Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 Umboðsmaður án umbjóðenda Kvíkmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Broadway Danny Rose ☆ ☆1/j _ Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit og leikstjórn: Woody Allen. Aðal- hlutverk: Woody Allen, Mia Farrow, Nick Apollo Forte. Hópur grínista situr að snæð- ingi á hversdagslegum veitinga- stað í New York og skiptist á sögum yfir borðum. Ofan á verða sögur af umboðsmanninum Danny Rose, sem aldrei náði langt í skemmtanabransanum en alltaf trúði á gildi þeirra krafta •sem hann tók upp á arma sína, hvort heldur þeir voru einfættur steppdansari, blindur sílafón- leikari eða mörgæs í rabbíagervi. Um tíma leit út fyrir að Danny Rose dytti í lukkupottinn. Einn af skjólstæðingum hans, feitlag- inn miðaldra slagarasöngvari sem er veikur fyrir víni og öðrum konum en sinni eigin, fer smátt og smátt að ná hylli. Sama dag og Danny er búinn að bóka söngvarann á frægum skemmti- stað að viðstöddu ýmsu áhrifa- miklu fyrirfólki lendir hann hins vegar f ævintýri sem verður meginefni þessarar myndar Woody Allens. Danny eltist við ástkonu söngvarans vítt og breitt um borgina og bæði eru hundelt af illskeyttum ættingjum fyrrum ástmanns hennar. Þegar þessi dagur er að kvöldi kominn er söngvarinn búinn að „meika’ða" og Danny búinn að missa hann yfir til annars og frægari um- boðsmanns. Og um leið og aðrir bregðast Danny bregst hann í ógáti þeim sem er enn aumari og umkomulausari en hann er sjálfur. Þetta er mjög einföld saga og sett fram á einfaldan hátt, alveg öfugt við hina snjöllu og flóknu byggingu næstu myndar Allens á undan, Zelig. í hlutverki Danny Rose endurtekur Allen sumpart hinn taugaspennta, ofurkapps- fulla og sítalandi litla trúð sem hann hefur alla tíð leikið. En hann eykur tilfinningalegri dýpt Danny Rose leggur slagarasöngvaranum lífsreglurnar. Ofbeldi ástarinnar Tónabíó: Fyrir þjóðhátíð — Inde- pendence Day ☆ ☆ Vt Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Alice Hoffman. Leikstjóri: Robert Mandel. Aðalhlutverk: Kathleen Quinlan, David Keith, Cliff De Young, Dianne Wiest. Vegir amerískrar kvikmynda- gerðar eru órannsakanlegir, þ.e.a.s. þegar fjöldaframleiðslunni sleppir. Sú mynd sem Tónabíó hefur nú tekið til sýninga tilheyrir alls ekki fjöldaframleiðslunni, og því hefur hún lent í dálitlum ógöngum. Inde- pendence Day er hún kölluð hingað komin upp á tjald en hefur hins vegar verið fáanleg á myndböndum undir nafninu Love, Honour and Obey og um hana skrifaði ég sem slíka á sínum tíma hér á blaðið. Þetta eru dæmigerð örlög bló- mynda sem Bandaríkjamenn vita ekki alveg hvers eðlis eru. Þegar ekki liggur á borðinu að myndina má auglýsa upp eftir ákveðinni forskrift þá er farið að rokka til með titil hennar. Mjög sjaldgæft er að slíkt dreifingarmöndl breyti einu eða neinu um gengi viðkom- andi mynda. Þessi mynd, hvort heldur hún heitir Independence Day eða Love, Honour and Obey, á það ekki skilið að daga uppi í ráð- leysi bandaríska formúluiðnaðar- ins. Því er þó ekki að neita að þessi nafnaruglingur á sér rætur í mynd- inni sjálfri. Titillinn Love, Honour and Obey er skírskotun