á meðal ein 15 ára stúlka, Guð- björg Henningsdóttir. Hún lét sig hafa það að fara í búning og svamla í sjónum eins og karlmenn- irnir. Björgunarsveitin hér er nú að ráðast í að kaupa einn bát og fjóra búninga. Sérátaklega voru menn Morgunbladid/Helgi Hallvarðsson Félagar úr björgunarsveitum SVFl við efingar við varðskipið Tý við Grímsey. halda um stjórnvölinn. Svo virðist sem frumkvöðli og foringja í ferð- inni, Jóni H. Wíum erindreka Slysavarnafélags Islands, með vöskum drengjum hafi tekist að skapa hér aukinn áhuga á björgun- hrifnir af útbúnaði þeirra Húsvík- inga, sem virtist mjög góður. Formaður björgunarsveitarinn- ar í Grímsey er Hafliði Guðmunds- son. Alfreð Jónsson Lj6sm./Á8kell Þórisson Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri og Þórgnýr Þórhallsson fulltrúi, sýna fréttamönnum fóðurverksmiðjuna. Akureyri: Tölvustýrð fóðurverksmiðja Akureyri 10. október. Kaupfélag Eyfirðinga hefir nú sett á stofn fóðurverksmiðju, sem er afar fullkomin að búnaði og hin fyrsta hér á landi, sem er aigerlega tölvustýrð. Verksmiðjan er keypt frá fyrirtækinu JESMA hf. í Vejle í Danmörku, sem hefir smíðað og sett upp slíkar fóðurverksmiðjur víða um heim. Afköstin geta verið um 6 tonn af fóðurkögglum á klukkustund. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða alhliða kjarnfóður handa búpeningi. Hingað til er þó um þrjár tegundir af köggluð- um fóðurblöndum að ræða, ætl- aðar jórturdýrum. Alhliða blanda hæfir kúm á flestum stigum mjólkurskeiðsins, geldstöðu- blanda er ætluð kúm fyrir burð og kraftblanda hámjólka kúm, en er einnig notuð með lélegum heyjum. Þá hæfir hún sauðfé einnig vel. í allar blöndurnar eru notuð innlend hráefni, fiskimjöl, heymjöl og þangmjöl, allt að 40%. Nú er unnið að tilraunum með aðrar fóðurblöndur handa fleiri búfjártegundum. Kaupfélag Eyfirðinga er eig- andi fóðurverksmiðjunnar, en Fóðurvörudeild KEA og KSÞ sf. sér um reksturinn, en hún er sameignarfélag kaupfélaganna við Eyjafjörð. JESMA hf. og Teiknistofa SÍS undir stjórn Páls Lúðvíkssonar verkfræðings hönnuðu verk- smiðjuna, Vélsmiðjan Oddi hf. annaðist járnsmíðavinnu og uppsetningu véla, Norðurverk hf. sá um trésmíði og Ljósgjafinn hf. lagði raflagnir og setti upp stjórnbúnað. Sv. P. Meófylgjandi mynd var tekin í sumar á leiðinni sem Garðar Jónsson ásamt félögum sínum í Herði á leið til hestamenn hyggjast nú hreinsa og sem sjá má er ekki Skógarhóla í júlí í sumar en þá hrepptu þeir hið versta vanþörf á. Morgunblaðið/Valdimai. veður og fengu á sig él. Iðnnemar þinga um helgina 43. þing Iðnnemasambands ís- lands verður haldið á Hótel Esju Reykjavík dagana 18. okt. til 20. okt. 1985. Á þessu þingi verður fjallað um ýmis hagsmunamál iðnnema, má þar nefna, kjaramál, iðnfræðslu- mál, þjóðmál og félagsmál iðn- nemahreyfingarinnar. Þingið munu sækja um 100 full- trúar iðnnemafélaga hvaðanæva af landinu. Þingið hefst kl. 16.00 föstudag- inn 18. okt. með setningu formanns sambandsins, Kristins H. Einars- sonar, síðan munu gestir þingsins flytja ávarp. Þar á meðal verður fulltrúi ANC, Afríska þjóðarráðs- ins sem staddur verður hér á landi. Á föstudeginum verða lögð fram ályktunardrög og ræddar skýrslur liðins starfsárs. Á laugardeginum verða málaflokkar þingsins ræddir í umræðuhópum, og afgreiðsla þeirra fer fram á sunnudeginum. Á sunnudeginum fer fram kjör í trúnaðarstöður fyrir næsta starfsár. Þingið er opið öllum iðnnemum, sem með því vilja fylgjast meðan húsrúm leyfir. Hestamenn í