Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 40

Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 Minning: Sigurgeir Falsson frá Bolungavík Fæddur 10. janúar 1906 Dáinn 10. október 1985 Síðasta sumar hér suðvestan- lands var sólríkt og hlýtt, mildir vindar og ylríkir blésu hóflega, gróður allur grózkumeiri en áður, og ein öldruð vinkona Sigurgeirs sáluga vestur í Bolungavík, Guð- laug frá Sólvangi, orti svo um sól- ríkt sumar þar vestra: „Sólin kyndir klakatind, kætist vindabragur. Dregur í skyndi dýrðarmynd dagur yndisfagur." En sumardýrðin stendur sjald- an lengi, við lútum öll lögmálum náttúrunnar, sem kveða svo á um, að eftir sumar og sólbjartan dag færist haustið yfir, kvöldskugg- arnir lengjast og sól hefur brugðið sumri. Lauf trjánna taka á sig undurfallega liti, rauöa, brúna og gula, og þegar vindar blása fjúka laufin af trjánum, hvirflast hátt í loft upp og falla svo til jarðar, þaðan sem þau komu, líkt og allar aðrar lífverur, sbr.: „Af moldu ertu kominn, að moldu skaltu aft- ur verða." Eftir standa aðeins sí- græn barrtén og gleðja augað all- an veturinn. ★ Það var fimmtudaginn í fyrri viku að síminn hringdi. Helgi Vigfússon var í símanum og sagði: „Hann frændi minn, Sigurgeir Falsson, kvaddi í nótt. Hann hafði beðið mig að láta ykkur hjónin vita einna fyrst allra, ef til þessar- ar stundar kæmi.“ Dánarfregnin kom mér ekki beinlínis á óvart. Sigurgeir var orðinn aldraður maður, hefði orð- ið áttræður 10. janúar á næsta ári og heilsan farin að gefa sig. En fregnin var mér færð svo mildi- lega, að mér fannst eins og ég heyrði klukknahljóm í fjarska, eins og verið væri að hringja inn til helgra tíða. „Heyr klukknanna hljóð í kveldsins þögn. Það kallar mér þungt í eyra og sker eins og glamur geira. í húminu tala heilög rögn í hljómum frá liðnum dögum, sem gleymdust úr söngvum og sögum.” (Jón Magnússon). ★ En hver var hann svo þessi vammlausi halur, sem við kveðj- um í dag? Sigurgeir Falsson fæddist hinn 10. janúar 1906 í Barðsvík í Grunnavíkurhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Júdith Kristín Kristjánsdóttir, fædd 27. apríl 1867, dáin 12. janúar 1906, og Fal- ur Jakobsson, bóndi í Barðsvík og bátasmíðameistari þar og í Bol- ungavík, fæddur 1. nóvember 1872, dáinn 12. desember 1936. Sigurgeir var yngstur barna foreldra sinna og svo sem sjá má að ofan rr.issir hann móðir sína aðeins tveggja daga gamall, og varð nú hart i ári hjá heimilisföð- urnum. Sigurgeiri var komið í fóstur til hjónanna á Horni, Elínar Bær- ingsdóttur, dáin 2. febrúar 1916, og Guðmundar Kristjánssonar, bónda þar, dáinn 7. maí 1925. Og þarna úti við yzta haf elst Sigur- geir upp í góðu yfirlæti, því að Elín og Guðmundur voru einstök mannkostahjón og hafa vafalítið farið varfærnum höndum um fóst- ursoninn unga. Fósturmóðurin deyr samt stuttu eftir að Sigurgeir nær 10 ára aldri. Hann hefur áreiðanlega verið dugnaðardrengur, ef hann hefur eitthvað líkst i uppvextinum þeim dugnaðarmanni, sem hann varð á seinni árum. Ekki hefur það spillt ánægjunni fyrir ungu náttúrubarni, að á Horni gengur sólin ekki undir sjóndeildarhring í langan tíma á sumrin. Þá hefur ríkt sól í sinni og sól í sálu hans hjá