í hjúskap- arheitið og sumpart fjallar myndin um samband karls og konu, þá valda- og tilfinningatogstreitu sem gjarnan myndast innan þess og endað getur í því sem kallað er ofbeldi á heimilum. Titillinn Inde- pendence Day skírskotar svo til sjálfstæðisbaráttu einstaklinga, einkum jafnréttisbaráttu kvenna, — en ekki þjóðhátíðardags Banda- ríkjanna eins og þýðandi Tónabíós virðist telja. Um þessi tvö tengdu efnisstef fjallar myndin og reyndar margt fleira, — allt innan ramma þorpsmelódrama. Hún skyggnist inn í líf nokkurra íbúa lítils þorps í Bandaríkjunum. Lengi framan af er megináherslan á ungt par sem dregur sig saman snemma í mynd- inni. Unga stúlkan vill ekki þorna upp í þrengslunum heima, heldur halda á vit stórborgarinnar að fullnema sig í ljósmyndun; ungi maðurinn er á hinn bóginn búinn að gefast upp á sínu námi og snýr aftur heim í smábæinn sáttur við að starfa við sitt gamla fag og áhugamál, bíla og kappakstur. Þegar líður á myndina flyst áhersla hennar af þessu unga pari sem enn hefur tækifæri til að stjórna fram- tíð sinni að vild, yfir á annað samband sem komið er í hættulega blindgötu. Það er hjónaband systur unga mannsins og mágs, þar sem kúgun og óhamingja, sálrænt og líkamlegt ofbeldi ráða ríkjum með óhugnanlegum lyktum. Eins og af þessu má ráða ætla höfundar myndarinnar að gera æði við þessa gamalreyndu persónu og það sem myndina skortir í ærslafullri fyndni bætti hún upp með manneskjulegri samúð. Mia Farrow fær með hlutverki ást- konunnar tækifæri til að slíta sig lausa úr viðjum sætu vælukjó- anna sem hún hefur lengst af túlkað og Nick Apollo Forte er sem sniðinn fyrir slagaragarp- inn. Og enn vinnur Allen hér í svart-hvítu í samvinnu við þann góða kvikmyndara Gordon Will- is, þótt ekki verði séð að „litley- sið“ hafi einhverja merkingu fyrir myndina. Broadway Danny Rose er forvitnileg fyrir alla sem fylgjast vel með þróun þessa makalausa listamanns og það ættu sem flestir að gera. En hún er frekar afslöppun eftir átökin við Zelig og einum of rýr í roðinu til að teljast til sérstakra tíðinda. margt í einu. Það tekst þeim ekki alveg. Hoffman, handritshöfundur skrifar fjölda samtala, atriða og persóna mjög vel en hefði mátt skerpa heildarmarkmiðið talsvert betur. Sigur ástarinnar í endi myndarinnar er vanhugsaður og á skjön við það sem á undan er geng- ið. Engu að síður er full ástæða til að vekja athygli á Independence Day, hvað sem kræklóttum vexti hennar líður. Með henni er meira dramatískt lífsmark en mörgum bandarískum bíómyndum þessi misserin. Hún hefur talsverðan metnað, og Ieikstjórinn Robert Mandel beitir prýðilegu hand- bragði og oft nýstárlegum mynd- lausnum. Umfram allt er Inde- pendence Day ákaflega vel leikin í smáu sem stóru. Kathleen Quinlan og David Keith sem unga parið standa sig vel, og sama á við um fyrsta flokks skapgerðarleikara eins og Frances Sternhagen, Josef Sommer, Richard Fransworth og Bert Remsen í aukahlutverkunum. En áhrifamest og best eru þó Cliff De Young og Dianna Wiest sem hinir ógæfusömu vistmenn í hjóna- bandshelvítinu. Kvikmyndahátíð kvenna Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stríðsleikir