Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÖBER1985 25 Nóbelsverðlaunin í efnafræði: Veitt fyrir rannsóknir á uppbyggingu atómanna Stokkhólmi, 16. október. AP. SÆNSKA vísindaakademían tilkynnti í dag að Bandaríkjamennirnir Herbert A. Hauptmann og Jerome Karle hefðu hreppt Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á sviði atómbyggingar efnis, og þróun aðferða við að skýrgreina á hvern hátt atóm eru samr«tt. Hauptmann er 68 ára gamall prófessor við læknavísindamiðstöð í Buffalo í New york fylki og Karle, sem er 67 ára, gegnir pró- fessorssöðu við rannsóknarstofn- un bandaríska sjóhersins í Wash- ingtonborg. Fengu þeir verðlaunin fyrir af- rakstur starfs síns, en fyrir niður- stöður tvímenninganna er kleift að framleiða tæki, sem með til- komu tölvunnar eru handhæg til skýrgreiningar uppbyggingar mólikúla, bæði í lífrænni og ólíf- rænni efnafræði, ekki síst innan þeirrar greinar efnafræðinnar, sem lýtur að náttúrulegum efnum. Til skýrgreingingar á samsetn- ingu atóma þarf að kalla fram þrívíða mynd af innviðum þess. Á myndinni er fjöldi elektróna innan atómsins kortlagður, og eru þær flestar við kjarna atómsins. Vísindamenn verða einnig að vita hver afstaða bylgja þeirra, sem elektrónurnar senda frá sér, er innbyrðis, en hún brenglast eftir því sem elektrónurnar eru fleiri. Tvímenningarnir hafa sett þessa afstöðu og brenglun hennar upp í jöfnu og fundið aðferð til að leysa hana. í tilkynningu sænsku vísinda- akademíunnar sagði að uppgötv- anir Hauptmanns og Karle kæmu að góðum notum í rannsóknum á sviði lífrænna efnaferla. Þá væri einnig unnt að rannsaka viðbrögð efna í sjálfu mólikúlinu og athuga á hvern hátt bygging atóms tekur breytingum við breytt skilyrði. „Áfrakstur starfs þeirra hefur þegar haft mikil áhrif innan efna- fræðinnar og eiga þau ugglaust eftir að aukast hér eftir,“ sagði enn fremur þegar tilkynnt var að Hauptmann og Karle hefðu hlotið verðlaunin. Sjálfir eru þeir ekki efnafræð- ingar, heldur eðlisfræðingar. Hauptmann og Karle lögðu megin- drög að aðferð sinni á árunum 1950 til ’56 og hefur hún síðan verið notuð við gerð mörghundruð lyfja. AP/Simamynd Tilkynnt var í dag að Jerome Karle (til vinstri) og Herbert A. Hauptman fengju Nóbelsverðlaunin í efnafræði. Holland: Rússar vilja hafnar- aðstöðu fyrir fiskiskip Delfzijl, Hollandi, 16. október. AP. MÖGULEIKAR á hafnaraðstöðu fyrir fiskveiðiflota Sovétmanna í Norður-Atlantshafi í Hollandi eru til umræðu milli sovéskra yfirvalda og son hafi iðulega sagt henni frá umræðum á ríkisstjórnarfundum um gang styrjaldarinnar og skýrt henni frá viðbrögðum einstakra ráðherra við þróun mála. Sara Keays Bretland: Rannsókn vegna full- yrðinga Söru Keays London, 16. október. AP. SAKSÓKNAREMBÆTTIÐ á Bretlandseyjum hefur farið fram á það við bresku lögregluna að hún rannsaki fullyrðingar sem fram koma í bók Söru Keays, barnsmóður fyrrum viðskiptaráðherra í Bretlandi, Cesil Parkinson, varðandi það að hann hafi trúað henni fyrir ríkisleyndarmálum á tímum Falklandseyjastríðsins. Parkinson varð að segja af sér embætti viðskiptaráðherra síðari hluta árs 1983, eftir að barnsmóðir hans, sem þá var þunguð, ásakaði hann fyrir að ganga á bak orða sinna, en