þessu góða fólki. Áður en fósturfaðir hans feliur frá, 1925, er Sigurgeir kom- inn í nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 1926. Og Sigurgeir lætur ekki þar við sitja heldur fer nú tií Reykjavíkur og sest í Samvinnuskólann og lýk- ur þaðan prófi árið 1930 undir frábærri skólastjórn Jónasar frá Hriflu. ★ Áður en lengra er haldið að lýsa lífshlaupi Sigurgeirs og vináttu okkar vestur í Bolungavík frá 1953 og þar til Sigurgeir flyzt alfarinn til Reykjavíkur langar mig að segja frá systkinum Sigurgeirs. Svo sem fyrr segir var Sigurgeir yngstur systkina sinna, en elztur var fósturbróðirinn: 1) Þórarinn Sigfússon, fæddur 4. desember 1890, dáinn 11. sept- ember 1916. 2) Mildríður, fædd 16. mars 1895. Átti fyrst Jón Elíasson, sjó- mann í Bolungavík, en síðar Vig- fús Jóhannesson, verkstjóra í Kveldúlfi. 3) Jakob, bóndi og bátasmiður í Kvíum í Grunnavíkurhreppi, fæddur 8. maí 1897. Átti Guð- björgu Jónsdóttur. 4) Sigmundur, fæddur 14. sept- ember 1899, dáinn 14. mars 1979, bátasmiður í Bolungavík og síðar á ísafirði. Átti Rögnu Jónsdóttur. 5) Gunnvör Rósa, fædd 26. maí 1902, bústýra bróður síns, Sigur- geirs. ★ Að loknu prófi úr Samvinnu- skólanum gerist Sigurgeir harð- fiskframleiðandi og kaupmaður í Bolungavík til ársins 1957. hann átti vandaða hjalla hátt ofan við byggð, neðan til við Upsirnar í Traðarhyrnu, og þar rétt austan við var frægt örnefni: Morðingja- mýri. Kynni okkar Sigurgeirs hófust strax og ég kom til Bolungavíkur, sem lögreglustjóri i nóvember 1953. Faðir minn, Sigurbjörn í Vísi, hafði átt við Sigurgeir heilladrjúg viðskipti, keypti nær alla fram- leiðslu Sigurgeirs um tíma og viðskiptin höfðu gengið snurðu- laust og í vinskap, en þeir höfðu sjálfir aldrei hitzt fyrr en faðir minn kom til mín í heimsókn og urðu þá fagnaðarfundir með Sig- urbirni og Sigurgeiri. Svo kom annað til, sem batt okkur Sigurgeir strax saman traustum böndum, að embættis- bústaður minn var raunar í Fals- húsi, því að faðir Sigurgeirs hafði byggt húsið og Sigurgeir búið í því í mörg ár. Árið 1954 stofnuðum við nokkur músíkklúbb þar vestra, lékum klassíska músík, lásum upp ævi- atriði tónskáldanna, ljóð og sögur. Þetta var fámennur klúbbur, en fjarskalega ánægjulegur. í þessum klúbbi vorum við Sigurgeir báðir. Sigurgeir átti forkunnargóðan jeppa og fórum við hjónin margar ferðir í þeim bíl áður en við eign- uðumst okkar eigið ökutæki. Þótti okkur ákaflega gott að ferðast með Sigurgeiri um hinn hættulega óshlíðarveg, eða yfir snarbrattar heiðarnar yfir á næstu firði, en Sigurgeir var með afbrigðum gæt- inn og traustur bílstjóri. í riti Jens Níelssonar kennara: „Heima i Bolungavík”, í 9. heftinu, sem út kom í apríl 1954, standa þessi orð í grein eftir Finnboga Bernódusson: „Saga vélbátanna í Bolungavík, 1900—1950: „Sigurgeir Falsson herðir fisk og mun sízt framleiða minnj harð- fisk en þeir Einar Guðfinnsson og Bjarni Eiríksson. Sigurgeir á stærstu og beztu harðfiskhjalla í Bolungavík, og kaupir mikinn fisk, allt í herzlu." Við þetta mætti bæta, að vöru- vöndun á harðfiskinum hjá Sigur- geiri var slík að til fyrirmyndar var, það var líkt og hann nostraði við hvern fisk, hvort sem var ýsa, lúða eða