í stúdíói Stjörnubíó: Hugrekkið ofar öllu First Comes Courage ★ ★ Leikstjóri Dorothy Arzner. Handrit Lewis Meltzer. Kvik- myndun Joseph Walker, (tók m.a. margar af bestu myndum Capra). Tónlist Ernest Toch. Aðalhlutverk Merle Oberon, Brian Ahern, Carl Esmond, Bandarísk frá 1943. Það er ekki að sjá að fyrsti kvenmaðurinn sem gat sér um- talsverðan orðstír sem leikstjóri vestra, hafi gefið karlkyninu nokkuð eftir í gerð B-mynda. Hugrekkið ofar öllu, sem Arzner gerði 1942 er þokkaleg stríðs- mynd, á þeirra tíma mælikvarða, dæmigerð áróðursmynd um mannvonsku nasista og hugprýði andstæðinganna. Og það þurfti hreint ekki svo lítið hugmynda- flug og útsjónarsemi til að gjör- nýta þær fábrotnu aðstæður sem rútínumyndir þessara tíma voru gerðar við. Merle Oberon er álitin kvisl- ingur í smábæ í Noregi stríðsár- anna, enda á hún vingott við yf- irmann þýska herflotans á staðnum. Bak við tjöldin er hún hinsvegar ómetanlegur njósnari Bandamanna. Hápunktur mynd- arinnar er skemmdarverkaleið- angur Breskra Commandosveita sem sprengja í loft upp olíu- birgðastöð í bænum. Gamall elskhugi Oberon. Brian Aherne, ræður ferðinni. f myndarlok vilí hann flytja elskuna sína á braut með sér, en kvikmyndaframleið- endur og stjórnvöld þessa tíma höfðu annað, hetjulegra jafnan í huga. Dorothy Arzner Þessa mynd ber að skoða í sögulegu ljósi. Það má furðu gegna hve konum gekk hægt að fá að njóta sín i kvikmyndum, þ.e. á bak við myndavélina, ekki einasta í Hollywood, heldur hvarvetna annarsstaðar. Annars varð Arzner fræg fyrir klippingu Blóós og sands, (’22), með engri annarri en ímynd karlrembu þeirra tíma og kvennagulli í að- alhlutverki, Valentino. Þótti konunni takast með eindæmum vel að splæsa saman hamfarir tudda við tif og valhopp hjarta- knúsarans, sem að sjálfsögðu fór fram í öruggri fjarlægð frá tarf- inum. Þetta afrek leiddi til merki- legri verkefna því Arzner var valin klippari The Covered Wag- on, (’23), þekktrar merkismynd- ar. Að því loknu skrifaði hún nokkur handrit og Paramount bauð henni síðan að leikstýra sinni fyrstu mynd ’27. Þær urðu a.m.k. 17, (sbr. The International Film Encyclopedia), en Hugrekki ofar öllu, varð einmitt sú síðasta. Að henni lokinni hóf hún störf sem fyrirlesari við U.S.C. Arzner hefur greinilega ekki verið neitt blávatn. Hún stóð svo gott sem ein kvenna í fremstu víglínu gegn karlaveldi og skæruhernaði Hollywood á þriðja áratug. Gimsteinar í mannsorpinu Stjörnubíó: Önnur Vitundarvakn- ing Christu Klages — Der Zweite er Wachen Der Christa Klag- es ★ ★ ★ Leikstjóri og handrit: Margarethe von Trotta. Kvikmyndun: Franz Rath. Tónlist: Klaus Doldinger. Klipping: Annetta Dohrn. Aðalhlutverk: Tina Engel, Sylvia Reize, Katharina Thalbach. Vestur-Þýskaland 1878. Hlaut æðstu kvikmyndaverðlaun V- -Þýskalands — Bundesfilmpreis. Margarethe von Trotta er stórt nafn í þýskri kvikmynda- gerð, allar götur frá því hún gerði Hina glötuðu sru Katarínu Blum, i samvinnu við mann sinn, Volker Schloendorff. ÖVCK er fyrsta, sjálfstæða mynd von Trotta og ber þess glöggt merki að höfundur hennar er öllum hnútum kunnugur við gerð kvikmynda. Klage (Tina