Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 31 Námskeið í Akido — japanskri sjálfsvörn AKIDO-kennarinn Poul Rapley er nú staddur hér á landi og ætlar hann að halda Akido-námskeið næstu helgi í íþróttahúsi Kennaraháskólans jafnframt því sem hann mun halda sýningu á sunnudagskvöldið kl. 19.00. Þetta er annað námskeið hans, en hið fyrra var um síðastliðna helgi. Poul er Englendingur en kemur hingað frá Arósum í Danmörku þar sem hann hefur stofnað og starfrækt Akido-klúbb síðustu ár- in. Hann hefur svokallað svart belti í íþróttinni og hefur stundað hana i 20 ár. Akido er yngsta grein japanskr- ar sjálfsvarnar og byggist á því að virkja innri kraft einstaklings- ins í samræmi við og með krafti umhverfisins (andstæðingsins). Markmið Akido er samræmik'g öndunar, jafnvægis og hreyfinga. Iþróttin leggur áherslu á samræm- ingu og samvinnu þessara þátta frekar en að nota vöðvaafl gegn vöðvaafli. Akido byggist á ævafornri jap- anskri hefð, sverðalist. íþróttin er jafnt fyrir unga sem gamla og er óháð líkamlegum styrkleika. Poul Rapley Sigurborg AK landar sfld. Morgunblaöið/Jón Gunnlaugsson Akranes: Góð síld- og loðnuveiði Akranesi 14. október. UM HELGINA hefur bæði verið landað hér á Akranesi sfld og loðnu. Víkingur AK kom á laugardaginn með fullfermi af loðnu og er þetta önnur löndun heima enda skipið eign Sfldar og fiskimjölsverksmiðju Akra- ness. Þá landaði Sigurborg AK 29 tonnum af síld sem skipið fékk á ísafjarðardjúpi. Síldin var söltuð hjá HB & Co hf. Skírnir AK hélt til síldveiða í gær. Tveir togarar eru að landa hér I dag. Höfðavík AK er með um 100 tonn og Harald- ur Böðvarsson AK130-140 tonn. JG. Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis: Alþingi taki af skar- ið í bjórmálinu Á FUNDI stjórnar Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis fyrir skömmu, var eftirfarandi ályktun gerð um bjórmálið: Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis telur að tími sé til kominn að Alþingi taki af skarið um það hvort hér skuli fást keypt áfengt öl eða ekki. Núverandi ástand er með öllu óþolandi, þar Fyrirlesturinn á Landspítalanum í Morgunblaðinu í gær var sagt frá fyrirlestri sem haldinn verður um ofnotkun róandi lyfja, en rangt var farið með fundarstað. Fyrirlesturinn verður haldinn á geðdeild Landspítalans kl. 20.30 í kvöld, fimmtudag. Hannes Pétursson, yfirlæknir á geðdeild Borgarspítalans, heldur fyrirlesturinn. sem allir landsmenn sitja ekki við sama borð hvað varðar kaup á áfengu öli. Verði lög sem heimili sölu á áfengu öli hér á landi ekki sam- þykkt á næsta Alþingi telur Neyt- endafélagið rétt að tekið verði fyrir sölu á áfengu öli í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og farmönn- um og ferðamönnum verði bannað að flytja inn áfengt öl. Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis varar eindregið við hringlandahætti stjórnvalda í áfengismálum. Ábyrg stefna í þeim málum er nauðsynleg og hún verður að byggjast á jafnræði og frjálslyndi. Neytendafélagið bendir á að sú hætta sem stafar af neyslu áfengis ætti að vera öllum ljós, en með skynsamlegri upplýsingu og fræðslu og réttlátum lögum er hægt að ná meiri árangri en með boðum og bönnum. Morgunblaöið/Júlíus Á æfíngu f.h. Gísli Halldórsson og Kjartan Bjargmundsson. Miðnætursýningar LR: Ástin sigrar eftir Ólaf Hauk Símonarson MIÐNÆTURSÝNINGAR Leik- félags Reykjavíkur hefjast nk. laugardagskvöld í Austurbæjarbíói meó sýningu á leikritinu Ástin sigrar eftir Olaf Hauk Símonarson. Sýningar verða framvegis á laugar- dagskvöldum og hefjast kl. 23.30. Astin sigrar, sem var frumsýnt 1 Iðnó sl. vor, er léttur gamanleik- ur