steinbítur. Harðfiskur frá Sigurgeiri var landsfrægur fyrir gæöi. Ekki tel ég nokkurn vafa á, að Sigurgeir hefur eitthvað aðstoðað föður sinn og bróður við bátasmíð- ar niðri á Mölunum. Finnbogi Bernódusson skrifar um þróun vélbáta í Bolungavík, í áðurnefnt rit: „Heima í Bolungavík", 11. heftið, janúar 1955. Þar standa þessi orð: „Þessa báta smíðaði Fal- ur Jakobsson fyrir 1930. Fyrst Gissur hvíta, næst Vigra, þá Hauk, Harald, Tóta og Fræg, sem var stærstur þessara báta. Þetta voru allt hinir fríðustu bátar." Og síðar segir í greininni: „1935 voru smíöaðir á verkstæði Fals Jakobssonar tveir stærstu bátarn- ir, sem hann smíðaði, Baldur og Max. Voru það ungir menn, Guð- mundur Pétursson og Bernódus Halldórsson, sem létu smíða þá í sameign við Einar Guðfinsson." Þegar svo Sigurgeir flutti loks- ins til Reykjavíkur vann hann sem skrifstofumaður hjá Vegagerð ríkisins og gat sér þar sem annars staðar hið bezta orð. ★ Sigurgeir kvæntist aldrei og eignaðist engin börn, en hann var sérstaklega barngóður og lét sér annt um börn systkina sinna, og okkar börnum var hann vinur. Sú gæfa féll honum í skaut, að systir hans, Rósa, stóð alia tíð fyrir heimili hans, fyrst í Falshúsi við Bakkastíginn, síðan í litla, snotra húsinu við Aðalstræti og að siðustu í Ljósheimum 4 í Reykja- vík. Rósa sýndi ótrúlega fórnfýsi og kærleika og fyrir umhyggju sína og elsku við bróður sinn eru henni færðar þakkir af öllu venzla- og vinafólki. Sigurgeir var röskur meðalmað- ur á hæð, samsvaraði sér vel á velli, bar alltaf með sér fallegt svipmót, ævinlega kurteis og þægilegur í viðmóti. Það spillti í engu vináttu okkar, þótt hann fylgdi Framsóknarflokknum að málum og ég Sjálfstæðisflokkn- um. Vinátta okkar var hafin yfir allan flokkaríg, hún tilheyrði hinu guðlega, sem aldrei neinn fær slit- ið. Hitt mætti aftur á móti segj- ast, að ég og við báðir hefðum bet- ur getað lagt rækt við vináttuna hin allra síðustu ár. Og eitthvað hefur farið fram í undirvitundinni hjá mér því ég hafði tveimur dögum áður en Helgi tilkynnir mér andlát Sigur- geirs skrifað 3 mannanöfn á blað undir yfirskriftinni: „Þessum má ekki gleyma." Eitt nafnið var Sig- urgeir Falsson. Eg og Dóra færum öllum að- standendum dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum þeim guðs blessunnar. Fari Sigurgeir vinur minn í friði. „Við hittumst máski hinum megin, höldum báðir upp sama veginn. — Það er sagt, að þar sé vor.“ Friðrik Sigurbjörnsson „Flýt þér, vinur, í fegra heim krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira’ að starfa Guðs um geim.“ Guð hefur séð það móðurbróður mínum fyrir beztu, að kalla hann héðan til æðri þjónustu i heimi, sem býður honum fleiri möguleika en hið jarðneska svið gjörði, síð- ustu árin, en langt var sjúkdóms- stríðið orðið. Sigurgeir fæddist 10. janúar 1906 í Barðsvík í Grunnavíkur- hreppi, N-ís. Voru foreldrar hans hjónin Judith Kristín Kristjáns- dóttir frá Steinólfsstöðum í Veiði- leysufirði og Falur Jakobsson bátasmíðameistari og bóndi í Barðsvík. Voru þau bæði af mjög góðum ættum á Vestfjörðum, sem ekki verða raktar í stuttri grein, en vísað á heimildir í Sléttu- hreppsbók. Sá alvarlegi atburður gerðist, að amma mín dó við fæðingu Sig- urgeirs frá eiginmanni og börnum. Börn afa míns og ömmu minnar voru þessi: 1. Mildríður Sigríður, f. 1895, hús- freyja og saumakona síðar í Bol- ungavík og Reykjavík. Fyrri mað- ur hennar var Jón Elíasson sjó- maður í Bolungavík, Magnússonar útvegsbónda. Jón drukknaði 1925. Síðari maður Vigfús verkstjóri í Kveldúlfi Jóhannesson trésmiðs. 