Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 Laugavegi 27 • Sími 19660 tilkynnir Kristjana Arnardóttir, fótaaögeröa- og snyrti- fræöingur, er flutt úr Sólarlandi og er komin allan daginn í NN á Laugaveginum, þannig aö viö getum nú líka boöiö upp á fótaaögeröir allan daginn. Alhliða snyrtiþjónusta Andlitsböð, húöhreinsun, handsnyrting, vaxmeöferð og sérhæfö þjónusta t make-up Ennfremur minnum við á hin vinsælu námskeiö í kvöld- og dag- málun. Ljósabekkur á sérgangi i ró og næöi. Nýju vörurnar komnar. Mik- iö litaúrval. Komiö og sjáiö. Sjón er sögu ríkari. Knstin Staláns- Krístjana Arnar- dóttir snyrti- og dóttir fótaaógsróa- föróunarmsistari og snyrtifraóingur Bjóöum meiri og betri þjónustu BONNY OG CLYDE Gamaldags skrautsími. (Jtfit frá gullaldarárum Bonny og Clyde. Sími sem hittir í mark. Ármúla 7 Sími 91-68 7870 i Svar við opnu bréfi Ársæls Guðjónssonar 19. sept. - eftir Óla H. Þórðarson Komdu blessaður Ársæl!. Þakka þér fyrir bréfið þitt og þann skemmtilega sendingarmáta að hafa það opið. Það var ánægju- leg tilbreyting að fá svona tilskrif. Langflest bréf sem mér berast á eigin nafni eru í gluggaumslögum og boða yfirleitt váleg tíðindi fyrir budduna. Jafnframt þakka ég þér hlýleg orð í minn garð um þá áráttu mína að reyna að bæta hér umferðarmenningu og koma í veg fyrir slys. En það er þetta með bílbeltin. Veistu það Ársæll, að þessi undratæki — bílbeltin eiga ein- mitt 100 ára afmæli í ár, því það var árið 1885 sem Bandarikjamað- ur nokkur, Edward J. Claghorn, fékk einkaleyfi fyrir öryggisbelt- um í bifreiðum. En þessi snjalla uppfinning hans var aðallega not- uð í kappakstursbílum, þangað til um 1950 að nokkrir bílaframleið- endur settu þennan merkilega búnað í „venjulega" bíla. Það hryggir mig, að nú 100 árum eftir uppfinninguna skuii enn vera til menn hér á íslandi sem átta sig ekki á hinni miklu gagnsemi belt- anna. Ég er ekki að segja að þú sért í þeim hópi, en marga hef ég hitt sem finna bílbeltum allt til foráttu og eru áratugum á eftir í hugsun og umfjöllunm um þessi mál; skilja t.d. ekki að rúllubelti sem nú má heita að séu komin í svo til alla bíla eru miklu full- komnari, þægilegri og betri örygg- isbelti en boðið var upp á fyrir s.s. tveimur áratugum. Þessi belti þvinga menn ekki hið minnsta, það tekur u.þ.b. tvær sekúndur að spenna þau — og það sem meira er — nálægt eina sekúndu að losa þau. Ég segi og skrifa EINA sek- úndu að losa þau af sér. En auðvit- að miða ég þá við að fólk sé vant bílbeltanotkun og sé vant að spenna þau og losa. Þess vegna finnst mér þú falla í gryfju þegar þú gerir að einhverju aðalmáli ábendingu Slysavarnafélags ís- lands í Morgunblaðinu 28. júní sl. þar sem fólk er hvatt til þess að kynna sér hvernig á að opna belt- islásinn. Sú ábending á fullan rétt á sér þegar fólk t.d. á sumarferða- lögum tekur sig til og fer að nota beltin, en gerir það bara svona „spari". Auðvitað öðlast fólk ekki á þennan hátt þá reynslu í að nota beltin sem við hin höfum sem að jafnaði njótum öryggis þeirra. Óli H. Þórðarson „Spá mín er sú að fljót- íega eftir að Alþingi hef- ur tekið endanlega ákvörðun í bílbeltamál- inu, þ.e. sett alvörulög um notkun bflbelta með ákvæðum um viðurlög ef út af er brugðið, muni margir í hópi efa- semdarmanna gjarnan vilja gleyma fyrri skoð- unum sínum í þessum efnum.“ Þetta fyndir þú um leið og þú vær- ir orðinn þessari dýrmætu reynslu ríkari. Þess vegna segi ég. Vendu þig á að nota beltið alltaf — ekki stundum — og taktu eftir: jafnvel þótt þú akir um vegi í fjallshlíð- um, munt þú ekki láta þér detta í hug að losa það af þér. Þá veistu að þú getur losað það á andartaki, m.a.s. um leið og þú teygir vinstri höndina frá beltislásnum í átt að bílhurðinni og opnar hana um leið. Ég skora á þig að ímynda þér þetta atriði nú þegar um leið og þú lest þessar línur. ÞETTA ER EKKERT MÁL. Almannaskarð Einmitt þetta atriði kemur við sögu í fyrsta umferðarslysinu sem þú tiltekur sem dæmi um dauða- dóm bílbeltanotenda. Slysið varð í Almannaskarði 21. apríl árið 1974. Bíllinn var Ford-jeppi árgerð 1942 — eðlilega ekki búinn bílbeltum. Þú segir: „Tveir menn voru á ferð um Almannaskarð og af einhverj- um ástæðum missa þeir vald á bílnum og hann fer út af ofarlega í Skarðsgötunni. Fyrir einhverja heppni lentu mennirnir út úr bíln- um í fyrstu veltunni og sakaði ekki. Eitt og eitt stykki úr bílnum fannst dreift um skriðuna og að allra dómi engin lífsvon ef þessir menn hefðu verið fastir við bíl- inn.“ Ársæll. Á ég að segja þér hvað þarna gerðist? Það ætla ég að gera þótt ég sé ekki vanur að greina opinberlega frá efni lögreglu- skýrslna en verð hér að gera und- antekningu. í fyrsta lagi voru nú mennirnir þrír en ekki tveir. Ég sleppi frásögn af aðdraganda slyssins, en í skýrslunni er þetta haft eftir ökumanni (eftir að í óefni var komið): „Reyndi ég þá að sveigja bifreiðinni upp í skriðuna til hægri í þeim tilgangi að hægja ferð en það tókst ekki. Var bifreið- in þá komin á mikla ferð og ákváð- um ég og farþegar mínir (letur- breyting mín) að stökkva út úr bifreiðinni. Fyrstur stökk farþegi úr framsæti, síðan kom sá sem aftur í var fram í bifreiðina og stökk einnig og ég síðan rétt á eft- ir. Strax og ég var kominn út úr bifreiðinni beygði hún til vinstri og rann út af veginum og niður skriðuna, endastakkst síðan og valt niður undir jafnsléttu." Ætl- ar þú að segja mér, Ársæll, að at- burðarás sú er hér hefur verið lýst hefði á einhvern hátt breyst þó mennirnir hefðu verið í bílbelt- um? Svar mitt er eindregið og ákveðið: NEI. Þessa menn hefði ekki munað hið minnsta um að losa af sér bílbelti úr því að þeir gátu gert allt sem að framan greinir. Kambanesskriður Þú tilgreinir umferðarslys sem þar varð 29. september 1983. Öku- maður sem þar átti hlut að máli er mikill „lukkunnar pamfíir, því talið er að 8 til 9 af 10 sem kastast út úr bílum fari mun verr með því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.