úr íslenskri samtlð. Aðalper- sónurnar eru hjónin Hermann og Dóra sem eru í þann veginn að skilja, þar eð Hermann hefur hrifist af háskólastúdínunni Kristínu og Dóra kynnist vaxtar- ræktartröllinu Halli. Einnig koma við sögu heimilisvinurinn Noi tannlæknir, móðir Her- manns að norðan, mótorhjólagæ- inn Arnljótur og fleira gott fólk. Leikstjóri er Þórhalldur Sig- urðsson en með aðalhlutverk fara Kjartan Bjargmundsson, Valgerður Dan, Gísli Halldórs- son, Ása Svavarsdóttir og Jón Hjartarson. Lýsinu annast Daní- el Williamsson og leikmynd gerði Jon Þórisson. Fréttatilkynning Gestafyrirlestrar í vatnafræði TVEIR fyrirlestrar á vegum íslenska vatnafræðafélagsins og Verkfræði- deildar llí verða haldnir á morgun, fóstudag, í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, stofu 101. Fyrri fyrirlesturinn hefst kl. 10.00, en þá flytur Erling Rördam, yfirverkfræðingur hjá Umhverfis- málastofnuninni í Danmörku, fyr- irlestur, sem hann nefnir „Skipu- leg samnýting vatnsforðans". Kl. 11.00 heldur Lars Bengtsson, prófessor við Vatnafræðideild Uppsalaháskóla, fyrirlestur um „Kröfur til mælingatíðni vegna útreikninga á snjóbráð". Efni þess fyrirlesturs eru vandamál sem upp koma í rennslislíkönum sem byggja á snjóbráð vegna skorts á nógu tíðum mælingum. Áðgangur að fyrirlestrunum er ókeypis og öllum heimill. „Konur, hvað nú?“ — yfirlitsrit um stöðu íslenskra kvenna „Konur, hvað nú?“ nefnist bók sem kemur út 24. október nk. á tíu ára afmæli kvennafrídagsins. Er hér á ferð yfírlitsrit um stöðu íslenskra kvenna frá því á kvennaárinu 1975 til loka kvennaáratugar SÞ á þessu ári. í bókinni er aö fínna úttekt á því hvort, og þá hvernig, konum hefur miðað áleiðis til jafnréttis og jafnrar stöðu á margvíslegum sviðum þjóðfélagsins á síðustu tíu árum. Bókin er um 300 blaðsíður og skiptist í 14 kafla. Sérfróðir höf- undar — allt konur — skrifa hver sinn kaflann um lagalega stöðu kvenna, menntun, atvinnu- og launamál, félagslega stöðu, konur í forystustörfum og heilbrigði kvenna og heilsufar. Ennfremur er í bókinni kafli þar sem raktir eru helstu viðburðir í sögu kveitna og kvennahreyfinga á tímabilinu 1975—1985. Þá er fjallað um list- sköpun kvenna og dregin upp fróð- leg og ítarleg mynd af hlut þeirra í bókmenntum, tónlist, myndlist, leiklist, byggingarlist, ballett og kvikmyndagerð. Ritstjóri bókar- innar er Jónína Margrét Guðna- dóttir. Um 30 myndlistarverk eftir konur prýða bókina auk ljós- mynda. Bókin er gefin út af Jafnréttis- ráði og ’85-nefndinni, samstarfs- nefnd í lok kvennaáratugar SÞ, og er megintilgangurinn að afla vitn- eskju og staðreynda um stöðu kvenna í samtímanum til að betur sé hægt að átta sig á hvar helst er þörf fyrir átak í jafnréttis- baráttunni í nánustu framtíð. Útgáfan er kostuð með söfnun áskrifenda en auk þess veitti Vís- indasjóður styrk til rannsókna vegna útgáfunnar. Áskrifendur fá bókina á érstöku áskriftarverði þar til sala hennar hefst í bóka- verslunum. Ætlunin er að láta hagnað, ef einhver verður, renna til kaupa á færanlegu leitartæki á vegum Krabbameinsfélagsins ög láta þannig íslenskar konur sjálfar njóta góðs af útgáfunni. RIUMPH Gabríele 9009 BRAÐFALLEG Marks: Good industrial design RAFEINDARITVÉL MEÐ LETURKRÓNU Gabriele 9009 fékk hina eftirsóttu umsögn „Good Industrial Design" fyrir frábæra hönnun. Gabriele 9009 er nýr mælikvarði fyrir ritvélar. SÉRSTAKLEGA GOTT ÍSLENSKT LETUR. Leiðréttingaminni 2 línur. Einkaritvél fyrir atvinnumanninn. Heimilisritvél. Skólaritvél. Verö kr. 29.800,- sJ <\o Einar J. Skúlason hf. Hverfisgötu 89, sími 24130.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.