2. Jakob Kristinn, f. 1897, bóndi í Kvíum, Grunnavíkurhreppi og skipasmiður í Bolungavík með föður sínum og Sigmundi bróður sínum síðar á ísafirði. Átti Guð- björgu Jónsdóttur úr Kvíum bónda þar Jakobssonar. Hún andaðist 1971. 3. Sigmundur Jón, f. 1899, d. 1979, skipasmiður í Bolungavik og síðar á Isafirði. Átti Rögnu Jónsdóttur frá Seyðisfirði Erlendssonar. 4. Gunnvör Rósa, f. 1902, bústýra Sigurgeirs. 5. Sigurgeir. 6. Þórarinn Sigfússon, f. 1890, d. 1916, ókvæntur. Systur- sonur ömmu minnar og fósturson- ur hennar og afa. Var Sigurgeir þá tekinn í fóstur hjá hjónunum á Horni, frú Elínu Bæringsdóttur og Guðmundi Kristjánssyni. Þau hjón voru bæði náskyld afa og ömmu. ólst hann þar upp við ástúð þeirra hjóna og kærleiksríka móðurumhyggju Elínar. Návist Sigurgeirs við Elínu var göfgandi á þroskaárum hans fyrir höfuð og hjarta. Elín andað- ist 2. febrúar 1916. Lifandi ábyrgð- artilfinning var einn þeirra miklu mannkosta, sem mest bar á í lífi þeirra Elínar og Guðmundar. Dvöl Sigurgeirs á Horni varð hin áhrifaríkasta fyrir allan andlegan þroska hans. Guðmundur andaðist 7. maí 1925. Þau hjón, Elín og Guðmundur, voru hugþekk hverj- um góðum manni. Móðurbróðir minn þakkaði oft forsjóninni fyrir það, að hann og systkini hans voru á Hornströnd- um alin. Sigurgeir minntist oft síns gæfuhlutskiptis að fá að alast upp á jafn ágætu heimili og því, er hann átti á Horni, umvafinn örmum ástríkis og innilegustu umönnunar. Sigurgeir minntist oft hinnar hátignarlegu fegurðar á Horni. Hann þekkti vel öll örnefni þar um slóðir og hafði skrásett. Var það mikils virði. Sigurgeir þekkti vel hina himnesku ró og frið Hornstranda, jafnt sem stormhvin vetrarveðranna. Hver steinn á þessum slóðum á ótal kynjasögur, mystik. Sléttuhreppur og Grunnavíkurhreppur voru hjartkærir í huga Sigurgeirs og hann bar virðingu fyrir slóðum feðra og mæðra „nóttlausa vorald- ar veröld" norður á Hornströnd- um. En afi minn missti aldrei sam- band við son sinn, þó að hann flytti búferlum úr Grunnavíkur- hreppi til Bolungavíkur í Hóls- hreppi. Afi hvatti son sinn til náms og fór Sigurgeir í Gagnfræðaskól- ann á Akureyri og svo á Sam- vinnuskólann. Að námi loknu sett- ist Sigurgeir að í Bolungavík og þar var starfsvettvangurinn til ársins 1956. Til Reykjavíkur flutti Sigurgeir 1957.1958 hóf hann störf hjá Vegamálaskrifstofunni og vann til sjötugs. Sigurgeir var mjög samvisku- samur maður, áhugasamur um allt það, er hann taldi að til bóta mætti verða. Hann var einlægur trúmaður, næmur tilfinningamað- ur og vandlátur maður mjög bæði við sjálfan sig og aðra. Frábærlega mikið snyrtimenni og bar rithönd hans þar gleggstan vottinn. Þeim, sem þekktu Sigurgeir, verður það minnisstæðast, hversu hann var góður maður og óeigingjarn. í hópi vina var Sigurgeir hinn viðræðubezti, skemmtinn og gam- ansamur, vinsæll. Sigurgeir