Engel) fær hvergi lengur fjárhagsaðstoð til rekstr- Tina Engel og Sylvia Reize í Annarri vitundarvakningu Christu Klages. ar barnaheimilis sem hún hefur sjálf stofnað og starfrækt og hýsir eingöngu einstaklinga sem þegar á barnsaldri eru orðnir utangarðs í hinu kaldhjartaða þýska þjóðfélagi. Myndin gerist á tímum bankarána og annarra ódæðisverka sem framin voru títt undir yfirskini einhverra „Hugsjóna", af óargadýrum eins og Baader-Meinhof-klíkunni. Þaðan hefur Klage fengið hug- myndina að bankaráni til fjár- mögnunar rekstrar sinnar þörfu stofnunar, uppeldisheimilinu fyrir umkomuleysingjana. Þegar á reynir tekst Klage engan veginn að virkja ráns- fenginn en starfsmaður bank- ans, Lena (Katharina Thalbach), er einnig komin á hæla hennar. En þegar hún hefur kynnt sér málavexti kemur hún Klage til hjálpar í lokin. Upphefst þá önn- ur vitundarvakning Klages. Von Trotta er bráðslyngur kvikmyndagerðarmaður sem gengur hreint til verks og setur áhorfandann í engan efa um hvert markmið hennar er. Hún lýsir afdráttarlaust tilfinninga- dofnu og miskunnarlausu þjóð- félagi síns heimalands þar sem manneskjan á naumast uppá pallhorðið og velferðarstofnanir eins og barnaheimilið fyrirfinn- ast ekki á landabréfum yfir- valda. Tengsl kvennanna þriggja (allar leiknar af snilli) eru sá góði kraftur sem „leynist í mannsorpinu" og einn fær góðu komið til leiðar. En þær vafa- sömu fullyrðingar höfundar að konur ræni af öðrum hvötum og ástæðum en vér karlar vísa ég beinustu leið heim til föðurhús- anna, af karlmennsku. Christa Klages er bæði eftir- minnileg og ekki síður forvitni- leg mynd, líkt og margar aðrar á þessari ágætu kvikmyndahátíð kvenna. Konurnar hafa valið sundurleitt, áræðið og áhugavert úrtak mynda sem velflestar eru jafnframt vandséðar. Ég leyfi mér að vekja sérstaka athygli á ofangreindri mynd, Agöthu, Tell Me a Riddle, Óld Enough, Sans toit ni loi, Ulysse, Peppermint Frieden. Ekki eru þær síður forvitnilegar El mar del tiempo perdido, (gerð eftir sögu Gabriels Garcia Marques), og Por los cam- inos verdes, en sá annmarki er á sýningum þeirra (tal er á frum- málinu) að þeim fylgir franskur texti. Bæði kynin hafa því úr mörgu að velja. En sýningardögum fer fækkandi og ég hef orðið vitni að einstökum sofandahætti gagn- vart þessari ágætis veislu. Agatha, Agatha Stjörnubíó: Agatha ★ ★ Handrit og leikstjórn: Marguer- ite Duras. Kvikmyndun: Domin- ique Le Rigoleur og Jean-Paul Meurisse. Tónlist: Brahmsvalsar. Leikendur, (raddir) Bulle Ogier og Yann Andréa. Enskur skýringar- texti. Frakkland 1981. í kvikmyndinni Agöthu er áherslan öll lögð á myndmálið. Auga tökuvélarinnar hreyfist ofurhægt um sviðið, mestmegnis innan veggja Villu Agöthu, þar sem „persónurnar", systkin, elskuðust einhvern tímann í fyrndinni. Við kynnumst ein- göngu röddum þeirra, sem tjá sig, sakbitnar, um þessa marg- slungnu minningu, tregafullu, beisksæta, ástríðufulla. Áhorfandinn eltir ljóðrænar hreyfingar myndavélarinnar um sögusviðið en lengst af dvelur hún við sjávarmálið. Þar sem öldurnar hniga látlaust i faðm strandarinnar til þess að deyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.