hann átti að hafa heitið því að skilja við konu sína og gift- ast henni. Parkinson, sem ennþá situr á þingi, vildi ekkert láta hafa eftir sér um rannsóknina. í bókinni segir Keays að Parkin- Búlgarir virða ekki sér- kenni minni- hluta Tyrkja Kúdapext, llngverjalandi, 16. október. AP. TYRKIR ásökuðu Búlgari fyrir að ofsækja minnihlutahóp Tyrkja í Búlgaríu og sögðu að gagnkvæm samskipti ríkjanna myndu skaðast ef ekki yrði breyting á. Þetta kom fram á sex vikna menningarmála- ráðstefnu 35 þjóða sem hófst í gær, en ráðstefnan er haldin í framhaldi af Helsinki fundinum svonefnda, sem var í Finnlandi fyrir 10 árum og setti ríkjum Evrópu markmið er varða öryggismál, afvopnun, mann- réttindi, efnhagssamvinnu, menn- ingarmál og fleira. Talsmaður tyrknesku sendi- nefndarinnar sagði að Búlgarir reyndu að eyðileggja sérkenni tyrkneska minnihlutans og sagði að meðan svo væri, gætu sam- skipti ríkjanna ekki batnað. Tyrk- ir hafa æ ofan í æ mótmælt stefnu Búlgara í málum er varða tyrkn- eska minnihlutann á undanförnu ári, en Búlgarir neita öllum sak- argiftum í þessum efnum. Málið hefur einnig verið til umræðu á þingi UNESCO í Sofíu í Búlgaríu. Fregnir frá Búlgaríu herma að Tyrkir hafi verið neyddir til að taka upp slavnesk nöfn og láta af Múhameðstrú sinni og hefur and- staða hinna rúmlega 900 þúsund Tyrkja sem búa í Búlgaríu við þessar fyrirætlanir valdið nokkr- um dauðsföllum að sögn, en það hefur ekki fengist staðfest. hafnaryfirvalda í Eemshaven. Sov- étmenn myndu geta affermt skip sín í höfninni og aflað sér þar nýrra birgða. Ekki er Ijóst ennþá um hve mörg skip yrði að ræða, en í síðustu viku fór viðræðunefnd frá Hollandi til Leningrad, þar sem hún átti við- ræður við aðstoðarsjávarútvegsráð- herra Sovétríkjanna, Yuri N. Bystrov og yfirmann fiskveiðiflota Sovétríkj- Þá hafa Sovétmenn latið í ljósi áhuga á að fá tækniaðstoð Hol- lendinga til að koma upp sams konar hafnaraðstöðu í einhverri Eystrasaltshöfn Sovétríkjanna og er víða í höfnum í Hollandi. Tals- maður Hollendinga í viðræðunum sagði að þeim yrði haldið áfram síðar á þessu ári og hann byggist við að Sovétmenn myndu gera nánari grein fyrir þeirri þjónustu sem þeir óskuðu eftir í upphafi næsta árs. Talsmaður hins íhaldssama Kristilega flokks í Hollandi, sem sækir stóran hluta fylgis síns til sjávarþorpa í Hollandi segist and- vígur þessum fyrirætlunum og segir þær geta skapað hollenskum fiskimönnum alvarleg vandamál. Hollenskir fiskimenn eru margir hverjir búnir með þann fiskveiði- kvóta sem Evrópubandalagið út- hlutaði þeim á þessu ári og varaði talsmaöurinn við því að veita Sov- étmönnum einhverja aðstöðu, en þeir eru ekki bundnir af kvóta Evrópuband&lagsins. Þá benti hann á að fengju Sovétmenn að- stöðu í höfninni í Eemshaven gæti það valdið því að Atlantshafs- bandalagsríkin hættu að nota hana, en hergögn og vistir til hers Bandaríkjanna í Vestur-Þýska- landi hafa farið í talsverðu magni í gegnum höfnina að hans sögn, þó talsmaður varnarmálaráðuneytis Hollands andmæli því og segi það einungis tvisvar sinnum hafa gerst. Hergögnum hafi síðast ver- ið skipað upp í höfninni i júlí á síðastliðnu ári. Ayy2& yp&'P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.