var frábærlega tryggur og vinfastur, þar sem hann tók því. Mjög fjarri var hann því að vera jábróðir nokkurs manns, en frumleiki í hugsun, orðfyndni í framsögu ásamt skarpri greind og raunsæi, samfara mikilli hreinskilni og hispursleysi gerði viðræður hans ógleymanlegar og hressandi. Sig- urgeir átti gott safn bóka og las hann mikið. Fyrst þegar ég man Sigurgeir, þá sat ég sem lítill sveinn á kné hans og hann vafði mig að sér og sagði mér sögu. Dvaldi ég oft á heimili þeirra systkina á sumrum, eftir að Jakob móðurbróðir minn og Guðbjörg kona hans fluttu úr Kvíum, Grunnavíkurhreppi, til fsafjarðar. Sigurgeir kvæntist aldrei og eignaðist ekki börn. Rósa systir hans var bústýra hans og var hún honum hin tryggasta og hollasta og hin samhentasta hjálp. Rósa frænka mín hefur fengið trú- mennskuna og skylduræknina í ''öggugjöf- Við nánustu ástvinir Sigurgeirs og Rósu eigum vissu- lega margs að minnast frá yndis- legu heimili þeirra í Bolungavík, gamla heimili afa og móður minnar og Sigmundar og nú síð- ustu 28 árin hér í borginni. Margs, sem við nú viljum þakka af heitu hjarta og hrærðum hug og ekki sízt kærleiksríka umönnun hennar við Sigurgeir í löngu og ströngu veikindastríði hans. Betri hjúkr- unarkona af Guðs náð er ekki til en Rósa og oft var hún sjálf sárlas- in við að hjúkra honum. Móðir mín, Jakob og Rósa þakka bróður sínum samfylgdina jarð- vistarárin. Göfgi hvíldi yfir sam- bandi systkinanna allra og einiægt trúnaðarsamband alla tíð og kær- leikur. En hvað er fegurra hlutverk hér í heimi til? Móðir mín trúir einlæglega tilvist englanna og að englarnir séu ósýnilegir umhverf- is, hjálpandi, huggandi, hvetjandi, aðvarandi. Fjarlægðin milli heim- anna er ekki mikil. Samstarf ósýnilegra vina að hlynna að okkur hér á jarðneska sviðinu er mikið, má þar benda á hjálparstarf Ein- ars á Einarsstöðum og frú Mar- grétar Thorlacius frá Öxnafelli og fleiri huglækna víðs vegar um allt land. Sigurgeir hafði þann göfuga sið að heilsa hverjum degi og að kvöldi með tilbeiðslu og bæn til Guðs. Síðustu árin voru Sigurgeiri mjög erfið vegna veikinda. Hann þráði að flytjast yfir landamærin, en allt til hinnar síðustu stundar hélt hann andlegri reisn, skilningurinn frábærlega skarpur, tilfinningarn- ar djúpar og heitar og viljalíf þróttmikið. Sigurgeir fékk hægt andlát miðvikudagsmorguninn 10. október á heimili sínu. Ég þakka guði fyrir árin sem ég naut návistar og samferðar Sigur- geirs móðurbróður míns, sem var mikill félagi minn og vinur. Við nánustu ástvinir Sigurgeirs sendum honum blessunarkveðjur í nýrri tilveru. Við munum finnast aftur. Guð veri með honum. Helgi Vigfússon Æviminningar Arngríms V. Guð- mundssonar ÚT ER komin bókin „Æfiminningar Arngríms V. Guðmundssonar frá Hesti í Önundarfirði", rituð af hon- um sjálfum. „Arngrímur, sem nú er 84 ára, greinir í bók sinni frá viðburða- ríkri æfi sinni og margvíslegum störfum á sjó og landi. Meðal annars var hann í millilandasigl- ingum á stríðsárunum síðari." Dreifingaraðili bókarinnar er Bókaskemman í Reykjavík og í fréttatilkynningu segir: Bókin er 52 blaðsíður, fjölrituð hjá Offset- fjölritun hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.