vegabótum: Reiðleiðin á Skógarhóla hreinsuð um helgina Hestamannafélögin á Stór-Reykjavíkursvæðinu fara á laug- ardag með hóp manna austur í Þingvallasveit í þeim tilgangi að hreinsa reiðleiðina til Skógarhóla. Sem kunngt er hafa hestamenn notkunarrétt á Skógarhólum samkvæmt nýgerð- um samningi við Þingvallanefnd sem gildir til 20 ára. í sumar var mikið kvartað yfir hversu ógreiðfær reið- leiðin á melunum fyrir ofan Brúsastaði og Kárastaði væri orðin. Að sögn þeirra sem fóru þessa leið í sumar er vegarkaflinn undirlagður grjóti og er ætlunin að fjarlægja það í dag, laugardag. Frumkvæðið að þessu áttu nokkrir félagar í Herði í Kjósarsýslu en þeir boð- uðu fulltrúa hestamannafélaganna Andvara í Garðabæ, Fáks í Reykjavík, Gusts í Kópavogi og Sörla í Hafnar- firði til fundar að Brúarlandi í Mosfellssveit fyrir skömmu og varð niðurstaða þeirra sú að gera yrði átak að hreinsa þessa leið. Einnig var samþykkt að eitthvað yrði gert til að bæta reiðleiðina yfir svokallaðan Fells- endaflóa en hún hefur ýmist verið ófær eða illfær und- anfarin ár vegna bleytu. Hefur nú verið afráðið í sam- ráði við landeigendur að grafa framræsluskurði beggja megin við reiðleiðina. Með tilkomu þessara skurða styttist leiðin nokkuð til Skógarhóla auk þess sem hestamenn þurfa þá ekki að fara þjóðveginn sunnan og austan við Skálafell sem hefur i för með sér mikla slysahættu. Með þessum vega- bótum fyrir hestamenn má segja að reiðleiðin úr Mos- fellssveit yfir á Skógarhóla verði á nýjan leik skemmti- leg og auðveld yfirferðar. Mikil umferð ríðandi manna hefur verið á Skógarhóla í sumar og hafa bæði einstaklingar og hópar farið þang- að í helgarferðir. Auk þess er staðurinn oft áfangi á lengri ferðalögum hestamanna upp á hálendið. öll að- staða hefur nú verið stórbætt og má þar nefna full- komna hreinlætisaðstöðu og rennandi vatn bæði fyrir menn og hesta. í vor sá Landgræðslan um að bera á beitarhólfin sem tilheyra Skógarhólum. Umsjónar- og vörslumaður var þarna á staðnum flesta daga sumars- ins og innheimti hann gjöld fyrir hross og tjaldstæði auk þess að sjá um að halda svæðinu hreinu og annast viðhald á girðingum. Kostnaðinn við þessa þjónustu ber Landssamband hestamannafélaga og Þjóðgarðurinn og er þetta annað árið sem þessir aðilar vinna saman að þessum máium. Hefur þetta þótt gefa góða raun og báðir aðilar lýst yfir ánægju með þessa starfsemi. Frumkvöðullinn að þessu átaki, Garðar Jónsson á Leir- um, sagði að mæting væri í Brúarlandi á laugardag klukk- an tíu og vonaðist hann til að sem flestir mættu með hrífu og skóflu því þarna væri um að ræða þarft verk og taldi hann það hestamönnum til vansæmdar ef ekkert yrði gert til að bæta þessa fjölförnu reiðleið. Einnig sagði hann að væntanlegum vegabótamönnum yrðu bornar veitingar í skálanum í Skógarhólum og taldi hann þetta kjörið tækifæri fyrir menn að fá góða hreyf- ingu og útivist í fallegu umhverfi. Billy O’Shea írskur skemmtikraftur á Fógetanum ÍRSKUR skemmtikraftur, Billy O’Shea af nafni, mun skemmta gest- um Fógetans næsta hálfa mánuðinn. O’Shea leikur á gítar og syngur allt frá írskum þjóðlögum upp í rokk. Hann hefur leikið á hinum ýmsu skemmtistöðum í Evrópu á síðustu árum og er hann hingað kominn fyrir tilstilli Angusa Rollo sem skemmti gestum Fógetans með píanóleik sl. sumar. Billy O’Shea mun leika fyrir matargesti, en Fógetinn býður nú gestum sínum upp á nýjan kvöld- verðarseðil. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.